Yfirlýsing um persónuvernd frá Microsoft

Síðast uppfært: Október 2019 Hvaða nýjungar eru í boði?

Persónuvernd þín er okkur mikilvæg. Þessi yfirlýsing um persónuvernd útskýrir persónugögn sem Microsoft vinnur úr, hvernig Microsoft vinnur úr þeim og í hvaða tilgangi.

Microsoft býður upp á fjölbreytt vöruúrval, þ. á m. netþjónalausnir sem eru notaðar í rekstri fyrirtækja um allan heim, tæki sem eru notuð á heimilum, hugbúnað sem nemendur nota í skólum og þjónustu sem þróunaraðilar nota til að hanna lausnir framtíðarinnar. Þegar vísað er í Microsoft-vörur í þessari yfirlýsingu nær það einnig til Microsoft-þjónustu, vefsvæða, forrita, hugbúnaðar, netþjóna og tækja.

Lestu upplýsingar um viðkomandi vöru í þessar yfirlýsingu um persónuvernd þar sem birtar eru viðeigandi viðbótarupplýsingar. Þessi yfirlýsing gildir um samskipti sem Microsoft hefur við þig og Microsoft-vörur sem koma fram hér að neðan og aðrar Microsoft-vörur þar sem þessi yfirlýsing er birt.


Persónugögn sem við söfnumPersónugögn sem við söfnummainpersonaldatawecollect
Samantekt
Allur textinn

Microsoft safnar gögnum frá þér í gegnum samskipti okkar við þig og í gegnum vörur okkar af ýmsum ástæðum sem eru útskýrðar hér að neðan, þ. á m. til að vinna á skilvirkan hátt og veita þér bestu upplifunina af vörum okkar. Þú veitir okkur sum þessara gagna beint, eins og þegar þú stofnar Microsoft-reikning, notar leyfisreikning fyrirtækisins þíns, sendir leitarfyrirspurn í Bing, skráir þig í viðburð á vegum Microsoft, gefur raddskipun í Cortana, hleður skjali upp á OneDrive, kaupir MSDN-áskrift, skráir þig fyrir Office 365 eða hefur samband við okkur til að fá stuðning. Við fáum eitthvað af þeim með því að safna gögnum um samskipti þín, notkun og upplifun af vörum okkar og samskiptum við okkur.

Við reiðum okkur á margs konar lagalegar ástæður og heimildir (sem stundum eru nefndar „lagalegur grunnur“) til að vinna úr gögnum, þ. á m. með þínu samþykki, samblandi af lögmætum hagsmunum, nauðsyn þess að gera og framfylgja samningum og því að fylgja lagalegum skyldum, af ýmsum ástæðum sem eru útskýrðar hér fyrir neðan.

Við öflum einnig gagna frá þriðju aðilum. Við verjum gögn fá þriðju aðilum í samræmi við það sem fram kemur í þessari yfirlýsingu til viðbótar við allar takmarkanir sem uppruni gagnanna setur. Þessir þriðju aðilar eru mismunandi hverju sinni og þar má nefna:

 • Gagnasala sem selja okkur lýðfræðileg gögn til viðbótar við gögnin sem við söfnum.
 • Þjónustuveitur þar sem efni frá notendum er aðgengilegt öðrum, t.d. umsagnir um fyrirtæki í nágrenninu eða opinberar færslur á samfélagsmiðlum.
 • Samskiptaþjónustur, þ. á m. tölvupóstveitur og netsamfélög, þegar þú veitir okkur aðgangsheimild að gögnunum þínum á þess konar þjónustum eða netkerfum þriðju aðila.
 • Netþjónustur sem auðvelda okkur að ákvarða staðsetningu tækis þíns.
 • Samstarfsaðila sem nota vöruheiti okkar fyrir þjónustu sína eða eru í samstarfi við okkur með markaðssetningu.
 • Þróunaraðila sem búa til upplifanir með eða fyrir vörur Microsoft.
 • Þriðju aðila sem veita upplifun með Microsoft-vörum, t.d. getu sem tengist Cortana.
 • Upplýsingar sem eru opnar almenningi eins og þær sem eru í gagnagrunnum stjórnvalda.

Ef þú kemur fram í nafni stofnunar, t.d. fyrirtækis eða skóla sem notar Microsoft-vörur fyrir fyrirtæki og þróunaraðila, skaltu skoða hlutann Vörur fyrir fyrirtæki og þróunaraðila í þessari yfirlýsingu um persónuvernd, til að kynna þér hvernig við vinnum úr gögnunum þínum. Ef þú notar Microsoft-vöru eða Microsoft-reikning frá fyrirtækinu þínu er frekari upplýsingar að finna í hlutunum Vörur frá fyrirtækinu þínu og Microsoft-reikningur.

Þú hefur val þegar kemur að tækninni sem þú notar og gögnunum sem þú deilir. Þú getur hafnað því þegar við biðjum þig um að gefa upp persónugögn. Margar af vörum okkar þurfa á sumum persónugögnum að halda til að geta veitt þér þjónustu. Ef þú velur að gefa ekki upp gögn sem þarf til að starfrækja eða veita þér vöru eða eiginleika geturðu ekki notað þá vöru eða eiginleika. Að sama skapi, í tilfellum þar sem lög krefjast þess að við söfnum persónugögnum eða þar sem við þörfnumst þeirra til að gera eða fara eftir samningi við þig, og þú veitir okkur ekki gögnin, getum við ekki gert samning við þig, eða ef þetta á við um fyrirliggjandi vöru sem þú notar gætum við þurft að loka fyrir hana tímabundið eða alfarið. Við tilkynnum þér um það ef þetta er tilfellið á þeim tíma. Þar sem er valfrjálst að veita gögnin, og þú kýst að deila ekki persónugögnum, munu eiginleikar á borð við sérsnið sem nota gögnin ekki virka fyrir þig.

Það hvaða gögnum við söfnum fer eftir samskiptum þínum við Microsoft og vali þínu (þ.m.t. persónuverndarstillingum), þeim vörum og eiginleikum sem þú notar, staðsetningu þinni og gildandi lögum.

Við kunnum að m.a. að safna eftirfarandi gögnum:

Nafn og samskiptaupplýsingar. For- og eftirnafn þitt, netfang, heimilisfang, símanúmer og aðrar sambærilegar samskiptaupplýsingar.

Skilríki. Aðgangsorð, vísbendingar fyrir aðgangsorð og svipaðar öryggisupplýsingar sem eru notaðar til auðkenningar og til að fá aðgang að reikningum.

Lýðfræðileg gögn. Upplýsingar um þig á borð við aldur, kyn, land og valið tungumál.

Greiðsluupplýsingar. Gögn sem eru nauðsynleg til að ganga frá greiðslu, eins og númer greiðslumátans (til dæmis kreditkortanúmer) og öryggiskóðinn sem tengist greiðslumátanum.

Gögn um áskriftir og leyfi. Upplýsingar um áskriftir þínar, leyfi og önnur réttindi.

Notkun. Upplýsingar um notkun þína á vörum Microsoft. Í sumum tilvikum, til dæmis ef um er að ræða leitarfyrirspurnir, eru þetta gögn sem þú veitir til að geta notfært þér vörurnar. Í öðrum tilvikum, til dæmis ef um er að ræða villuskýrslur, eru þetta gögn sem við búum til. Önnur dæmi um notkunargögn eru til dæmis:

 • Tækja- og notkunargögn. Gögn um tækið þitt og vörur og eiginleika sem þú notar, þ.m.t. upplýsingar um vél- og hugbúnað og afköst varanna, ásamt stillingum þínum. Til dæmis:
  • Greiðslu- og reikningsferill. Gögn um vörurnar sem þú kaupir og aðgerðir í tengslum við reikninginn þinn.
  • Vefferill. Gögn um vefsíður sem þú skoðar.
  • Tæki, tengigeta og grunnstillingagögn. Gögn um tækið þitt, grunnstillingar tækisins og nálæg net. Til dæmis geta þetta verið gögn um stýrikerfi og annan hugbúnað sem er uppsettur á tækinu þínu, ásamt virkjunarlyklum. Að auki IP-tala, auðkenni tækja (til dæmis IMEI-númer fyrir síma), svæða- og tungumálastillingar og upplýsingar um WLAN-aðgangsstaði nálægt tækinu þínu.
  • Villuskýrslur og gögn um frammistöðu. Gögn um frammistöðu varanna og vandamál sem koma upp, ásamt villuskýrslum. Villuskýrslur (stundum kallaðar „hrunskrár“) geta innihaldið nákvæmar upplýsingar um hug- eða vélbúnað sem tengjast villu, innihald skráa sem eru opnaðar þegar villa á sér stað og gögn um annan hugbúnað í tækinu þínu.
  • Úrræðaleit og hjálpargögn. Gögn sem þú veitir þegar þú óskar eftir aðstoð frá Microsoft, svo sem um vörurnar sem þú notar og aðrar upplýsingar sem auðvelda okkur að veita stuðning. Til dæmis geta þetta verið samskipta- eða sannvottunargögn, efni spjallskilaboða þinna og annarra samskipta við Microsoft, gögn um ástandið á tækinu þínu og vörurnar sem þú notar sem tengjast fyrirspurn þinni um aðstoð. Mögulega er fylgst með samskiptum þínum við fulltrúa okkar og þau vistuð þegar þú hefur samband við notendaþjónustu í gegnum síma eða spjallskilaboð.
  • Notkunargögn um spjallara. Samskipti við spjallara þriðju aðila og geta sem tiltæk er gegnum Microsoft-vörur á borð við Cortana.
 • Áhugamál og eftirlæti. Gögn um áhugamál þín og eftirlæti, eins og það hvaða íþróttafélögum þú fylgist með, hvaða forritunarmál þú kýst, hvaða verðbréfum þú fylgist með eða hvaða borgum þú bætir við til að fylgjast með hlutum eins og veðri og umferð. Fyrir utan þau gögn sem þú veitir okkur beint er einnig hægt að álykta um áhugamál þín og eftirlæti eða draga ályktanir út frá öðrum gögnum sem við söfnum.
 • Gögn um notkun efnis. Upplýsingar um hljóð- og myndefni (t.d. sjónvarpsefni, myndbönd, tónlist, hljóð, hljóðbækur, forrit og leiki) sem þú notar í gegnum vörurnar okkar.
 • Leitir og skipanir. Leitarfyrirspurnir og skipanir þegar þú notar Microsoft-vörur með leit eða svipaðri aðgerð.
 • Raddgögn. Raddgögnin þín, eins og leitarfyrirspurnir eða skipanir sem þú segir upphátt, sem kunna að innihalda bakgrunnshljóð.
 • Texta-, handskriftar- og innsláttargögn. Texta-, handskriftar- og innsláttargögn og tengdar upplýsingar. Til dæmis söfnum við upplýsingum um staðsetningu handskriftarbúnaðar á tækinu þínu þegar við söfnum handskriftargögnum.
 • Myndir. Myndir og tengdar upplýsingar á borð við lýsigögn myndar. Til dæmis söfnum við myndum sem þú veitir við notkun á Bing-myndaþjónustu.
 • Tengiliðir og tengsl. Gögn um tengiliði þína og tengsl ef þú notar vöru til að deila upplýsingum með öðrum, halda utan um tengiliði, vera í samskiptum við aðra eða til að auka afköst þín.
 • Samfélagsgögn. Upplýsingar um tengsl og samskipti þín við annað fólk og fyrirtæki, á borð við eðli samskiptanna (t.d. hvað þér líkar við og líkar ekki við, viðburði, o.s.frv.) sem tengjast fólki eða fyrirtækjum.
 • Staðsetningargögn. Gögn um staðsetningu þína, sem geta annaðhvort verið nákvæm eða ónákvæm. Við söfnum t.d. staðsetningargögnum með hnattrænu gervihnattaleiðsögukerfi (Global Navigation Satellite System, GNSS) (t.d. GPS) og gögnum um nálæga farsímasenda og Wi-Fi-aðgangsstaði. Einnig er hægt að álykta staðsetningu út frá IP-tölu tækis eða upplýsingum á notandasíðu reiknings sem gefur í skyn grófáætlaða staðsetningu, eins og í hvaða borg eða póstnúmeri þú ert.
 • Önnur inntaksgögn. Önnur inntaksgögn sem eru veitt þegar vörur okkar eru notaðar. Til dæmis gögn á borð við takkana sem eru notaðir á þráðlausu Xbox-fjarstýringunni fyrir Xbox Live, gögn úr hreyfiskynjaranum Kinect og önnur skynjaragögn, eins og fjöldi skrefa sem þú tekur, þegar þú notar tæki með tilteknum skynjurum. Ef þú notar „Eyðslu“ söfnum við einnig gögnum um fjármálafærslur frá útgefanda kreditkorts til að veita þjónustuna ef þú biður um það.

Efni. Efni í skrám og skilaboðum sem þú slærð inn, hleður upp, tekur á móti, býrð til og stjórnar. Ef þú sendir t.a.m. skrá með Skype til annars Skype-notanda þurfum við að safna efni þeirrar skráar til að birta þér og hinum notandanum hana. Ef þú færð tölvupóst í gegnum Outlook.com, þurfum við að safna efni tölvupóstsins til að geta sent hann í innhólfið þitt, sýnt þér hann, gera þér kleift að svara honum og geyma hann fyrir þig þar til þú velur að eyða honum. Annað efni sem við söfnum þegar við veitum þér vörur eru meðal annars:

 • Samskipti, þ.m.t. hljóð, myndbönd, texti (innsleginn, handskrifaður, upplesinn eða annars konar) í skilaboðum, tölvupósti, símtali, fundarboði eða spjalli.
 • Myndir, lög, kvikmyndir, hugbúnaður og annað efni eða skjöl sem þú geymir, sækir eða vinnur úr með skýinu okkar.

Myndskeið eða upptökur. Upptökur af viðburðum og starfsemi í húsakynnum Microsoft, í verslunum þess og á öðrum staðsetningum. Ef þú kemur í verslun Microsoft Store eða annað húsnæði okkar eða sækir viðburð á vegum Microsoft sem er tekinn upp kunnum við að vinna úr mynd- og raddgögnum þínum.

Athugasemdir og einkunnir. Upplýsingar sem þú veitir okkur og efni þeirra skilaboða sem þú sendir okkur svo sem athugasemdir, gögn úr könnunum og umsagnir um vörur sem þú skrifar.

Kaflar hér að neðan sem fjalla sérstaklega um tilteknar vörur lýsa gagnasöfnun sem tengist viðkomandi vörum.

Hvernig við notum persónugögnHvernig við notum persónugögnmainhowweusepersonaldatamodule
Samantekt
Allur textinn

Microsoft notar þau gögn sem við söfnum til að veita þér fjölbreytta og gagnvirka upplifun. Einkum notum við gögn til að:

 • Veita vörur okkar, sem felur í sér uppfærslur, öryggi og úrræðaleit, ásamt því að veita stuðning. Slíkt felur einnig í sér að deila nauðsynlegum gögnum til að veita þjónustu eða framkvæma færslur sem þú óskar eftir.
 • Bæta og þróa vörur okkar.
 • Sérsníða vörur okkar og koma með uppástungur.
 • Beina til þín auglýsingum, sem felur í sér að senda kynningarefni, markauglýsingar og kynna fyrir þér viðeigandi tilboð.

Við notum gögnin einnig við rekstur fyrirtækis okkar, sem felur í sér að greina afköst okkar, uppfylla lagalegar skyldur, stuðla að þróun starfsfólks í starfi og vinna rannsóknarvinnu.

Af þessum ástæðum sameinum við gögn sem við söfnum úr ólíkum áttum (til dæmis um notkun þína á tveimur Microsoft-vörum). Cortana birtir þér t.d. áhugaverðar upplýsingar miðað við uppáhaldsíþróttaliðin þín í Microsoft Sports forritinu og Microsoft Store birtir þér sérsniðnar uppástungur að forritum á grundvelli upplýsinga um forrit og þjónustur sem þú notar. Samt sem áður höfum við bætt við tæknilegri og aðferðarlegri vernd sem er hönnuð til að koma í veg fyrir ákveðna samsetningu gagna þar sem þess er krafist af lögum. Til dæmis, þar sem þess er krafist af lögum, geymum við gögn sem við söfnum frá þér þegar þú ert ósannvottuð/ósannvottaður (ekki skráð(ur) inn) aðskilin frá öllum reikningsupplýsingum sem auðkenna þig með beinum hætti, eins og nafn þitt, netfang eða símanúmer.

Við vinnslu á persónuupplýsingum í þessum tilgangi eru bæði notaðir sjálfvirkir vinnsluferlar og handvirk vinnsla (með mannshönd). Sjálfvirkir vinnsluferlar okkar tengjast oft og eru studdir af handvirkri vinnslu. Sem dæmi má nefna að meðal sjálfvirkra vinnsluferla okkar er gervigreind, sem við lítum á sem fjölþættar tæknilausnir sem gera tölvum greint að skilja, læra, greina og aðstoða við ákvarðanatöku við úrlausnir vandamála, á hátt sem er áþekkur því sem manneskjur beita. Til að byggja upp, sannprófa og bæta nákvæmni sjálfvirkra vinnsluferla okkar (þ.m.t. gervigreind) berum við sumar af þeim spám og vísbendingum sem myndast við sjálfvirka vinnslu handvirkt saman við gögnin sem liggja til grundvallar vinnslunnar. Við skoðum til dæmis handvirkt búta úr stuttu sýnishorni af raddgögnum sem við höfum gert ópersónugreinanleg, í því skyni að bæta ýmsa þætti í talþjónustu okkar, svo sem talgreiningu og þýðingar.

Þegar við vinnum úr persónugögnum þínum gerum við það með þínu samþykki og/eða eins og þarf til að virkja vörurnar sem þú notar, starfrækja fyrirtæki okkar, uppfylla lagalegar og samningsbundnar skyldur okkar, vernda öryggi kerfa og viðskiptavina okkar eða til að fullnægja lögmætum hagsmunum Microsoft eins og lýst er í þessum hluta og hlutanum Ástæður fyrir deilingu persónugagna hér að neðan. Þegar við flytjum persónugögn frá Evrópska efnahagssvæðinu gerum við það í samræmi við ýmis lagaskilyrði, eins og lýst er í hlutanum Hvar við geymum og vinnum úr persónugögnum hér að neðan.

