Persónuvernd hjá Microsoft

Gögnin þín notuð til að bæta eigin upplifun – og stjórnin er í þínum höndum.

Skuldbindingar okkar varðandi persónuvernd

Hjá Microsoft er markmiðið að gera hverjum einstaklingi og hverri stofnun og fyrirtæki á jörðinni kleift að ná enn betri árangri. Það hefst með því að tryggja að þú takir markvissar ákvarðanir þegar þú deilir gögnum með okkur. Það þýðir einnig að við skuldbindum okkur til að tryggja gagnsæ samskipti - og af hverju við biðjum um gögnin þín og hvernig við notum þau gögn sem þú deilir- með allar okkar vörur og þjónustu.

Með því að leggja áherslu á sex lykilreglur reynum við að vinna okkur inn traust þitt á hverjum degi:

  • Stjórn: Einföld verkfæri og skýrir valkostir setja þig við stjórnvölinn þegar kemur að meðferð persónuupplýsinga þinna.
  • Gagnsæi: Við leggjum ríka áherslu á að söfnun og notkun gagna fari fram með gagnsæjum hætti svo að þú getir tekið upplýstar ákvarðanir.
  • Öryggi: Við tryggjum öryggi gagnanna sem þú treystir okkur fyrir með öflugum öryggisráðstöfunum og dulritun.
  • Lagavernd: Við virðum gildandi lög um persónuvernd á hverjum stað og berjumst fyrir því að persónuvernd njóti lagaverndar sem grundvallarmannréttindi.
  • Engar sérsniðnar auglýsingar: Við notum ekki tölvupóstinn þinn, spjallið, skrár eða önnur persónuleg gögn til að sérsníða auglýsingar fyrir þig.
  • Kostirnir fyrir þig: Í þeim tilvikum þar sem við söfnum gögnum kemur það þér til góða og bætir upplifun þína af vörum okkar og þjónustu.

Reglurnar mynda grunn að því hvernig Microsoft nálgast persónuvernd og þær munu halda áfram að hafa mótandi áhrif á það hvernig við byggjum upp vörur okkar og þjónustu.

Á þessari síðu eru upplýsingar um friðhelgi og stjórntæki sem þú getur notað til að taka réttar ákvarðanir fyrir þig.

Fyrir viðskiptavini Enterprise og Business

Fyrir viðskiptavini fyrirtækja, kerfisstjóra eða hver þau sem nota Microsoft vörur í starfi, skoðið Öryggismiðstöð Microsoft til að fá upplýsingar umpersónuvernd og öryggi í vörum okkar og þjónustu.


Hvaða gögn geturðu valið um að veita Microsoft?

Microsoft notar gögn viðskiptavina sem fólk eins og þú veitir okkur til að bæta vörur okkar og þjónustu og fyrir snurðulausa keyrslu þeirra, til að veita þér sérsniðna þjónustu og vernda þig. Hér eru nokkrir algengustu gagnaflokkarnir sem við söfnum:

Vefskoðun og leit á netinu

Kona að skoða vefsíður og leita á netinu

Til að auka hraðann við vefskoðun söfnum við og notum gögn úr vefferlinum þínum til að geta spáð fyrir um hvert þú vilt fara. Fyrir frekari upplýsingar sjá vefskoðunargögn og persónuvernd.

Lesa um Microsoft Edge í yfirlýsingunni um persónuvernd >

Við notum Bing-leitarferilinn þinn, ásamt uppsöfnuðum ferli frá öðrum einstaklingum til að færa þér betri leitarniðurstöður, rétt eins og margar leitarvélar gera.

Lesa um Bing-leit í yfirlýsingunni um persónuvernd >

Farðu á persónuverndaryfirlitið til að skoða og eyða leitarferli eða vefferli sem tengist Microsoft-reikningnum þínum.

Staðir sem þú ferð á

Bíll að aka framhjá ísbúð

Staðsetningarupplýsingar auðvelda okkur að veita þér leiðsögn á staði sem þú vilt heimsækja og birta þér viðeigandi upplýsingar sem byggjast á staðsetningu þinni. Í þessu skyni notum við staðsetningar sem þú hefur gefið upp eða sem við höfum greint með tækni á borð við GPS eða IP-tölur.

