Persónuvernd þín er okkur mikilvæg. Þessi yfirlýsing um persónuvernd útskýrir persónugögn sem Microsoft vinnur úr, hvernig Microsoft vinnur úr þeim og í hvaða tilgangi.

Microsoft býður upp á fjölbreytt vöruúrval, þ. á m. netþjónalausnir sem eru notaðar í rekstri fyrirtækja um allan heim, tæki sem eru notuð á heimilum, hugbúnað sem nemendur nota í skólum og þjónustu sem þróunaraðilar nota til að hanna lausnir framtíðarinnar. Þegar vísað er í Microsoft-vörur í þessari yfirlýsingu nær það einnig til Microsoft-þjónustu, vefsvæða, forrita, hugbúnaðar, netþjóna og tækja.

Lestu upplýsingar um viðkomandi vöru í þessar yfirlýsingu um persónuvernd þar sem birtar eru viðeigandi viðbótarupplýsingar. Þessi yfirlýsing gildir um samskipti sem Microsoft hefur við þig og Microsoft-vörur sem koma fram hér að neðan og aðrar Microsoft-vörur þar sem þessi yfirlýsing er birt.

Ungt fólk gæti viljað byrja á síðunni Persónuvernd fyrir ungt fólk. Þessi síða leggur áherslu á upplýsingar sem gætu verið gagnlegar fyrir ung fólk.

Upplýsingar fyrir einstaklinga í Bandaríkjunum er að finna í Tilkynning um gagnavernd í ríkjum Bandaríkjanna og Washington-ríkis Persónuverndarstefna fyrir neytendur á heilbrigðisþjónustu fyrir frekari upplýsingar um vinnslu persónugagna þinna og réttindi þín samkvæmt viðeigandi lögum um gagnavernd í Bandaríkjunum.


Persónugögn sem við söfnumPersónugögn sem við söfnummainpersonaldatawecollect
Samantekt
Allur textinn

Microsoft safnar gögnum frá þér í gegnum samskipti okkar við þig og í gegnum vörur okkar af ýmsum ástæðum sem eru útskýrðar hér að neðan, þ. á m. til að vinna á skilvirkan hátt og veita þér bestu upplifunina af vörum okkar. Þú veitir okkur sum þessara gagna beint, eins og þegar þú stofnar Microsoft-reikning, notar leyfisreikning fyrirtækisins þíns, sendir leitarfyrirspurn í Bing, skráir þig í viðburð á vegum Microsoft, gefur raddskipun í Cortana, hleður skjali upp á OneDrive, skráir þig fyrir Microsoft 365 eða hefur samband við okkur til að fá stuðning. Við fáum eitthvað af þeim með því að safna gögnum um samskipti þín, notkun og upplifun af vörum okkar og samskiptum við okkur.

Við reiðum okkur á margs konar lagalegar ástæður og heimildir (sem stundum eru nefndar „lagalegur grunnur“) til að vinna úr gögnum, þ. á m. með þínu samþykki, samblandi af lögmætum hagsmunum, nauðsyn þess að gera og framfylgja samningum og því að fylgja lagalegum skyldum, af ýmsum ástæðum sem eru útskýrðar hér fyrir neðan.

Við öflum einnig gagna frá þriðju aðilum. Við verjum gögn fá þriðju aðilum í samræmi við það sem fram kemur í þessari yfirlýsingu til viðbótar við allar takmarkanir sem uppruni gagnanna setur. Þessir þriðju aðilar eru mismunandi hverju sinni og þar má nefna:

  • Gagnasala sem selja okkur lýðfræðileg gögn til viðbótar við gögnin sem við söfnum.
  • Þjónustuveitur þar sem efni frá notendum er aðgengilegt öðrum, t.d. umsagnir um fyrirtæki í nágrenninu eða opinberar færslur á samfélagsmiðlum.
  • Samskiptaþjónustur, þ. á m. tölvupóstveitur og netsamfélög, þegar þú veitir okkur aðgangsheimild að gögnunum þínum á þess konar þjónustum eða netkerfum þriðju aðila.
  • Netþjónustur sem auðvelda okkur að ákvarða staðsetningu tækis þíns.
  • Samstarfsaðila sem nota vöruheiti okkar fyrir þjónustu sína eða eru í samstarfi við okkur með markaðssetningu.
  • Þróunaraðila sem búa til upplifanir með eða fyrir vörur Microsoft.
  • Þriðju aðila sem veita upplifuanir með Microsoft-vörum.
  • Heimildir sem eru opnar almenningi, t.d. opin opinber gagnasöfn, fræðileg og viðskiptaleg gagnasöfn og aðrar gagnaheimildir.

Ef þú kemur fram í nafni stofnunar, t.d. fyrirtækis eða skóla sem notar Microsoft-vörur fyrir fyrirtæki og þróunaraðila, skaltu skoða hlutann Vörur fyrir fyrirtæki og þróunaraðila í þessari yfirlýsingu um persónuvernd, til að kynna þér hvernig við vinnum úr gögnunum þínum. Ef þú notar Microsoft-vöru eða Microsoft-reikning frá fyrirtækinu þínu er frekari upplýsingar að finna í hlutunum Vörur frá fyrirtækinu þínu og Microsoft-reikningur.

Þú hefur val þegar kemur að tækninni sem þú notar og gögnunum sem þú deilir. Þú getur hafnað því þegar við biðjum þig um að gefa upp persónugögn. Margar af vörum okkar þurfa á sumum persónugögnum að halda til að geta veitt þér þjónustu. Ef þú velur að gefa ekki upp gögn sem þarf til að starfrækja eða veita þér vöru eða eiginleika geturðu ekki notað þá vöru eða eiginleika. Að sama skapi, í tilfellum þar sem lög krefjast þess að við söfnum persónugögnum eða þar sem við þörfnumst þeirra til að gera eða fara eftir samningi við þig, og þú veitir okkur ekki gögnin, getum við ekki gert samning við þig, eða ef þetta á við um fyrirliggjandi vöru sem þú notar gætum við þurft að loka fyrir hana tímabundið eða alfarið. Við tilkynnum þér um það ef þetta er tilfellið á þeim tíma. Þar sem er valfrjálst að veita gögnin, og þú kýst að deila ekki persónugögnum, munu eiginleikar á borð við sérsnið sem nota gögnin ekki virka fyrir þig.

Það hvaða gögnum við söfnum fer eftir samskiptum þínum við Microsoft og vali þínu (þ.m.t. persónuverndarstillingum), þeim vörum og eiginleikum sem þú notar, staðsetningu þinni og gildandi lögum.

Við kunnum að m.a. að safna eftirfarandi gögnum:

Nafn og samskiptaupplýsingar. For- og eftirnafn þitt, netfang, heimilisfang, símanúmer og aðrar sambærilegar samskiptaupplýsingar.

Skilríki. Aðgangsorð, vísbendingar fyrir aðgangsorð og svipaðar öryggisupplýsingar sem eru notaðar til auðkenningar og til að fá aðgang að reikningum.

Lýðfræðileg gögn. Upplýsingar um þig á borð við aldur, kyn, land og valið tungumál.

Greiðsluupplýsingar. Gögn sem eru nauðsynleg til að ganga frá greiðslu, eins og númer greiðslumátans (til dæmis kreditkortanúmer) og öryggiskóðinn sem tengist greiðslumátanum.

Gögn um áskriftir og leyfi. Upplýsingar um áskriftir þínar, leyfi og önnur réttindi.

Notkun. Upplýsingar um notkun þína á vörum Microsoft. Í sumum tilvikum, til dæmis ef um er að ræða leitarfyrirspurnir, eru þetta gögn sem þú veitir til að geta notfært þér vörurnar. Í öðrum tilvikum, til dæmis ef um er að ræða villuskýrslur, eru þetta gögn sem við búum til. Önnur dæmi um notkunargögn eru til dæmis:

  • Tækja- og notkunargögn. Gögn um tækið þitt og vörur og eiginleika sem þú notar, þ.m.t. upplýsingar um vél- og hugbúnað og afköst varanna, ásamt stillingum þínum. Til dæmis:
    • Greiðslu- og reikningsferill. Gögn um vörurnar sem þú kaupir og aðgerðir í tengslum við reikninginn þinn.
    • Vefferill. Gögn um vefsíður sem þú skoðar.
    • Tæki, tengigeta og grunnstillingagögn. Gögn um tækið þitt, grunnstillingar tækisins og nálæg net. Til dæmis gögn um stýrikerfi og annan hugbúnað sem er uppsettur á tækinu þínu, þar á meðal virkjunarlyklum. Að auki eru það IP-tala, auðkenni tækja (til dæmis IMEI-númer fyrir síma), svæða- og tungumálastillingar og upplýsingar um WLAN-aðgangsstaði nálægt tækinu þínu.
    • Villuskýrslur og gögn um frammistöðu. Gögn um frammistöðu vara og vandamál sem koma upp, ásamt villuskýrslum. Villuskýrslur (stundum kallaðar „hrunskrár“) geta innihaldið nákvæmar upplýsingar um hug- eða vélbúnað sem tengjast villu, innihald skráa sem voru opnaðar þegar villa átti sér stað og gögn um annan hugbúnað í tækinu þínu.
    • Úrræðaleit og hjálpargögn. Gögn sem þú veitir þegar þú óskar eftir aðstoð frá Microsoft, svo sem um vörurnar sem þú notar og aðrar upplýsingar sem auðvelda okkur að veita stuðning. Til dæmis geta þetta verið tengiliða- eða sannvottunargögn, efni spjallskilaboða þinna og annarra samskipta við Microsoft, gögn um ástandið á tækinu þínu og vörurnar sem þú notar sem tengjast fyrirspurn þinni um aðstoð. Það kann að vera fylgst með samskiptum þínum við fulltrúa okkar og þau vistuð þegar þú hefur samband við notendaþjónustu í gegnum síma eða spjallskilaboð.
    • Notkunargögn um yrki. Samskipti við yrki og hæfni sem tiltæk er í gegnum Microsoft-vörur, þar á meðal yrki og hæfni sem veitt er af þriðja aðila.
  • Áhugamál og eftirlæti. Gögn um áhugamál þín og eftirlæti, eins og það hvaða íþróttafélögum þú fylgist með, hvaða forritunarmál þú kýst, hvaða verðbréfum þú fylgist með eða hvaða borgum þú bætir við til að fylgjast með hlutum eins og veðri og umferð. Fyrir utan þau gögn sem þú veitir okkur beint er einnig hægt að álykta um áhugamál þín og eftirlæti eða draga ályktanir út frá öðrum gögnum sem við söfnum.
  • Gögn um notkun efnis. Upplýsingar um hljóð- og myndefni (t.d. sjónvarpsefni, myndbönd, tónlist, hljóð, hljóðbækur, forrit og leiki) sem þú notar í gegnum vörurnar okkar.
  • Leitir og skipanir. Leitarfyrirspurnir og skipanir þegar þú notar Microsoft-vörur með leit eða tengdri skipulagsvirkni, t.d. í samskiptum við spjallyrki.
  • Raddgögn. Raddskrárnar þínar, stundum kallaðar „voice clips“, t.d. leitir, skipanir eða fyrirmæli frá þér, sem geta innihaldið bakgrunnshljóð.
  • Texta-, handskriftar- og innsláttargögn. Texta-, handskriftar- og innsláttargögn og tengdar upplýsingar. Til dæmis söfnum við upplýsingum um staðsetningu handskriftarbúnaðar á tækinu þínu þegar við söfnum handskriftargögnum.
  • Myndir. Myndir og tengdar upplýsingar á borð við lýsigögn myndar. Til dæmis söfnum við myndum sem þú veitir við notkun á Bing-myndaþjónustu.
  • Tengiliðir og tengsl. Gögn um tengiliði þína og tengsl ef þú notar vöru til að deila upplýsingum með öðrum, halda utan um tengiliði, vera í samskiptum við aðra eða til að auka afköst þín.
  • Samfélagsgögn. Upplýsingar um tengsl og samskipti þín við annað fólk og fyrirtæki, á borð við eðli samskiptanna (t.d. hvað þér líkar við og líkar ekki við, viðburði, o.s.frv.) sem tengjast fólki eða fyrirtækjum.
  • Staðsetningargögn. Gögn um staðsetningu þína, sem geta annaðhvort verið nákvæm eða ónákvæm. Við söfnum t.d. staðsetningargögnum með hnattrænu gervihnattaleiðsögukerfi (Global Navigation Satellite System, GNSS) (t.d. GPS) og gögnum um nálæga farsímasenda og Wi-Fi-aðgangsstaði. Einnig er hægt að álykta staðsetningu út frá IP-tölu tækis eða upplýsingum á notandasíðu reiknings sem gefur í skyn grófáætlaða staðsetningu, eins og í hvaða borg eða póstnúmeri þú ert.
  • Önnur inntaksgögn. Önnur inntaksgögn sem eru veitt þegar vörur okkar eru notaðar. Til dæmis gögn á borð við takkana sem eru notaðir á þráðlausu Xbox-fjarstýringunni fyrir Xbox netkerfið, gögn úr hreyfiskynjaranum Kinect og önnur skynjaragögn, eins og fjöldi skrefa sem þú tekur, þegar þú notar tæki með viðeigandi skynjurum. Ef þú notar „Eyðslu“ söfnum við einnig gögnum um fjármálafærslur frá útgefanda kreditkorts til að veita þjónustuna ef þú biður um það. Ef þú kemur á viðburð í verslun söfnum við þeim upplýsingum sem þú veitir okkur þegar þú skráir þig á viðburðinn eða á meðan honum stendur, og ef þú tekur þátt í verðlaunakynningu söfnum við gögnunum sem þú setur á þátttökueyðublaðið.