Meira um tilgang vinnslunnar:

 • Bjóða upp á vörurnar okkar. Við notum gögn til að virkja vörurnar okkar og veita þér fjölbreytta, gagnvirka upplifun. Til dæmis ef þú notar OneDrive vinnum við úr skjölunum sem þú hleður upp á OneDrive til að gera þér kleift að sækja, eyða, breyta, framsenda eða vinna úr þeim með öðrum hætti samkvæmt þinni skipun sem hluti af þjónustunni. Eða til dæmis ef þú slærð inn leitarfyrirspurn í Bing-leitarvélinni notum við fyrirspurnina til að sýna þér leitarniðurstöður. Þar að auki, þar sem ýmsar vörur, forrit og aðgerðir fela í sér samskiptaeiginleika, notum við gögn til að hafa samband við þig. Til dæmis kunnum við að hafa samband í síma eða með tölvupósti eða á annan hátt til að láta þig vita hvenær áskrift rennur út eða til að ræða við þig um leyfisreikninginn þinn. Við höfum einnig samskipti við þig til að verja vörur okkar, til dæmis með því að láta þig vita þegar uppfærslur á vörum eru tiltækar.
 • Endurbætur á vörum. Við notum gögn til að þróa vörur okkar, þ.m.t. til að bæta við nýjum eiginleikum eða valmöguleikum. Til að mynda notum við villuskýrslur til að bæta öryggiseiginleika, leitarfyrirspurnir og smelli í Bing til að bæta vægi leitarniðurstaðna, notkunargögn til að ákvarða hvaða eiginleika við eigum að leggja mesta áherslu á og raddgögn til að auka nákvæmni talgreiningar.
 • Sérsnið. Margar vörur fela í sér sérsniðna eiginleika á borð við uppástungur sem auka afköst og ánægju þína. Þessir eiginleikar nota sjálfvirka ferla til að sérsníða vöruupplifun þína á grundvelli upplýsinga sem við höfum um þig, til dæmis ályktanir sem við drögum um þig og notkun þína á vörunni, aðgerðir, áhugamál og staðsetningu. Til dæmis, í samræmi við stillingar þínar, ef þú straumspilar kvikmyndir í vafra á Windows-tæki sérðu mögulega ábendingu um forrit í Microsoft Store sem býður upp á betri straumspilun. Ef þú átt Microsoft-reikning getum við samstillt stillingar þínar á nokkrum tækjum með þínu leyfi. Margar vörur okkar bjóða upp á stjórnun til að slökkva á sérsniðnum eiginleikum.
 • Virkjun vöru. Við notum gögn á borð við gerð tækis og forrits, staðsetningu og einkvæm auðkenni fyrir tæki, forrit, net og áskrift til að virkja vörur þar sem þörf er á virkjun.
 • Vöruþróun. Við notum gögn til að þróa nýjar vörur. Til dæmis notum við gögn, sem oft eru ópersónugreinanleg, til að skilja betur þarfir viðskiptavina hvað varðar afköst og tölvuvinnslu, sem getur þá haft áhrif á þróun á nýjum vörum.
 • Notendaþjónusta. Við notum gögn til að úrræðaleita og greina vandamál tengd vörum, gera við tæki viðskiptavina og veita aðra þjónustu og stuðning.
 • Hjálpa til við vörn og úrræðaleit. Við notum gögn til að hjálpa til við að verja vörurnar okkar og bera kennsl á vandamál tengd þeim. Þetta felur í sér að nota gögn til að tryggja öryggi vara okkar og viðskiptavina, bera kennsl á spilliforrit og skaðlega virkni, gera úrræðaleit fyrir vandamál sem tengjast afköstum og samhæfi til að hjálpa viðskiptavinum að fá sem mest út úr upplifun sinni og tilkynna viðskiptavinum um uppfærslur á vörum okkar. Þetta gæti meðal annars falið í sér að nota sjálfvirk kerfi til að bera kennsl á öryggisvandamál.
 • Öryggi. Við notum gögn til að tryggja öryggi vara okkar og viðskiptavina. Öryggiseiginleikar og -vörur frá okkur geta slökkt á spilliforritum og birt notendum tilkynningar um að spilliforrit hafi fundist í tækjunum þeirra. Sem dæmi skanna sumar vörurnar okkar, svo sem Outlook eða OneDrive, efni kerfisbundið og á sjálfvirkan hátt til að finna ruslpóst, vírusa, hættulegar aðgerðir eða vefslóðir sem hafa verið merktar sem svik eða tenglar í vefveiðar eða spilliforrit og við kunnum að koma í veg fyrir samskipti eða fjarlægja efni ef það brýtur í bága við skilmála okkar.
 • Uppfærslur. Við notum gögn sem við söfnum til að þróa uppfærslur og öryggislagfæringar á vörum. Til dæmis kunnum við að nota upplýsingar um getu tækis þíns, t.d. laust minni, til að veita þér uppfærslu eða öryggislagfæringu á hugbúnaði. Uppfærslum og lagfæringum er ætlað að hámarka upplifun þína af vörum okkar, hjálpa þér að tryggja persónuvernd og öryggi gagnanna þinna, veita þér nýja eiginleika og tryggja að tækið þitt sé tilbúið til að vinna úr slíkum uppfærslum.
 • Kynningarefni. Við notum gögn sem við söfnum til að senda kynningarefni. Þú getur skráð þig í tölvupóstáskriftir og valið hvort þú vilt fá kynningarefni frá Microsoft sent með tölvupósti, SMS, pósti eða í síma. Upplýsingar um stjórnun samskiptaupplýsinga, tölvupóstáskrifta og kynningarsamskipta er að finna í hlutanum Aðgangur og stjórnun persónugagna í þessari yfirlýsingu um persónuvernd.
 • Viðeigandi tilboð. Microsoft notar gögn til að veita þér viðeigandi og nytsamlegar upplýsingar sem tengjast vörum okkar. Við greinum gögn frá ýmsum uppsprettum til að geta okkur til um þær upplýsingar sem eiga meira við og vekja mestan áhuga hjá þér og við afhendum þér slíkar upplýsingar með ýmsum leiðum. Til dæmis kunnum við að geta okkur til um áhuga þinn á tölvuleikjum og höfum þá samband við þig út af nýjum leikjum sem þú gætir haft áhuga á.
 • Auglýsingar. Microsoft notar ekki það sem þú segir í tölvupósti, spjalli, myndsímtölum eða talhólfsskilaboðum né skjöl, ljósmyndir eða aðrar persónulegar skrár til að beina auglýsingum að þér. Við notum gögn sem við söfnum í gegnum samskipti okkar við þig, í gegnum sumar af vörum okkar vefforrit þriðju aðila, fyrir auglýsingar í vörum okkar og vefforritum þriðju aðila. Við kunnum að nota sjálfvirka ferla svo auglýsingarnar eigi betur við þig. Frekari upplýsingar um hvernig gögnin þín eru notuð til að birta þér auglýsingar er að finna í hlutanum Auglýsingar í þessari yfirlýsingu um persónuvernd.
 • Að eiga viðskipti. Við notum gögn til framkvæma færslur á milli þín og okkar. Til dæmis vinnum við úr greiðsluupplýsingum til að veita viðskiptavinum áskrift að vörum og notum samskiptaupplýsingar til að afhenda vörur sem eru keyptar í Microsoft Store.
 • Skýrslugerð og viðskiptaaðgerðir. Við notum gögn til að greina starfsemi okkar og nota viðskiptagreind. Þetta gerir okkur kleift að taka upplýstar ákvarðanir og gera skýrslur um frammistöðu fyrirtækisins.
 • Verja réttindi og eignir. Við notum gögn til að bera kennsl á og koma í veg fyrir svik, leysa úr ágreiningi, framfylgja samningum og vernda eignir okkar. Til dæmis notum við gögn til að staðfesta gildistíma hugbúnaðarleyfa til að draga úr ólöglegri notkun. Við notum sjálfvirka ferla til að bera kennsl á og koma í veg fyrir athæfi sem brýtur gegn réttindum okkar og annarra, t.d. svik.
 • Samræmi við lög. Við vinnum úr gögnum til að fara eftir lögum. Við notum t.d. aldur viðskiptavina okkar til að tryggja að við uppfyllum skyldur okkar varðandi verndun á friðhelgi barna. Við vinnum einnig úr samskipta- og innskráningarupplýsingum til að auðvelda viðskiptavinum að nýta rétt sinn á gagnavernd.
 • Rannsóknir. Með viðeigandi tæknilegum og skipulagslegum ráðstöfunum til að vernda réttindi og frelsi einstaklinga notum við gögn til að gera rannsóknir, þ. á m. í þágu almannahagsmuna og í vísindalegum tilgangi.
Ástæður fyrir deilingu persónugagnaÁstæður fyrir deilingu persónugagnamainreasonswesharepersonaldatamodule
Samantekt
Allur textinn

Við deilum persónugögnunum þínum með þínu leyfi eða eins og nauðsynlegt er til að ljúka færslu eða veita einhverja vöru sem þú hefur beðið um eða samþykkt. Til dæmis deilum við efni þínu með þriðja aðila þegar þú segir okkur að gera það, eins og þegar þú sendir tölvupóst til vinar, deilir ljósmyndum og skjölum á OneDrive eða tengir reikninga við aðra þjónustu. Ef þú notar Microsoft-vöru sem stofnun sem þú tengist hefur útvegað þér, t.d. vinnuveitandi eða skóli, eða notar netfang sem slík stofnun hefur útvegað þér til að fá aðgang að Microsoft-vörum, deilum við vissum gögnum, t.d. samskipta- og greiningargögnum til að stofnunin þín geti haft umsjón með vörunum. Þegar þú gefur upp greiðsluupplýsingar til að ganga frá kaupum munum við deila greiðsluupplýsingum með bönkum og öðrum einingum sem vinna úr greiðslufærslunum eða veita aðra fjármálaþjónustu og til að koma í veg fyrir svik og greiðslufallsáhættu.

Þar að auki deilum við persónugögnum til hlutdeildarfélaga og dótturfélaga Microsoft. Við deilum einnig persónugögnum með sölumönnum eða fulltrúum sem vinna fyrir okkur í þeim tilgangi sem lýst er í þessari yfirlýsingu. Til dæmis kunna fyrirtæki sem við höfum ráðið til að veita stuðningsþjónustu við viðskiptavini eða aðstoða við verndun og öryggi í kerfum okkar og þjónustu að þurfa aðgang að persónugögnum til að veita þessa virkni. Í slíkum tilfellum verða fyrirtækin að fara eftir gagnaleynd okkar og öryggiskröfum og þau hafa ekki heimild til að nota persónugögnin sem þau fá frá okkur í neinum öðrum tilgangi. Við kunnum einnig að gefa upp persónugögn sem hluta af fyrirtækjafærslu, eins og samruna eða sölu á eignum.

Að lokum skal tekið fram að við munum geyma, opna, flytja, láta af hendi og varðveita persónugögn þín, þ.m.t. einkaefni þitt (t.d. efni í tölvupóstum þínum á Outlook.com eða skrár í einkamöppum á OneDrive), þegar við teljum í góðri trú að það sé nauðsynlegt í eftirfarandi tilgangi:

 • Hlíta viðeigandi lögum eða bregðast við gildum málarekstri, þar á meðal af hálfu lögreglunnar eða annarra stjórnvalda.
 • Verja viðskiptavini okkar, til dæmis til að koma í veg fyrir ruslpóst eða tilraunir til að svíkja notendur vara okkar eða til að koma í veg fyrir manntjón eða alvarleg meiðsli á fólki.
 • Stýra og viðhalda öryggi í vörum okkar, þ.m.t. til að koma í veg fyrir eða stöðva árás á tölvukerfi okkar eða samskiptakerfi.
 • Verja réttindi eða eignir Microsoft, þ.m.t. til að framfylgja þeim skilmálum sem gilda um þjónustuna – en ef við fáum hins vegar upplýsingar sem benda til þess að einhver noti þjónustu okkar til viðskipta með stolin hugverk eða efnislegar eignir Microsoft munum við ekki kanna einkaefni viðskiptavinar upp á eigin spýtur heldur vísa málinu hugsanlega til lögreglu.

Frekari upplýsingar um það hvaða gögn við látum af hendi samkvæmt beiðni frá lögreglu og öðrum opinberum aðilum er að finna í Skýrsla um beiðnir frá lögregluyfirvöldum.

Athugaðu að stundum er í vörum okkar að finna tengla eða annan aðgang að vörum frá þriðju aðilum þar sem starfshættir í tengslum við persónuvernd eru aðrir en hjá Microsoft. Ef þú gefur upp persónugögn í slíkum vörum gildir persónuverndarstefna viðkomandi aðila um gögnin þín.

Aðgangur og stjórnun persónugagnaAðgangur og stjórnun persónugagnamainhowtoaccesscontrolyourdatamodule
Samantekt
Allur textinn

Þú getur opnað og stjórnað persónugögnum þínum sem Microsoft hefur safnað með verkfærum sem Microsoft lætur þér í té og lýst er hér að neðan, eða með því að hafa samband við Microsoft. Til dæmis:

 • Ef Microsoft fékk samþykki frá þér til að nota persónugögn þín getur þú afturkallað samþykkið hvenær sem er.
 • Þú getur óskað eftir aðgangi að, eyðingu á og uppfærslum á persónugögnum þínum.
 • Ef þú vilt flytja gögnin þín annað getur þú gert það með verkfærum sem Microsoft býður upp, eða ef það er ekki í boði, getur þú haft samband við Microsoft til að fá aðstoð.

Þú getur einnig mótmælt eða takmarkað notkun Microsoft á persónugögnum þínum. Til dæmis getur þú mótmælt hvenær sem er notkun okkar á persónugögnum þínum:

 • Til beinnar markaðssetningar.
 • Þar sem við erum að sinna verki vegna almannahagsmuna eða framfylgja lögmætum hagsmunum okkar eða þriðja aðila.

Það kann að vera að þú hafir þessi réttindi samkvæmt gildandi lögum, þ.m.t. almennri persónuverndarreglugerð ESB, en við bjóðum upp á þau óháð staðsetningu þinni. Í sumum tilvikum er aðgangur eða stjórn á persónugögnum takmarkaður eins og lög mæla fyrir um eða leyfa.

Ef stofnunin þín, t.d. vinnuveitandi þinn, skóli eða þjónustuveita, veitir þér aðgang að og stjórnar notkun þinni á vörum Microsoft skaltu hafa samband við stofnunina til að fá frekari upplýsingar um hvernig skal fá aðgang að og stjórna persónugögnum þínum.

Þú getur fengið aðgang að og stjórnað persónugögnum þínum sem Microsoft hefur yfir að ráða og nýtt rétt þinn á gagnavernd með því að nota ýmis verkfæri sem við bjóðum upp á. Verkfærin sem nýtast þér best fara eftir samskiptum okkar við þig og notkun þinni á vörum okkar. Hér er almennur listi yfir verkfæri sem við veitum til að hjálpa þér að stjórna persónugögnum þínum. Ákveðnar vörur kunna að veita viðbótarstýringar.

 • Persónuverndaryfirlit Microsoft. Þú getur stjórnað gögnum sem Microsoft vinnur úr með því að nota Microsoft-reikninginn þinn á Persónuverndaryfirlit Microsoft. Þar er til að mynda hægt að skoða og hreinsa gögn um vefskoðun, leit og staðsetningar sem tengjast Microsoft-reikningnum þínum.
 • Cortana. Þú getur stýrt hluta þeirra gagna sem Cortana notar eða geymir í Minnisbók Cortana og stillingar Cortana.
 • Microsoft-reikningur. Ef þú vilt opna, breyta eða fjarlægja notandaupplýsingar og greiðsluupplýsingar á Microsoft-reikningnum þínum skaltu breyta aðgangsorðinu, bæta við öryggisupplýsingum eða loka reikningnum. Þetta geturðu gert það með því að fara á Vefsvæði Microsoft-reikningsins.
 • Þjónustumiðstöð fyrir fjöldaleyfi. Ef þú ert viðskiptavinur með fjöldaleyfi, getur þú stjórnað samskiptaupplýsingum og áskriftum þínum og leyfisgögnum á einum stað með því að fara á Vefsvæði þjónustumiðstöðvar fyrir fjöldaleyfi.
 • Skype. Ef þú vilt fá aðgang að, breyta eða fjarlægja einhverjar notanda- og greiðsluupplýsingar á Skype eða breyta aðgangsorðinu, skráðu þig inn á reikninginn þinn. Ef þú vilt flytja út spjallferil Skype og skrár sem hefur verið deilt á Skype geturðu lagt fram beiðni um afrit.
 • Xbox-forritið. Ef þú notar Xbox Live eða Xbox.com geturðu skoðað eða breytt persónugögnunum þínum, þ.m.t. greiðslu- og reikningsupplýsingum, persónuverndarstillingum, öryggisstillingum á netinu og stillingum fyrir deilingu gagna með því að opna Mitt Xbox í Xbox-leikjatölvunni eða á vefsvæðinu Xbox.com.
 • Microsoft Store. Þú getur opnað notandaupplýsingar og reikningsupplýsingar þínar fyrir Microsoft Store með því að opna Microsoft Store og smella á Skoða reikning eða Pantanaferill.
 • Microsoft.com. Þú getur skoðað og uppfært notandaupplýsingarnar þínar á microsoft.com með því að fara á Notandasíða Microsoft-reiknings.
 • Ef þú ert með opinbera notandasíðu hjá Microsoft Developer Network (MSDN) geturðu skoðað og breytt upplýsingunum þínum með því að skrá þig inn á MSDN-spjallsvæði.

Verkfærin hér á undan nýtast hugsanlega ekki til að fá aðgang að eða stjórna öllum persónugögnum sem Microsoft vinnur úr. Ef þú vilt opna eða hafa stjórn á persónugögnum sem Microsoft safnar og þau eru ekki aðgengileg með því að nota verkfærin hér á undan né beint í gegnum Microsoft-vörurnar sem þú notar, áttu þess alltaf kost að hafa samband við Microsoft í heimilisfangið sem kemur fram í hlutanum Hvernig má hafa samband við okkur eða nota vefeyðublað. Við munum svara fyrirspurnum um stjórnun á persónugögnum þínum innan 30 daga.

Samskiptaforstillingar þínar

Þú getur valið hvort þú vilt fá sent kynningarefni frá Microsoft í tölvupósti, smáskilaboðum, pósti eða síma. Ef þú færð kynningartölvupóst eða smáskilaboð frá okkur og vilt segja þig úr áskrift geturðu gert það með því að fylgja leiðbeiningunum í skilaboðunum. Þú getur einnig valið hvort þú færð kynningarefni í tölvupósti, símleiðis eða með bréfpósti með því að skrá þig inn á Microsoft-reikninginn þinn og skoða samskiptaheimildir þar sem þú getur uppfært samskiptaupplýsingarnar þínar, valið stillingar fyrir öll samskipti Microsoft við þig, afþakkað tölvupóstáskriftir og valið hvort deila megi samskiptaupplýsingunum þínum með samstarfsaðilum Microsoft. Ef þú ert ekki með eigin Microsoft-reikning geturðu valið kjörstillingar fyrir Microsoft-tölvupóst með því að nota þetta vefeyðublað. Þessir valkostir eiga ekki við um skilyrt þjónustusamskipti sem eru hluti af tiltekinni Microsoft-vöru, -forritum, aðgerðum eða sem fjalla um kannanir eða önnur upplýsingasamskipti sem hafa sína eigin aðferð til uppsagnar.

Auglýsingavalkostir þínir

Til að afþakka áhugabundnar auglýsingar frá Microsoft skaltu fara á afþökkunarsíðu. Þegar þú afþakkar er kjörstilling þín vistuð í köku sem gildir aðeins fyrir vafrann sem þú ert að nota. Úrsagnarkakan er með fyrningardagsetningu upp á fimm ár. Ef þú eyðir kökum úr tækinu þínu þarftu að afþakka aftur.

Þú getur einnig tengt upplýsingar um val þitt við Microsoft-reikninginn þinn. Það verður notað í öllum tækjum þar sem þú notar þann reikning og mun halda áfram að vera notað þangað til einhver skráir sig inn með öðrum Microsoft-reikningi í því tæki. Ef þú eyðir kökum úr tækinu þínu þarftu að skrá þig aftur inn til að stillingarnar taki gildi.

Hvað varðar auglýsingar sem eru undir stjórn Microsoft og birtast í forritum í Windows geturðu notað afþökkunina sem þegar er tengd við þinn eigin Microsoft-reikning eða afþakkað áhugabundnar auglýsingar með því að slökkva á auglýsingaauðkenninu í stillingum Windows.

Þar sem gögnin sem eru notuð fyrir áhugabundnar auglýsingar eru einnig notuð í öðrum nauðsynlegum tilgangi (þar með talið til að veita vörur okkar, til greiningar og uppljóstrunar á svikum) stöðvar það að afþakka áhugabundnar auglýsingar ekki þessa gagnasöfnun. Þú munt halda áfram að fá auglýsingar þó að þær kunni að eiga minna erindi til þín.

Hægt er að afþakka áhugabundnar auglýsingar frá þriðju aðilum á heimasíðu viðkomandi aðila (sjá hér að ofan).

Vafrastýringar

Þegar þú notar vafra getur þú stjórnað persónugögnum þínum með því að nota ákveðna eiginleika. Dæmi:

 • Kökustýringar. Þú getur stjórnað gögnunum sem kökur geyma og dregið samþykki fyrir kökum til baka með því að nota þá stjórnun á kökum í vafra sem er lýst í hlutanum Kökur í þessari yfirlýsingu um persónuvernd.
 • Rakningarvörn. Þú getur stjórnað gögnunum sem vefsvæði þriðja aðila getur safnað um þig með rakningarvörn í Internet Explorer (útgáfum 9 og síðari). Þessi eiginleiki lokar fyrir efni frá þriðja aðila, þ.m.t. kökur, á öllum svæðum sem þú hefur bætt á listann þinn yfir rakningarvörn.
 • Vafrastýringar fyrir „Ekki fylgjast með mér“. Í sumum vöfrum er að finna eiginleikann „Ekki fylgjast með mér“ sem getur sent vefsvæðum sem þú heimsækir merki um að þú viljir ekki láta fylgjast með þér. Þar sem enn er ekki almennt samkomulag um hvernig á að túlka merkið „Ekki fylgjast með mér“ svarar þjónusta frá Microsoft ekki þessum merkjum frá vöfrum eins og er. Við höldum áfram samstarfi við netþjónustugreinarnar til að skilgreina almennt samkomulag um hvernig fara eigi með DNT-merki. Í millitíðinni er hægt að nota ýmis önnur verkfæri sem við veitum til að stýra gagnasöfnun og gagnanotkun, þar með talið valkosturinn að segja sig úr móttöku á auglýsingum byggðum á áhugamálum frá Microsoft eins og lýst er hér að ofan.
Kökur og álíka tækniKökur og álíka tæknimaincookiessimilartechnologiesmodule
Samantekt
Allur textinn

Kökur eru litlar textaskrár sem eru settar á tækið þitt til að geyma gögn sem vefþjónn lénsins sem kom kökunni fyrir getur náð í seinna. Þessi gögn samanstanda oft af streng af tölum og bókstöfum sem auðkennir tölvuna þína á einkvæman hátt, en hann getur einnig innihaldið aðrar upplýsingar. Sumum kökum er komið fyrir af þriðju aðilum sem starfa fyrir okkar hönd. Við notum kökur og svipaða tækni til að geyma og virða val þitt og stillingar, gera þér kleift að skrá þig inn, birta þér áhugabundnar auglýsingar, berjast gegn svikum, greina frammistöðu varanna okkar og í öðrum lögmætum tilgangi. Microsoft-forrit nota viðbótarauðkenni, eins og t.d. auglýsingaauðkennið í Windows, og mörg vefsvæði og forrit á okkar vegum innihalda einnig vefvita eða álíka tækni eins og lýst er hér á eftir.

