Skip to main content

Persónuvernd hjá Microsoft

Gögnin þín notuð til að bæta eigin upplifun – og stjórnin er í þínum höndum.

Hjá Microsoft er markmiðið að gera hverjum einstaklingi og hverri stofnun og fyrirtæki á jörðinni kleift að ná enn betri árangri. Þetta gerum við með því að smíða snjalla skýjalausn þar sem framleiðni og viðskiptaferli eru endurhönnuð og tölvuvinnsla gerð persónulegri. Í öllu því ferli vinnum við samkvæmt tímalausum gildum okkar um persónuvernd og tryggjum að þú getir hvenær sem er haft fulla stjórn á gögnunum þínum.

Þetta hefst með því að við tryggjum að þú getir sannarlega valið hvaða gögnum er safnað, hvernig þeim er safnað og hvernig þau eru notuð. Við tryggjum líka að þú búir yfir öllum nauðsynlegum upplýsingum sem þarf fyrir þetta val, þvert á vörur okkar og þjónustu.

Með því að leggja áherslu á sex lykilreglur reynum við að vinna okkur inn traust þitt á hverjum degi:

  • Stjórn: Einföld verkfæri og skýrir valkostir setja þig við stjórnvölinn þegar kemur að meðferð persónuupplýsinga þinna.
  • Gagnsæi: Við leggjum ríka áherslu á að söfnun og notkun gagna fari fram með gagnsæjum hætti svo að þú getir tekið upplýstar ákvarðanir.
  • Öryggi: Við tryggjum öryggi gagnanna sem þú treystir okkur fyrir með öflugum öryggisráðstöfunum og dulritun.
  • Lagavernd: Við virðum gildandi lög um persónuvernd á hverjum stað og berjumst fyrir því að persónuvernd njóti lagaverndar sem grundvallarmannréttindi.
  • Engar sérsniðnar auglýsingar: Við notum ekki tölvupóstinn þinn, spjallið, skrár eða önnur persónuleg gögn til að sérsníða auglýsingar fyrir þig.
  • Kostirnir fyrir þig: Í þeim tilvikum þar sem við söfnum gögnum kemur það þér til góða og bætir upplifun þína af vörum okkar og þjónustu.

Þessar reglur mynda grunninn að því hvernig Microsoft nálgast persónuvernd og þær munu halda áfram að hafa mótandi áhrif á það hvernig við byggjum upp vörur okkar og þjónustu. Viðskiptavinum hjá fyrirtækjum er bent á að fara í Öryggismiðstöð Microsoft til að kynna sér hvernig við tryggjum öryggi gagna í Microsoft Cloud.

Annars staðar á þessu vefsvæði er að finna tengla í frekari upplýsingar og stjórntæki sem þú getur notað til að taka réttar ákvarðanir fyrir þig. Við reynum sífellt að gera betur. Ef þú rekst á einhver atriði í vörum okkar og þjónustu sem virka ekki eins og þú reiknaðir með hvað varðar persónuvernd skaltu endilega láta okkur vita.


Hvers kyns gögnum safnar Microsoft?

Microsoft safnar gögnum sem gera þér kleift að gera meira. Í þeim tilgangi notum við gögnin sem við söfnum til að veita og endurbæta vörur okkar, þjónustu og tæki, bjóða þér upp á persónubundna upplifun og tryggja öryggi þitt. Hér eru nokkrir algengustu gagnaflokkarnir sem við söfnum.

Vefskoðun og leit á netinu

Kona að skoða vefsíður og leita á netinu

Við notum leitarferilinn þinn ásamt uppsöfnuðum ferli frá öðrum einstaklingum til að færa þér betri leitarniðurstöður, rétt eins og margar leitarvélar gera. Til að auka hraðann við vefskoðun geta vafrar frá Microsoft safnað og notað gögn úr vefferlinum þínum til að geta spáð fyrir um hvert þú vilt fara. Cortana getur komið með sérsniðnar tillögur sem byggjast á vefskoðun þinni og leitarferli.

Í persónuverndarstillingum Windows, undir stillingunni „Greining og ábendingar“ getur þú valið hvort gögnum úr vefferlinum er safnað. Í stillingum Cortana og Microsoft Edge getur þú einnig stjórnað því hvort Cortana fær aðgang að leitar- og vefferlinum þínum.

Staðir sem þú ferð á

Bíll að aka framhjá ísbúð

Staðsetningarupplýsingar auðvelda okkur að veita þér leiðsögn á staði sem þú vilt heimsækja og birta þér viðeigandi upplýsingar sem byggjast á staðsetningu þinni. Í þessu skyni notum við staðsetningar sem þú hefur gefið upp eða sem við höfum greint með tækni á borð við GPS eða IP-tölur.

Greining staðsetningar er einnig liður í að vernda þig. Ef þú skráir þig nánast alltaf inn í Tókýó og skráir þig allt í einu inn í London getum við t.d. athugað hvort það ert raunverulega þú sem ert að skrá þig inn.

Í „Stillingar > Persónuvernd > Staðsetning“ getur þú kveikt eða slökkt á staðsetningarþjónustu í tækinu þínu. Þar getur þú einnig valið hvaða forrit hafa aðgang að staðsetningunni þinni og stjórnað staðsetningarferlinum sem er vistaður í tækinu.