Efni. Efni í skrám og skilaboðum sem þú slærð inn, hleður upp, tekur á móti, býrð til og stjórnar. Ef þú sendir t.a.m. skrá með Skype til annars Skype-notanda þurfum við að safna efni þeirrar skráar til að birta þér og hinum notandanum hana. Ef þú færð tölvupóst í gegnum Outlook.com, þurfum við að safna efni tölvupóstsins til að geta sent hann í innhólfið þitt, sýnt þér hann, gera þér kleift að svara honum og geyma hann fyrir þig þar til þú velur að eyða honum. Annað efni sem við söfnum þegar við veitum þér vörur eru:

  • Samskiptaefni, þar með talið hljóðefni, myndefni og texti (ritaður, skrifaður, lesinn fyrir eða á annan hátt), í skilaboðum, tölvupósti, símtölum, fundarbeiðnum eða spjalli.
  • Ljósmyndir, myndir, lög, kvikmyndir, hugbúnað og annars konar miðla eða skjöl sem þú geymir, sækir eða á annan hátt vinnur með í gegnum skýið.

Myndskeið eða upptökur. Upptökur af viðburðum og starfsemi í húsakynnum Microsoft, í verslunum þess og á öðrum staðsetningum. Ef þú kemur í verslun Microsoft Store eða annað húsnæði okkar eða sækir viðburð á vegum Microsoft sem er tekinn upp kunnum við að vinna úr mynd- og raddgögnum þínum.

Athugasemdir og einkunnir. Upplýsingar sem þú veitir okkur og efni þeirra skilaboða sem þú sendir okkur svo sem athugasemdir, gögn úr könnunum og umsagnir um vörur sem þú skrifar.

Umferðargögn. Gögn sem verða til við notkun á samskiptaþjónustu Microsoft. Umferðargögn gefa til kynna við hvern þú hefur átt samskipti og hvenær samskiptin áttu sér stað. Við munum einungis vinna úr umferðargögnunum þínum til að veita, viðhalda og bæta samskiptaþjónustuna okkar og er það gert með þínu samþykki.

Kaflar hér að neðan sem fjalla sérstaklega um tilteknar vörur lýsa gagnasöfnun sem tengist viðkomandi vörum.

Hvernig við notum persónugögnHvernig við notum persónugögnmainhowweusepersonaldatamodule
Samantekt
Allur textinn

Microsoft notar gögnin sem söfnuð eru til að veita fjölbreytta og gagnvirka upplifun. Einkum notum við gögn til að:

  • Veita vörur okkar, sem felur í sér uppfærslur, öryggi og úrræðaleit, ásamt því að veita stuðning. Slíkt felur einnig í sér að deila nauðsynlegum gögnum til að veita þjónustu eða framkvæma færslur sem þú óskar eftir.
  • Bæta og þróa vörur okkar.
  • Sérsníða vörur okkar og koma með uppástungur.
  • Beina til þín auglýsingum, sem felur í sér að senda kynningarefni, markauglýsingar og kynna fyrir þér viðeigandi tilboð.

Við notum gögnin einnig við rekstur fyrirtækis okkar, sem felur í sér að greina afköst okkar, uppfylla lagalegar skyldur, stuðla að þróun starfsfólks í starfi og vinna rannsóknarvinnu.

Af þessum ástæðum sameinum við gögn sem við söfnum úr ólíkum áttum (til dæmis um notkun þína á tveimur Microsoft-vörum). Cortana kann til dæmis að nota upplýsingar úr dagbókinni þinni til að stinga upp á aðgerðaatriðum í ábendingartölvupósti, og Microsoft Store notar upplýsingar um forritin og þjónustuna sem þú notar til að búa til sérsniðnar ráðleggingar um forrit. Samt sem áður höfum við bætt við tæknilegri og aðferðarlegri vernd sem er hönnuð til að koma í veg fyrir ákveðna samsetningu gagna þar sem þess er krafist af lögum. Til dæmis, þar sem þess er krafist af lögum, geymum við gögn sem við söfnum frá þér þegar þú ert ósannvottuð/ósannvottaður (ekki skráð(ur) inn) aðskilin frá öllum reikningsupplýsingum sem auðkenna þig með beinum hætti, eins og nafn þitt, netfang eða símanúmer.

Við vinnslu á persónuupplýsingum í þessum tilgangi eru bæði notaðir sjálfvirkir vinnsluferlar og handvirk vinnsla (með mannshönd). Sjálfvirkir vinnsluferlar okkar tengjast oft og eru studdir af handvirkri vinnslu. Til dæmis, til að búa til, þjálfa og bæta nákvæmni sjálfvirkra vinnsluferla okkar (þ.m.t. gervigreindar) berum við sumar af spánum og ályktununum sem verða til í sjálfvirku aðferðunum saman við undirliggjandi gögn sem spárnar og ályktanirnar voru búnar til úr. Til dæmis, með þínu leyfi og í þeim tilgangi að bæta talgreiningatækni okkar, skoðum við handvirkt búta af raddgögnum sem við höfum gert ópersónugreinanleg. Þessi handvirka yfirferð getur verið unnin af starfsfólki Microsoft eða öðrum sem vinna fyrir Microsoft.

Þegar við vinnum úr persónugögnum þínum gerum við það með þínu samþykki og/eða eins og þarf til að útvega vörurnar sem þú notar, starfrækja fyrirtæki okkar, uppfylla lagalegar og samningsbundnar skuldbindingar okkar, vernda öryggi kerfa og viðskiptavina okkar eða til að fullnægja lögmætum hagsmunum Microsoft eins og lýst er í þessum hluta og hlutanum Ástæður fyrir deilingu persónuupplýsinga í þessari yfirlýsingu um persónuvernd. Þegar við flytjum persónuupplýsingar frá Evrópska efnahagssvæðinu gerum við það í samræmi við ýmis lagaskilyrði, eins og lýst er í hlutanum Hvar við geymum og vinnum úr persónugögnum í þessari yfirlýsingu um persónuvernd.

Meira um tilgang vinnslunnar:

  • Bjóða upp á vörurnar okkar. Við notum gögn til að nota vörurnar okkar og veita þér fjölbreytta og gagnvirka upplifun. Til dæmis ef þú notar OneDrive vinnum við úr skjölunum sem þú hleður upp á OneDrive til að gera þér kleift að sækja, eyða, breyta, framsenda eða vinna úr þeim með öðrum hætti samkvæmt þinni skipun sem hluti af þjónustunni. Eða til dæmis ef þú slærð inn leitarfyrirspurn í Bing-leitarvélinni notum við fyrirspurnina til að sýna þér leitarniðurstöður. Þar að auki, þar sem ýmsar vörur, forrit og aðgerðir fela í sér samskiptaeiginleika, notum við gögn til að hafa samband við þig. Til dæmis kunnum við að hafa samband í síma eða með tölvupósti eða á annan hátt til að láta þig vita hvenær áskrift rennur út eða til að ræða við þig um leyfisreikninginn þinn. Við höfum einnig samskipti við þig til að gera vörur okkar öruggar, til dæmis með því að láta þig vita þegar uppfærslur á vörum eru tiltækar.
  • Endurbætur á vörum. Við notum gögn til að þróa vörur okkar, þ.m.t. til að bæta við nýjum eiginleikum eða valmöguleikum. Til að mynda notum við skýrslur til að bæta öryggiseiginleika, leitarfyrirspurnir og smelli í Bing til að bæta vægi leitarniðurstaðna, notkunargögn til að ákvarða hvaða eiginleika við eigum að leggja mesta áherslu á og raddgögn til að auka nákvæmni talgreiningar.
  • Sérsnið. Margar vörur fela í sér sérsniðna eiginleika á borð við uppástungur sem auka afköst og ánægju þína. Þessir eiginleikar nota sjálfvirka ferla til að sérsníða vöruupplifun þína á grundvelli upplýsinga sem við höfum um þig, til dæmis ályktanir sem við drögum um þig og notkun þína á vörunni, aðgerðir, áhugamál og staðsetningu. Til dæmis, í samræmi við stillingar þínar, ef þú straumspilar kvikmyndir í vafra á Windows-tæki sérðu mögulega ábendingu um forrit í Microsoft Store sem býður upp á betri straumspilun. Ef þú átt Microsoft-reikning getum við samstillt stillingar þínar á nokkrum tækjum með þínu leyfi. Margar vörur okkar bjóða upp á stjórnun til að slökkva á sérsniðnum eiginleikum.
  • Vara virkjuð. Við notum gögn á borð við gerð tækis og forrits, staðsetningu og einkvæm auðkenni fyrir tæki, forrit, net og áskrift til að virkja vörur þar sem þörf er á virkjun.
  • Vöruþróun. Við notum gögn til að þróa nýjar vörur. Til dæmis notum við gögn, sem oft eru ópersónugreinanleg, til að skilja betur þarfir viðskiptavina hvað varðar afköst og tölvuvinnslu, sem getur þá haft áhrif á þróun á nýjum vörum.
  • Þjónustuver. Við notum gögn til að leita úrræða og greina vandamál tengd vörum, gera við tæki viðskiptavina og veita aðra þjónustu og stuðning, þ.m.t. til að auðvelda okkur að veita, bæta og tryggja gæði vara okkar, þjónustu og þjálfunar, og til að rannsaka öryggisatvik. Gögn úr upptökum af símtölum gætu einnig verið nýtt til að sannvotta eða auðkenna þig út frá rödd þinni til að gera Microsoft kleift að veita stuðningsþjónustu og rannsaka öryggisatvik.
  • Hjálpa til við vörn og úrræðaleit. Við notum gögn til að hjálpa til við að verja vörurnar okkar og bera kennsl á vandamál tengd þeim. Þetta felur í sér að nota gögn til að tryggja öryggi vara okkar og viðskiptavina, bera kennsl á spilliforrit og skaðlega virkni, gera úrræðaleit fyrir vandamál sem tengjast afköstum og samhæfi til að hjálpa viðskiptavinum að fá sem mest út úr upplifun sinni og tilkynna viðskiptavinum um uppfærslur á vörum okkar. Þetta gæti meðal annars falið í sér að nota sjálfvirk kerfi til að bera kennsl á öryggisvandamál.
  • Öryggi. Við notum gögn til að tryggja öryggi vara okkar og viðskiptavina. Öryggiseiginleikar og -vörur frá okkur geta slökkt á spilliforritum og birt notendum tilkynningar um að spilliforrit hafi fundist í tækjunum þeirra. Sem dæmi skanna sumar vörurnar okkar, svo sem Outlook.com eða OneDrive, efni kerfisbundið og á sjálfvirkan hátt til að finna ruslpóst, vírusa, hættulegar aðgerðir eða vefslóðir sem hafa verið merktar sem svik eða tenglar í vefveiðar eða spilliforrit og við kunnum að koma í veg fyrir samskipti eða fjarlægja efni ef það brýtur í bága við skilmála okkar. Í samræmi við reglugerðir Evrópusambandsins (ESB) 2021/1232 höfum við framkallað undanþágu frá þeirri reglugerð frá greinum 5(1) og 6(1) í tilskipun Evrópusambandsins 2002/58/EC. Við notum skönnunartækni til að búa til stafrænar undirritanir (þekktar sem “tæti” ) ákveðinna mynda og myndbandsefnis í kerfum okkar. Þessi tækni ber svo tæti sem þau mynda með tæti af tilkynntum myndum af kynferðislegri misnotkun á börnum og misnotkun (þekkt sem “tætisett” ), í ferli sem kallast “tætisamsvörun”. Microsoft fær t tæti frá fyrirtækjum sem bregðast við almannahagsmunum gegn misnotkun á börnum. Þetta getur leitt til þess að upplýsingum sé deilt með upplýsingamiðstöðinni fyrir börn sem vantar og þau sem eru misnotað (NCMEC) og löggæsluyfirvöldum.
  • Uppfærslur. Við notum gögn sem við söfnum til að þróa uppfærslur og öryggislagfæringar á vörum. Til dæmis kunnum við að nota upplýsingar um getu tækis þíns, t.d. laust minni, til að veita þér uppfærslu eða öryggislagfæringu á hugbúnaði. Uppfærslum og lagfæringum er ætlað að hámarka upplifun þína af vörum okkar, hjálpa þér að tryggja persónuvernd og öryggi gagnanna þinna, veita þér nýja eiginleika og meta hvort tækið þitt sé tilbúið til að vinna úr slíkum uppfærslum.
  • Kynningarefni. Við notum gögn sem við söfnum til að senda kynningarefni. Þú getur skráð þig í tölvupóstáskriftir og valið hvort þú vilt fá kynningarefni frá Microsoft sent með tölvupósti, SMS, pósti eða í síma. Upplýsingar um stjórnun samskiptaupplýsinga, tölvupóstáskrifta og kynningarsamskipta er að finna í hlutanum Aðgangur og stjórnun persónugagna í þessari yfirlýsingu um persónuvernd.
  • Viðeigandi tilboð. Microsoft notar gögn til að veita þér viðeigandi og nytsamlegar upplýsingar sem tengjast vörum okkar. Við greinum gögn frá ýmsum uppsprettum til að geta okkur til um þær upplýsingar sem eiga meira við og vekja mestan áhuga hjá þér og við afhendum þér slíkar upplýsingar með ýmsum leiðum. Til dæmis kunnum við að geta okkur til um áhuga þinn á tölvuleikjum og höfum þá samband við þig út af nýjum leikjum sem þú gætir haft áhuga á.
  • Auglýsingar. Microsoft notar ekki það sem þú segir í tölvupósti, spjalli við annað fólk, myndsímtölum eða talhólfsskilaboðum né skjöl, ljósmyndir eða aðrar persónulegar skrár til að beina auglýsingum að þér. Við notum gögn sem við söfnum í gegnum samskipti okkar við þig, í gegnum sumar af vörum okkar, þjónustu, forrit og vefeiginleika (Microsoft-eiginleika) og vefeiginleika þriðju aðila, fyrir auglýsingar á Microsoft-eiginleikum okkar og vefeiginleikum þriðju aðila. Við kunnum að nota sjálfvirka ferla svo auglýsingarnar eigi betur við þig. Frekari upplýsingar um hvernig gögn þín eru notuð í auglýsingatilgangi er að finna í Auglýsingar-hlutanum í yfirlýsingunni um persónuvernd.
  • Verðlaunakynningar og viðburðir. Við notum gögnin þín til að stjórna verðlaunakynningum og viðburðum í raunverslunum Microsoft. Ef þú skráir þig til dæmis á verðlaunakynningu gætum við notað gögnin þín til að velja sigurvegara og gefa þér verðlaunin ef þú vinnur. Eða ef þú skráir þig á kóðunarnámskeið eða leikjaviðburð munum við bæta nafninu þínu á lista yfir væntanlega þátttakendur.
  • Færsluviðskipti. Við notum gögn til framkvæma færslur á milli þín og okkar. Til dæmis vinnum við úr greiðsluupplýsingum til að veita viðskiptavinum áskrift að vörum og notum samskiptaupplýsingar til að afhenda vörur sem eru keyptar í Microsoft Store.
  • Skýrslugerð og viðskiptaaðgerðir. Við notum gögn til að greina starfsemi okkar og nota viðskiptagreind. Þetta gerir okkur kleift að taka upplýstar ákvarðanir og gera skýrslur um frammistöðu fyrirtækisins.
  • Vörn á réttindum og eignum. Við notum gögn til að bera kennsl á og koma í veg fyrir svik, leysa úr ágreiningi, framfylgja samningum og vernda eignir okkar. Til dæmis notum við gögn til að staðfesta gildistíma hugbúnaðarleyfa til að draga úr ólöglegri notkun. Við notum sjálfvirka ferla til að bera kennsl á og koma í veg fyrir athæfi sem brýtur gegn réttindum okkar og annarra, t.d. svik.
  • Lagafylgni. Við vinnum úr gögnum til að fara eftir lögum. Við notum t.d. aldur viðskiptavina okkar til aðstoðar við að uppfylla skyldur okkar varðandi verndun á friðhelgi barna. Við vinnum einnig úr samskipta- og innskráningarupplýsingum til að auðvelda viðskiptavinum að nýta rétt sinn á gagnavernd.
  • Rannsóknir. Með viðeigandi tæknilegum og skipulagslegum ráðstöfunum til að vernda réttindi og frelsi einstaklinga notum við gögn til að gera rannsóknir, þ. á m. í þágu almannahagsmuna og í vísindalegum tilgangi.
Ástæður fyrir deilingu persónugagnaÁstæður fyrir deilingu persónugagnamainreasonswesharepersonaldatamodule
Samantekt
Allur textinn