Notkun okkar á kökum og álíka tækni

Microsoft notar kökur og svipaða tækni í ýmsum tilgangi, með hliðsjón af samhenginu og vörunni, þar á meðal:

 • Til að vista kjörstillingar þínar. Við notum kökur til að vista val þitt og stillingar á tækinu og til að bæta upplifun þína. Til dæmis, ef þú slærð inn borgina þína eða póstnúmer til að fá staðbundnar fréttir eða veðurfréttir á vefsvæði Microsoft geymum við, samkvæmt stillingum þínum, þau gögn í köku til þess að geta birt þér viðeigandi staðbundnar upplýsingar þegar þú heimsækir vefsvæðið að nýju. Vistun á vali þínu með kökum, t.d. kjörtungumáli, kemur í veg fyrir að þú þurfir endurtekið að stilla val þitt. Ef þú afþakkar áhugabundnar auglýsingar vistum við þá kjörstillingu þína í köku á tækinu.
 • Innskráning og auðkenning. Við notum kökur til að auðkenna þig. Þegar þú skráir þig inn á vefsvæði með eigin Microsoft-reikningi geymum við einkvæmt auðkennisnúmer og tímasetningu innskráningarinnar í dulritaðri köku í tækinu. Þessi kaka gerir þér kleift að fara af einni síðu yfir á aðra innan sama svæðis án þess að þurfa að skrá þig aftur inn á hverri síðu. Þú getur einnig vistað innskráningarupplýsingar þínar til að þú þurfir ekki að skrá þig inn í hvert skipti sem þú opnar svæðið.
 • Öryggi. Við notum kökur til að vinna úr upplýsingum sem auðvelda okkur að vernda vörur okkar ásamt því að bera kennsl á svik og misnotkun.
 • Vistun upplýsinga sem þú veitir á vefsvæði. Við notum kökur til að muna upplýsingar sem þú deilir. Þegar þú veitir Microsoft upplýsingar, eins og þegar þú setur vörur í innkaupakörfu á Microsoft-vefsvæðum, vistum við gögnin í köku í þeim tilgangi að muna upplýsingarnar.
 • Netsamfélög. Sum vefsvæði okkar innihalda netsamfélagskökur, þ.m.t. þær sem gera notendum sem eru skráðir inn í netsamfélagið að deila efni með þeirri þjónustu.
 • Athugasemdir. Microsoft notar kökur til að gera þér kleift að veita endurgjöf á vefsvæði.
 • Áhugabundnar auglýsingar. Microsoft notar kökur til að safna gögnum um virkni þína á netinu og greina áhugamál þín til að við getum sent þér auglýsingar sem höfða mest til þín. Frekari upplýsingar um hvernig þú getur afþakkað áhugabundnar auglýsingar frá Microsoft er að finna í hlutanum Aðgangur og stjórnun persónugagna í þessari yfirlýsingu um persónuvernd.
 • Birting auglýsinga. Microsoft notar kökur til að skrá hversu margir hafa smellt á auglýsingu og til að skrá hvaða auglýsingu þú hefur séð, meðal annars til þess að þú sjáir ekki sömu auglýsinguna aftur og aftur.
 • Greiningar. Við notum kökur fyrsta og þriðja aðila og önnur auðkenni til að safna gögnum um notkun og frammistöðu. Til dæmis notum við kökur til að safna upplýsingum um fjölda þeirra sem heimsækja vefsvæði eða þjónustu og til að byggja upp heildartölfræði um virkni varanna okkar.
 • Afköst. Microsoft notar kökur til að skilja vörurnar okkar og bæta afköst þeirra. Til dæmis notum við kökur til að safna gögnum sem auðvelda álagsjöfnun; þetta auðveldar okkur að tryggja að vefsvæðin okkar hrynji ekki.

Sumar af kökunum sem við notum reglulega eru taldar upp hér að neðan. Listinn er ekki tæmandi en honum er ætlað að gefa mynd af helstu markmiðum þess að við notum kökur. Ef þú heimsækir eitt af vefsvæðum okkar mun svæðið stilla sumar eða allar af eftirfarandi kökum:

 • MUID, MC1 og MSFPC. Auðkennir einkvæma vefvafra sem heimsækja vefsvæði Microsoft. Þessar kökur eru notaðar við auglýsingar, greiningar á vefsvæðum og í öðru rekstrarskyni.
 • ANON. Inniheldur ANID, einkvæmt kenni sem dregið er af Microsoft-reikningnum þínum, sem er notað til auglýsinga, aðlögunar og í aðgerðatilgangi. Hún er einnig notuð til að muna val þitt um að afþakka áhugabundnar auglýsingar frá Microsoft ef þú hefur valið að tengja ákvörðunina við Microsoft-reikninginn þinn.
 • Afrit. Inniheldur landskóða eins og IP-talan þín segir til um.
 • PPAuth, MSPAuth, MSNRPSAuth, KievRPSAuth, WLSSC, MSPProf. Hjálpar til við að auðkenna þig þegar þú skráir þig inn með Microsoft-reikningnum þínum.
 • MC0. Greinir hvort kökur séu virkar í vafranum.
 • MS0. Auðkennir tiltekna lotu.
 • NAP. Inniheldur dulkóðaða útgáfu af landi, póstnúmeri, aldri, kyni, tungumáli og starfsheiti þínu, ef það er vitað, byggt á Microsoft-reikningnum þínum.
 • MH. Birtist á sammerktum vefsvæðum þar sem Microsoft er í samstarfi við auglýsanda. Þessi kaka ber kennsl á auglýsandann þannig að rétt auglýsing sé valin.
 • childinfo, kcdob, kcrelid, kcru, pcfm. Inniheldur upplýsingar sem Microsoft-reikningur notar innan sinna síðna í tengslum við reikninga barna.
 • MR. Notað til að safna upplýsingum til greiningar.
 • x-ms-gateway-slice. Auðkennir gátt fyrir álagsjöfnun.
 • TOptOut. Færir til bókar ákvörðun þína um að fá ekki sendar áhugabundnar auglýsingar frá Microsoft.

Fyrir utan þær kökur sem Microsoft stillir þegar þú heimsækir vefsvæði okkar geta þriðju aðilar einnig stillt kökur þegar þú heimsækir vefsvæði Microsoft. Dæmi:

 • Fyrirtæki sem við ráðum til að veita þjónustu fyrir okkar hönd, t.d. greiningar á vefsvæðum, setja inn kökur þegar þú heimsækir vefsvæðin okkar. Sjá afþökkunartengla hér fyrir neðan.
 • Fyrirtæki sem birta efni, t.d. myndbönd eða fréttir, eða auglýsingar á vefsvæðum Microsoft, setja inn kökur á eigin vegum. Þessi fyrirtæki nota gögn sem þau vinna úr í samræmi við persónuverndarstefnur þeirra, sem kann að gera þessum fyrirtækjum kleift að safna og sameina upplýsingar um aðgerðir þínar yfir mörg vefsvæði, forrit eða netþjónustur.

Hvernig kökum er stjórnað

Flestir vafrar samþykkja kökur sjálfkrafa en bjóða upp á stýringar sem gera þér fært að útiloka þær eða eyða þeim. Hægt er t.d. að útiloka eða eyða kökum í Microsoft Edge með því að velja Stillingar > Persónuvernd og öryggi  > Hreinsa vefskoðunargögn > Kökur og vistuð vefsvæðisgögn. Frekari upplýsingar um hvernig kökum er eytt í Microsoft-vöfrum má finna á Microsoft Edge eða Internet Explorer. Ef þú notar annan vafra skaltu fara eftir leiðbeiningum hans. .

Tilteknir eiginleikar Microsoft-vara eru háðir kökum. Ef þú velur að loka fyrir kökur getur þú ekki skráð þig inn eða notað suma af þessum eiginleikum, og kjörstillingar sem reiða sig á kökur munu glatast. Ef þú velur að eyða kökum verður öllum stillingum og kjörstillingum sem þessar kökur stjórna eytt, þ. á m. kjörstillingum fyrir auglýsingar, og þarf því að búa þær til aftur.

Í hlutanum Aðgangur og stjórnun persónugagna í þessari yfirlýsingu um persónuvernd er lýst öðrum persónuverndarstýringum sem geta haft áhrif á kökur, þ.m.t. rakningarvarnareiginleikanum í vöfrum frá Microsoft.

Notkun okkar á vefvitum og greiningarþjónustu

Rafræn merki sem kallast vefvitar er komið fyrir á sumum vefsíðum Microsoft. Við notum vefvitana til að birta kökur á vefsvæðum okkar, telja notendur sem hafa heimsótt vefsvæðin og birta sammerktar vörur. Við setjum einnig vefvita eða svipaða tækni í rafræn samskipti okkar til að komast að því hvort þú opnir skilaboðin og bregðist við þeim.

Auk þess að setja vefvita á vefsvæði okkar, kunnum við einnig að vinna með öðrum fyrirtækjum og setja vefvitana okkar á vefsvæðin eða auglýsingarnar þeirra. Þetta hjálpar okkur til dæmis að fá fram talnagögn um það hversu oft smellur á auglýsingu á vefsvæði Microsoft leiðir til kaupa eða annarrar virkni á vefsvæði auglýsandans. Þetta gerir okkur einnig kleift að greina það sem þú gerir á vefsvæðum samstarfsaðila Microsoft í tengslum við notkun þína á vöru eða þjónustu Microsoft.

Loks geta Microsoft-vörur innihaldið vefvita eða álíka tækni frá greiningarveitum þriðju aðila sem hjálpar við söfnun talnagagna um áhrifamátt kynningarherferða okkar og annarra aðgerða. Þessi tækni gera greiningarveitunum kleift að koma fyrir eða lesa sínar eigin kökur, eða önnur auðkenni, í tækinu þínu, þar sem þeir geta safnað upplýsingum um virkni þína í ýmsum forritum, vefsvæðum eða öðrum vörum á netinu. Hins vegar leyfum við þessum greiningarveitum ekki að nota vefvita á svæðum okkar til að safna eða fara í upplýsingar sem bera bein kennsl á þig á beinan hátt (eins og nafn þitt eða tölvupóstfang). Þú getur afþakkað gagnasöfnun eða notkun einhverra þessara greiningarveitna með því að smella á eftirfarandi tengla: Adjust, AppsFlyer, Clicktale, Flurry Analytics, Google Analytics (krefst þess að þú setjir upp vafraviðbót), Kissmetrics, Mixpanel, Nielsen, Acuity Ads, eða WebTrends.

Önnur álíka tækni

Til viðbótar við staðlaðar kökur og vefvita geta vörur okkar einnig notað aðra svipaða tækni til að geyma og lesa gagnaskrá í tölvunni þinni. Þetta er yfirleitt gert til að viðhalda kjörstillingum þínum eða til að bæta hraða og afköst með því að geyma ákveðnar skrár í tölvunni. En eins og með staðlaðar kökur getur þessi tækni einnig geymt einkvæmt auðkenni fyrir tölvuna þína, sem síðan getur rakið hegðun. Dæmi um slíka tækni eru staðbundnir samnýttir hlutir („Local Shared Objects“ eða „Flash-kökur“) og Silverlight Application Storage.

Staðbundnir samnýttir hlutir eða „Flash-kökur“. Vefsvæði sem nota Adobe Flash-tækni geta notað staðbundna, samnýtta hluti eða „Flash-kökur” til að geyma gögn á tölvunni þinni. Lærðu að stjórna eða útiloka Flash-kökum hér Hjálparsíða Flash Player.

Forritageymsla Silverlight. Vefsvæði eða forrit sem nota Microsoft Silverlight-tæknina geta einnig vistað gögn með því að nota forritageymslu Silverlight. Lestu hlutann Silverlight í þessari yfirlýsingu um persónuvernd til að fræðast um það hvernig má vinna með eða loka fyrir slíka vistun.

Vörur frá fyrirtækinu þínu—tilkynning til notendaVörur frá fyrirtækinu þínu—tilkynning til notendamainnoticetoendusersmodule
Samantekt
Microsoft-reikningurMicrosoft-reikningurmainmicrosoftaccountmodule
Samantekt
Allur textinn

Með Microsoft-reikningi er hægt að skrá sig inn í vörur Microsoft, ásamt vörum valinna samstarfsaðila Microsoft. Persónugögn sem tengjast Microsoft-reikningnum þínum fela í sér innskráningarupplýsingar, nafn og samskiptaupplýsingar, greiðsluupplýsingar, tækja- og gagnanotkun, tengiliði þína, upplýsingar um aðgerðir þínar og áhugamál þín og eftirlæti. Innskráning á Microsoft-reikninginn þinn virkjar sérstillingar, veitir samfellda upplifun þvert á vörur og tæki, gerir þér kleift að nota gagnageymslu í skýjaþjónustu og leyfir þér að greiða með greiðslumáta sem er vistaður á Microsoft-reikningnum þínum ásamt því að virkja aðra eiginleika. Það eru til þrjár gerðir af Microsoft-reikningum:

 • Þegar þú býrð til þinn eigin Microsoft-reikning sem er tengdur við persónulega netfangið þitt vísum við til þess reiknings sem persónulegs Microsoft-reiknings.
 • Þegar þú eða stofnunin/fyrirtækið þitt (t.d. vinnuveitandi eða skóli) búið til Microsoft-reikning sem er tengdur við netfangið þitt sem stofnunin/fyrirtækið veitir vísum við til þess reiknings sem vinnu- eða skólareiknings.
 • Þegar þú eða þjónustuveitan þín (t.d. kapalsjónvarp eða netfyrirtæki) búið til Microsoft-reikning sem er tengdur við netfangið þitt með léni þjónustuveitunnar vísum við til þess reiknings sem reiknings þriðja aðila.

Persónulegir Microsoft-reikningar. Gögnin sem tengjast persónulega Microsoft-reikningnum þínum, og það hvernig gögnin eru notuð, fer eftir því hvernig þú notar reikninginn.

 • Að búa til Microsoft-reikninginn þinn. Þegar þú býrð til þinn eigin Microsoft-reikning verður þú beðin(n) um að útvega tiltekin persónugögn og við munum úthluta þér einkvæmu kenni til að hægt sé að auðkenna reikninginn þinn og upplýsingar sem honum tengjast. Þótt einhverjar vörur, t.d. vörur sem tengjast greiðslum, krefjist innskráningar undir nafni geturðu skráð þig inn á og notað aðrar Microsoft-vörur án þess að gefa upp rétt nafn þitt. Einhver gögn sem þú veitir, t.d. nafn til birtingar, netfang og símanúmer, er hægt að nota til að hjálpa öðrum að finna þig og tengjast þér innan Microsoft-vara. Til dæmis geta einstaklingar sem þekkja nafn þitt til birtingar, netfangið eða símanúmerið þitt notað þessar upplýsingar til að finna þig á Skype og sent þér boð um að tengjast þeim. Athugaðu að ef þú notar vinnu- eða skólanetfang til að búa til persónulegan Microsoft-reikning er mögulegt að vinnuveitandinn eða skólinn geti fengið aðgang að gögnunum þínum. Í sumum tilvikum verður þú að breyta netfanginu í persónulegt netfang til að halda áfram að fá aðgang að neytendamiðuðum vörum (til dæmis Xbox Live).
 • Innskráning á Microsoft-reikning. Þegar þú skráir þig inn á Microsoft-reikninginn skráum við hjá okkur innskráninguna. Skráningin inniheldur dag- og tímasetningu, upplýsingar um vöruna sem þú skráðir þig inn á, innskráningarnafnið þitt, einkvæma númerið sem er tengt við reikninginn, einkvæma kennið sem er tengt við tækið þitt, IP-töluna þína, stýrikerfið og útgáfu vafrans.
 • Innskráning í Microsoft-vörur. Innskráning á reikninginn þinn gerir aðlögunina auðveldari, veitir snurðulausa og samfellda upplifun þvert á vörur og tæki, gerir þér kleift að opna og nota gagnageymslu í skýjaþjónustu og leyfir þér að greiða með greiðslumáta sem er vistaður á Microsoft-reikningnum þínum ásamt því að virkja aðra viðbótareiginleika og -stillingar. Þegar þú skráir þig inn á reikninginn ertu innskráð(ur) þar til þú skráir þig út. Ef þú bætir Microsoft-reikningnum við Windows-tæki (útgáfa 8 eða hærri) mun Windows sjálfkrafa skrá þig inn í vörur sem nota Microsoft-reikning þegar þú opnar vörurnar á því tæki. Þegar þú ert innskráð(ur) birta einhverjar vörur nafn þitt eða notandanafn og notandamyndina þína (ef þú hefur bætt mynd við notandasíðuna þína) sem hluta af notkun þinni á Microsoft-vörum, þ.m.t. í samskiptum þínum, þátttöku þinni í félagslífi og almennum færslum.
 • Innskráning í vörur frá þriðju aðilum. Ef þú skráir þig inn í vöru þriðja aðila með Microsoft-reikningnum þínum verður þú að deila gögnum með þriðja aðilanum í samræmi við persónuverndarstefnu hans. Þriðji aðilinn fær einnig upplýsingar um útgáfunúmer reikningsins (nýju útgáfunúmeri er úthlutað í hvert skipti sem þú breytir innskráningargögnunum þínum) og upplýsingar sem greina frá því hvort reikningurinn hafi verið gerður óvirkur. Ef þú deilir notandagögnunum þínum getur þriðji aðilinn birt nafn þitt eða notandanafn og notandamyndina þína (ef þú hefur bætt mynd við notandasíðuna þína) þegar þú ert skráð(ur) inn í þá vöru þriðja aðila. Ef þú kýst að greiða söluaðila, sem er þriðji aðili, með Microsoft-reikningnum þínum mun Microsoft senda vistaðar upplýsingar af Microsoft-reikningnum þínum til þriðja aðila eða söluaðila hans (t.d. aðila sem vinnur úr greiðslum) eins og nauðsynlegt er til að vinna úr greiðslu og ljúka pöntun þinni (til dæmis nafn, kreditkortanúmer, heimilisföng greiðanda og viðtakanda ásamt viðeigandi samskiptaupplýsingum). Þriðji aðilinn getur notað eða deilt gögnunum sem þeim berast í samræmi við eigin starfsvenjur og stefnumál þegar þú skráir þig inn eða verslar. Þú ættir að fara vandlega yfir yfirlýsingu um persónuvernd hjá hverri vöru þar sem þú skráir þig inn og hjá hverjum söluaðila þar sem þú verslar til að geta komist að því hvernig aðilinn notar gögnin sem hann safnar.

Vinnu- eða skólareikningur. Gögnum sem tengjast vinnu- eða skólareikningi, og notkun þeirra, svipar að mestu leyti til notkunar og söfnunar á gögnum sem tengjast persónulegum Microsoft-reikningi.

Ef vinnuveitandinn eða skólinn notar Azure Active Directory (AAD) til að stjórna reikningnum getur þú notað vinnu- eða skólareikninginn til að skrá þig inn í Microsoft-vörur, t.d. Office 365, og vörur þriðja aðila sem stofnunin/fyrirtækið útvegar þér. Ef fyrirtækið/stofnunin þín krefst þess, verður þú einnig beðin(n) um að gefa upp símanúmer eða annað netfang fyrir aukalega öryggisauðkenningu. Ef stofnunin/fyrirtækið leyfir getur þú einnig notað vinnu- eða skólareikninginn til að skrá þig inn í vörur Microsoft eða þriðja aðila sem þú aflar þér á eigin vegum.

Ef þú skráir þig inn í Microsoft-vörur með vinnu- eða skólareikningi skaltu athuga að:

 • Eigandi lénsins sem tengist netfanginu þínu getur hugsanlega stjórnað og haft umsjón með reikningnum þínum og fengið aðgang að gögnunum þínum og unnið úr þeim, þ.m.t. innihaldi samskipta þinna og skjala, m.a. gögnum sem safnað er af vörum sem stofnunin/fyrirtækið þitt útvegaði þér og vörum sem þú eignast á eigin vegum.
 • Notkun þín á vörunum takmarkast af stefnum stofnunarinnar/fyrirtækisins (ef einhverjar eru til staðar). Þú ættir að skoða vel bæði stefnu stofnunarinnar/fyrirtækisins og það hvort þú sættir þig við að leyfa stofnuninni/fyrirtækinu að hafa aðgang að gögnunum þínum áður en þú ákveður að nota vinnu- eða skólareikninginn þinn til að skrá þig inn í vörur sem þú eignast á eigin vegum.
 • Ef þú glatar aðgangi að vinnu- eða skólareikningnum þínum (t.d. ef þú skiptir um starf) gætir þú glatað aðgangi að vörum, þ.m.t. efni sem tengist þessum vörum sem þú eignaðist á eigin vegum ef þú notaðir vinnu- eða skólareikninginn til að skrá þig inn í slíkar vörur.
 • Microsoft ber ekki ábyrgð á persónuvernd eða öryggisráðstöfunum stofnunarinnar/fyrirtækisins þíns, sem gætu verið aðrar en þær sem eru settar fram af Microsoft.
 • Ef stofnunin/fyrirtækið þitt er að stjórna notkun þinni á Microsoft-vörum skaltu beina fyrirspurnum þínum um persónuvernd, þ.m.t. öllum beiðnum um að nýta rétt þinn á gagnavernd, til kerfisstjórans. Sjá einnig hlutann um Yfirlýsing til notenda í þessari yfirlýsingu um persónuvernd.