Gögn sem auðvelda okkur að veita þér persónulega aðstoð

Maður á gangstétt horfir á síma

Til að geta leiðbeint þér í umferðinni, munað eftir afmælum og tímamótum, skrifað réttri „Jóhönnu“ á tengiliðalistanum textaskilaboð og almennt til að geta gert meira fyrir þig þarf Cortana að þekkja inn á áhugamálin þín, hvað er framundan í dagbókinni og hvaða fólk þú hefur áhuga á að umgangast. Þegar þú vilt ekki hafa fyrir því að teygja þig í lyklaborðið getum við notað tal- og handskriftarmynstrið þitt til að geta betur skilið það sem þú segir eða skrifar inn í skjöl eða textaskilaboð.

Umsjón með áhugamálum og öðrum gögnum í Cortana á persónuverndaryfirlitinu

Gögn sem við notum til að birta áhugaverðari auglýsingar

Kona sem gengur niður götu

Hluti þjónustu Microsoft er kostaður af auglýsendum. Til að birta þér auglýsingar sem líklegt er að þú hafir áhuga á notum við gögn á borð við staðsetningu, leitarfyrirspurnir á Bing, vefsíður Microsoft eða auglýsenda sem þú skoðar, lýðfræðilegar upplýsingar og atriði sem þér hefur líkað við. Við notum ekki það sem þú segir í tölvupósti, spjalli, myndsímtölum eða talhólfsskilaboðum né skjöl, myndir eða aðrar persónulegar skrár til að beina auglýsingum að þér.

Þú getur notað auglýsingastjórntæki okkar á netinu til að koma í veg fyrir að Microsoft birti þér auglýsingar sem byggjast á áhugamálum þínum. Þú sérð áfram auglýsingar en hugsanlega verða þær ekki jafn áhugaverðar.

Upplýsingar um innskráningu og greiðslur

Maður að borga fyrir kaffi

Með því að skrá þig fyrir eigin Microsoft-reikningi geturðu notað netþjónustu á borð við geymslu- og fjölskyldustillingar og haldið ávallt sömu stillingum í mismunandi tækjum. Ef þú bætir greiðsluupplýsingum við reikninginn verður leikur einn að sækja forrit, áskriftir, kvikmyndir, sjónvarpsefni og leiki í Windows 10-tækjum.

Með því að halda aðgangsorðinu þínu leyndu og bæta við öryggisupplýsingum til viðbótar, s.s. símanúmeri eða netfangi, geturðu aukið öryggi upplýsinganna um skrár, kreditkort, vefferil og staðsetningu.

Farðu á vefsvæði Microsoft-reikningsins til að uppfæra aðgangsorð, öryggisupplýsingar og greiðslukosti.


Windows 10 og netþjónustan þín

Windows 10-merkið
Kona notar fartölvu við skrifborð

Þar sem Windows 10 er skýjaþjónusta auka gögn ávallt öryggi þitt og bæta upplifun þína. Til að tryggja öryggi þitt á netinu skönnum við meðal annars Windows 10-tæki sjálfkrafa og leitum að spilliforritum. Við notumst einnig við greiningargögn, en svo kallast stöðugar upplýsingar sem við fáum um frammistöðu Windows 10-kerfisins, til að tryggja að tækið virki sem skyldi. Ef við vitum af vandamáli sem tengist tilteknum prentararekli getum við sent rétta rekla eingöngu til þeirra einstaklinga sem nota viðkomandi gerð prentara.

Einnig bjóðum við þér upp á fjölmargar leiðir til að stjórna því hvernig upplýsingar eru notaðar til að veita persónubundna þjónustu og upplifun í Windows 10. Í Stillingar > Persónuvernd > Ábendingar & greining geturðu hvenær sem er breytt persónuverndarstillingum fyrir Windows 10, allt frá almennum greiningargögnum til persónubundinnar þjónustu.

Kynntu þér nánar hvernig ýmsar vörur okkar nota gögn til að gera upplifun þína persónulegri.

Office Office logo

Þú getur skoðað persónuverndarstillingarnar í hvaða Office-forriti sem er með því að opna „Skrá > Reikningur > Persónuvernd reiknings“.

Persónuverndarstillingar reiknings

Skype Skype-merkið

Á Skype.com geturðu breytt því hverjir geta séð Skype-notandasíðuna þína og einnig öðrum persónuverndarstillingum.

Stillingar í Skype

OneDrive OneDrive logo

Þú stjórnar því hverjir mega skoða skrárnar þínar á OneDrive.

Góðar venjur til að tryggja öryggi skránna þinna

Xbox Xbox-merkið

Þú getur breytt persónuverndarstillingunum fyrir Xbox í leikjatölvunni sjálfri eða á Xbox.com.

Persónuverndarstillingar í Xbox

Bing Bing-merkið

Slökktu á leitartillögum og breyttu öðrum stillingum með því að skrá þig inn á Bing.com.

Persónuverndarstillingar í Bing

Cortana Cortana-merkið

Cortana virkar best þegar þú skráir þig inn og leyfir notkun á gögnum úr tækinu þínu og annarri Microsoft-þjónustu.

Stillingar í Cortana

Frekari upplýsingar um persónuvernd í vörum okkar er að finna í síða um persónuverndarúrræði.