Við deilum persónugögnunum þínum með þínu leyfi eða eins og nauðsynlegt er til að ljúka færslu eða veita einhverja vöru sem þú hefur beðið um eða samþykkt. Til dæmis deilum við efni þínu með þriðja aðila þegar þú segir okkur að gera það, eins og þegar þú sendir tölvupóst til vinar, deilir ljósmyndum og skjölum á OneDrive eða tengir reikninga við aðra þjónustu. Ef þú notar Microsoft-vöru sem stofnun sem þú tengist hefur útvegað þér, t.d. vinnuveitandi eða skóli, eða notar netfang sem slík stofnun hefur útvegað þér til að fá aðgang að Microsoft-vörum, deilum við vissum gögnum, t.d. samskipta- og greiningargögnum til að stofnunin þín geti haft umsjón með vörunum. Þegar þú gefur upp greiðsluupplýsingar til að ganga frá kaupum munum við deila greiðsluupplýsingum með bönkum og öðrum einingum sem vinna úr greiðslufærslunum eða veita aðra fjármálaþjónustu og til að koma í veg fyrir svik og greiðslufallsáhættu. Að auki, þegar þú vistar greiðslumáta (eins og kort) á reikninginn þinn sem þú og aðrir reikningshafar Microsoft nota til að greiða með frá Microsoft eða samstarfsaðilum þess gæti kvittunum þínum verið deilt með öllum öðrum sem nota og hafa aðgang að sama greiðslumáta til að gera kaup frá Microsoft, þ.m.t. nafni á reikningshafa greiðslumátans. Þegar þú leyfir vöktunartilkynningar fyrir vörur eða forrit Microsoft á tæki sem ekki er með Windows mun stýrikerfi tækisins vinna úr sumum persónuupplýsingum til að bjóða upp á vöktunartilkynningar. Þar af leiðandi getur Microsoft sent gögn til tilkynningarveitu utanaðkomandi þriðja aðila til að senda vöktunartilkynningar. Þjónustur vöktunartilkynninga í tækinu þínu heyra undir eigin þjónustuskilmála og persónuverndaryfirlýsingar.

Þar að auki deilum við persónugögnum til hlutdeildarfélaga og dótturfélaga Microsoft. Við deilum einnig persónugögnum með sölumönnum eða fulltrúum sem vinna fyrir okkur í þeim tilgangi sem lýst er í þessari yfirlýsingu. Til dæmis kunna fyrirtæki sem við höfum ráðið til að veita stuðningsþjónustu við viðskiptavini eða aðstoða við verndun og öryggi í kerfum okkar og þjónustu að þurfa aðgang að persónugögnum til að veita þessa virkni. Í slíkum tilfellum verða fyrirtækin að fara eftir gagnaleynd okkar og öryggiskröfum og þau hafa ekki heimild til að nota persónugögnin sem þau fá frá okkur í neinum öðrum tilgangi. Við kunnum einnig að gefa upp persónugögn sem hluta af fyrirtækjafærslu, eins og samruna eða sölu á eignum.

Að lokum skal tekið fram að við munum geyma, opna, flytja, láta af hendi og varðveita persónugögn þín, þ.m.t. einkaefni þitt (t.d. efni í tölvupóstum þínum á Outlook.com eða skrár í einkamöppum á OneDrive), þegar við teljum í góðri trú að það sé nauðsynlegt í eftirfarandi tilgangi:

  • Hlíta viðeigandi lögum eða bregðast við gildum málarekstri, þar á meðal af hálfu lögreglunnar eða annarra stjórnvalda.
  • Verja viðskiptavini okkar, til dæmis til að koma í veg fyrir ruslpóst eða tilraunir til að svíkja notendur vara okkar eða til að koma í veg fyrir manntjón eða alvarleg meiðsli á fólki.
  • Stýra og viðhalda öryggi í vörum okkar, þ.m.t. til að koma í veg fyrir eða stöðva árás á tölvukerfi okkar eða samskiptakerfi.
  • Verja réttindi eða eignir Microsoft, þ.m.t. til að framfylgja þeim skilmálum sem gilda um þjónustuna – en ef við fáum hins vegar upplýsingar sem benda til þess að einhver noti þjónustu okkar til viðskipta með stolin hugverk eða efnislegar eignir Microsoft munum við ekki kanna einkaefni viðskiptavinar upp á eigin spýtur heldur vísa málinu hugsanlega til lögreglu.

Frekari upplýsingar um það hvaða gögn við látum af hendi samkvæmt beiðni frá lögreglu og öðrum opinberum aðilum er að finna í Skýrsla um beiðnir frá lögregluyfirvöldum.

Athugaðu að stundum er í vörum okkar að finna tengla eða annan aðgang að vörum frá þriðju aðilum þar sem starfshættir í tengslum við persónuvernd eru aðrir en hjá Microsoft. Ef þú gefur upp persónugögn í slíkum vörum gildir persónuverndarstefna viðkomandi aðila um gögnin þín.

Aðgangur og stjórnun persónugagnaAðgangur og stjórnun persónugagnamainhowtoaccesscontrolyourdatamodule
Samantekt
Allur textinn

Þú getur líka valið hvaða gögnum Microsoft safnar og hvernig þau eru notuð. Þú getur stjórnað þeim persónugögnum sem Microsoft hefur yfir að ráða og nýtt rétt þinn á gagnavernd með því að hafa samband við Microsoft eða nota ýmis verkfæri sem Microsoft býður upp á. Í sumum tilvikum er aðgangur eða stjórn á persónugögnum takmarkaður eins og lög mæla fyrir um eða leyfa. Það hvernig þú opnar eða stýrir persónugögnum þínum fer einnig eftir því hvaða vörur þú notar. Þú getur til dæmis:

  • Stjórnaðu notkun á gögnunum þínum fyrir sérsniðnar auglýsingar frá Microsoft með því að fara á afþökkunarsíða.
  • Veldu hvort þú vilt fá kynningar í tölvupósti, SMS-skilaboðum, símtölum eða bréfpósti frá Microsoft.
  • Fáðu aðgang að gögnunum þínum og hreinsaðu hluta af þeim í gegnum Persónuverndaryfirlit Microsoft.

Verkfærin hér á undan nýtast hugsanlega ekki til að fá aðgang að eða stjórna öllum persónugögnum sem Microsoft vinnur úr. Ef þú vilt opna eða hafa stjórn á persónugögnum sem Microsoft safnar og þau eru ekki aðgengileg með því að nota verkfærin hér á undan né beint í gegnum Microsoft-vörurnar sem þú notar, áttu þess alltaf kost að hafa samband við Microsoft í heimilisfangið sem kemur fram í hlutanum Hvernig má hafa samband við okkur eða nota vefeyðublað.

Við leggjum fram heildstæða tölfræði um beiðnir sem notendur senda inn í því skyni að nýta réttindi sín um gagnavernd gegnum Persónuverndarskýrsla Microsoft.

Þú getur opnað og stjórnað persónugögnum þínum sem Microsoft hefur safnað með verkfærum sem Microsoft lætur þér í té og lýst er hér að neðan, eða með því að hafa samband við Microsoft. Til dæmis:

  • Ef Microsoft fékk samþykki frá þér til að nota persónugögn þín getur þú afturkallað samþykkið hvenær sem er.
  • Þú getur óskað eftir aðgangi að, eyðingu á og uppfærslum á persónugögnum þínum.
  • Ef þú vilt flytja gögnin þín annað getur þú gert það með verkfærum sem Microsoft býður upp, eða ef það er ekki í boði, getur þú haft samband við Microsoft til að fá aðstoð.