Reikningar þriðju aðila. Gögnum sem tengjast reikningi þriðja aðila, og notkun þeirra, svipar að mestu leyti til notkunar og söfnunar á gögnum sem tengjast persónulegum Microsoft-reikningi. Þjónustuveitan þín hefur stjórn á reikningnum þínum, þ.m.t getuna til að opna eða eyða reikningnum. Þú ættir að lesa vandlega skilmála sem þriðji aðili lét þig hafa til að skilja hvað hann getur gert við reikninginn þinn.

Aðrar mikilvægar upplýsingar um persónuverndAðrar mikilvægar upplýsingar um persónuverndmainotherimportantprivacyinformationmodule
Samantekt

Hér að neðan finnur þú viðbótarupplýsingar um persónuvernd, t.d. um það hvernig við tryggjum öryggi gagnanna þinna, hvar við vinnum úr þeim og hversu lengi við geymum þau. Frekari upplýsingar um Microsoft og skuldbindingu fyrirtækisins til að tryggja persónuvernd þína má finna á Persónuvernd Microsoft.

Öryggi persónugagnaÖryggi persónugagnamainsecurityofpersonaldatamodule
Samantekt

Microsoft skuldbindur sig til að tryggja öryggi persónuupplýsinga þinna. Við notum úrval af öryggistækni og -verklagi til að vernda persónuupplýsingar þínar fyrir óheimiluðum aðgangi, notkun eða birtingu. Til dæmis geymum við þau persónulegu gögn sem þú gefur upp í tölvukerfum sem hafa takmarkaðan aðgang og eru í stýrðu umhverfi. Þegar við sendum afar viðkvæm gögn (eins og kreditkortanúmer eða aðgangsorð) í gegnum internetið verndum við þau með því að nota dulkóðun. Microsoft fer eftir gildandi lögum um gagnavernd, þ.m.t. gildandi lögum um tilkynningar á öryggisbresti.

Hvar við geymum og vinnum úr persónugögnumHvar við geymum og vinnum úr persónugögnummainwherewestoreandprocessdatamodule
Samantekt

Persónugögn sem Microsoft safnar geta verið geymd og unnið úr þeim á þínu landsvæði, í Bandaríkjunum eða hverju öðru landi þar sem Microsoft eða systurfyrirtæki, dótturfyrirtæki eða söluaðilar þess eru með starfsemi. Microsoft rekur stór gagnaver í Austurríki, Ástralíu, Bandaríkjunum, Brasilíu, Bretlandi, Finnlandi, Frakklandi, Hollandi, Indlandi, Írlandi, Japan, Kanada, Kóreu, Lúxemborg, Malasíu, sérstjórnarsvæðinu Hong Kong, Singapúr, Síle, Suður-Afríku og Þýskalandi. Yfirleitt er aðalgeymslustaður viðskiptavinarins á svæði hans eða í Bandaríkjunum, oftast með afriti í gagnaveri á annarri staðsetningu. Geymslustaður/-staðir eru valdir til að virka á skilvirkan máta, til að bæta afköst og til að vera með varakerfi til staðar til að vernda gögnin ef sambandsleysi eða önnur vandamál skyldu koma upp. Við gerum ráðstafanir til að tryggja að gögnin sem við söfnum samkvæmt þessari yfirlýsingu um persónuvernd séu unnin í samræmi við ákvæði þessarar yfirlýsingar og kröfur gildandi laga þar sem gögnin eru staðsett.

Við flytjum persónugögn frá Evrópska efnahagssvæðinu, Bretlandi og Sviss til annarra landa, sem sum hver eru í þeirri stöðu að framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur ekki enn ákvarðað að þau verndi gögn með fullnægjandi hætti. Til dæmis er hugsanlegt að lögin þeirra tryggi ekki sömu réttindi eða það sé ekki til staðar eftirlitsstofnun persónuverndar sem getur brugðist við kvörtunum þínum. Þegar við flytjum gögn með þessum hætti notum við margs konar lagaleg úrræði, t.d. samninga, sem hjálpa til við að verja réttindi þín og gera gögnin þín öruggari á „ferðalagi“ sínu. Frekari upplýsingar um ákvarðanir framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins varðandi fullnægjandi vernd persónugagna í löndum þar sem Microsoft vinnur úr persónugögnum má finna í eftirfarandi grein á vefsvæði framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins.

Microsoft Corporation uppfyllir Privacy Shield-rammaáætlun ESB og Bandaríkjanna og Privacy Shield-rammaáætlun Sviss og Bandaríkjanna eins og hún er sett fram hjá bandaríska viðskiptaráðuneytinu varðandi söfnun, notkun og varðveislu persónugreinanlegra upplýsinga sem fluttar eru frá Evrópusambandinu, Bretlandi og Sviss til Bandaríkjanna. Microsoft Corporation hefur vottað gagnvart viðskiptaráðuneytinu að það starfar samkvæmt reglum Privacy Shield. Ef fulltrúar þriðju aðila vinna úr gögnum af okkar hálfu á hátt sem ekki er í samræmi við aðra hvora Privacy Shield-rammaáætlunina berum við bótaskyldu á því nema við getum sannað að við berum ekki ábyrgð á sökum skaðans. Dótturfyrirtæki Microsoft Corporation í Bandaríkjunum, sem skilgreind eru í innsendri vottun okkar, fylgja einnig reglum Privacy Shield — nánari upplýsingar fást í lista á Aðilar eða dótturfélög Microsoft í Bandaríkjunum sem fylgja reglum Privacy Shield.

Komi til árekstra á milli skilmála þessarar persónuverndarstefnu og ákvæða reglugerðarinnar um persónuvernd skulu ákvæði reglugerðarinnar um persónuvernd gilda. Frekari upplýsingar um Privacy Shield-áætlunina ásamt vottun okkar er að finna á Vefsvæði Privacy Shield.

Ef þú ert með spurningu eða kvörtun varðandi þátttöku Microsoft í Privacy Shield-áætlun ESB og Bandaríkjanna eða Sviss og Bandaríkjanna hvetjum við þig til að hafa samband við okkur með vefeyðublað. Vegna hugsanlegra kvartana vegna Privacy Shield-áætlunarinnar sem Microsoft getur ekki leyst úr með beinum hætti höfum við ákveðið að vera í samstarfi við viðeigandi gagnaverndaryfirvöld Evrópusambandsins, eða hóp sérfræðinga sem gagnaverndaryfirvöld í Evrópu hafa komið á fót, til að vinna úr ágreiningi hjá einstaklingum innan Evrópusambandsins, og við svissnesku gagna- og persónuverndarstofnunina (FDPIC) til að vinna úr ágreiningi svissneskra einstaklinga. Hafðu samband við okkur ef þú vilt að við vísum þér á tengiliði gagnaverndaryfirvalda. Eins og nánar er útskýrt í reglum Privacy Shield er bindandi gerðardómur í boði til að taka á eftirstandandi kvörtunum sem ekki er leyst úr með öðrum hætti. Microsoft lýtur rannsóknar- og framkvæmdarheimildum Alríkisviðskiptastofnunar Bandaríkjanna (FTC).

Varðveisla okkar á persónugögnumVarðveisla okkar á persónugögnummainOurretentionofpersonaldatamodule
Samantekt

Microsoft varðveitir persónugögn eins lengi og nauðsynlegt er til að bjóða upp á vörur og framkvæma færslur sem þú hefur beðið um, eða í öðrum lögmætum tilgangi, t.d. til að uppfylla lagalegar skyldur, leysa úr deilum og framfylgja samningum okkar. Þar sem kröfur geta verið mismunandi eftir gagnagerðum, samhengi samskipta okkar við þig eða notkun þinni á vörum, getur raunverulegur varðveislutími verið mjög mismunandi.

Önnur skilyrði sem eru notuð til að ákvarða varðveislutíma er eftirfarandi:

 • Veita, stofna eða viðhalda viðskiptavinir gögnum með þeirri væntingu að við munum geyma þau þar til að þeir fjarlægja þau sjálfir? Dæmi eru skjöl sem þú vistar á OneDrive eða tölvupóstur sem þú geymir í innhólfi Outlook.com. Í slíkum tilfellum myndum við stefna að því að geyma gögnin þar til að þú eyðir þeim sjálf(ur), til dæmis með því að færa tölvupóst úr innhólfi Outlook.com í möppuna „Eydd atriði“ og tæma síðan möppuna (þegar mappan „Eydd atriði“ er tæmd eru atriði sem var eytt enn í kerfi okkar í allt að 30 daga áður en þeim er eytt fyrir fullt og allt). (Athugaðu að það geta verið aðrar ástæður fyrir því að það þurfi að eyða gögnunum fyrr, t.d. ef þú ferð yfir mörk um gagnamagn sem hægt er að geyma á reikningnum þínum.)
 • Er sjálfvirk stýring til staðar, eins og í persónuverndaryfirliti Microsoft, sem gerir viðskiptavinum kleift að fá aðgang að og eyða persónugögnum hvenær sem er? Ef hún er ekki til staðar er yfirleitt notast við styttri varðveislutíma.
 • Eru persónugögnin viðkvæm gögn? Ef það er tilfellið er yfirleitt tekin ákvörðun um styttri varðveislutíma.
 • Hefur Microsoft tekið upp og tilkynnt ákveðinn varðveislutíma fyrir vissar gagnagerðir? Fyrir leitarfyrirspurnir á Bing, sem dæmi, eyðum við auðkenningu vistaðra leitarfyrirspurna með því að fjarlægja IP-töluna í heild sinni eftir sex mánuði og fjarlægja kökukenni og önnur auðkenni þvert á lotur að 18 mánuðum liðnum.
 • Hefur notandi veitt leyfi fyrir lengri varðveislutíma? Ef það er tilfellið munum við geyma gögn lengur í samræmi við leyfi þitt.
 • Ber Microsoft lagaleg, samningsleg eða önnur skylda til að geyma gögnin eða eyða þeim? Dæmi um slíkt eru lög um skyldubundna geymslu gagna í viðeigandi lögsagnarumdæmi, skipanir frá ríkisstjórn um að geyma gögn fyrir rannsóknir eða gögn sem eru varðveitt vegna málssóknar. Á móti kemur að ef lög krefjast þess að við fjarlægjum ólögmætt efni munum við gera það.
AuglýsingarAuglýsingarmainadvertisingmodule
Samantekt

Auglýsingar leyfa okkur að útvega, styðja og bæta sumar af vörunum okkar. Microsoft notar ekki það sem þú segir í tölvupósti, spjalli, myndsímtölum eða talhólfsskilaboðum né skjöl, ljósmyndir eða aðrar persónulegar skrár til að beina auglýsingum að þér. Við notum önnur gögn, eins og útskýrt er fyrir neðan, til að auglýsa í vörum okkar og þriðja aðila. Dæmi:

 • Microsoft kann að nota gögn sem við söfnum til að velja og birta einhverjar þeirra auglýsinga sem þú sérð í vefforritum Microsoft á borð við Microsoft.com, MSN og Bing.
 • Þegar auglýsingaauðkennið er virkt í Windows 10, sem hluti af persónuverndarstillingum þínum, geta þriðju aðilar fengið aðgang að og notað auglýsingaauðkennið (á mjög svipaðan hátt og vefsvæði geta fengið aðgang að og notað einkvæmt kennimerki sem vistað er í köku) til að velja og birta auglýsingar í slíkum forritum.
 • Við kunnum að deila gögnum sem við söfnum með þriðju aðilum á borð við Oath, AppNexus eða Facebook (sjá að neðan) til þess að auglýsingarnar sem þú sérð í vörum okkar, vörum þeirra eða á öðrum vefsvæðum og forritum á vegum þessa samstarfsaðila eigi meira erindi við þig og skipti þig meira máli.
 • Auglýsendur geta kosið að setja vefvita á vefsvæðin sín, eða notað svipaða tækni, til að leyfa Microsoft að safna upplýsingum á vefsvæðum þeirra, eins og um aðgerðir, kaup og heimsóknir. Við notum þessi gögn fyrir hönd samstarfsaðila okkar í auglýsingum til að birta auglýsingar.

Auglýsingarnar sem þú sérð kunna að vera valdar út frá gögnum sem við höfum unnið úr um þig á borð við áhugamál þín og eftirlæti, staðsetningu þína, færslur þínar, það hvernig þú notar vörur okkar, leitarfyrirspurnir þínar eða það hvaða efni þú skoðar. Ef þú skoðar t.d. efni í MSN um bíla kunnum við að sýna þér bílaauglýsingar; ef þú leitar að „pítsastöðum í Reykjavík“ á Bing kanntu að sjá auglýsingar í leitarniðurstöðum þínar um veitingastaði í Reykjavík.

Auglýsingarnar sem þú sér kunna einnig að vera valdar út frá öðrum upplýsingum sem við höfum aflað um þig með lýðfræðilegum gögnum, staðsetningargögnum, leitarfyrirspurnum, áhugamálum og eftirlæti, notkunargögnum úr vörum okkar og síðum, sem og síðum og forritum auglýsenda okkar og samstarfsaðila. Í þessari yfirlýsingu er vísað til þessa sem „áhugabundnar auglýsingar“. Ef þú skoðar t.d. leikjaefni á xbox.com kanntu að sjá tilboð um leiki á MSN. Til þess að veita auglýsingar byggðar á áhugamálum sameinum við kökur í tækinu þínu með því að nota gögn sem við söfnum (eins og IP-tölu) þegar vafrinn þinn á í samskiptum við vefsvæði okkar. Ef þú vilt hætta að fá sendar auglýsingar byggðar á áhugamálum verða gögn sem tengjast þessum kökum ekki notuð.

Nánari upplýsingar um auglýsingatengda notkun okkar á gögnum eru meðal annars:

 • Bestu starfsvenjur og skuldbinding í markaðsmálum. Microsoft er aðili að Network Advertising Initiative (NAI) og fylgir siðareglum þeirra. Við fylgjum einnig eftirfarandi sjálfseftirlitsáætlunum:
 • Birting heilsutengdra auglýsinga. Í Bandaríkjunum veitum við auglýsingar á grundvelli áhugamála sem byggja á takmörkuðum fjölda staðlaðra, ekki viðkvæmum heilsutengdum áhugaflokkum, þar með töldum ofnæmi, gigt, kólesteról, kvef og flensa, sykursýki, heilsa meltingarvegar, höfuðverkur / mígreni, heilsufæði, heilbrigt hjarta, heilsa karlmanna, tannheilsa, beinþynning, húðheilsa, svefn og sjón. Við munum einnig miða auglýsingar byggt á sérsniðnum, ekki viðkvæmum heilsutengdum áhugaflokkum eftir því sem auglýsendur óska.
 • Börn og auglýsingar. Við sendum ekki áhugabundnar auglýsingar til barna sem eru undir 16 ára aldri samkvæmt skráðum afmælisdegi á Microsoft-reikningnum þeirra.
 • Varðveisla gagna. Við varðveitum ekki gögn fyrir áhugabundnar auglýsingar lengur en í 13 mánuði nema með leyfi frá þér.
 • Samnýting gagna. Í sumum tilfellum deilum við skýrslum með auglýsendum um gögnin sem við höfum safnað á þeirra svæðum eða auglýsingum.

Gögn sem safnað er af öðrum auglýsingafyrirtækjum. Auglýsendur setja stundum sína eigin vefvita (eða frá öðrum samstarfsaðilum fyrir auglýsingar) inn í auglýsingar sem við birtum fyrir þá, sem auðveldar þeim að setja inn og lesa úr eigin köku. Þar að auki er Microsoft í samstarfi við auglýsingafyrirtæki þriðju aðila sem sjá um suma auglýsingaþjónustu okkar og við leyfum einnig öðrum auglýsingafyrirtækjum þriðju aðila að birta auglýsingar á svæðum okkar. Þessir þriðju aðilar kunna að setja kökur upp í tölvunni þinni og safna gögnum um athafnir þínar á netinu af vefsvæðum eða nettengdri þjónustu. Þessi fyrirtæki eru sem stendur, án takmarkana: A9, AppNexus, Criteo, Facebook, MediaMath, nugg.adAG, Oath, Rocket Fuel og Yahoo!. Veldu einn af tenglunum hér á undan til að fá frekari upplýsingar um starfsemi hvers fyrirtækis, þ.m.t. þá valkosti sem það býður upp á. Mörg þessara fyrirtækja eru einnig aðilar í NAI eða DAA, en bæði samtökin bjóða upp á einfalda leið til að afþakka markauglýsingar frá samstarfsfyrirtækjum.

Gagnasöfnun frá börnumGagnasöfnun frá börnummaincollectionofdatafromchildrenmodule
Samantekt

Þegar Microsoft-vara safnar upplýsingum um aldur og í lögsagnarumdæmi þínu eru aldursmörk, þar sem samþykki eða heimild foreldris er krafist til að nota vöruna, mun varan annaðhvort útiloka notendur undir þeim aldri eða biðja þá um að útvega samþykki eða heimild frá foreldri eða forráðamanni áður en þeir geta notað hana. Við munum ekki vísvitandi biðja börn undir þessum aldri um að leggja til meiri upplýsingar en þarf til að bjóða upp á vöruna.

Um leið og samþykki eða heimild foreldris liggur fyrir verður reikningur barnsins meðhöndlaður á sama máta og aðrir reikningar. Barnið getur fengið aðgang að samskiptaþjónustum, t.d. Outlook og Skype, og er frjálst að senda og deila gögnum með öðrum notendum á öllum aldri.

Foreldrar geta breytt eða afturkallað áður gefið samþykki sitt og endurskoðað, breytt eða óskað eftir eyðingu á persónugögnum barnsins sem þau veittu samþykki eða heimild fyrir. Foreldrar geta t.d. opnað Microsoft-reikningur og smellt á Heimildir. Hvað varðar notendur í Minecraft og öðrum leikjum frá Mojang fyrir PC-tölvur/Java geta foreldrar farið á Reikningssíða Mojang.

Forútgáfur eða ókeypis útgáfurForútgáfur eða ókeypis útgáfurmainpreviewreleasesmodule
Samantekt

Microsoft býður upp á forútgáfur, Insider-útgáfur, beta-útgáfur eða aðrar ókeypis vörur og eiginleika („forútgáfur“) til að gera þér kleift að meta þær á meðan þú veitir Microsoft gögn um notkun þína á vörunni, þ.m.t. athugasemdir og tækja- og notkunargögn. Prufuútgáfur geta sjálfkrafa safnað viðbótargögnum, bjóða upp á færri stillingar og nota aðrar persónuverndar- og öryggisráðstafanir en þær sem eru yfirleitt til staðar í vörunum okkar. Ef þú tekur þátt í prófunum á prufuútgáfum kunnum við að hafa samband við þig í sambandi við athugasemdirnar frá þér eða áhuga þinn á að nota vöruna eftir að hún kemur á markað.

Breytingar á þessari yfirlýsingu um persónuverndBreytingar á þessari yfirlýsingu um persónuverndmainchangestothisprivacystatementmodule
Samantekt

Við uppfærum þessa yfirlýsingu um persónuvernd þegar nauðsynlegt reynist að veita aukið gagnsæi eða sem viðbrögð við:

 • Athugasemdum frá viðskiptavinum, eftirlitsaðilum, iðnaðinum eða öðrum hagsmunaaðilum.
 • Breytingum á vörum okkar.
 • Breytingum á gagnavinnsluaðgerðum okkar eða stefnum.

Ef við gerum breytingar á þessari yfirlýsingu munum við uppfæra dagsetninguna „síðast uppfært“ sem er að finna efst í yfirlýsingunni og lýsa breytingunum á síðunni Breytingaferill. Ef efnislegar breytingar verða á yfirlýsingunni, t.d. breytingar á ástæðum fyrir úrvinnslu persónugagna sem samræmast ekki upprunalegri ástæðu gagnasöfnunarinnar, munum við tilkynna þér um það annaðhvort með því að birta áberandi tilkynningu um slíkar breytingar áður en þær taka gildi eða með því að senda þér beina tilkynningu. Við hvetjum þig til að skoða þessa friðhelgisyfirlýsingu reglulega til að sjá hvernig Microsoft verndar upplýsingarnar þínar.

Hvernig má hafa samband við okkurHvernig má hafa samband við okkurmainhowtocontactusmodule
Samantekt

Ef þú hefur áhyggjur af persónuvernd eða vilt leggja fram kvörtun eða spurningu um persónuvernd til yfirmanns eftirlits með persónuvernd eða yfirmanns gagnaverndar ESB hjá Microsoft skaltu hafa samband með því að nota vefeyðublað. Við svörum spurningum eða áhyggjum innan 30 daga. Þú getur einnig komið málum á framfæri eða lagt fram kvörtun til gagnaverndaryfirvalda eða annars fulltrúa með lögsögu.

Nema annað sé tekið fram þá eru Microsoft Corporation og, fyrir þá sem eru á Evrópska efnahagssvæðinu, Bretlandi og í Sviss, Microsoft Ireland Operations Limited, ábyrgðaraðilar persónugagna sem við söfnum í gegnum þær vörur okkar sem falla undir þessa yfirlýsingu. Heimilisföng okkar eru:

 • Microsoft Privacy, Microsoft Corporation, One Microsoft Way, Redmond, Washington 98052, Bandaríkjunum. Sími: +1 (425) 882 8080.
 • Microsoft Ireland Operations Ltd, Attn: Data Protection Officer, One Microsoft Place, South County Business Park, Leopardstown, Dublin 18, Írlandi. Símanúmer: +353 1 706 3117.