Greining staðsetningar er einnig liður í að vernda þig. Ef þú skráir þig nánast alltaf inn í Tókýó og skráir þig allt í einu inn í London getum við t.d. athugað hvort það ert raunverulega þú sem ert að skrá þig inn.

Þú getur slökkt eða kveikt á staðsetningarþjónustunni í tækinu þínu, valið hvaða forrit hafa aðgang að staðsetningunni þinni, og stjórnað staðsetningarferlinum sem er vistaður í tækinu. Fyrir frekari upplýsingar sjá Staðsetningarþjónustu Windows 10 og þína persónuvernd.

Lesa um staðsetningu í yfirlýsingunni um persónuvernd>

Farðu á persónuverndaryfirlitið til að skoða og eyða staðsetningarvirkni sem tengist Microsoft-reikningnum þínum.

Gögn sem auðvelda okkur að veita þér aðstoð

Maður á gangstétt horfir á síma

Þú getur notað Cortana til að stjórna dagatalinu þína, uppfæra tímasetningar, taka þátt í fundum, finna staðreyndir og skrár, eða bara auðvelda lífið. Til að veita þér sérsniðna upplifun lærir Cortana af ákveðnum gögnum frá þér, eins og upplýsingar úr leitum, dagatali, tengiliði og staðsetningu. Til að læra meira, meðal annars stjórna gögnum þínum, sjá Cortana og þín persónuvernd.

Lesa um Cortana í yfirlýsingunni um persónuvernd >

Gögn sem við notum til að birta áhugaverðari auglýsingar

Kona sem gengur niður götu

Sum þjónusta frá Microsoft er kostuð með auglýsingum. Til að birta þér auglýsingar sem líklegt er að þú hafir áhuga á notum við gögn á borð við staðsetningu, leitarfyrirspurnir á Bing, vefsíður Microsoft eða auglýsenda sem þú skoðar, lýðfræðilegar upplýsingar og atriði sem þér hefur líkað við. Við beinum ekki auglýsingum að þér með því að byggja á því sem þú segir í tölvupósti, spjalli, myndsímtölum, talhólfsskilaboðum eða skjölum, myndum eða öðrum persónulegum skrám.

Þú getur breytt auglýsingastillingunum til að koma í veg fyrir að Microsoft birti þér auglýsingar sem byggja á áhugamálum þínum. Þú sérð áfram auglýsingar en hugsanlega verða þær ekki jafn áhugaverðar.

Lesa um auglýsingar í yfirlýsingunni um persónuvernd >

Farðu á persónuverndaryfirlitið til að breyta stillingunum þínum.

Breyttu samskiptastillingnum þínum til að velja hvort þú viljir fá auglýsingar í tölvupósti eða fréttabréf frá Microsoft.

Upplýsingar um innskráningu og greiðslur

Maður að borga fyrir kaffi

Við geymum innskráningarupplýsingar á Microsoft-reikninginn þinn og upplýsingar um greiðslumáta ef þú velur um að tengja við Microsoft-reikninginn þinn. Við gerum það til að auðvelda þér að skrá þig inn og borga fyrir forrit, leiki eða miðla.

Farðu á Vefsvæði Microsoft-reikningsins til að uppfæra aðgangsorð, öryggisupplýsingar og greiðslukosti, finna upplýsingar um hvernig skal halda reikningnum þínum öruggum og til að skoða nýlega innskráningarvirkni.

Lesa um Microsoft-reikninginn í yfirlýsingunni um persónuvernd >


Microsoft-vörur og þín persónuvernd

Þú getur lært um hvernig á að stýra persónuverndarstillingunum fyrir Microsoft-vörur og þjónustu og fundið tengla á stutt efni á síðunni okkar fyrir persónuvernd í vörum okkar og þjónustu.

Ef þú býrð í Kaliforníu, vinsamlegast sjáðu Yfirlýsing fyrir neytendur í Kaliforníu samkvæmt persónuverndarlögum fyrir neytendur í Kaliforníu (CCPA, California Consumer Privacy Act).