Þú getur einnig mótmælt eða takmarkað notkun Microsoft á persónugögnum þínum. Til dæmis getur þú mótmælt hvenær sem er notkun okkar á persónugögnum þínum:

  • Til beinnar markaðssetningar.
  • Þar sem við erum að sinna verki vegna almannahagsmuna eða framfylgja lögmætum hagsmunum okkar eða þriðja aðila.

Það kann að vera að þú hafir þessi réttindi samkvæmt gildandi lögum, þ.m.t. almennri persónuverndarreglugerð ESB, en við bjóðum upp á þau óháð staðsetningu þinni. Í sumum tilvikum er aðgangur eða stjórn á persónugögnum takmarkaður eins og lög mæla fyrir um eða leyfa.

Ef stofnunin þín, t.d. vinnuveitandi þinn, skóli eða þjónustuveita, veitir þér aðgang að og stjórnar notkun þinni á vörum Microsoft skaltu hafa samband við stofnunina til að fá frekari upplýsingar um hvernig skal fá aðgang að og stjórna persónugögnum þínum.

Þú getur fengið aðgang að og stjórnað persónugögnum þínum sem Microsoft hefur yfir að ráða og nýtt rétt þinn á gagnavernd með því að nota ýmis verkfæri sem við bjóðum upp á. Verkfærin sem nýtast þér best fara eftir samskiptum okkar við þig og notkun þinni á vörum okkar. Hér er almennur listi yfir verkfæri sem við veitum til að hjálpa þér að stjórna persónugögnum þínum. Ákveðnar vörur kunna að veita viðbótarstýringar.

  • Bing. Ef þú ert skráð(ur) inn á Bing getur þú skoðað og hreinsað vistaðan spjallferilinn þinn í persónuverndaryfirlitinu. Ef þú ert ekki skráð(ur) inn á Bing getur þú skoðað og hreinsað leitarferilinn sem tengist tækinu þínu í Bing-stillingar.
  • Cortana. Þú getur stýrt hluta þeirra gagna sem Cortana notar eða geymir í Stillingar Cortana.
  • Microsoft-reikningnum. Ef þú vilt opna, breyta eða fjarlægja notandaupplýsingar og greiðsluupplýsingar á Microsoft-reikningnum þínum skaltu breyta aðgangsorðinu, bæta við öryggisupplýsingum eða loka reikningnum. Þetta geturðu gert það með því að fara á Vefsvæði Microsoft-reikningsins.
  • Ef þú ert með opinbera notandasíðu hjá Microsoft Developer Network (MSDN) geturðu skoðað og breytt upplýsingunum þínum með því að skrá þig inn á MSDN-spjallsvæði.
  • Persónuverndaryfirlit Microsoft. Þú getur stjórnað gögnum sem Microsoft vinnur úr með því að nota Microsoft-reikninginn þinn á Persónuverndaryfirlit Microsoft. Þar er til að mynda hægt að skoða og hreinsa gögn um vefskoðun, leit og staðsetningar sem tengjast Microsoft-reikningnum þínum.
  • Netverslun Microsoft.Þú getur opnað notandaupplýsingar og reikningsupplýsingar þínar fyrir Microsoft Store með því að opna Microsoft Store og smella á Skoða reikning eða Pantanaferill.
  • Microsoft Teams til einkanota. Þú getur fundið út hvernig á að flytja út eða eyða gögnum Teams sem tengjast persónulegum Microsoft-reikningi þínum með því að heimsækja þetta síða.
  • OneDrive. Þú getur skoðað, sótt og eytt skrám og myndum á OneDrive með því að skrá þig inn á OneDrive.
  • Outlook.com. Þú getur sótt tölvupóstinn þinn í Outlook.com með því að skrá þig inn á reikninginn þinn og fara í stillingar fyrir Persónuvernd og gögn.
  • Skype. Ef þú vilt fá aðgang að, breyta eða fjarlægja einhverjar notanda- og greiðsluupplýsingar á Skype eða breyta aðgangsorðinu, skráðu þig inn á reikninginn þinn. Þú getur ef þú vilt flutt út spjallferil Skype og skrár sem hefur verið deilt á Skype óska eftir afriti.
  • Þjónustumiðstöð fyrir fjöldaleyfi. Ef þú ert viðskiptavinur með fjöldaleyfi, getur þú stjórnað samskiptaupplýsingum og áskriftum þínum og leyfisgögnum á einum stað með því að fara á Vefsvæði þjónustumiðstöðvar fyrir fjöldaleyfi.
  • Xbox-forritið. Ef þú notar Xbox netkerfið eða Xbox.com geturðu skoðað eða breytt persónugögnunum þínum, þ.m.t. greiðslu- og reikningsupplýsingum, persónuverndarstillingum, öryggisstillingum á netinu og stillingum fyrir deilingu gagna með því að opna Mitt Xbox í Xbox-leikjatölvunni eða á vefsvæðinu Xbox.com.

Verkfærin hér á undan nýtast hugsanlega ekki til að fá aðgang að eða stjórna öllum persónugögnum sem Microsoft vinnur úr. Ef þú vilt opna eða hafa stjórn á persónugögnum sem Microsoft safnar og þau eru ekki aðgengileg með því að nota verkfærin hér á undan né beint í gegnum Microsoft-vörurnar sem þú notar, áttu þess alltaf kost að hafa samband við Microsoft í heimilisfangið sem kemur fram í hlutanum Hvernig á að hafa samband við okkur eða nota vefeyðublað. Við munum svara fyrirspurnum um stjórnun á persónugögnum þínum eins og lög mæla fyrir um.

Samskiptaforstillingar þínar

Þú getur valið hvort þú vilt fá sent kynningarefni frá Microsoft í tölvupósti, smáskilaboðum, pósti eða síma. Ef þú færð kynningartölvupóst eða smáskilaboð frá okkur og vilt segja þig úr áskrift geturðu gert það með því að fylgja leiðbeiningunum í skilaboðunum. Þú getur einnig valið hvort þú færð kynningarefni í tölvupósti, símleiðis eða með bréfpósti með því að skrá þig inn á Microsoft-reikninginn þinn og skoða samskiptaheimildir þar sem þú getur uppfært samskiptaupplýsingarnar þínar, valið stillingar fyrir öll samskipti Microsoft við þig, afþakkað tölvupóstáskriftir og valið hvort deila megi samskiptaupplýsingunum þínum með samstarfsaðilum Microsoft. Ef þú ert ekki með eigin Microsoft-reikning geturðu valið kjörstillingar fyrir Microsoft-tölvupóst með því að nota þetta vefeyðublað. Þessir valkostir eiga ekki við um skilyrt þjónustusamskipti sem eru hluti af tiltekinni Microsoft-vöru, -forritum, aðgerðum eða sem fjalla um kannanir eða önnur upplýsingasamskipti sem hafa sína eigin aðferð til uppsagnar.

Auglýsingavalkostir þínir

Til að afþakka sérsniðnar auglýsingar frá Microsoft skaltu fara á afþökkunarsíðu. Þegar þú afþakkar er kjörstilling þín vistuð í köku sem gildir aðeins fyrir vafrann sem þú ert að nota. Úrsagnarkakan er með fyrningardagsetningu upp á fimm ár. Ef þú eyðir kökum úr tækinu þínu þarftu að afþakka aftur.

Þú getur einnig tengt upplýsingar um val þitt við Microsoft-reikninginn þinn. Það verður notað í öllum tækjum þar sem þú notar þann reikning og mun halda áfram að vera notað þangað til einhver skráir sig inn með öðrum Microsoft-reikningi í því tæki. Ef þú eyðir kökum úr tækinu þínu þarftu að skrá þig aftur inn til að stillingarnar taki gildi.

Hvað varðar auglýsingar sem eru undir stjórn Microsoft og birtast í forritum í Windows geturðu notað afþökkunina sem þegar er tengd við þinn eigin Microsoft-reikning eða afþakkað áhugabundnar auglýsingar með því að slökkva á auglýsingaauðkenninu í stillingum Windows.

Þar sem gögnin sem eru notuð fyrir áhugabundnar auglýsingar eru einnig notuð í öðrum nauðsynlegum tilgangi (þar með talið til að veita vörur okkar, til greiningar og uppljóstrunar á svikum) stöðvar það að afþakka áhugabundnar auglýsingar ekki þessa gagnasöfnun. Þú munt halda áfram að fá auglýsingar þó að þær kunni að eiga minna erindi til þín.

Hægt er að afþakka áhugabundnar auglýsingar frá þriðju aðilum á heimasíðu viðkomandi aðila (sjá hér að ofan).

Vafrastýringar

Þegar þú notar vafra getur þú stjórnað persónugögnum þínum með því að nota ákveðna eiginleika. Dæmi:

  • Kökustýringar. Þú getur stjórnað gögnunum sem kökur geyma og dregið samþykki fyrir kökum til baka með því að nota þá stjórnun á kökum í vafra sem er lýst í hlutanum Kökur í þessari yfirlýsingu um persónuvernd.
  • Rakningarvörn. Þú getur stýrt því hvaða gögnum vefsvæði þriðju aðila geta safnað um þig með rakningarvörn í Internet Explorer (útgáfum 9 og síðari) og Microsoft Edge. Þessi eiginleiki lokar fyrir efni frá þriðja aðila, þ.m.t. kökur, á öllum svæðum sem þú hefur bætt á listann þinn yfir rakningarvörn.
  • Vafrastýringar fyrir „Ekki fylgjast með mér“. Í sumum vöfrum er að finna eiginleikann „Ekki fylgjast með mér“ sem getur sent vefsvæðum sem þú heimsækir merki um að þú viljir ekki láta fylgjast með þér. Þar sem enn er ekki almennt samkomulag um hvernig á að túlka merkið „Ekki fylgjast með mér“ svarar þjónusta frá Microsoft ekki þessum merkjum frá vöfrum eins og er. Við höldum áfram samstarfi við netþjónustugreinarnar til að skilgreina almennt samkomulag um hvernig fara eigi með DNT-merki. Í millitíðinni er hægt að nota ýmis önnur verkfæri sem við veitum til að stýra gagnasöfnun og gagnanotkun, þar með talið valkosturinn að segja sig úr móttöku á auglýsingum byggðum á áhugamálum frá Microsoft eins og lýst er hér að ofan.
Kökur og álíka tækniKökur og álíka tæknimaincookiessimilartechnologiesmodule
Samantekt
Allur textinn

Kökur eru litlar textaskrár sem eru settar á tækið þitt til að geyma gögn sem vefþjónn lénsins sem kom kökunni fyrir getur náð í seinna. Þessi gögn samanstanda oft af streng af tölum og bókstöfum sem auðkennir tölvuna þína á einkvæman hátt, en hann getur einnig innihaldið aðrar upplýsingar. Sumum kökum er komið fyrir af þriðju aðilum sem starfa fyrir okkar hönd. Við notum kökur og svipaða tækni til að geyma og virða val þitt og stillingar, gera þér kleift að skrá þig inn, birta þér áhugabundnar auglýsingar, berjast gegn svikum, greina frammistöðu varanna okkar og í öðrum lögmætum tilgangi. Microsoft-forrit nota viðbótarauðkenni, eins og t.d. auglýsingaauðkennið í Windows, og mörg vefsvæði og forrit á okkar vegum innihalda einnig vefvita eða álíka tækni eins og lýst er hér á eftir.