Þú finnur upplýsingar um dótturfélag Microsoft í þínu landi eða á þínu svæði í listanum á Staðsetning skrifstofa Microsoft víðsvegar um heiminn.

Samkvæmt lögum í Frakklandi geturðu einnig sent okkur sérstakar leiðbeiningar varðandi notkun persónugagna þinna eftir andlát þitt með því að notast við vefeyðublað.

Ef spurningar vakna um tæknileg mál eða þjónustu skaltu fara á Notendaþjónusta Microsoft til að fá nánari upplýsingar um hvað notendaþjónusta Microsoft býður upp á. Ef þú þarft að spyrja um aðgangsorð inn á persónulegan Microsoft-reikning skaltu fara á Notendaþjónusta Microsoft-reiknings.

Vörur fyrir fyrirtæki og þróunaraðilaVörur fyrir fyrirtæki og þróunaraðilamainenterprisedeveloperproductsmodule
Samantekt
Enterprise Online-þjónustaEnterprise Online-þjónustamainenterpriseservicesmodule
Samantekt
Enterprise og Developer hugbúnaður og Enterprise AppliancesEnterprise og Developer hugbúnaður og Appliancesmainenterprisedevsoftwareappsmodule
Samantekt
Afkasta- og samskiptavörurAfkasta- og samskiptavörurmainprodcommproductsmodule
Samantekt
OfficeOfficemainofficeservicesmodule
Samantekt
OneDriveOneDrivemainonedrivemodule
Samantekt
OutlookOutlookmainoutlookmodule
Samantekt
SkypeSkypemainskypemodule
Samantekt
LinkedInLinkedInmainlinkedinmodule
Samantekt
Leit og gervigreindLeit og gervigreindmainsearchaimodule
Samantekt
BingBingmainbingmodule
Samantekt
CortanaCortanamaincortanamodule
Samantekt
Microsoft TranslatorMicrosoft TranslatormainMicrosoftTranslatormodule
Samantekt
SwiftKeySwiftKeymainswiftkeymodule
Samantekt
WindowsWindowsmainwindowsmodule
Samantekt

Windows er sérsniðið tölvuumhverfi sem gerir þér kleift að nálgast þjónustu, kjörstillingar og efni í öllum tölvubúnaði, hvort sem um er að ræða síma, spjaldtölvur eða Surface Hub-töfluskjá. Í stað þess að vera staðbundinn hugbúnaður í tækinu þínu eru lykilíhlutir í Windows í skýinu og bæði skýtengdir og staðbundnir þættir í Windows eru reglulega uppfærðir, sem sér þér fyrir nýjustu endurbótum og eiginleikum. Til að veita þér þessa tölvuupplifun söfnum við gögnum um þig, tækið þitt og hvernig þú notar Windows. Og þar sem Windows er sérsniðið að þér gefum við þér valkosti um þau persónugögn sem við söfnum og hvernig við notum þau. Athugaðu að ef Windows-tækinu þínu er stýrt af stofnuninni þinni (eins og vinnuveitanda þínum eða skóla) gæti hún notað miðstýrð stjórntæki frá Microsoft eða öðrum til að fá aðgang að og vinna úr gögnunum þínum og til að stýra stillingum tækisins (þ.m.t. persónuverndarstillingum), tækjareglum, hugbúnaðaruppfærslum, gagnasöfnun okkar eða stofnunarinnar, eða öðrum hlutum tækisins. Stofnunin þín getur að auki notað stjórntæki frá Microsoft eða öðrum til að fá aðgang að og vinna úr gögnunum þínum á þessu tæki, þ.m.t. samskipta- og greiningargögnum þínum og efni samskipta þinna og skráa. Frekari upplýsingar um gagnasöfnun og persónuvernd í Windows er að finna á Windows 10 og netþjónustan þín. Eldri útgáfur af Windows (þ.m.t. Windows Vista, Windows 7, Windows 8 og Windows 8.1) falla undir sína eigin yfirlýsingu um persónuvernd.

VirkjunVirkjunmainactivationmodule
Samantekt

Þegar þú gerir Windows virkt er sérstakur virkjunarlykill tengdur við tækið sem hugbúnaðurinn er settur upp á. Virkjunarlykillinn og gögn um hugbúnaðinn og tækið er sent til Microsoft til að aðstoða við staðfestingu hugbúnaðarleyfisins. Þessi gögn gæti þurft að senda aftur ef það þarf að endurvirkja eða staðfesta leyfið. Á símum sem nota Windows er auðkenni tækis og netkerfa ásamt staðsetningu tækis á þeim tíma sem fyrst er kveikt á því einnig send til Microsoft fyrir ábyrgðarskráningu, birgðaendurnýjun og ráðstafanir gegn svikum.

AðgerðaferillAðgerðaferillmainactivityhistorymodule
Samantekt

Aðgerðaferill hjálpar þér að fylgjast með því hvað þú gerir með tækinu, á borð við það hvaða forrit og þjónustu þú notar, hvaða skrár þú opnar og hvaða vefsvæði þú skoðar. Aðgerðaferillinn þinn er vistaður staðbundið í tækinu þínu þegar þú notar mismunandi forrit og eiginleika á borð við Microsoft Edge, sum Microsoft Store-forrit og Office-forrit. Ef þú hefur skráð þig inn á tækið með Microsoft-reikningi og veitt heimild mun Windows senda aðgerðaferilinn þinn til Microsoft. Þegar aðgerðaferillinn þinn er í skýinu notar Microsoft gögnin til að virkja samstillingu milli tækja, bjóða þér upp á möguleikann á því að halda áfram með þessar aðgerðir á öðrum tækjum, veita þér sérsniðna þjónustu (t.d. að raða aðgerðum eftir notkunartíma) og viðeigandi tillögur (t.d. að spá fyrir um hverjar þarfir þínar kunna að vera byggt á aðgerðaferlinum þínum) og til að bæta vörur Microsoft.

Aðgerðaferill er einnig skráður og sendur til Microsoft þegar þú notar Microsoft-forrit á borð við Microsoft Edge og Office-forrit á borð við Word, Excel og PowerPoint á fartækjum á borð við iOS- og Android-síma og -spjaldtölvur. Ef þú ert skráð(ur) inn með Microsoft-reikningnum þínum getur þú haldið aðgerðum sem þú byrjaðir á í Microsoft-forritum í Android- eða iOS-tækinu þínu áfram í Windows 10-tækinu þínu. Þú getur kveikt og slökkt á stillingum sem senda aðgerðaferilinn þinn til Microsoft og vista hann á tækinu þínu. Þú getur einnig hreinsað aðgerðaferil tækisins hvenær sem er með því að fara í Upphafsvalmynd > Stillingar > Persónuvernd > Aðgerðaferill. Frekari upplýsingar um aðgerðaferil í Windows 10.

AuglýsingaauðkenniAuglýsingaauðkennimainadvertisingidmodule
Samantekt

Windows býr til einkvæmt auglýsingaauðkenni fyrir hvern einstakling sem notar tæki sem þróunaraðilar forrita og auglýsinganet geta notað í sínum eigin tilgangi, til dæmis til að birta viðeigandi auglýsingar í forritum. Þegar auglýsingaauðkennið er virkt geta bæði forrit frá Microsoft og forrit frá þriðja aðila fengið aðgang að og notað auglýsingaauðkennið á svipaðan hátt og vefsíður fá aðgang að og nota einkvæmt kennimerki sem geymt er í köku. Þannig geta þróunaraðilar forrita og auglýsinganet notað auglýsingaauðkennið þitt til að sýna þér markvissari auglýsingar og annað sem er sniðið að þínum þörfum, bæði í forritum og á netinu. Microsoft safnar auglýsingaauðkennum til ofantalinna nota eingöngu þegar þú hefur valið að leyfa auglýsingaauðkenni sem hluta af persónuverndarstillingum þínum.

Stilling auglýsingaauðkennis gildir um Windows-forrit sem nota auglýsingaauðkenni Windows. Þú getur slökkt á aðgangi að þessu auðkenni hvenær sem er með því að slökkva á auglýsingaauðkenni í Stillingum. Ef þú velur að kveikja á því aftur verður auglýsingaauðkennið endurstillt og nýtt auðkenni myndað. Þegar forrit þriðja aðila opnar auglýsingaauðkennið fellur notkun þess á auðkenninu undir yfirlýsingu forritsins um persónuvernd. Frekari upplýsingar um auglýsingaauðkenni í Windows 10.

Stilling auglýsingaauðkennis gildir ekki um aðrar útfærslur á áhugabundnum auglýsingum sem Microsoft eða þriðju aðilar birta, til dæmis kökur sem eru notaðar til að birta áhugabundnar skjáauglýsingar á vefsvæðum. Vörur þriðja aðila sem eru opnaðar eða settar upp í Windows gætu einnig birt annars konar áhugabundnar auglýsingar samkvæmt þeirra eigin persónuverndarstefnum. Microsoft birtir annars konar áhugabundnar auglýsingar í tilteknum vörum Microsoft, bæði með beinum hætti og í samstarfi við auglýsingaveitur þriðja aðila. Frekari upplýsingar um notkun Microsoft á gögnum í auglýsingaskyni eru í hlutanum Hvernig við notum persónugögn í þessari yfirlýsingu.

GreiningGreiningmaindiagnosticsmodule
Samantekt

Microsoft notar greiningargögn úr Windows til að leysa vandamál og halda Windows öruggu, uppfærðu og til að það starfi á réttan hátt. Gögnin aðstoða okkur einnig við að bæta Windows og tengdar Microsoft-vörur og -þjónustur og veita viðskiptavinum sem hafa kveikt á stillingunni „Sérsniðin notkun“ viðeigandi ábendingar og ráðleggingar svo við getum sérsniðið vörur Microsoft og vörur þriðja aðila og þjónustur Windows að þörfum viðskiptavinarins. Þessi gögn eru send til Microsoft og vistuð með einu eða fleiri einkvæmum kennimerkjum sem auðvelda okkur að bera kennsl á einstakan notanda í einstöku tæki og skilja betur vandamál í þjónustu tækisins og notkunarmynstur þess. Gögn um greiningu og aðgerðir eru á tveimur stigum: Einföld og Öll. Ef stofnun (t.d. vinnuveitandi þinn eða skóli) notar stjórntæki Microsoft eða fær Microsoft til að stýra tækjunum þínum, munum við og stofnunin nota og vinna úr greiningargögnum og villuupplýsingum frá tækinu þínu til að leyfa stjórnun, eftirlit og úrræðaleit á tæki stofnunarinnar, og í öðrum tilgangi stofnunarinnar.

Einföld gögn eru upplýsingar um tækið þitt, stillingar og getu þess og hvort það virkar rétt. Á stiginu „Einföld“ söfnum við eftirfarandi gögnum:

 • Tæki, tengigeta og grunnstillingagögn:
  • Gögn um tækið, svo sem gerð örgjörva, upprunalegan framleiðanda, gerð og afkastagetu rafhlöðu, númer og gerð myndavéla, fastbúnað og minniseiginleika.
  • Neteiginleikar og tengigögn, eins og IP-tölu tækisins, farsímakerfi (þar með talið IMEI-númer og farsímafyrirtæki) og hvort tækið sé tengt við gjaldfrjálst eða gjaldskylt net.
  • Gögn um stýrikerfið og stillingar þess, svo sem útgáfa stýrikerfis og byggingarnúmer, svæðis- og tungumálastillingar, greiningarstig og hvort tækið er hluti af Windows Insider-kerfinu.
  • Gögn um tengdan jaðarbúnað, svo sem gerð, framleiðanda, rekla og samhæfi.
  • Gögn um forrit sem sett hafa verið upp á tækinu, svo sem heiti þeirra, útgáfu og útgefanda.
 • Hvort tæki er tilbúið fyrir uppfærslu og hvort til staðar eru þættir sem geta hindrað tækið í að taka á móti uppfærslum, svo sem lítil hleðsla á rafhlöðu, takmarkað pláss á diski eða tengigeta um gjaldskylt net.
 • Hvort uppfærslur takast eða mistakast.
 • Gögn um áreiðanleika sjálfs kerfisins sem safnar greiningargögnunum.
 • Einfaldar villuskýrslur, sem veita heilsufarsgögn um ástand stýrikerfisins og þeirra forrita sem keyra á tækinu þínu. Einfaldar villuskýrslur veita t.d. upplýsingar um það þegar forrit, svo sem Microsoft-málun eða leikur frá þriðja aðila, frýs eða hrynur.

Öll gögn ná yfir allt sem safnað er saman með einföldum gögnum, ásamt frekari upplýsingum um ástand tækis, virkni tækis (einnig er stundum talað um notkun) og ítarlegar villuskýrslur sem gera Microsoft kleift að lagfæra og bæta vörur og þjónustu fyrir alla notendur. Á stiginu „Öll“ söfnum við eftirfarandi viðbótarupplýsingum:

 • Viðbótargögn um tækið, tenginguna og grunnstillingu, sem eru nákvæmari en þau sem safnað er á grunnstiginu.
 • Stöðu- og innskráningarupplýsingar um ástand stýrikerfisins og annarra kerfishluta (til viðbótar við gögn um uppfærslur og greiningarkerfi sem safnað var saman á stiginu „Einföld“).
 • Virkni forrits, svo sem hvaða forrit eru ræst á tækinu, hversu lengi þau keyra og hve fljótt þau bregðast við innslætti.
 • Vafravirkni, þar með talið vefferill og leitarorð, í Microsoft-vöfrum (Microsoft Edge eða Internet Explorer).
 • Bættar villuskýrslur, þ.m.t. minnisstaða tækisins þegar kerfi eða forrit frýs (sem geta óvart falið í sér notandaefni, s.s. hluta skjals sem þú varst að nota þegar villan kom upp). Hrungögn eru aldrei notuð fyrir sérsniðna notkun eins og lýst er hér að neðan.

Hugsanlega er ekki öllum gögnum sem lýst er hér á undan safnað í tækinu þínu þótt greiningargagnastillingin sé stillt á „Öll“. Microsoft lágmarkar gagnamagnið sem safnað er úr öllum tækjum með því að safna sumum gögnum á stiginu „Öll“ aðeins úr litlum hluta tækja (úrtaki). Með því að keyra verkfærið „Skoðari greiningargagna“ geturðu fengið upp tákn sem sýnir hvort tækið þitt er í úrtakinu og einnig hvaða gögnum er safnað úr tækinu. Leiðbeiningar um hvernig á að sækja verkfærið „Skoðari greiningargagna“ er að finna í Upphafsvalmynd > Stillingar > Persónuvernd > Greiningar og endurgjöf.

Mögulega er mismunandi gögnum safnað í Windows-greiningum. Þetta veitir Microsoft sveigjanleika til að safna gögnum í þeim tilgangi sem lýst er hér á undan. Microsoft gæti þurft að safna gagnaatriðum sem ekki hefur verið safnað áður, til dæmis til að tryggja að Microsoft geti fundið lausn á vandamálum tengdum afköstum sem hafa áhrif á tölvunotkun notenda eða uppfært Windows 10-tæki sem er nýkomið á markað. Lista yfir gagnagerðir sem safnað er á báðum stigum greiningar er að finna í greiningargögnum Windows 10 á stiginu „Öll“ eða „Einföld“ í Windows 10 fyrir núverandi lista yfir gögn sem safnað er á stiginu „Einföld“. Við veitum samstarfsaðilum okkar (t.d. framleiðanda tækisins) upplýsingar um takmarkaða hluta villutilkynninga til að auðvelda þeim að bera kennsl á vandamál í vörum og þjónustu sem virka með Windows og öðrum vörum og þjónustu frá Microsoft. Þeir hafa aðeins leyfi til að nota þessar upplýsingar til að gera við eða bæta þessar vörur og þjónustu. Við kunnum einnig að deila sumum uppsöfnuðum, ópersónugreinanlegum greiningargögnum, t.d. almennu notkunarmynstri í Windows-forritum og -eiginleikum, með völdum þriðju aðilum. Frekari upplýsingar um greiningargögn í Windows 10.

Greining handskriftar og innsláttar. Þú getur aðstoðað Microsoft við að bæta handskriftar- og innsláttargreiningu með því að senda greiningargögn fyrir handskrift og innslátt. Ef þetta er valið safnar Microsoft sýnishornum úr efni sem þú slærð inn eða skrifar til að bæta eiginleika á borð við handskriftargreiningu, sjálfvirka útfyllingu, flýtiritun og stafsetningarleiðréttingu fyrir þau tungumál sem Windows-notendur nota. Þegar Microsoft safnar greiningargögnum fyrir handskrift og innslátt er þeim skipt upp í lítil sýnishorn og meðhöndluð á þann hátt að öll auðkenni, upplýsingar um röðun og önnur gögn (svo sem netföng og töluleg gildi) sem hægt væri að nota til að endurbyggja upprunalegt efni eða tengja innslátt við þig eru fjarlægð. Þar er einnig að finna tengd gögn um frammistöðu, t.d. handvirkar breytingar á texta auk orða sem bætt hefur verið við orðabókina. Frekari upplýsingar um hvernig skal bæta handskrift og innslátt í Windows 10.

Ef þú velur að kveikja á sérsniðinni notkun notum við Windows-greiningargögnin þín (hvort sem þú hefur valið „Einföld“ eða „Öll“) til að bjóða þér upp á sérsniðnar ábendingar, auglýsingar og ráðleggingar sem laga vörur og þjónustu Microsoft að þínum þörfum. Ef þú valdir greiningargagnastillinguna „Einföld“ er sérsniðið byggt á upplýsingum um tækið þitt, stillingar þess og getu og því hvort tækið virkar rétt. Ef þú valdir „Öll“ er sérsniðið einnig byggt á upplýsingum um vefsvæði sem þú opnar, hvernig þú notar forrit og eiginleika og viðbótarupplýsingum um ástand á tækinu þínu. Aftur á móti notum við ekki efni úr hrunskrám eða tal-, innsláttar- eða handskriftargögnum fyrir sérsnið þegar við fáum slík gögn send frá viðskiptavinum sem völdu „Öll“.

Sérsniðin notkun felur meðal annars í sér ráðleggingar um hvernig á að sérstilla og fínstilla Windows, sem og auglýsingar og ráðleggingar um vörur og þjónustu Microsoft og þriðju aðila, eiginleika, forrit og vélbúnað fyrir notkun þína á Windows. Til dæmis kunnum við að tilkynna þér um eiginleika sem þú veist ekki af eða eru nýir til að gera þér kleift að nýta tækið þitt til hins ýtrasta. Þú gætir fengið senda lausn á vandamáli sem upp kann að koma í Windows-tæki sem þú átt. Þér gæti verið boðið upp á að sérsníða lásskjáinn með myndum eða þér eru mögulega birtar fleiri myndir áþekkar þeim sem þér líkar eða færri áþekkar þeim sem þér líkar ekki. Ef þú straumspilar kvikmyndir í vafranum þínum færðu mögulega ábendingu um forrit í Microsoft Store sem býður upp á betri straumspilun. Og ef harði diskurinn þinn er að fyllast kann Windows að stinga upp á að þú prófir OneDrive eða kaupir vélbúnað til að auka geymsluplássið. Frekari upplýsingar um sérsniðna notkun í Windows 10.

ÁbendingamiðstöðÁbendingamiðstöðmainfeedbackhubmodule
Samantekt

Ábendingamiðstöðin er foruppsett forrit sem býður upp á leið til að safna saman ábendingum um Microsoft-vörur og uppsett forrit frá okkur og þriðja aðila. Þú getur skráð þig inn í ábendingamiðstöðina með persónulega Microsoft-reikningnum þínum eða reikningi sem stofnunin þín (t.d. vinnuveitandi eða skóli) sér um sem þú notar til að skrá þig inn í Microsoft-vörur. Innskráning með vinnu- eða skólareikningi gerir þér kleift að senda athugasemdir til Microsoft í tengslum við stofnunina þína.

Allar ábendingar sem koma frá þér, hvort sem þú notar vinnu- eða skólareikning eða þinn persónulega Microsoft reikning, eru sýnilegar almenningi. Að auki, ef vinnu- eða skólareikningur er notaður til að senda ábendingu, geta kerfisstjórar stofnunarinnar skoðað ábendinguna þína í gegnum ábendingamiðstöðina.

Þegar þú sendir ábendingu til Microsoft um vandamál eða greiðir atkvæði með vandamáli verða greiningargögn send til Microsoft til að bæta vörur og þjónustu Microsoft. Það fer eftir stillingum þínum á greiningargögnum í Upphafsvalmynd > Stillingar > Persónuvernd > Greining og ábendingar hvort ábendingamiðstöðin komi til með að senda greiningargögn sjálfkrafa eða hvort þú hafir þess kost að senda þau til Microsoft þegar þú býrð ábendinguna til. Microsoft kann að deila ábendingu þinni og greiningargögnum með samstarfsaðilum Microsoft (t.d. framleiðanda tækisins eða þróunaraðila fastbúnaðar) til að auðvelda þeim að bera kennsl á vandamál í vörum og þjónustu sem virka með Windows og öðrum vörum og þjónustu frá Microsoft. Frekari upplýsingar um greiningargögn í Windows 10.

Staðsetningarþjónusta, hreyfiskynjun og upptakaStaðsetningarþjónusta, hreyfiskynjun og upptakamainlocationservicesmotionsensingmodule
Samantekt

Staðsetningarþjónusta Windows. Microsoft rekur staðsetningarþjónustu sem hjálpar til við að ákvarða nákvæma landfræðilega staðsetningu tiltekins Windows-tækis. Það fer eftir getu tækisins með hversu mikilli nákvæmni hægt er að ákvarða staðsetningu þess og í sumum tilvikum er hugsanlega hægt að ákvarða hana nákvæmlega. Þegar þú hefur virkjað staðsetningu á Windows-tæki, eða ef þú veitir Microsoft-forritum heimild að aðgangsupplýsingum á tækjum sem ekki eru Windows-tæki, er gögnum um farsímasenda og Wi-Fi aðgangsstaði og staðsetningar þeirra safnað af Microsoft og bætt við staðsetningargagnabanka eftir að öll persónugreinanleg gögn eða gögn sem bera kennsl á tækið þaðan sem þessu var safnað hafa verið fjarlægð. Þetta ópersónugreinanlega afrit af staðsetningarupplýsingum er notað til að bæta staðsetningarþjónustu Microsoft og í sumum tilvikum er því deilt með þjónustuveitum sem við erum í samstarfi við, sem má finna HÉR (sjá https://www.here.com/), til að bæta staðsetningarþjónustu veitandans.

Windows-þjónusta og -eiginleikar (eins og vafrar og Cortana), forrit sem keyra í Windows og vefsvæði sem opnuð eru í Windows-vöfrum hafa aðgang að staðsetningu tækisins í gegnum Windows ef stillingar þínar leyfa slíkt. Sumir eiginleikar og forrit krefjast staðsetningarheimildar þegar þú setur Windows upp í fyrsta sinn, sum forrit spyrja í fyrsta skiptið sem þau eru notuð og önnur spyrja í hvert skipti sem þú opnar staðsetningu tækisins. Upplýsingar um tiltekin Windows-forrit sem nota staðsetningu tækisins er að finna í hlutanum Windows-forrit í þessari yfirlýsingu um persónuvernd.

Þegar forrit eða eiginleiki opnar staðsetningu tækisins og þú hefur skráð þig inn með Microsoft-reikningnum þínum mun Windows-tækið einnig hlaða staðsetningu sinni upp í skýið þar sem önnur forrit og þjónusta sem nota Microsoft-reikninginn þinn geta notað hana í öllum tækjunum þínum og þar sem þú hefur veitt leyfi fyrir slíku. Við varðveitum aðeins síðustu þekktu staðsetninguna (ný staðsetning kemur í stað fyrri staðsetningar). Gögn um nýlegan staðsetningarferil Windows-tækisins eru einnig geymd í tækinu, jafnvel þótt Microsoft-reikningur sé ekki notaður, og ákveðin forrit og eiginleikar í Windows hafa aðgang að þessum staðsetningarferli. Þú getur hreinsað staðsetningarferil tækisins hvenær sem er í stillingavalmynd tækisins.

Í stillingum er einnig hægt að skoða hvaða forrit hafa aðgang að nákvæmri staðsetningu tækisins eða staðsetningarferli þess, gera aðgang að staðsetningu tækisins virkan eða óvirkan fyrir tiltekin forrit eða gera staðsetningu tækisins óvirka. Þú getur einnig valið sjálfgefna staðsetningu sem verður notuð þegar staðsetningarþjónustan getur ekki greint nákvæmari staðsetningu fyrir tækið.

Jafnvel þó lokað hafi verið fyrir aðgang að staðsetningarstillingu tækis kunna sum skjáborðsforrit og þjónusta þriðja aðila að nota aðra tækni (til dæmis Bluetooth, Wi-Fi, farsímamótald o.s.frv.) til að ákvarða nákvæma staðsetningu tækis. Frekari upplýsingar um skjáborðsforrit þriðja aðila og hvernig þau gætu áfram ákvarðað staðsetningu tækisins þegar staðsetningarstilling tækisins er óvirk.

Til að greiða fyrir aðstoð í neyðartilvikum mun Windows að auki reyna að ákvarða og deila nákvæmri staðsetningu þinni burtséð frá staðsetningarstillingum þínum í hvert skipti sem þú hringir neyðarsímtal. Ef SIM-kort er í tækinu eða ef farsímaþjónusta er notuð mun farsímafyrirtækið hafa aðgang að staðsetningu tækisins. Frekari upplýsingar um staðsetningu í Windows 10.

Áætluð staðsetning. Ef þú kveikir á eiginleikanum fyrir áætlaða staðsetningu fá forrit sem geta ekki notað nákvæma staðsetningu þína aðgang að áætlaðri staðsetningu þinni, t.d. borg, póstnúmeri eða svæði.

„Finna símann minn“. Með eiginleikanum „Finna símann minn“ geturðu fundið staðsetningu Windows-símans þíns á Vefsvæði Microsoft-reikningsins, jafnvel þótt þú hafir slökkt á öllum aðgangi að staðsetningarþjónustu í símanum. Ef þú hefur kveikt á eiginleikanum „Vista staðsetningu mína á nokkurra klukkustunda fresti“ í stillingunum fyrir „Finna símann minn“ í símanum sendir eiginleikinn „Finna símann minn“ síðustu þekktu staðsetningu símans reglulega og vistar hana, jafnvel þótt þú hafir slökkt á staðsetningarþjónustu í símanum. Í hvert skipti sem ný staðsetning er send kemur hún í stað áður geymdrar staðsetningar.

Finna tækið mitt. Eiginleikinn „Finna tækið mitt“ gerir kerfisstjóra Windows-fartækis kleift að leita að staðsetningu tækisins á account.microsoft.com/devices. Til að virkja „Finna tækið mitt“ þarf kerfisstjóri að vera skráður inn með Microsoft-reikningi og vera með kveikt á staðsetningarstillingunni. Þessi eiginleiki virkar þó að aðrir notendur hafi neitað öllum forritum um aðgang að staðsetningu. Þegar kerfisstjórinn reynir að staðsetja tækið sjá notendur tilkynningu á tilkynningasvæðinu. Frekari upplýsingar um „Finna tækið mitt“ í Windows 10.

Hreyfiskynjun Windows. Windows-tæki með hreyfigreiningu geta safnað gögnum um hreyfingu. Þessi gögn geta virkjað aðgerðir eins og skrefamæli til að telja fjölda skrefa sem þú tekur, svo að heilsuforrit geti metið hversu mörgum hitaeiningum þú brennir. Þessi gögn og saga eru geymd í tækinu þínu og hægt er að fara í þau með forritum sem gefur leyfi til að fara í og nota þau gögn.

Upptaka. Sum Windows-tæki eru með upptökueiginleika sem gerir þér kleift að taka upp hljóðbúta og myndskeið af aðgerðum þínum í tækinu, þ.m.t. samskiptum við aðra. Ef þú kýst að taka upp samtal verður upptakan vistuð staðbundið í tækinu þínu. Í einhverjum tilfellum hefur þú val um að senda upptöku í vöru eða þjónustu Microsoft sem sendir upptökuna út opinberlega. Áríðandi: Þú ættir að gera þér grein fyrir þeirri lagalegu ábyrgð sem þú berð áður en þú tekur upp og/eða sendir samskipti. Þetta felur m.a. í sér hvort þú þarft að fá fyrirfram samþykki allra sem taka þátt í samskiptunum. Microsoft ber enga ábyrgð á því hvernig þú notar upptökueiginleikana eða upptökurnar þínar.

Öryggi og öryggisaðgerðirÖryggi og öryggisaðgerðirmainsecurityandsafetyfeaturesmodule
Samantekt

Tækisdulritun. Tækisdulritun ver gögnin sem vistuð eru í tækinu með því að dulrita þau með BitLocker-dulritun á hörðum diski. Þegar kveikt er á tækisdulritun dulritar Windows sjálfkrafa harða diskinn sem Windows er uppsett á og býr til endurheimtarlykil. Tekið er sjálfkrafa öryggisafrit af BitLocker-endurheimtarlyklinum fyrir tækið þitt á Microsoft OneDrive-reikningnum þínum. Microsoft mun ekki nota endurheimtarlyklana þína í neinum tilgangi.

Verkfæri til að fjarlægja spilliforrit. Verkfærið til að fjarlægja spilliforrit fer yfir tækið þitt a.m.k. einu sinni í mánuði sem hluti af Windows Update. Verkfærið til að fjarlægja spilliforrit athugar hvort tiltekin algeng spilliforrit er að finna í tækjum og hjálpar þér að fjarlægja þau sem finnast. Þegar MSRT er í keyrslu fjarlægir það spillibúnað sem er skráður á vefsvæði Microsoft Support ef spillibúnaðurinn finnst í tækinu þínu. Á meðan athugun stendur verður skýrsla send til Microsoft með tilteknum gögnum um þann spillibúnað sem fannst, villur og öðrum gögnum um tækið þitt. Ef þú vilt ekki að verkfærið sendi þessi gögn til Microsoft geturðu gert tilkynningaþáttinn í verkfærinu óvirkan.

Microsoft-fjölskylda. Foreldrar geta notað Microsoft-fjölskyldu til að átta sig á hvernig barnið þeirra notar tækið sitt og takmarka notkunina. Fjölskyldumeðlimum standa margir eiginleikar til boða og því skal fara vandlega yfir upplýsingarnar sem veittar eru þegar fjölskylda er stofnuð eða gengið í fjölskyldu. Þegar kveikt er á aðgerðaskráningu fjölskyldunnar fyrir barn safnar Microsoft upplýsingum um notkun barnsins á tækinu og sendir foreldrum skýrslur um aðgerðir barnsins. Aðgerðaskýrslum er eytt reglulega af þjónum Microsoft eftir stuttan tíma.

Microsoft Defender SmartScreen. Microsoft Defender SmartScreen veitir vörn þegar þú notar þjónustu okkar með því að leita að spilliforritum í vefefni og skjölum sem hefur verið hlaðið niður og með því að finna vefefni sem gæti verið skaðlegt og aðrar ógnir sem steðja að þér eða tækinu þínu. Þegar skrá er athuguð eru gögn um skrána send til Microsoft, þ.m.t. skráarheitið, tætigildi fyrir innihald skráarinnar, staðsetning niðurhleðslu og stafræn vottorð skráarinnar. Ef Microsoft Defender SmartScreen telur skrána af óþekktri gerð eða að hún sé hugsanlega óörugg birtist viðvörun áður en skráin er opnuð. Þegar vefefni er athugað eru gögn um samþykki og tækið þitt send til Microsoft, þar á meðal fullt veffang tækisins. Ef Microsoft Defender SmartScreen telur að efnið sé hugsanlega óöruggt birtist viðvörun í stað efnisins. Hægt er að kveikja og slökkva á Microsoft Defender SmartScreen í stillingum.

Vírusvörn Microsoft Defender. Vírusvörn Microsoft Defender leitar að spilliforritum og öðrum óumbeðnum hugbúnaði, hugsanlega óumbeðnum forritum og öðru skaðlegu efni í tækinu. Kveikt er sjálfkrafa á vírusvörn Microsoft Defender til að verja tækið þitt ef ekkert annað spillivarnarforrit ver tækið. Ef kveikt er á vírusvörn Microsoft Defender fylgist hún með öryggisstöðu tækisins. Þegar kveikt er á vírusvörn Windows Defender, eða hún er í keyrslu vegna þess að kveikt er á takmarkaðri reglulegri leit, sendir hún skýrslur sjálfkrafa til Microsoft sem innihalda gögn um möguleg spilliforrit og annan óumbeðinn hugbúnað, hugsanlega óumbeðin forrit og hún kann einnig að senda skrár sem gætu innihaldið skaðlegt efni eins og spilliforrit. Ef líklegt er að skýrsla innihaldi persónugögn er hún ekki send sjálfkrafa heldur færðu kvaðningu áður en hún er send. Hægt er að stilla vírusvörn Windows Defender á að senda ekki skýrslur og grunuð spilliforrit til Microsoft.

Tal, raddvirkjun, skrift og innslátturTal, raddvirkjun, skrift og innslátturmainspeechinkingtypingmodule
Samantekt

Tal. Microsoft býður bæði upp á talgreiningareiginleika í tæki og talgreiningarþjónustu í skýi (á netinu), þar sem Cortana er í boði. Nánari upplýsingar um hvaða tungumál og lönd talgreining styður eins og er má finna í Lönd og tungumál Cortana.

Þegar kveikt er á nettengdu talgreiningarstillingunni geturðu notað Microsoft-talgreiningu í skýi í Cortana, í gátt fyrir blandaðan veruleika, í upplestri í Windows frá lyklaborði hugbúnaðar, í studdum Microsoft Store-forritum og þegar fram líða stundir í öðrum hlutum Windows.

Þegar kveikt er á rödd við uppsetningu á HoloLens-tæki eða Windows Mixed Reality getur þú notað röddina fyrir skipanir, upplestur og samskipti við forrit. Þá kviknar á bæði talgreiningu í tæki og nettengdri talgreiningu. Þegar kveikt er á báðum stillingum hlustar tækið stöðugt á raddstýrðan innslátt þinn á meðan kveikt er á höfuðtólinu og raddgögn eru send til talgreiningarþjónustu Microsoft í skýinu.

Þegar þú notar talgreiningarþjónustu Microsoft í skýinu safnar og notar Microsoft raddupptökur þínar til að búa til textaumritun af töluðu orðunum í raddgögnunum. Raddgögnin eru notuð í uppsöfnuð gögn til að gera okkur betur kleift að bera kennsl á tal allra notenda.

Þú getur notað talgreiningu í tæki án þess að senda raddgögnin þín til Microsoft. Talgreiningarþjónusta Microsoft í skýinu er hins vegar nákvæmari en talgreiningin í tækinu. Þegar slökkt er á nettengdu talgreiningunni mun talþjónusta sem reiðir sig ekki á skýið og notar eingöngu greiningu í tæki, t.d. þularforritið eða Windows-talgreiningarforritið, virka áfram.

Ef þú hefur gefið leyfi í Cortana getum við einnig safnað viðbótarupplýsingum, svo sem nafninu þínu og gælunafni, nýlegum dagbókarviðburðum og nöfnum þeirra sem þú ætlar að hitta, upplýsingum um tengiliðina þína, þ.m.t. nöfnum og gælunöfnum, heiti eftirlætisstaðanna þinna, forritum sem þú notar og upplýsingum um tónlistarsmekk þinn. Þessar viðbótarupplýsingar gera okkur kleift að þekkja fólk, viðburði, staði og tónlist betur þegar þú lest inn skipanir, skilaboð eða skjöl.

Þú getur slökkt á nettengdri talgreiningu hvenær sem er. Þá eru raddgögn ekki lengur send til Microsoft. Ef þú notar HoloLens eða höfuðtól fyrir blandaðan veruleika er einnig hægt að slökkva á talgreiningu í tæki hvenær sem er. Það kemur í veg fyrir að tækið hlusti eftir raddstýrðum innslætti. Til stjórna raddgögnunum sem Microsoft hefur tengt við Microsoft-reikninginn þinn skaltu fara á Persónuverndaryfirlit Microsoft. Þegar þú slekkur á stillingu nettengdrar talgreiningar verða öll raddgögn sem safnað var saman á meðan þú varst ekki skráð(ur) inn með Microsoft-reikningi aftengd tækinu þínu. Nánari upplýsingar um nettengda talgreiningu í Windows 10.

Raddvirkjun. Windows gerir studdum forritum kleift að bregðast við raddlykilorðum fyrir viðkomandi forrit. Til dæmis getur Cortana hlustað eftir og brugðist við skipuninni „Hey Cortana“.

 Ef þú hefur heimilað forriti að hlusta eftir raddlykilorðum hlustar Windows 10 á hljóðnemann til að nema þessi lykilorð. Þegar raddlykilorð er greint hefur forritið aðgang að raddupptökunni og getur greint hana og brugðist við henni, t.d. með töluðu svari. Forritið kann að senda raddupptökuna til eigin skýþjónustu til að vinna úr skipununum. Öll forrit eiga að biðja um leyfi áður en þau opna raddupptökurnar þínar.

Þegar þú leyfir Cortana að nota raddvirkjun og bregðast við „Hey Cortana“ er raddgögnunum þínum safnað og þau notuð í samanteknu formi til að auka getu okkar til að greina tal allra notenda. Frekari upplýsingar um eiginleika Cortana og hvernig þeim er stjórnað er að finna á Cortana og persónuvernd. Microsoft safnar ekki raddupptökum fyrir hönd neinna forrita þriðju aðila sem þú hefur leyft að nota raddvirkjun.

Auk þess er hægt að kveikja á raddvirkjun þegar tækið er læst. Þá heldur viðkomandi forrit áfram að hlusta á hljóðnemann eftir raddlykilorðum þegar tækið er læst og getur virkjast þegar einhver talar nálægt tækinu. Þegar tækið er læst hefur forritið aðgang að sömu eiginleikum og upplýsingum og þegar tækið er opið.

Þú getur slökkt á raddvirkjun hvenær sem er. Frekari upplýsingar um raddvirkjun í Windows 10 .

Þótt þú hafir slökkt á raddvirkjun geta sum skjáborðsforrit og þjónusta þriðju aðila engu að síður hlustað á hljóðnemann og safnað raddstýrðum innslætti. Frekari upplýsingar um skjáborðsforrit þriðju aðila og hvernig þau geta áfram haft aðgang að hljóðnemanum jafnvel þótt slökkt sé á þessum stillingum .

Skrift og sérsnið innsláttar. Innslegnum og handskrifuðum orðum þínum er safnað til að veita þér eftirfarandi eiginleika: sérsniðna orðabók, betri stafakennsl til að aðstoða þig við að slá inn og skrifa á tækið þitt og orðatillögur sem birtast þegar þú slærð inn og skrifar. Ef þú samstillir stillingar Windows-tækisins þíns við önnur Windows-tæki verður staðbundna notandaorðabókin þín geymd á persónulega svæðinu þínu á OneDrive til að gera kleift að samnýta orðabókina þína við önnur Windows-tæki. Frekari upplýsingar um samstillingarkosti.

Hægt er að slökkva á sérsniði fyrir handskrift og innslátt hvenær sem er. Það eyðir gögnum sem vistuð eru í tækinu, eins og staðbundinni orðabók notanda. Frekari upplýsingar um sérsnið á handskrift og innslætti í Windows 10.

Stillingar samstillingarSamstillingmainsyncsettingsmodule
Samantekt

Þegar þú skráir þig inn í Windows með Microsoft-reikningi samstillir Windows sumar af stillingum þínum og gögnum við netþjóna Microsoft til að auðvelda þér einstaklingsmiðaða upplifun þvert yfir mörg tæki. Þegar þú hefur skráð þig inn á eitt eða fleiri tæki með Microsoft-reikningi og skráir þig svo í fyrsta sinn inn á annað tæki með sama Microsoft-reikningi sækir Windows stillingar og gögn sem þú velur að samstilla úr hinum tækjunum þínum og notar þau. Stillingar sem þú velur að samstilla munu uppfærast sjálfvirkt á netþjónum Microsoft og hinum tækjunum þínum þegar þú notar þau.

Þær stillingar sem eru samstilltar eru meðal annars:

 • Forrit úr Microsoft Store sem þú hefur sett upp
 • Tungumálastillingar
 • Aðgengisstillingar
 • Sérstillingar eins og notandamyndin þín, bakgrunnur og músarstillingar
 • Stillingar fyrir forrit úr Microsoft Store
 • Ritvilluorðabækur, orðabækur með inntaksaðferðaritli (IME) og persónulegar orðabækur
 • Vafraferill, eftirlæti og opin vefsvæði í Internet Explorer
 • Vistuð heiti og aðgangsorð fyrir forrit, vefsvæði, fartækisaðgangsstaði og Wi-Fi-net

Hægt er að velja hvort samstilla á stillingar og stjórna því hvað er samstillt með því að opna Upphafsvalmynd > Stillingar > Reikningar > Samstilla stillingar. Sum forrit eru með eigin aðskildar stýringar fyrir samstillingu. Ef þú skráir þig inn í Windows með vinnureikningi og þú velur að tengja þann reikning við persónulegan Microsoft-reikning þinn mun Windows spyrja hvaða stillingar þú vilt samstilla áður en tengt er við Microsoft-reikninginn þinn.

UppfærsluþjónustaUppfærsluþjónustamainupdateservicesmodule
Samantekt

Uppfærsluþjónusta Windows inniheldur Windows Update og Microsoft Update. Windows Update er þjónusta sem veitir þér uppfærslur á hugbúnaði fyrir Windows og öðrum hugbúnaði til stuðnings, eins og reklum og fastbúnaði frá framleiðendum tækisins. Microsoft Update er þjónusta sem býður upp á hugbúnaðaruppfærslur fyrir annan hugbúnað frá Microsoft á borð við Office.

Windows Update sækir hugbúnaðaruppfærslur í Windows sjálfvirkt í tækið þitt. Þú getur samskipað Windows Update til að setja þessar uppfærslur sjálfkrafa upp um leið og hægt er (ráðlagt) eða láta Windows tilkynna þér þegar tækið þarf að endurræsa sig til að ljúka við uppsetningu á uppfærslum. Forrit sem eru aðgengileg í gegnum Microsoft Store eru sjálfkrafa uppfærð í gegnum Microsoft Store eins og lýst er í hlutanum Microsoft Store í þessari yfirlýsingu um persónuvernd.