Notkun okkar á kökum og álíka tækni

Microsoft notar kökur og svipaða tækni í ýmsum tilgangi, með hliðsjón af samhenginu og vörunni, þar á meðal:

  • Til að vista kjörstillingar þínar. Við notum kökur til að vista val þitt og stillingar á tækinu og til að bæta upplifun þína. Ef þú slærð til dæmis inn borgina þína eða póstnúmer til að fá staðbundnar fréttir eða veðurfréttir á vefsvæði Microsoft, eftir því hverjar stillingar þínar eru, geymum við þau gögn í köku til þess að geta birt þér viðeigandi staðbundnar upplýsingar þegar þú heimsækir vefsvæðið aftur síðar. Vistun á vali þínu með kökum, t.d. kjörtungumáli, kemur í veg fyrir að þú þurfir endurtekið að stilla val þitt. Ef þú afþakkar áhugabundnar auglýsingar vistum við þá kjörstillingu þína í köku á tækinu. Að sama skapi geymum við valið þitt í köku þegar við biðjum þig um að samþykki fyrir vistun á kökum í tækinu þínu.
  • Innskráning og auðkenning. Við notum kökur til að auðkenna þig. Þegar þú skráir þig inn á vefsvæði með eigin Microsoft-reikningi geymum við einkvæmt auðkennisnúmer og tímasetningu innskráningarinnar í dulritaðri köku í tækinu. Þessi kaka gerir þér kleift að fara af einni síðu yfir á aðra innan sama svæðis án þess að þurfa að skrá þig aftur inn á hverri síðu. Þú getur einnig vistað innskráningarupplýsingar þínar til að þú þurfir ekki að skrá þig inn í hvert skipti sem þú opnar svæðið.
  • Öryggi. Við notum kökur til að vinna úr upplýsingum sem auðvelda okkur að vernda vörur okkar ásamt því að bera kennsl á svik og misnotkun.
  • Vistun upplýsinga sem þú veitir á vefsvæði. Við notum kökur til að muna upplýsingar sem þú deilir. Þegar þú veitir Microsoft upplýsingar, eins og þegar þú setur vörur í innkaupakörfu á Microsoft-vefsvæðum, vistum við gögnin í köku í þeim tilgangi að muna upplýsingarnar.
  • Netsamfélög. Sum vefsvæði okkar innihalda netsamfélagskökur, þ.m.t. þær sem gera notendum sem eru skráðir inn í netsamfélagið að deila efni með þeirri þjónustu.
  • Athugasemdir. Microsoft notar kökur til að gera þér kleift að veita endurgjöf á vefsvæði.
  • Áhugabundnar auglýsingar. Microsoft notar kökur til að safna gögnum um virkni þína á netinu og greina áhugamál þín til að við getum sent þér auglýsingar sem höfða mest til þín. Frekari upplýsingar um hvernig þú getur afþakkað áhugabundnar auglýsingar frá Microsoft er að finna í hlutanum Aðgangur og stjórnun persónugagna í þessari yfirlýsingu um persónuvernd.
  • Birting auglýsinga. Microsoft notar kökur til að skrá hversu margir hafa smellt á auglýsingu og til að skrá hvaða auglýsingu þú hefur séð, meðal annars til þess að þú sjáir ekki sömu auglýsinguna aftur og aftur.
  • Greiningar. Við notum kökur fyrsta og þriðja aðila og önnur auðkenni til að safna gögnum um notkun og frammistöðu. Til dæmis notum við kökur til að safna upplýsingum um fjölda þeirra sem heimsækja vefsvæði eða þjónustu og til að byggja upp heildartölfræði um virkni varanna okkar.
  • Afköst. Microsoft notar kökur til að skilja vörurnar okkar og bæta afköst þeirra. Til dæmis notum við kökur til að safna gögnum sem auðvelda álagsjöfnun; þetta auðveldar okkur að aftra því að vefsvæðin okkar hrynji ekki.

Þegar þess er krafist biðjum við þig um samþykki áður en við vistum eða notum valfrjálsar kökur sem ekki eru (i) algjörlega nauðsynlegar til að bjóða upp á vefsvæðið eða (ii) í þeim tilgangi að greiða fyrir samskiptum. Frekari upplýsingar er að finna í hlutanum „Hvernig á að stjórna kökum“.

Sumar af kökunum sem við notum reglulega eru taldar upp hér að neðan. Listinn er ekki tæmandi en honum er ætlað að gefa mynd af helstu markmiðum þess að við notum kökur. Ef þú heimsækir eitt af vefsvæðum okkar mun vefsvæðið stilla sumar eða allar af eftirfarandi kökum:

  • MSCC. Inniheldur val notenda fyrir flesta eiginleika Microsoft.
  • MUID, MC1, MSFPC og MSPTC. Auðkennir einkvæma vefvafra sem heimsækja vefsvæði Microsoft. Þessar kökur eru notaðar við auglýsingar, greiningar á vefsvæðum og í öðru rekstrarskyni.
  • ANON. Inniheldur ANID, einkvæmt kenni sem dregið er af Microsoft-reikningnum þínum, sem er notað til auglýsinga, aðlögunar og í aðgerðatilgangi. Hún er einnig notuð til að muna val þitt um að afþakka áhugabundnar auglýsingar frá Microsoft ef þú hefur valið að tengja ákvörðunina við Microsoft-reikninginn þinn.
  • CC. Inniheldur landskóða eins og IP-talan þín segir til um.
  • PPAuth, MSPAuth, MSNRPSAuth, KievRPSAuth, WLSSC, MSPProf. Hjálpar til við að auðkenna þig þegar þú skráir þig inn með Microsoft-reikningnum þínum.
  • MC0. Greinir hvort kökur séu virkar í vafranum.
  • MS0. Auðkennir tiltekna lotu.
  • NAP. Inniheldur dulkóðaða útgáfu af landi, póstnúmeri, aldri, kyni, tungumáli og starfsheiti þínu, ef það er vitað, byggt á Microsoft-reikningnum þínum.
  • MH. Birtist á sammerktum vefsvæðum þar sem Microsoft er í samstarfi við auglýsanda. Þessi kaka ber kennsl á auglýsandann þannig að rétt auglýsing sé valin.
  • childinfo, kcdob, kcrelid, kcru, pcfm. Inniheldur upplýsingar sem Microsoft-reikningur notar innan sinna síðna í tengslum við reikninga barna.
  • MR. Þessi kaka er notuð af Microsoft til að endurstilla eða endurnýja MUID-kökuna.
  • x-ms-gateway-slice. Auðkennir gátt fyrir álagsjöfnun.
  • TOptOut. Skráir ákvörðun þína um að fá ekki áhugabundnar auglýsingar frá Microsoft. Þar sem þess er krafist vistum við kökuna sjálfgefið og fjarlægjum hana þegar þú samþykkir áhugabundnar auglýsingar.

Við gætum einnig notað kökur annarra hlutdeildarfélaga, fyrirtækja og samstarfsaðila Microsoft, eins og LinkedIn og Xandr.

Kökur þriðja aðila

Fyrir utan þær kökur sem Microsoft stillir þegar þú heimsækir vefsvæði okkar notum við einnig kökur frá þriðju aðilum til að bæta þjónustu á vefsvæðum okkar. Sumir þriðju aðilar geta einnig stillt kökur þegar þú heimsækir vefsvæði Microsoft. Dæmi:

  • Fyrirtæki sem við ráðum til að veita þjónustu fyrir okkar hönd, t.d. greiningar á vefsvæðum, vista kökur þegar þú heimsækir vefsvæði okkar.
  • Fyrirtæki sem veita efni á vefsvæðum Micosoft, svo sem myndbönd, fréttir, eða auglýsingar, setja inn kökur á eigin vegum.

Þessi fyrirtæki nota gögn sem þau vinna úr í samræmi við persónuverndarstefnur þeirra, sem kann að gera þessum fyrirtækjum kleift að safna og sameina upplýsingar um aðgerðir þínar yfir mörg vefsvæði, forrit eða netþjónustur.

Hægt er að nota eftirfarandi gerðir af kökum frá þriðja aðila, eftir samhengi, þjónustu eða vöru, sem og stillingum þínum og heimildum:

  • Kökur samfélagsmiðla. Við og þriðju aðilar notum fótspor á samfélagsmiðlum til að sýna þér auglýsingar og efni sem byggist á samfélagsmiðlasniðum þínum og virkni á vefsvæðum okkar. Þau eru notuð til að tengja virkni þína á vefsvæðum okkar við samfélagsmiðlasniðin þín svo auglýsingarnar og efnið sem þú sérð á vefsvæðum okkar og á samfélagsmiðlum endurspegli áhugamál þín betur.
  • Greiningarkökur.Við leyfum þriðja aðilum að nota greiningarfótspor til að skilja hvernig þú notar vefsvæðin okkar svo við getum gert þau betri og þriðju aðilar geti þróað og bætt vörur sínar, sem þeir kunna að nota á vefsvæðum sem eru ekki í eigu eða rekin af Microsoft. Þær eru til dæmis notaðar til að safna upplýsingum um síðurnar sem þú heimsækir og hversu marga smelli þú þarft til að klára verk. Þessi fótspor gætu einnig verið notuð í auglýsingaskyni.
  • Auglýsingakökur.Við og þriðju aðilar notum auglýsingafótspor til að sýna þér nýjar auglýsingar með því að skrá hvaða auglýsingar þú hefur þegar séð. Þau eru einnig notuð til að fylgjast með hvaða auglýsingar þú smellir á eða kaup sem þú gerir eftir að hafa smellt á auglýsingu í greiðsluskyni, og til að sýna þér auglýsingar sem eiga betur við þig. Til dæmis eru þau notuð til að greina hvenær þú smellir á auglýsingu og sýna þér auglýsingar sem byggjast á áhugamálum þínum á samfélagsmiðlum og vefferil vefsvæða.
  • Nauðsynlegar kökur.Við notum nauðsynleg fótspor til að framkvæma nauðsynlegar aðgerðir á vefsvæðinu. Til dæmis eru þau notuð til að skrá þig inn, vista tungumálastillingarnar þínar, bjóða upp á innkaupakörfu, bæta frammistöðu, leiða umferð milli vefþjóna, greina stærð skjásins, ákvarða hleðslutíma síðu og til að mæla stærð notendahóps. Þessi fótspor eru nauðsynleg til að vefsvæðin okkar virki.

Þegar þess er krafist biðjum við þig um samþykki áður en við vistum eða notum valfrjálsar kökur sem ekki eru (i) algjörlega nauðsynlegar til að bjóða upp á vefsvæðið eða (ii) í þeim tilgangi að greiða fyrir samskiptum.

Til að fá lista yfir þriðju aðila sem setja kökur á vefsvæðum okkar, þar á meðal þjónustuveitur sem starfa fyrir okkur, skaltu fara á skrá yfir kökur þriðju aðila. Geymsla fyrir kökur þriðja aðila inniheldur einnig tengla á vefsvæði þriðju aðila eða tilkynningar um persónuvernd. Ráðfærðu þig við vefsvæði þriðja aðila eða tilkynningar um persónuvernd til að fá frekari upplýsingar um persónuverndarvenjur þeirra hvað varðar kökur þeirra sem kunna að vera stilltar á vefsvæðum okkar. Sum vefsvæða okkar geyma lista yfir þriðju aðila. Þriðju aðilar þessara vefsvæða eru hugsanlega ekki á listanum á skrá yfir kökur þriðju aðila.

Hvernig kökum er stjórnað

Flestir vafrar samþykkja kökur sjálfkrafa en bjóða upp á stýringar sem gera þér kleift að útiloka þær eða eyða þeim. Til dæmis er hægt að útiloka eða eyða kökum í Microsoft Edge með því að velja Stillingar > Persónuvernd og þjónusta > Hreinsa vefskoðunargögn > Kökur og önnur gögn vefsvæðis. Nánari upplýsingar um hvernig kökum er eytt í Microsoft-vöfrum má finna á Microsoft Edge, Eldri útgáfa Microsoft Edge, eða Internet Explorer. Ef þú notar annan vafra skaltu fara eftir leiðbeiningum hans.

Eins og minnst er á hér að ofan biðjum við þig um samþykki þegar þess er krafist áður en við vistum eða notum valfrjálsar kökur sem ekki eru (i) algjörlega nauðsynlegar til að bjóða upp á vefsvæðið eða (ii) í þeim tilgangi að greiða fyrir samskiptum. Við flokkum þessar valfrjálsu kökur eftir tilgangi þeirra, til dæmis fyrir auglýsingar eða samfélagsmiðla. Þú getur valið að samþykkja einstaka flokka valfrjálsra kaka en ekki aðra. Þú getur einnig breytt vali þínu með því að smella á „Stjórna kökum“ í síðufæti vefsvæðisins eða með stillingum sem eru í boði á vefsvæðinu. Tilteknir eiginleikar Microsoft vara eru háðir kökum. Ef þú velur að loka fyrir kökur getur þú ekki skráð þig inn eða notað suma af þessum eiginleikum, og kjörstillingar sem reiða sig á kökur munu glatast. Ef þú velur að eyða kökum verður öllum stillingum og kjörstillingum sem þessar kökur stjórna eytt, þ. á m. kjörstillingum fyrir auglýsingar, og þarf því að búa þær til aftur.

Í hlutanum Aðgangur og stjórnun persónugagna í þessari yfirlýsingu um persónuvernd er lýst öðrum persónuverndarstýringum sem geta haft áhrif á kökur, þ.m.t. rakningarvarnareiginleikanum í vöfrum frá Microsoft.

Notkun okkar á vefvitum og greiningarþjónustu

Rafræn merki sem kallast vefvitar er komið fyrir á sumum vefsíðum Microsoft. Við notum vefvitana til að birta kökur á vefsvæðum okkar, telja notendur sem hafa heimsótt vefsvæðin og birta sammerktar vörur. Við setjum einnig vefvita eða svipaða tækni í rafræn samskipti okkar til að komast að því hvort þú opnir skilaboðin og bregðist við þeim.