Vafrar—Microsoft Edge og Internet ExplorerVafrar—Microsoft Edge og Internet Explorermainwebbrowsersmodule
Samantekt

Microsoft Edge er sjálfgefinn vafri fyrir Windows. Internet Explorer, eldri vafri Microsoft, er einnig tiltækur í Windows. Þegar þú notar vafra til að komast á internetið eru gögn um tækið þitt („stöðluð gögn tækis“) send til vefsvæðanna sem þú heimsækir og netþjónustunnar sem þú notar. Stöðluð gögn tækis eru IP-tala tækisins þíns, gerð vafra og tungumál, tími aðgangs og vefföng tilvísunarvefsvæða. Þessi gögn kunna að vera skráð á vefþjóna þessara vefsvæða. Hvaða gögn eru skrá og hvernig þau gögn eru notuð fer eftir friðhelgisstarfsvenjum vefsvæðanna sem heimsótt eru og þeirrar vefþjónustu sem þú notar. Að auki sendir Microsoft Edge tilteknum vefsvæðum einkvæmt vafrakenni til að gera okkur kleift að þróa heildargögn sem notuð eru til að bæta eiginleika og þjónustu vafrans.

Þar að auki eru gögn um hvernig þú notar vafrann, t.d. vefferill, upplýsingar um vefeyðublöð, tímabundnar internetskrár og kökur vistuð í tækinu. Þú getur eytt þessum gögnum af tækinu þínu með því að nota Eyða flettisögu.

Microsoft Edge gera þér kleift að fanga og vista efni á tækið þitt, eins og:

 • Vefglósur. Gerir þér kleift að setja inn handskrifaðar skýringar og textaskýringar á vefsíður og klippa þær út, vista þær eða deila þeim.
 • Virkur lestur. Gerir þér kleift að búa til og vinna með leslista sem innihalda vefsvæði eða skjöl.
 • Miðstöð. Gerir þér kleift að vinna með leslista, eftirlætisatriði, niðurhal og feril á einum og sama stað.
 • Festa vefsvæði við verkstiku. sem gerir þér kleift að festa eftirlætis vefsvæðin þín við Windows verkstikuna. Vefsvæði geta séð hvaða vefsíður þeirra þú hefur fest við verkstiku, sem gerir þeim kleift að láta þig vita með tilkynningatákni ef eitthvað nýtt er komið sem þú getur þá athugað á vefsvæðum þeirra.

Sumar vafraupplýsingar Microsoft sem voru vistaðar á tækið þitt verða samstilltar við önnur tæki þegar þú skráir þig inn með Microsoft-reikningnum. Í Internet Explorer fela þessar upplýsingar t.d. í sér vefferilinn þinn og eftirlæti og í Microsoft Edge fela þær í sér eftirlæti, leslista, færslur fyrir sjálfvirka útfyllingu (t.d. nafn þitt, heimilisfang og símanúmer) og gætu falið í sér gögn fyrir viðbætur sem þú hefur sett upp. Sem dæmi má nefna að ef leslistinn í Microsoft Edge er samstilltur á milli tækja verða afrit af efninu sem valið er að vista á leslista send í hvert og eitt samstillt tæki til að hægt sé að skoða það síðar. Hægt er að slökkva á samstillingu í Internet Explorer með því að opna Upphafsvalmynd > Stillingar > Reikningar > Samstilla stillingar. (Frekari upplýsingar er að finna í hlutanum Stillingar samstillingar í þessari yfirlýsingu um persónuvernd.) Einnig er hægt að afvirkja samstillingu á vafraupplýsingum Microsoft Edge með því að slökkva á samstillingarvalkostinum í Stillingum í Microsoft Edge.

Microsoft Edge og Internet Explorer nota leitarfyrirspurnir þínar og flettisögu til að veita þér fljótlegri flettingar og meira viðeigandi leitarniðurstöður. Þessar aðgerðir eru meðal annars:

 • Leitartillögur í Internet Explorer senda upplýsingar sem þú slærð inn í veffangastikuna í vafranum sjálfkrafa til sjálfgefinnar leitarþjónustu (til dæmis Bing) til að stinga upp á leitartillögum um leið og þú slærð inn hvern staf.
 • Leitar- og vefsvæðatillögurí Microsoft Edge senda upplýsingar sem þú slærð inn í veffangastikuna í vafranum sjálfkrafa til Bing (jafnvel þótt þú hafir valið aðra leitarþjónustu sem sjálfgefna) til að stinga upp á leitartillögum um leið og þú slærð inn hvern staf.

Hægt er að slökkva á þessum eiginleikum hvenær sem er. Til að veita leitarniðurstöður senda Microsoft Edge og Internet Explorer leitarniðurstöður þínar, staðlaðar tækjaupplýsingar og staðsetningu (ef þú ert með staðsetningu virkjaða) til sjálfgefinnar leitarveitu þinnar. Ef Bing er sjálfgefin leitarþjónusta þín notum við þessi gögn eins og lýst er í hlutanumBing í þessari yfirlýsingu um persónuvernd.

Cortana getur hjálpað þér að leita á netinu með Microsoft Edge með eiginleikum eins og „Spyrja Cortana“. Þú getur slökkt á hjálp frá Cortana í Microsoft Edge hvenær sem er í stillingum Microsoft Edge. Frekari upplýsingar um hvernig Cortana fer með gögnin þín og hvernig þú getur stjórnað því er að finna í hlutanum Cortana í þessari yfirlýsingu um persónuvernd.

Windows-forritWindows-forritmainwindowsappsmodule
Samantekt

Nokkur Microsoft-forrit fylgja með í Windows en önnur eru fáanleg í Microsoft Store. Sum þessara forrita eru eftirfarandi:

Forritið Kort. Forritið Kort veitir þjónustu sem notar staðsetningu og notar þjónustu Bing til að vinna úr leit þinni í forritinu Kort. Þegar forritið Kort hefur aðgang að staðsetningu þinni og þú hefur virkjað staðsetningarþjónustu í Windows skráir Bing-þjónustan texta sem þú slærð inn á eftir tákninu „@“ í studdum textareitum í Windows-forritum til að bjóða upp á tillögur út frá staðsetningu. Frekari upplýsingar um þessa Bing-upplifun er að finna í hlutanum Bing í þessari yfirlýsingu um persónuvernd. Þegar forritið Kort hefur aðgang að staðsetningu þinni, jafnvel þótt forritið sé ekki í notkun, kann Microsoft að safna staðsetningargögnum úr tækinu þínu þar sem auðkenningu hefur verið eytt til að bæta þjónustu Microsoft. Þú getur slökkt á aðgangi forritsins Kort að staðsetningu þinni með því að slökkva á staðsetningarþjónustunni eða slökkva á aðgangi forritsins Kort að staðsetningarþjónustunni.

Þú getur rakið uppáhaldsstaðina þína og nýlegar kortaleitir í forritinu Kort. Uppáhaldsstaðirnir þínir og leitarsaga verða hafðir með í leitartillögum. Ef þú ert skráð(ur) inn á Microsoft-reikninginn þinn eru eftirlætisstaðirnir þínir, leitarferillinn og tilteknar forritsstillingar samstilltar við önnur tæki og þjónustu (t.d. Cortana). Frekari upplýsingar er að finna í hlutanum Samstilling í þessari yfirlýsingu um persónuvernd.

Myndavélar- og ljósmyndaforrit. Ef þú leyfir myndavélarforritinu að nota staðsetningu þína fylgja staðsetningargögn myndum sem þú tekur með tækinu. Önnur lýsandi gögn, eins og tegund myndavélar og dagsetningin þegar myndin var tekin, eru einnig greipt í myndir og myndbönd. Ef þú velur að deila mynd eða myndbandi verða öll innfelld gögn aðgengileg fólki og þjónustu sem þú deilir með. Þú getur slökkt á aðgangi forritsins Myndavél að staðsetningu þinni með því að slökkva á öllum aðgangi að staðsetningarþjónustunni í stillingavalmynd tækisins eða slökkva á aðgangi forritsins Myndavél að staðsetningarþjónustunni.

Í forritinu Myndir eru mismunandi flipar til að flokka myndir og myndbönd eftir tíma, staðsetningu, merkjum og andlitum. Á flipanum „Safn“ birtast myndir og myndbönd eftir tímasetningu. Á flipanum „Albúm“ geta notendur flokkað myndir og myndbönd eftir staðsetningu og sameiginlegum merkjum. Á flipanum „Fólk“ eru myndir og myndbönd flokkuð eftir andlitum.

Þegar þú flytur inn myndir og myndbönd með staðsetningareigindum getur forritið Myndir flokkað myndir og myndbönd eftir tíma og staðsetningu. Til að gera það sendir forritið Myndir staðsetningargögn í myndum og myndböndum þínum til Microsoft til að ákvarða heiti staða, t.d. „Seattle, Washington“. Þegar þú skráir þig inn í forritið Myndir með Microsoft-reikningnum, og hefur stillt kerfið þannig að skrárkerfi tækisins samstillist við OneDrive, notast Myndir við greiningu hluta til að merkja og flokka myndir og myndbönd í albúm.

Þegar stillt er á „Fólk“ á stillingasíðu Mynda notar forritið bæði andlitsgreiningu og andlitskennsl til að flokka einkasafnið þitt niður í hópa. Andlitsgreining er notuð til að greina myndir og myndbönd þar sem andlit sjást. Andlitsgreining flokkar saman myndir og myndbönd með andliti tiltekins einstaklings.

Hægt er að kveikja og slökkva á flokkun mynda og myndbanda eftir andlitum. Þegar kveikt er á þessum eiginleika leita bakgrunnsferli Mynda að andlitsflokkum í mynda- og myndbandasöfnum í tækinu og birta niðurstöðurnar á flipanum „Fólk“ í tækinu. Andlitsflokkanir eru ekki aðgengilegar utan skrárkerfisins í tækinu og þær eru varðar með sömu öryggisráðstöfunum og annað efni og gögn á Windows-reikningnum. Með því að kveikja á stillingunni „Fólk“ í forritinu Myndir samþykkir þú að andlitsflokkunartækni sé notuð til að flokka mynda- og myndbandasafnið þitt.

Á flipanum „Fólk“ getur þú svo notað tengiliðavalið til að tengja andlitsflokka við tengiliði sem eru vistaðir í tækinu. Þú, ekki Microsoft, berð ábyrgð á því að afla samþykkis fyrir því að tengja Tengiliði við andlitsflokkun og þú lýsir því yfir að þú hafir aflað nauðsynlegs samþykkis fyrir því að tengja myndir og myndbönd og flokka í hópa.

Flokkanirnar eru vistaðar í tækinu á meðan þú kýst að geyma flokkanir á myndum eða myndböndum. Notendur eru beðnir um að ítreka samþykki sitt ef forritið Myndir hefur ekki verið notað í þrjú ár. Notendur geta alltaf slökkt á stillingunni „Fólk“ á stillingaflipanum.

Forritið „Tengiliðir“. Forritið Tengiliðir gerir þér kleift að sjá og eiga samskipti við alla tengiliðina þína á einum stað. Þegar þú bætir reikningi við forritið Tengiliðir er tengiliðunum af reikningnum sjálfkrafa bætt við forritið Tengiliðir. Þú getur bætt öðrum reikningum við í forritið Tengiliðir, þar með talið á samskiptamiðlum (eins og Facebook og Twitter) og tölvupóstreikningum. Þegar reikningi er bætt við látum við þig vita hvaða gögn forritið Tengiliðir getur flutt inn eða samstillt við viðkomandi þjónustu og leyfum þér að velja hverju þú vilt bæta við. Önnur forrit sem þú setur upp kunna einnig að samstilla gögn við forritið Tengiliðir, þ.m.t. að bæta frekari upplýsingum við fyrirliggjandi tengiliði. Þegar þú skoðar tengilið í Tengiliðir sækir forritið og birtir upplýsingar um nýleg samskipti þín við tengiliðinn (til dæmis tölvupóst og dagbókarfærslur, meðal annars úr forritum sem Tengiliðir samstillir gögn frá). Þú getur alltaf fjarlægt reikning úr forritinu Tengiliðir.

Forritin Póstur og dagbók. Forritið „Póstur og dagbók“ gerir þér kleift að tengja öll skeyti, dagbækur og skrár saman á einum stað, þ.m.t. úr tölvupósti þriðju aðila og skráargeymsluveitum. Forritið veitir þjónustu sem notar staðsetningu, eins og veðurupplýsingar í dagbókinni, en þú getur slökkt á notkun forritsins á staðsetningu þinni. Þegar þú bætir við reikningi í forritinu „Póstur og dagbók“ er tölvupóstur, dagbókaratriði, skrár, tengiliðir og aðrar stillingar af reikningnum samstillt sjálfkrafa við tækið og netþjóna Microsoft. Þú getur fjarlægt reikning eða gert breytingar á gögnunum sem eru samstillt af reikningnum hvenær sem er. Til að grunnstilla reikning verður þú að gefa forritinu skilríkin fyrir reikninginn (t.d. notandanafn og aðgangsorð) sem verða send í gegnum netið til netþjóns veitu þriðja aðila. Forritið reynir fyrst að nota örugga (SSL) tengingu til að grunnstilla reikninginn en sendir þessar upplýsingar ódulritaðar ef tölvupóstsveitan þín styður ekki SSL. Ef þú bætir við reikningi frá fyrirtæki/stofnun (eins og netfangi fyrirtækis) getur eigandi fyrirtækjalénsins innleitt tilteknar stefnur og stýringar (t.d. beðið um fjölþætta sannvottun eða bætt við möguleikanum að þurrka út gögn af tækinu þínu í gegnum fjartengingu) sem geta haft áhrif á notkun þína á forritinu.

Forritið Skilaboð. Þegar þú skráir þig inn með Microsoft-reikningi í tækinu þínu geturðu valið að taka öryggisafrit af upplýsingunum þínum, sem samstillir SMS- og MMS-skilaboðin þín og vistar þau á Microsoft-reikningnum þínum. Það gerir þér kleift að endurheimta skilaboðin ef þú glatar þeim eða skiptir um síma. Eftir upphaflega uppsetningu á tækinu geturðu alltaf stjórnað skilaboðastillingum þínum. Ef þú slekkur á öryggisafritum á SMS eða MMS-skilaboðum eyðir það ekki þeim skilaboðum sem þegar hafa verið afrituð yfir á Microsoft-reikninginn þinn. Til að eyða slíkum skilaboðum verður þú fyrst að eyða þeim úr tækinu áður en þú slekkur á öryggisafritun. Ef þú leyfir forritinu Skilaboð að nota staðsetningu þína geturðu fest tengil við núverandi staðsetningu þína í skilaboð sem þú sendir. Staðsetningarupplýsingum verður safnað af Microsoft eins og lýst er í hlutanum um Windows Staðsetningarþjónusta í þessari yfirlýsingu um persónuvernd.

Þulur. Þulur er forrit sem les texta af skjá og auðveldar þér að nota Windows án þess að hafa skjá. Þulur býður upp á snjalllýsingu mynda og síðutitla sem og samantekt vefsíðna þegar kemur að myndum án lýsingar eða óljósum tenglum.

Þegar valin er myndalýsing með því að ýta á „Þulur + Ctrl + D“ verður myndin send til Microsoft til greiningar og myndalýsing búin til. Myndir eru aðeins notaðar til að búa til lýsingu en eru ekki geymdar hjá Microsoft.

Þegar valin er lýsing síðutitla með því að ýta á „Þulur + Ctrl + D“ er vefslóð síðunnar send til Microsoft til að búa til lýsingu síðutitils og til að bæta Microsoft-þjónustu, eins og Bing-þjónustu eins og lýst er í Bing efnisflokknum hér að ofan.

Þegar valið er að sækja lista yfir vinsæla tengla vefsíðu með því að ýta á „Þulur + ýta tvisvar á S“ er vefslóð síðunnar send til Microsoft til að búa til samantekt vinsælla tengla og til að bæta Microsoft-þjónustu, eins og Bing.

Hægt er að gera þessa eiginleika óvirka hvenær sem er með því að fara í Stillingar > Aðgengi > Þulur > Fá myndalýsingar, síðutitla og vinsæla tengla.

Þú getur einnig sent ábendingar um Þulinn til að aðstoða Microsoft við að greina og leysa vandamál og til að bæta vörur og þjónustu Microsoft, eins og Windows. Hægt er að senda munnlegar ábendingar í Þulnum hvenær sem er með því að ýta á lykil þular + Alt + F. Þessi skipun ræsir forritið „Ábendingamiðstöð“ þar sem þú getur sent inn munnlega ábendingu. Þegar þú virkjar stillinguna „Hjálpaðu okkur að gera Þulinn betri“ í Stillingar > Aðgengi > Þulur og sendir inn munnlega ábendingu í gegnum ábendingamiðstöð verða nýleg notkunar- og tækisgögn, þar á meðal gögn rakningarkladda atvika (ETL), send með munnlegu ábendingunni til að bæta vörur og þjónustu Microsoft, eins og Windows.

Windows Media PlayerWindows Media Playermainwindowsmediaplayermodule
Samantekt

Windows Media Player gerir þér kleift að spila geisladiska, DVD-diska og annað stafrænt efni (svo sem WMA- og MP3-skrár), afrita geisladiska og hafa umsjón með miðlasafninu þínu. Til að bæta upplifun þína þegar þú spilar efni í safninu þínu birtir Windows Media Player upplýsingar sem tengjast því, svo sem heiti á plötu, plötuumslag, flytjanda og höfund. Windows Media Player sendir beiðni til Microsoft sem inniheldur staðlaðar upplýsingar um tölvuna, auðkenni efnisins og upplýsingar um efni sem miðlasafn Windows Media Player inniheldur nú þegar (þar á meðal upplýsingar sem þú kannt að hafa breytt eða fært inn) til að Microsoft geti greint um hvaða lag er að ræða og birt viðbótarupplýsingar ef þær eru í boði.

Windows Media Player býður einnig upp á straumspilun efnis í gegnum netið. Til að veita þjónustuna þarf Windows Media Player að eiga í samskipi við vefþjón sem streymir efninu. Slíkir þjónar eru yfirleitt reknir af efnisveitum sem ekki tengjast Microsoft. Þegar efni er straumspilað sendir Windows Media Player annál til straumspilunarþjónsins eða annarra vefþjóna ef straumspilunarþjónninn biður um það. Annállinn inniheldur upplýsingar á borð við tengingartíma, IP-tölu, útgáfu stýrikerfis, útgáfu Windows Media Player, auðkennisnúmer spilarans (auðkenni spilara), dagsetningu og samskiptareglu. Til að tryggja friðhelgi þína sendir Windows Media Player sjálfgefið mismunandi auðkenni spilara í hverri lotu.

Windows HelloWindows Hellomainwindowshellomodule
Samantekt

Windows Hello veitir tafarlausan aðgang að tækjum þínum með lífkenni. Ef þú kveikir á Windows Hello notar það andlitið á þér, fingrafar eða lithimnu til að bera kennsl á þig út frá hópi einstakra atriða eða eiginleika sem eru dregnir út úr myndinni og vistaðir í tækinu sem sniðmát – en sjálf myndin af andlitinu á þér, fingrafarinu eða lithimnunni verður ekki vistuð. Gögn til sannprófunar með lífkennum sem notuð eru þegar þú skráir þig inn fara ekki út fyrir tækið. Þú getur eytt lífkennigögnum þínum í Stillingum.

Windows SearchWindows Searchmainwindowssearchmodule
Samantekt

Windows Search gerir þér kleift að leita í dótinu þínu og af netinu af sama stað. Ef þú kýst að nota Windows Search til að leita í „dótinu þínu“ skilar leitin niðurstöðum fyrir atriði á þínu eigin svæði á OneDrive, OneDrive for Business ef kveikt er á því, öðrum skýjageymslum (að því marki sem slíkir þriðju aðilar styðja) og tækinu þínu. Ef þú kýst að nota Windows Search til að leita á vefnum, eða til að fá leitartillögur með Windows Search, koma leitarniðurstöðurnar þínar frá Bing og við notum leitarfyrirspurnina þína eins og lýst er í hlutanum Bing í þessari yfirlýsingu um persónuvernd.

Síminn þinnSíminn þinnmainyourphonemodule
Samantekt

Forritið Síminn þinn gerir þér kleift að tengja Android-símann við Windows-tæki og opna þannig á margvíslega upplifun á milli tækja. Þú getur notað Símann þinn til að skoða nýlegar myndir úr Android-símanum í Windows-tækinu, hringja og svara símtölum úr Android-símanum í Windows-tækinu, skoða og senda textaskilaboð úr Windows-tækinu, skoða, hafna eða gera eitthvað annað við tilkynningar úr Android-símanum í Windows-tækinu og deila skjá símans í Windows-tækinu með því að nota speglun í Símanum þínum.

Til að nota Símann þinn þarf forritið Síminn þinn að vera uppsett í Windows-tækinu og forritið Símatengingin þín þarf að vera uppsett í Android-símanum. Þegar þú ræsir forritið Síminn þinn í Windows-tækinu verður beðið um farsímanúmerið þitt. Við notum farsímanúmerið eingöngu til að senda þér tengil með upplýsingum til að sækja forritið Símatengingin þín.

Til að nota Símann þinn þarftu að skrá þig inn á Microsoft-reikninginn í forritinu Síminn þinn á Windows-tækinu og í forritinu Símatengingin þín í Android-símanum. Android-síminn þarf að vera tengdur við Wi-Fi og Windows-tækið þarf að vera nettengt og leyfa forritinu Síminn þinn að keyra í bakgrunni. Til að nota speglun í Símanum þínum þarf einnig að vera kveikt á Bluetooth í Android-símanum. Forritið Síminn þinn krefst þess einnig að Windows Hello sé uppsett í Windows-tækinu svo enn frekara öryggis sé gætt.

Til þess að geta veitt þér eiginleika Símans þíns safnar Microsoft gögnum um afköst, notkun og tækið, svo sem um vélbúnaðareiginleika farsímans og Windows-tækisins, fjölda og tímalengd lotna í Símanum þínum og tímalengd uppsetningar.

Þú getur aftengt Android-símann frá Windows-tækinu hvenær sem er með því að skrá þig inn með Microsoft-reikningnum á accounts.microsoft.com/devices og uppfæra stillingarnar í Android-símanum. Ítarlegar upplýsingar er að finna á þjónustusíðan okkar.

Textaskilaboð. Síminn þinn gerir þér kleift að skoða textaskilaboð sem berast í Android-símann í Windows-tækinu og senda textaskilaboð úr Windows-tækinu. Aðeins textaskilaboð sem hafa verið móttekin og send á síðustu 30 dögum eru sýnileg í Windows-tækinu. Þessi textaskilaboð eru vistuð tímabundið í Windows-tækinu. Við vistum aldrei textaskilaboð á þjónunum okkar, né breytum við eða eyðum textaskilaboðum í Android-símanum. Þú getur séð skilaboð sem eru send með SMS (Short Message Service) og MMS (Multimedia Messaging Service) en ekki skilaboð send með RCS (Rich Communication Services). Þessi virkni veltur á því að Síminn þinn geti nálgast innihald textaskilaboða og samskiptaupplýsingar um einstaklinga eða fyrirtæki sem senda textaskilaboð eða fá textaskilaboð frá þér.

Símtöl. Síminn þinn gerir þér kleift að hringja og svara símtölum úr Android-símanum í Windows-tækinu. Í Símanum þínum getur þú líka skoðað nýleg símtöl í Windows-tækinu. Til þess að nota þennan eiginleika þarf að gera tilteknar heimildir virkar í bæði Windows-tækinu og Android-símanum, svo sem aðgang að símtalaskrá og heimild til að hringja úr tölvunni. Hægt er að afturkalla þessar heimildir hvenær sem er á stillingasíðu Símans þíns í Windows-tækinu og í stillingum Android-símans. Aðeins móttekin og hringd símtöl frá síðustu 30 dögum eru sýnileg í símtalaskránni í Windows-tækinu. Upplýsingar um símtöl eru vistuð tímabundið í Windows-tækinu. Við breytum ekki eða eyðum símtalaskránni í Android-símanum.

Myndir. Síminn þinn gerir þér kleift að afrita, senda eða breyta myndum úr Android-símanum í Windows-tækinu. Aðeins takmarkaður fjöldi nýjustu myndanna í möppunum „Myndir úr myndavél“ og „Skjámyndir“ í Android-símanum er sýnilegur í Windows-tækinu hverju sinni. Þessar myndir eru vistaðar tímabundið í Windows-tækinu og eftir því sem þú tekur fleiri myndir með Android-símanum fjarlægjum við bráðabirgðaafrit af eldri myndum í Windows-tækinu. Við vistum aldrei myndirnar þínar á þjónunum okkar, né breytum við eða eyðum myndum í Android-símanum.

Tilkynningar. Síminn þinn gerir þér kleift að skoða tilkynningar úr Android-símanum í Windows-tækinu. Með Símanum þínum getur þú lesið og hafnað tilkynningum úr Android-símanum í Windows-tækinu eða framkvæmt aðrar aðgerðir sem tengjast tilkynningunum. Til að virkja þennan eiginleika í Símanum þínum þarftu að gera tilteknar heimildir virkar, svo sem til að samstilla tilkynningar, í bæði Windows-tækinu og Android-símanum. Hægt er að afturkalla þessar heimildir hvenær sem er á stillingasíðu Símans þíns í Windows-tækinu og í stillingum Android-símans. Ítarlegar upplýsingar er að finna á þjónustusíðan okkar.

Speglun. Síminn þinn gerir þér kleift að skoða skjá Android-símans í Windows-tækinu. Skjár Android-símans birtist sem dílastraumur í Windows-tækinu og hljóð sem þú kveikir á á skjá Android-símans þegar hann er tengdur við Windows-tækið í gegnum Símann þinn spilast í Android-símanum.

Upplestur á texta. Í Símanum þínum eru aðgengiseiginleikar svo sem upplestur á texta. Hægt er að virkja upplestur til að fá efni textaskilaboða eða tilkynningar á hljóðformi. Ef þú kveikir á þessum eiginleika eru textaskilaboð og tilkynningar lesnar upphátt þegar þær berast.

Skemmtun og tengd þjónustaSkemmtun og tengd þjónustamainentertainmentmodule
Samantekt

Skemmtun og tengd þjónusta veitir þér aðgang að miklu magni efnis, forritum og leikjum.

Xbox og Xbox LiveXbox og Xbox Livemainxboxmodule
Samantekt
Microsoft StoreMicrosoft Storemainwindowsstoremodule
Samantekt
MSNMSNmainmainmodule
Samantekt
MixerMixermainmixermodule
Samantekt
Groove-tónlist og kvikmyndir og sjónvarpGroove-tónlist og kvikmyndir og sjónvarpmaingroovemusicmoviestvmodule
Samantekt
SilverlightSilverlightmainsilverlightmodule
Samantekt
Microsoft Health-þjónustanMicrosoft Health-þjónustanmainmicrosofthealthservicesmodule
Samantekt

Microsoft Health-þjónustan getur hjálpað þér að skilja og stjórna heilsufarsgögnunum þínum. Þar á meðal eru HealthVault, HealthVault Insights, Microsoft Band-tæki, önnur forrit Microsoft Health og tengdar vörur. Band hjálpar þér að skrá gögn á borð við hjartslátt og skrefafjölda. Band getur einnig notað Cortana til að skrifa athugasemdir og taka á móti tilkynningum frá símanum þínum. Forrit Microsoft Health senda gögn til þjóna Microsoft og gera þér heimilt að skoða, hafa umsjón með og stjórna gögnunum. Forritin gætu virkjað tilkynningar í Band og öðrum tækjum. Þjónusta HealthVault gerir þér kleift að breyta, bæta við og vista heilsufarsgögn á netinu og deila þeim með fjölskyldu, umönnunaraðilum og fagfólki í heilbrigðisgeiranum.

Microsoft Health-þjónustan safnar og notar gögnin þín til að veita þér þjónustu, m.a. til að bæta og aðlaga upplifun þína. Heilsufarsgögn sem þú gefur Microsoft í gegnum Microsoft Health-þjónustuna eru ekki sameinuð gögnum frá öðrum Microsoft-þjónustum eða notuð í öðrum tilgangi án afdráttarlauss samþykkis frá þér. Microsoft notar t.d. ekki gögn þín um heilsufarsupplýsingar til að beina til þín auglýsingum án þess að þú hafir beðið um það.

Health-þjónustanHealth-þjónustanmainmicrosoftservicelongmodule
Samantekt

Microsoft Health-þjónustan getur hjálpað þér að skilja og stjórna heilsufarsgögnunum þínum. Gögnin sem er safnað eru háð þeirri þjónustu og þeim aðgerðum sem þú notar og innihalda eftirfarandi:

 • Notandaupplýsingar. Þegar þú býrð til notandasíðu veitir þú notandaupplýsingar eins og hæð, þyngd og aldur, sem eru notaðar til að reikna út virkniupplýsingar. Aðrar notandaupplýsingar eru af Microsoft reikningnum þínum.
 • Hreyfingar- og hreystigögn. Þjónusta Microsoft Health aðstoðar þig við að fylgjast með virkni þinni og líkamsrækt með því að fylgjast með gögnum á borð við hjartslátt, skref, hitaeiningar sem þú hefur brennt og svefn. Dæmi um aðgerðir sem þú getur valið um að fylgjast með eru hlaup, æfingar og svefn.
 • Notkunargögn. Við söfnum og hlöðum sjálfkrafa upp talnagögnum um frammistöðuna og hvernig þú notar þjónustu Microsoft Health til að veita þér bestu þjónustu sem völ er á.
 • Staðsetning. Í Microsoft Band er innbyggt staðsetningarkerfi (GPS) sem gerir þér kleift að skrásetja hreyfingu, eins og hlaup eða hjólreiðar, án þess að síminn þurfi að vera með í för. Ef þú kveikir á GPS fyrir virkni geturðu skoðað kort virkninnar í forritum Microsoft Health. Einhverjar stillingar í Band, t.d. „Golf“ og „Explorer“ kveikja sjálfkrafa á GPS og slökkva á því þegar þú slekkur á stillingunni. 

Frekari upplýsingar um skynjara Band og gögnin sem þeir safna er að finna í Vefsvæði Microsoft Band á þjónustuvefsvæði Microsoft.

Aðgangur og stýringar. Þú getur skoðað og unnið með gögnin þín í þjónustu Microsoft Health. Til dæmis geturðu skoðað og uppfært prófílgögnin þín, haft umsjón með tengdum forritum og skoðað fyrri virkni. Þú getur eytt tiltekinni virkni í Microsoft Health. Þegar þú eyðir virkni er þeirri færslu eytt í Microsoft Health en hins vegar eru önnur gögn og grunnskynjunargögn sem tæki fönguðu áfram til staðar í Microsoft Health. Þú getur sagt þjónustureikningi Microsoft Health upp hvenær sem er með því að hafa samband við þjónustuver með Vefsvæði Microsoft Band.

HealthVaultHealthVaultmainhealthvaultmodule
Samantekt

HealthVault er persónulegur heilsuvettvangur sem gerir þér kleift að safna, breyta, geyma heilsufarsupplýsingar og deila þeim á netinu. Með HealthVault getur þú stýrt þinni eigin heilsufarsskýrslu. Þú getur einnig valið að deila heilsufarsgögnum með fjölskyldu, umönnunarfólki, fagfólki í heilbrigðisgeiranum, farsímaforritum, heilsufarstengdum tækjum og verkfærum á netinu. Frekari upplýsingar um HealthVault er að finna á Hjálparsíða HealthVault.

Innskráning í HealthVault. Til að skrá þig inn á HealthVault geturðu notað Microsoft-reikning eða auðkenningarþjónustur þriðju aðila. Ef þú lokar Microsoft-reikningnum þínum eða týnir skilríkjunum fyrir hann er hugsanlegt að þú fáir ekki aftur aðgang að gögnunum þínum. Þú getur notað fleiri en ein skilríki fyrir HealthVault til að tryggja stöðugan aðgang. Áður en þú notar sannvottunarþjónustu þriðja aðila með HealthVault, mælum við með því að þú lesir áherslur útgefandans á öryggi og friðhelgi einkalífsins.

HealthVault-reikningur og heilsufarsskrár. Til að búa til nýjan HealthVault-reikning verðurðu að gefa upp persónuupplýsingar á borð við nafn, fæðingardag, netfang, póstnúmer og land/svæði. Þú gætir verið beðin/n um frekari upplýsingar, eftir því hvaða aðgerðir þú notar. HealthVault reikningur gerir þér kleift að stýra einni eða fleiri heilsufarsskýrslum, svo sem þeim sem þú býrð til fyrir þig eða fjölskyldumeðlimi þína. Þú getur bætt gögnum í heilsufarsskýrslu eða fjarlægt þau hvenær sem er.

Í Bandaríkjunum úthlutar HealthVault hverri heilsufarsskráningu einstakt netfang hjá HealthVault. Þegar skilaboð berast á það netfang er skilaboðunum og viðhengjum sjálfkrafa bætt við HealthVault-skýrsluna og tilkynningatölvupóstur er sendur til eiganda þeirrar skýrslu. Tölvupóstþjónustan í HealthVault notar „Direct“ en það er samskiptaregla sem er sérhönnuð til samskipta við veitendur heilbrigðisþjónustu. Af þeim sökum er aðeins hægt að senda og taka á móti skeytum frá HealthVault í veitum sem nota kerfi sem notar samskiptaregluna „Direct“. Eigendur geta bætt við skýrslunetföngum eða slökkt á þeim.

Samnýting heilsufarsgagna. Mikilvægur liður í HealthVault er að þar geturðu deilt heilsufarsgögnunum þínum með einstaklingum og þjónustu sem geta hjálpað þér að uppfylla eigin heilsufarsmarkmið. Þú ert sjálfkrafa eigandi allra þeirra skýrslna sem þú býrð til. Eigendur eru með mestan aðgangsrétt að heilsufarsskýrslu. Sem eigandi getur þú deilt gögnum frá heilsufarsskýrslu til annarrar manneskju með því að senda tölvupóstsboð í gegnum HealthVault. Þú getur útlistað hvernig aðgang manneskjan hefur (þ.m.t. eigendaaðgang), hversu lengi aðgangurinn gildir og hvort megi breyta gögnunum í skýrslunni. Þegar þú gefur einhverjum aðgang getur sá hinn sami gefið einhverjum öðrum samskonar aðgang (til dæmis getur einhver sem er með skoðunaraðgang gefið öðrum notanda skoðunaraðgang). Þar sem að óviðeigandi aðgangsleyfi gæti gert einhverjum kleift að brjóta á einkalífi þínu eða jafnvel loka á aðgang þinn að þínum eigin skýrslum, ættir þú að sýna varkárni við að veita aðgang að skýrslunum þínum.

Þú getur kosið að deila ákveðnum gögnum (eða öllum gögnum) í heilsufarsskráningu með annarri þjónustu, þar á meðal þjónustu þriðja aðila sem tekur þátt og þú heimilar. Engin þjónusta hefur aðgang að gögnum þínum í gegnum HealthVault nema notandi með leyfi veiti hann í gegnum HealthVault. HealthVault gerir þér kleift að stýra aðgangi með því að samþykkja eða hafna beiðnum. Fyrir hvern veittan aðgang til þjónustu, velur þú hvaða heilsufarsupplýsingar í heilsufarsskýrslunni á að deila og hvaða aðgerðir hver þjónusta má framkvæma á heilsufarsupplýsingunum.

Þjónusta sem fær aðgang að skýrslu fær fullt nafn tengt við HealthVault reikninginn þinn, gælunafn þeirra skýrslna sem hún fékk aðgang að og tengsl þín við þá skýrslu. Þjónustan mun halda áfram að hafa aðgang í gegnum HealthVault þar til þú afturkallar leyfið. Microsoft getur lokað á aðgang þjónustu að HealthVault ef hún uppfyllir ekki persónuverndarskuldbindingar sínar við Microsoft. Hins vegar stjórnum við hvorki né fylgjumst með þjónustu þriðja aðila, nema til að nota aðgangsheimildirnar sem þú veittir þjónustu þriðja aðila, og persónuverndargjörðir þeirra eru mismunandi.

Skýrslur til þjónustuaðila á sviði heilsugæslu í Bandaríkjunum. Í Bandaríkjunum geta heilbrigðisþjónustuaðilar sem starfa með okkur fengið skýrslur um það hvort upplýsingarnar sem þeir senda til færslu í þjónustu Microsoft Health eru notaðar. Þessi eiginleiki styður við það sem flokkast undir „markvissa notkun“ (e. „meaningful use“) í bandarísku HITECH-lögunum, sem fela í sér hvata fyrir aðila á heilbrigðissviði til að senda sjúklingum afrit af heilsufarsupplýsingum sínum með rafrænum hætti. Veitendur sem taka þátt geta fengið skýrslur sem eru með númer sem veitandinn notar til að auðkenna sjúklinginn innan kerfisins síns, og sýna hvort að notandinn framkvæmdi "virka aðgerð" í HealthVault (en engar upplýsingar um hvaða aðgerð). "Virk aðgerð" telst vera aðgerðir svo sem skoðun, niðurhal eða sending á heilsufarsupplýsingum í gegnum tölvupóst. Þú getur slökkt á skýrslusendingum fyrir skrárnar þínar.

Aðgangur og stýringar. Þú getur skoðað, breytt eða eytt HealthVault-reikningsupplýsingum þínum eða lokað HealthVault-reikningnum þínum hvenær sem er. Aðeins eigendur mega eyða út hlut endanlega. Þegar þú eyðir út heilbrigðisskýrslu er henni eytt hjá öllum notendum sem höfðu aðgang að henni.

Þegar þú lokar HealthVault reikningnum þínum, eyðum við öllum skýrslum sem þú ert eini eigandinn að. Ef þú deilir eigandaaðgangi að skýrslu, getur þú ákveðið hvort eigi að eyða skýrslunni út. Microsoft mun bíða í ákveðinn tíma áður en gögnunum er endanlega eytt til að hjálpa við að koma í veg fyrir fjarlægingu á gögnum þínum fyrir mistök eða í óleyfi.

HealthVault geymir fulla sögu yfir hvern aðgang, breytingu eða eyðingu af hendi notenda og þjónustu, þ.m.t. dagssetningu, aðgerð og nafn manneskjunnar eða þjónustunnar. Eigendur skýrslna geta skoðað sögu þeirra.

Tölvupóstsamskipti. Netfangið sem þú gafst upp þegar þú stofnaðir HealthVault-reikninginn þinn er notað þegar við sendum tölvupóst og óskum eftir staðfestingu á netfanginu, haft með þegar þú sendir boð um aðgang í gegnum HealthVault og notað þegar við sendum þér þjónustutilkynningar, t.d. til að tilkynna í tölvupósti að upplýsingar sem þú getur bætt við HealthVault-færslur séu tiltækar.

HealthVault sendir reglulega fréttabréf til að láta þig vita af nýjustu viðbótunum. HealthVault mun einnig senda þér reglulega tölvupóst sem tekur saman nýlega virkni á reikningnum. Háð tengiliðakostunum þínum, notum við einnig netfangið þitt til að senda þér auglýsingar. Þú getur sagt upp áskrift að þessum tölvupóstum hvenær sem er.

maineuropeanprivacymodule,mainsecurityofpersonaldatamodule,mainwherewestoreandprocessdatamodule,mainourretentionofpersonaldatamodule,mainadvertisingmodule,maincollectionofdatafromchildrenmodule,mainpreviewreleasesmodule,mainchangestothisprivacystatementmodule,mainhowtocontactusmodule mainenterpriseservicesmodule,mainenterprisedevsoftwareappsmodule mainofficeservicesmodule,mainonedrivemodule,mainoutlookmodule,mainskypemodule,mainlinkedinmodule mainbingmodule,maincortanamodule,mainMicrosoftTranslatormodule,mainswiftkeymodule mainactivationmodule,mainactivityhistorymodule,mainadvertisingidmodule,maindiagnosticsmodule,mainfeedbackhubmodule,mainlocationservicesmotionsensingmodule,mainsecurityandsafetyfeaturesmodule, mainspeechinkingtypingmodule, mainsyncsettingsmodule,mainupdateservicesmodule,mainwebbrowsersmodule,mainwi-fisensemodule,mainwindowsappsmodule,mainwindowsmediaplayermodule,mainwindowshellomodule,mainyourphonemodule,mainwindowssearchmodule mainxboxmodule,mainwindowsstoremodule,mainmainmodule,mainmixermodule,maingroovemusicmoviestvmodule,mainsilverlightmodule mainmicrosoftservicelongmodule,mainhealthvaultmodule
mainenterprisedeveloperproductsmodule
Kökur

Flest svæði Microsoft nota „kökur“, en það eru litlar textaskrár sem vefþjónn á léninu sem kom kökunni fyrir á tækinu þínu getur náð í seinna. Við notum kökur til að vista val og stillingar þínar, auðvelda innskráningu, útbúa markauglýsingar og greina aðgerðir á vefsvæðum. Frekari upplýsingar er að finna í hlutanum Kökur og álíka tækni í þessari yfirlýsingu um persónuvernd.

Privacy Shield-rammaáætlun ESB og Bandaríkjanna og Privacy Shield-rammaáætlun Sviss og Bandaríkjanna

Microsoft lýtur reglum Privacy Shield-rammááætlun ESB og Bandaríkjanna og Privacy Shield-rammaáætlun Sviss og Bandaríkjanna. Frekari upplýsingar má finna á frekari upplýsingar um Privacy Shield er að finna á vefsvæði bandaríska viðskiptaráðuneytisins.

Hafa samband

Ef þú hefur áhyggjur af persónuvernd eða vilt leggja fram kvörtun eða spurningu um persónuvernd til yfirmanns eftirlits með persónuvernd eða yfirmanns gagnaverndar ESB hjá Microsoft skaltu hafa samband með því að nota vefeyðublað. Frekari upplýsingar um hvernig má hafa samband við Microsoft, þar á meðal Microsoft Ireland Operations Limited, er að finna í hlutanum Hvernig má hafa samband við okkur í þessari yfirlýsingu um persónuvernd.