Auk þess að setja vefvita á vefsvæði okkar, kunnum við einnig að vinna með öðrum fyrirtækjum og setja vefvitana okkar á vefsvæðin eða auglýsingarnar þeirra. Þetta hjálpar okkur til dæmis að fá fram talnagögn um það hversu oft smellur á auglýsingu á vefsvæði Microsoft leiðir til kaupa eða annarrar virkni á vefsvæði auglýsandans. Þetta gerir okkur einnig kleift að greina það sem þú gerir á vefsvæðum samstarfsaðila Microsoft í tengslum við notkun þína á vöru eða þjónustu Microsoft.

Loks geta Microsoft-vörur innihaldið vefvita eða álíka tækni frá greiningarveitum þriðju aðila sem hjálpar við söfnun talnagagna um áhrifamátt kynningarherferða okkar og annarra aðgerða. Þessi tækni gerir greiningaraðilum kleift að setja eða lesa eigin kökur eða önnur auðkenni í tækinu þínu, þar sem þeir geta safnað upplýsingum um starfsemi þína á netinu yfir forrit, vefsíður eða aðrar vörur. Hins vegar leyfum við þessum greiningarveitum ekki að nota vefvita á svæðum okkar til að safna eða fara í upplýsingar sem bera bein kennsl á þig (eins og nafn þitt eða tölvupóstfang). Þú getur afþakkað gagnasöfnun eða notkun sumra þessara greiningarveitna með því að smella á einhvern af eftirfarandi tenglum: Adjust, AppsFlyer, Clicktale, Flurry Analytics, Google Analytics (krefst þess að þú setjir upp vafraviðbót), Kissmetrics, Mixpanel, Nielsen, Acuity Ads, WebTrends eða Optimizely.

Önnur álíka tækni

Til viðbótar við staðlaðar kökur og vefvita geta vörur okkar einnig notað aðra svipaða tækni til að geyma og lesa gagnaskrá í tölvunni þinni. Þetta er yfirleitt gert til að viðhalda kjörstillingum þínum eða til að bæta hraða og afköst með því að geyma ákveðnar skrár í tölvunni. En eins og með staðlaðar kökur getur þessi tækni einnig geymt einkvæmt auðkenni fyrir tölvuna þína, sem síðan getur rakið hegðun. Dæmi um slíka tækni eru staðbundnir samnýttir hlutir („Local Shared Objects“ eða „Flash-kökur“) og Silverlight Application Storage.

Staðbundnir samnýttir hlutir eða „Flash-kökur“. Vefsvæði sem nota Adobe Flash-tækni geta notað staðbundna, samnýtta hluti eða „Flash-kökur” til að geyma gögn á tölvunni þinni. Lærðu að stjórna eða útiloka Flash-kökum hér Hjálparsíða Flash Player.

Forritageymsla Silverlight. Vefsvæði eða forrit sem nota Microsoft Silverlight-tæknina geta einnig vistað gögn með því að nota forritageymslu Silverlight. Lestu hlutann Silverlight í þessari yfirlýsingu um persónuvernd til að fræðast um það hvernig má vinna með eða loka fyrir slíka vistun.

Vörur frá fyrirtækinu þínu—tilkynning til notendaVörur frá fyrirtækinu þínu—tilkynning til notendamainnoticetoendusersmodule
Samantekt
Microsoft-reikningurMicrosoft-reikningurmainmicrosoftaccountmodule
Samantekt
Allur textinn

Með Microsoft-reikningi er hægt að skrá sig inn í vörur Microsoft, ásamt vörum valinna samstarfsaðila Microsoft. Persónugögn sem tengjast Microsoft-reikningnum þínum fela í sér innskráningarupplýsingar, nafn og samskiptaupplýsingar, greiðsluupplýsingar, tækja- og gagnanotkun, tengiliði þína, upplýsingar um aðgerðir þínar og áhugamál þín og eftirlæti. Innskráning á Microsoft-reikninginn þinn virkjar sérstillingar, veitir samfellda upplifun þvert á vörur og tæki, gerir þér kleift að nota gagnageymslu í skýjaþjónustu og leyfir þér að greiða með greiðslumáta sem er vistaður á Microsoft-reikningnum þínum ásamt því að virkja aðra eiginleika. Það eru til þrjár gerðir af Microsoft-reikningum:

  • Þegar þú býrð til þinn eigin Microsoft-reikning sem er tengdur við persónulega netfangið þitt vísum við til þess reiknings sem persónulegs Microsoft-reiknings.
  • Þegar þú eða stofnunin/fyrirtækið þitt (t.d. vinnuveitandi eða skóli) búið til Microsoft-reikning sem er tengdur við netfangið þitt sem stofnunin/fyrirtækið veitir vísum við til þess reiknings sem vinnu- eða skólareiknings.
  • Þegar þú eða þjónustuveitan þín (t.d. kapalsjónvarp eða netfyrirtæki) búið til Microsoft-reikning sem er tengdur við netfangið þitt með léni þjónustuveitunnar vísum við til þess reiknings sem reiknings þriðja aðila.

Persónulegir Microsoft-reikningar. Gögnin sem tengjast persónulega Microsoft-reikningnum þínum, og það hvernig gögnin eru notuð, fer eftir því hvernig þú notar reikninginn.

  • Að búa til Microsoft-reikninginn þinn. Þegar þú býrð til þinn eigin Microsoft-reikning verður þú beðin(n) um að útvega tiltekin persónugögn og við munum úthluta þér einkvæmu kenni til að hægt sé að auðkenna reikninginn þinn og upplýsingar sem honum tengjast. Þótt einhverjar vörur, t.d. vörur sem tengjast greiðslum, krefjist innskráningar undir nafni geturðu skráð þig inn á og notað aðrar Microsoft-vörur án þess að gefa upp rétt nafn þitt. Einhver gögn sem þú veitir, t.d. nafn til birtingar, netfang og símanúmer, er hægt að nota til að hjálpa öðrum að finna þig og tengjast þér innan Microsoft-vara. Til dæmis geta einstaklingar sem þekkja birtingarnafn, netfang eða símanúmer þitt notað þessar upplýsingar til að finna þig á Skype eða Microsoft Teams til einkanota og sent þér boð um að tengjast þeim. Athugaðu að ef þú notar vinnu- eða skólanetfang til að búa til persónulegan Microsoft-reikning er mögulegt að vinnuveitandinn eða skólinn geti fengið aðgang að gögnunum þínum. Í sumum tilvikum verður þú að breyta netfanginu í persónulegt netfang til að halda áfram að fá aðgang að neytendamiðuðum vörum (til dæmis Xbox netkerfið).
  • Innskráning á Microsoft-reikning. Þegar þú skráir þig inn á Microsoft-reikninginn skráum við hjá okkur innskráninguna. Skráningin inniheldur dag- og tímasetningu, upplýsingar um vöruna sem þú skráðir þig inn á, innskráningarnafnið þitt, einkvæma númerið sem er tengt við reikninginn, einkvæma kennið sem er tengt við tækið þitt, IP-töluna þína, stýrikerfið og útgáfu vafrans.
  • Innskráning í Microsoft-vörur. Innskráning á reikninginn þinn gerir aðlögunina auðveldari, veitir snurðulausa og samfellda upplifun þvert á vörur og tæki, gerir þér kleift að opna og nota gagnageymslu í skýjaþjónustu og leyfir þér að greiða með greiðslumáta sem er vistaður á Microsoft-reikningnum þínum ásamt því að virkja aðra viðbótareiginleika og -stillingar. Þegar þú skráir þig inn gerir Microsoft til dæmis upplýsingar sem vistaðar eru á reikninginn þinn aðgengilegar í öllum Microsoft-vörum þannig að mikilvægir hlutir eru einmitt þar sem þú þarft á þeim að halda. Þegar þú skráir þig inn á reikninginn ertu innskráð(ur) þar til þú skráir þig út. Ef þú bætir Microsoft-reikningnum við Windows-tæki (útgáfa 8 eða hærri) mun Windows sjálfkrafa skrá þig inn í vörur sem nota Microsoft-reikning þegar þú opnar vörurnar á því tæki. Þegar þú ert innskráð(ur) birta einhverjar vörur nafn þitt eða notandanafn og notandamyndina þína (ef þú hefur bætt mynd við notandasíðuna þína) sem hluta af notkun þinni á Microsoft-vörum, þ.m.t. í samskiptum þínum, þátttöku þinni í félagslífi og almennum færslum. Frekari upplýsingar um Microsoft-reikninginn, gögnin og val þitt.
  • Innskráning í vörur frá þriðju aðilum. Ef þú skráir þig inn í vöru þriðja aðila með Microsoft-reikningnum þínum verður þú að deila gögnum með þriðja aðilanum í samræmi við persónuverndarstefnu hans. Þriðji aðilinn fær einnig upplýsingar um útgáfunúmer reikningsins (nýju útgáfunúmeri er úthlutað í hvert skipti sem þú breytir innskráningargögnunum þínum) og upplýsingar sem greina frá því hvort reikningurinn hafi verið gerður óvirkur. Ef þú deilir notandagögnunum þínum getur þriðji aðilinn birt nafn þitt eða notandanafn og notandamyndina þína (ef þú hefur bætt mynd við notandasíðuna þína) þegar þú ert skráð(ur) inn í þá vöru þriðja aðila. Ef þú kýst að greiða söluaðila, sem er þriðji aðili, með Microsoft-reikningnum þínum mun Microsoft senda vistaðar upplýsingar af Microsoft-reikningnum þínum til þriðja aðila eða söluaðila hans (t.d. aðila sem vinnur úr greiðslum) eins og nauðsynlegt er til að vinna úr greiðslu og ljúka pöntun þinni (til dæmis nafn, kreditkortanúmer, heimilisföng greiðanda og viðtakanda ásamt viðeigandi samskiptaupplýsingum). Þriðji aðilinn getur notað eða deilt gögnunum sem þeim berast í samræmi við eigin starfsvenjur og stefnumál þegar þú skráir þig inn eða verslar. Þú ættir að fara vandlega yfir yfirlýsingu um persónuvernd hjá hverri vöru þar sem þú skráir þig inn og hjá hverjum söluaðila þar sem þú verslar til að geta komist að því hvernig aðilinn notar gögnin sem hann safnar.

Vinnu- eða skólareikningur. Gögnum sem tengjast vinnu- eða skólareikningi, og notkun þeirra, svipar að mestu leyti til notkunar og söfnunar á gögnum sem tengjast persónulegum Microsoft-reikningi.

Ef vinnuveitandinn eða skólinn notar Microsoft Entra ID til að stjórna reikningnum getur þú notað vinnu- eða skólareikninginn til að skrá þig inn í vörur Microsoft, t.d. Microsoft 365 og Office 365, og vörur þriðja aðila sem stofnunin/fyrirtækið útvegar þér. Ef fyrirtækið/stofnunin þín krefst þess, verður þú einnig beðin(n) um að gefa upp símanúmer eða annað netfang fyrir aukalega öryggisauðkenningu. Ef stofnunin/fyrirtækið leyfir getur þú einnig notað vinnu- eða skólareikninginn til að skrá þig inn í vörur Microsoft eða þriðja aðila sem þú aflar þér á eigin vegum.

Ef þú skráir þig inn í Microsoft-vörur með vinnu- eða skólareikningi skaltu athuga að:

  • Eigandi lénsins sem tengist netfanginu þínu getur hugsanlega stjórnað og haft umsjón með reikningnum þínum og fengið aðgang að gögnunum þínum og unnið úr þeim, þ.m.t. innihaldi samskipta þinna og skjala, m.a. gögnum sem safnað er af vörum sem stofnunin/fyrirtækið þitt útvegaði þér og vörum sem þú eignast á eigin vegum.
  • Notkun þín á vörunum takmarkast af stefnum stofnunarinnar/fyrirtækisins (ef einhverjar eru til staðar). Þú ættir að skoða vel bæði stefnu stofnunarinnar/fyrirtækisins og það hvort þú sættir þig við að leyfa stofnuninni/fyrirtækinu að hafa aðgang að gögnunum þínum áður en þú ákveður að nota vinnu- eða skólareikninginn þinn til að skrá þig inn í vörur sem þú eignast á eigin vegum.
  • Ef þú glatar aðgangi að vinnu- eða skólareikningnum þínum (t.d. ef þú skiptir um starf) gætir þú glatað aðgangi að vörum, þ.m.t. efni sem tengist þessum vörum sem þú eignaðist á eigin vegum ef þú notaðir vinnu- eða skólareikninginn til að skrá þig inn í slíkar vörur.
  • Microsoft ber ekki ábyrgð á persónuvernd eða öryggisráðstöfunum stofnunarinnar/fyrirtækisins þíns, sem gætu verið aðrar en þær sem eru settar fram af Microsoft.
  • Ef stofnunin/fyrirtækið þitt er að stjórna notkun þinni á Microsoft-vörum skaltu beina fyrirspurnum þínum um persónuvernd, þ.m.t. öllum beiðnum um að nýta rétt þinn á gagnavernd, til kerfisstjórans. Sjá einnig hlutann um Yfirlýsing til notenda í þessari yfirlýsingu um persónuvernd.
  • Ef þú ert óviss hvort reikningurinn þinn er vinnu- eða skólareikningur skaltu hafa samband við fyrirtækið þitt.

Reikningar þriðju aðila. Gögnum sem tengjast reikningi þriðja aðila, og notkun þeirra, svipar að mestu leyti til notkunar og söfnunar á gögnum sem tengjast persónulegum Microsoft-reikningi. Þjónustuveitan þín hefur stjórn á reikningnum þínum, þ.m.t. getuna til að opna eða eyða reikningnum. Þú ættir að lesa vandlega skilmála sem þriðji aðili lét þig hafa til að skilja hvað hann getur gert við reikninginn þinn.

Gagnasöfnun frá börnumGagnasöfnun frá börnummaincollectionofdatafromchildrenmodule
Samantekt

Fyrir notendur undir 13 ára aldri eða sem samkvæmt lögum í þeirra lögsagnarumdæmi munu tilteknar vörur og þjónusta Microsoft annaðhvort útiloka notendur undir þeim aldri eða biðja þá um að fá samþykki eða heimild frá foreldri eða forráðamanni áður en þeir geta notað hana, þ.m.t. þegar reikningur er stofnaður til að fá aðgang að þjónustu Microsoft. Við munum ekki vísvitandi biðja börn undir þessum aldri um að leggja til meiri upplýsingar en þarf til að bjóða upp á vöruna.

Um leið og samþykki eða heimild foreldris liggur fyrir verður reikningur barnsins meðhöndlaður á sama máta og aðrir reikningar. Frekari upplýsingar um persónulega og skólareikninga í hlutanum Microsoft-reikningur í yfirlýsingunni um persónuvernd og Microsoft Family Safety í hlutanum um tilteknar vörur. Barnið getur fengið aðgang að samskiptaþjónustum, t.d. Outlook og Skype, og er frjálst að senda og deila gögnum með öðrum notendum á öllum aldri. Foreldrar eða forráðamenn geta breytt eða afturkallað fyrra vali um samþykki. Frekari upplýsingar um samþykki foreldris og Microsoft-reikninga barna. Sem skipuleggjandi Microsoft-fjölskylduhóps getur foreldri eða forráðamaður stjórnað upplýsingum og stillingum ólögráða barns á síðunni Family Safety og skoðað og eytt gögnum þess á persónuverndaryfirlitinu. Veldu „Frekari upplýsingar“ hér að neðan fyrir upplýsingar um hvernig skal fá aðgengi að og eyða gögnum barna.

Allur textinn

Fyrir notendur undir 13 ára aldri eða sem samkvæmt lögum í þeirra lögsagnarumdæmi munu tilteknar vörur og þjónusta Microsoft annaðhvort útiloka notendur undir þeim aldri eða biðja þá um að fá samþykki eða heimild frá foreldri eða forráðamanni áður en þeir geta notað hana, þ.m.t. þegar reikningur er stofnaður til að fá aðgang að þjónustu Microsoft. Við munum ekki vísvitandi biðja börn undir þessum aldri um að leggja til meiri upplýsingar en þarf til að bjóða upp á vöruna.

Um leið og samþykki eða heimild foreldris liggur fyrir verður reikningur barnsins meðhöndlaður á sama máta og aðrir reikningar. Barnið getur fengið aðgang að samskiptaþjónustum, t.d. Outlook og Skype, og er frjálst að senda og deila gögnum með öðrum notendum á öllum aldri. Frekari upplýsingar um samþykki foreldris og Microsoft-reikninga barna.

Foreldrar eða forráðamenn geta breytt eða afturkallað fyrra vali um samþykki. Sem skipuleggjandi Microsoft-fjölskylduhóps getur foreldri eða forráðamaður stjórnað upplýsingum og stillingum ólögráða barns á síðunni Family Safety og skoðað og eytt gögnum þess á persónuverndaryfirlitinu. Sjá hér að neðan til að fá frekari upplýsingar um hvernig á að fá aðgang að og eyða gögnum barna.

Hér að neðan eru viðbótarupplýsingar um söfnun gagna frá börnum ásamt upplýsingum sem tengjast Xbox.

Aðgangur að og eyðing á gögnum barna. Fyrir vörur og þjónustu Microsoft sem krefjast samþykkis frá foreldri getur foreldri skoðað og eytt ákveðnum gögnum sem tilheyra barninu úr persónuverndaryfirliti foreldrisins: vefferli, leitarferli, staðsetningarvirkni, virkni á miðlum, virkni í forritum og þjónustu og gögnum um frammistöðu vöru og þjónustu. Til að eyða þessum gögnum getur foreldri skráð sig inn á persónuverndaryfirlit sitt og stjórnað aðgerðum barns síns. Athugaðu að geta foreldris til að opna og/eða eyða persónuupplýsingum barns á persónuverndaryfirliti sínu er mismunandi eftir lögum þar sem þú ert staðsett(ur).

Foreldri getur að auki haft samband við persónuverndarteymi okkar í gegnum persónuverndareyðublað og eftir sannvottun beðið um að gagnagerðum á persónuverndaryfirlitinu ásamt eftirfarandi gögnum sé eytt: Hugbúnaði, uppsetningu og geymslu; tengigetu og grunnstillingu tækis; ábendingum og einkunnum; líkamsrækt og virkni; stuðningsefni; stuðningssamskiptum; og umhverfisskynjara. Við vinnum úr sannvottuðum eyðingarbeiðnum innan 30 daga frá móttöku.

Athugaðu að efni eins og tölvupóstur, tengiliðir og spjall er aðgengilegt með þjónustumöguleikum vörunnar. Frekari upplýsingar um gögn sem þú getur haft stjórn á í vörum Microsoft er að finna í Algengar spurningar um persónuvernd (algengar spurningar).

Ef reikningur barnsins þíns er ekki hluti af Microsoft-fjölskylduhópnum þínum og þú hefur ekki aðgang að aðgerðum barnsins þíns á persónuverndaryfirliti þínu þarftu að senda inn beiðni sem tengist gögnum barnsins þíns með persónuverndareyðublaði. Persónuverndarteymið mun biðja um sannprófun reiknings áður en beiðnin er fullunnin.

Til að eyða öllum persónuupplýsingum barnsins þíns verður þú að biðja um að reikningi barnsins verði eytt með eyðublaði um lokun reiknings. Þessi tengill biður þig um að skrá þig inn með innskráningarupplýsingum barnsins. Athugaðu hvort síðan sýnir réttan Microsoft-reikning og fylgdu síðan leiðbeiningunum til að biðja um að reikningi barnsins þíns verði eytt. Frekari upplýsingar um hvernig á að loka Microsoft-reikningi.

Eftir að þú hefur sent inn beiðni um að loka reikningi barnsins þíns munum við bíða í 60 daga áður en reikningnum er varanlega eytt ef ske kynni að þú skiptir um skoðun eða þarft að fá aðgang að einhverju á reikningnum áður en honum er varanlega lokað og eytt. Á meðan að biðtímanum stendur er reikningurinn merktur til lokunar og varanlegrar eyðingar, en hann er enn til. Ef þú vilt opna Microsoft-reikning barnsins þíns aftur skráðu þig aftur inn innan þessa 60 daga tímabils. Við hættum við lokun reikningsins og reikningurinn verður enduruppsettur.

Hvað er Xbox? Xbox er leikja- og afþreyingardeild Microsoft. Xbox hýsir netkerfi sem samanstendur af hugbúnaði og sem bætir upplifun á netinu á mörgum vettvöngum. Þetta netkerfi gerir barninu þínu kleift að finna og spila leiki, skoða efni og tengjast vinum á Xbox og öðrum leikja- og samfélagsmiðlum.

Þegar notendur skrá sig inn í Xbox, í forritum, leikjum eða Xbox-leikjatölvu, úthlutum við tækjum þeirra einkvæmu auðkenni. Til dæmis þegar Xbox-leikjatölvan er tengd við internetið og barnið skráir sig inn í leikjatölvuna auðkennum við hvaða leikjatölvu og hvaða útgáfu af stýrikerfi leikjatölvunnar það notar.

Xbox heldur áfram að veita nýja upplifun í biðlaraforritum sem eru tengd við og studd af þjónustu eins og Xbox-net og leikjaspilun í skýi. Þegar þú er skráð(ur) inn í Xbox-upplifun söfnum við nauðsynlegum gögnum til að tryggja að upplifunin sé örugg, uppfærð og virki sem skyldi.

Gögn sem við söfnum þegar þú býrð til Xbox-prófíl. Þú sem foreldri eða forráðamaður þarft að samþykkja söfnun persónuupplýsinga frá barni yngra en 13 ára eða eins og tilgreint er í lögsagnarumdæminu þínu. Með þínu leyfi getur barnið þitt verið með Xbox-prófíl og notað Xbox-netið á netinu. Meðan á skráningu Xbox-prófíl barnsins stendur skráir þú þig inn með eigin Microsoft-reikningi til að staðfesta að þú sért fullorðinn skipuleggjandi í Microsoft-fjölskylduhópnum þínum. Við söfnum aukanetfangi eða símanúmeri til að auka öryggi reikningsins. Ef barnið þitt þarf hjálp við að fá aðgang að reikningnum sínum geta það notað einn af þessum valkostum til að staðfesta að þau séu eigandi Microsoft-reikningsins.

Við söfnum takmörkuðum upplýsingum um börn, þ.m.t. nafn, fæðingardag, netfang og svæði. Þegar þú skráir barnið fyrir Xbox-prófíl úthlutum við spilaramerki (almennu gælunafni) og einkvæmu auðkenni. Þegar þú býrð til Xbox-prófíl fyrir barnið samþykkir þú að Microsoft safni, noti og samnýti upplýsingar á grundvelli persónuverndar- og samskiptastillinga þeirra á netkerfi Xbox. Persónuvernd og samskipti barnsins eru sjálfgefið stillt á mestar takmarkanir.

Gögn sem við söfnum. Við söfnum upplýsingum um notkun barnsins þíns á Xbox-þjónustu, leikjum, forritum og tækjum, þar á meðal:

  • Þegar það skráir sig inn og út úr Xbox, innkaupaferil og efni sem það fær.
  • Hvaða leiki þau spila og forrit sem þau nota, framvindu leiksins, árangur, spilunartíma á leik og aðra tölfræðiupplýsingar um spilun.
  • Gögnum um frammistöðu Xbox-leikjatölva, Xbox Game Pass-forritsins og annarra Xbox-forrita, tengdra aukabúnaða og nettengingar, þ.m.t. hugbúnaðar- og vélbúnaðarvillur.
  • Efni sem barnið bætir við, hleður upp eða samnýtir í gegnum Xbox-netið, þar á meðal texta, myndir og myndefni sem það tekur upp í leikjum og forritum.
  • Félagsleg virkni, þ.m.t. spjallgögn og samskipti við aðra spilara, og tengingar sem barnið gerir (vinir sem það bætir við og fólk sem fylgir því) á Xbox-netinu.

Ef barnið notar Xbox-leikjatölvu eða annað Xbox-forrit á öðru tæki sem getur haft aðgang að Xbox-netinu, og það tæki er með geymslutæki (harðan disk eða minniseiningu) verða notkunargögnin geymd í geymslutækinu og send til Microsoft næst þegar barnið skráir sig inn í Xbox, jafnvel þegar það hefur spilað utan nets.

Xbox-greiningargögn. Ef barnið þitt notar Xbox-leikjatölvu mun Xbox senda Microsoft nauðsynleg gögn. Áskilin gögn eru lágmarksgögn sem þarf til að halda Xbox-leikjatölvunni öruggri og uppfærðri og til að tryggja að hún starfi rétt.

Leikjaupptökur. Allir spilarar í fjölspilunarlotu geta tekið upp myndefni (leikjamyndskeið) og tekið skjámyndir af sinni sýn í leiknum. Leikjamyndskeið og skjámyndir annarra spilara geta tekið upp karakter barnsins og spilaramerki í leiknum meðan á þeirri lotu stendur. Ef spilari tekur leikjamyndskeið og skjámyndir á tölvu gætu leikjamyndskeiðin sem verða til einnig tekið upp hljóðspjall ef persónuverndar- og samskiptastillingar barnsins á netkerfi Xbox leyfa það.

Skjátextar. Við spjall í rauntíma („partí“) í Xbox geta spilarar virkjað talgervilseiginleika sem gerir þeim kleift að sjá spjallið sem texta. Ef spilari virkjar þennan eiginleika notar Microsoft textagögnin sem til verða til þess að setja skjátexta á spjall fyrir spilara sem þurfa á því að halda. Þessi gögn má einnig nota til að bjóða upp á öruggt leikjaumhverfi og framfylgja samfélagsstöðlum fyrir Xbox.

Gagnanotkun. Microsoft notar gögnin sem við söfnum til að bæta leikjavörur og upplifun – sem gerir þau öruggari og skemmtilegri með tímanum. Gögn sem við söfnum gera okkur einnig kleift að veita barninu sérvalda upplifun. Þetta felur í sér að tengja barnið við leiki, efni, þjónustu og ráðleggingar.

Xbox-gögn sem aðrir geta skoðað. Þegar barnið þitt notar Xbox-netið er nærvera þess á netinu (sem hægt er að stilla á „birtast utan nets“ eða „útilokað“), spilaramerki, tölfræðiupplýsingar um spilun og árangur sýnileg öðrum spilurum á netinu. Út frá Xbox-öryggisstillingum barnsins gæti það samnýtt upplýsingar þegar það spilar leiki eða á í samskiptum við aðra á Xbox-netinu.

Öryggi. Til að gera Xbox-netið að öruggu leikjaumhverfi og framfylgja samfélagsstöðlunum fyrir Xbox gætum við safnað og farið yfir raddgögn, texta, myndir, myndbönd og efni í leiknum (t.d. myndskeiðum úr leikjum sem barnið hleður upp, samtölum sem það hefur sett upp og efni sem það sendir inn í klúbbum og leikjum).

Vörn gegn svindli og svikum. Það er okkur mikilvægt að bjóða upp á sanngjarnt leikjaspilunarumhverfi. Við bönnum svindl, netárásir, reikningsstuld og hvers kyns aðrar óleyfilegar eða svikular aðgerðir þegar barnið þitt notar Xbox-netleik eða hvaða nettengda forrit sem er í Xbox-leikjatölvunni, einkatölvunni eða fartækinu. Til að greina og koma í veg fyrir svik og svindl kunnum við að nota verkfæri, forrit og aðra tækni til að hindra svindl og svik. Slík tækni getur búið til stafrænar undirritanir (þekkt sem „tætigildi”) með því að nota tilteknar upplýsingar sem fengnar eru úr Xbox-leikjatölvunni, einkatölvunni eða fartækinu og hvernig viðkomandi notar tækið. Þetta geta verið upplýsingar um vafra, tæki, aðgerðir, auðkenni leikja og stýrikerfi.

Xbox-gögn sem deilt er með útgefendum leikja og forrita. Þegar barnið þitt notar leik eða forrit sem virkar með Xbox-neti eða hvaða nettengdu forriti sem er í gegnum Xbox-leikjatölvu þess, tölvu eða fartæki, hefur útgefandi viðkomandi leiks eða forrits aðgang að gögnum um notkun barnsins til að hjálpa útgefandanum að bjóða upp á, veita stuðning og bæta vörur sínar. Þessi gögn kunna að innihalda: Xbox-notandakenni barnsins, spilaramerki barnsins, takmarkaðar upplýsingar um reikning á borð við land og aldursbil, gögn um samskipti barnsins í leikjum, hvers kyns Xbox-framkvæmdaraðgerðir, gögn um spilunarlotur barnsins í leikjum (til dæmis hreyfingar gerðar í leik, gerðir ökutækja sem eru notaðar í leik), viðveru barnsins á Xbox-netinu, hversu lengi barnið spilar leikinn eða notar forritið, stöður, talnagögn, leikjaferla, notandamyndir eða leikjamyndir, vinalista, aðgerðatrauma fyrir opinbera klúbba sem barnið er meðlimur í, félagsaðild og efni sem barnið býr til eða sendir í leiknum eða forritinu.

Þriðju aðila útgefendur og þróunaraðilar leikja og forrita eiga í sínu eigin og sjálfstæðu sambandi við notendur og söfnun þeirra og notkun á persónuupplýsingum falla undir þeirra eigin persónuverndarstefnu. Þú ættir að fara vandlega yfir stefnur þeirra til að sjá hvernig þeir nota gögn barnsins þíns. Útgefendur geta til dæmis valið að deila eða birta leikjagögn (t.d. stigatöflur) í gegnum þeirra eigin þjónustur. Þú getur fundið stefnur þeirra sem tengjast upplýsingasíðum leiksins eða forritsins í verslunum okkar.

Frekari upplýsingar er að finna á samnýtingu gagna með leikjum og forritum.

Til að hætta að deila leik- eða forritagögnum með útgefanda skaltu fjarlægja leiki hans eða forrit úr öllum tækjum þau hafa verið sett upp í. Suman aðgang sem útgefendur hafa að gögnunum þínum kann að vera hægt að afturkalla á microsoft.com/consent.

Umsjón með stillingum barnsins. Sem skipuleggjandi Microsoft-fjölskylduhóps getur þú stjórnað upplýsingum og stillingum barnsins á Family Safety síðu þess, sem og persónuverndarstillingum Xbox-prófílsins úr persónuverndar- og öryggissíðu Xbox.

Þú getur einnig notað forritið Xbox-fjölskyldustillingar til að stjórna upplifun barnsins á Xbox-netinu, þar á meðal: eyðslu í verslunum Microsoft og Xbox, skoðun Xbox-aðgerða barnsins og stillingu aldursflokkana og skjátímamagns.

Frekari upplýsingar um stjórnun Xbox-notendasíðna í öryggis- og persónuverndarstillingum Xbox.

Fáðu frekari upplýsingar um Microsoft-fjölskylduhópa í Einfaldaðu líf fjölskyldunnar.

Gamalt.

  • Xbox 360. Þessi Xbox-leikjatölva safnar takmörkuðum nauðsynlegum greiningargögnum. Þessi gögn hjálpa til við að leikjatölva barnsins haldi áfram að virka sem skyldi.
  • Kinect. Kinect-skynjarinn er samsetning myndavélar, hljóðnema og innrauðs skynjara til að hægt sé að nota hreyfingar og rödd til að stjórna leikjaspilun. Til dæmis:
    • Þú getur valið að nota myndavélina til að skrá þig sjálfkrafa inn á Xbox-netið með andlitsgreiningu. Þessi gögn eru áfram á leikjatölvunni, er ekki deilt með neinum og hægt er að eyða þeim hvenær sem er.
    • Í leikjaspilun mun Kinect kortleggja fjarlægð milli liðamóta í líkama barnsins til að búa til hermimynd til að virkja spilun.
    • Kinect hljóðneminn getur virkjað raddspjall á milli spilara meðan á spilun stendur. Hljóðneminn virkjar einnig raddskipanir til að stjórna leikjatölvunni, leiknum eða forritinu, eða til að færa inn leitarorð.
    • Kinect skynjarann er einnig hægt að nota fyrir hljóð- og myndsamskipti í gegnum þjónustu eins og Skype.

Frekari upplýsingar um Kinect er að finna á Xbox Kinect og persónuvernd.

Aðrar mikilvægar upplýsingar um persónuverndAðrar mikilvægar upplýsingar um persónuverndmainotherimportantprivacyinformationmodule
Samantekt

Hér að neðan finnur þú viðbótarupplýsingar um persónuvernd, t.d. um það hvernig við tryggjum öryggi gagnanna þinna, hvar við vinnum úr þeim og hversu lengi við geymum þau. Frekari upplýsingar um Microsoft og skuldbindingu fyrirtækisins til að tryggja persónuvernd þína má finna á Persónuvernd Microsoft.

Öryggi persónugagnaÖryggi persónugagnamainsecurityofpersonaldatamodule
Samantekt

Microsoft skuldbindur sig til að tryggja öryggi persónuupplýsinga þinna. Við notum úrval af öryggistækni og -verklagi til að vernda persónuupplýsingar þínar fyrir óheimiluðum aðgangi, notkun eða birtingu. Til dæmis geymum við þau persónulegu gögn sem þú gefur upp í tölvukerfum sem hafa takmarkaðan aðgang og eru í stýrðu umhverfi. Þegar við sendum afar viðkvæm gögn (eins og kreditkortanúmer eða aðgangsorð) í gegnum internetið verndum við þau með því að nota dulkóðun. Microsoft fer eftir gildandi lögum um gagnavernd, þ.m.t. gildandi lögum um tilkynningar á öryggisbresti.

Hvar við geymum og vinnum úr persónugögnumHvar við geymum og vinnum úr persónugögnummainwherewestoreandprocessdatamodule
Samantekt

Persónugögn sem Microsoft safnar geta verið geymd og unnið úr þeim á þínu landsvæði, í Bandaríkjunum eða annarri lögsögu þar sem Microsoft eða hlutdeildarfélög, dótturfyrirtæki eða þjónustuaðilar þess eru með starfsemi. Microsoft rekur stór gagnaver í Austurríki, Ástralíu, Bandaríkjunum, Brasilíu, Bretlandi, Finnlandi, Frakklandi, Hong Kong, Hollandi, Indlandi, Írlandi, Japan, Kanada, Kóreu, Lúxemborg, Malasíu, Singapúr, Suður-Afríku og Þýskalandi. Yfirleitt er aðalgeymslustaður viðskiptavinarins á svæði hans eða í Bandaríkjunum, oftast með afriti í gagnaveri á annarri staðsetningu. Geymslustaðir eru valdir til að stýra þjónustu okkar og gera hana skilvirkari, bæta afköst og vera með varakerfi til að vernda gögnin ef sambandsleysi eða önnur vandamál koma upp. Við gerum ráðstafanir til að vinna úr gögnum sem við söfnum samkvæmt þessari yfirlýsingu um persónuvernd í samræmi við ákvæði yfirlýsingarinnar og kröfur gildandi laga.

Við flytjum persónugögn frá Evrópska efnahagssvæðinu, Bretlandi og Sviss til annarra landa, sem sum hver eru í þeirri stöðu að framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur ekki enn ákvarðað að þau verndi gögn með fullnægjandi hætti. Til dæmis er hugsanlegt að lögin þeirra tryggi ekki sömu réttindi eða það sé ekki til staðar eftirlitsstofnun persónuverndar sem getur brugðist við kvörtunum þínum. Þegar við tökum þátt í þess konar flutningum notum við ýmis lögleg ferli, þar á meðal samninga eins og stöðluð samningsbundin ákvæði útgefin af framkvæmdastjórn Evrópusambandsins undir framkvæmdarákvörðun framkvæmdastjórnarinnar 2021/914, til að vernda réttindi þín og gera þessari vörn kleift að ferðast með gögnunum þínum. Frekari upplýsingar um ákvarðanir framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins varðandi fullnægjandi vernd persónugagna í löndum þar sem Microsoft vinnur úr persónugögnum má finna í eftirfarandi grein á vefsvæði framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins.

Microsoft Corporation uppfyllir gagnaverndarramma ESB-BNA, breskan viðauka við gagnaverndarramma ESB-BNA og gagnaverndarramma Sviss-BNA eins og sett er fram af bandaríska viðskiptaráðuneytinu. Microsoft Corporation hefur staðfest hjá bandaríska viðskiptaráðuneytinu að það fylgi ákvæðum gagnaverndarramma ESB-BNA hvað varðar vinnslu persónuupplýsinga frá Evrópusambandinu og Evrópusambandinu í samræmi við gagnaverndarramma ESB-BNA og frá Bretlandi (og Gíbraltar) í samræmi við viðauka Bretlands við gagnaverndarramma ESB-BNA. Microsoft Corporation hefur staðfest hjá bandaríska viðskiptaráðuneytinu að það fylgi ákvæðum gagnaverndarramma Sviss-BNA hvað varðar vinnslu persónuupplýsinga frá Sviss í samræmi við gagnaverndarramma Sviss-BNA. Hvað framsendingar varðar ber Microsoft Corporation ábyrgð á vinnslu persónuugagna sem það móttekur samkvæmt DPF og eru síðan fluttar til þriðja aðila sem starfar sem fulltrúi fyrir okkar hönd. Microsoft Corporation ber áfram ábyrgð samkvæmt DPF ef fulltrúi okkar vinnur úr slíkum persónuupplýsingum sem samræmast ekki DPF, nema Microsoft Corporation geti sannað að við berum ekki ábyrgð á skaðanum sem hlýst af. Komi til árekstrar á milli skilmála þessarar persónuverndaryfirlýsingar og ákvæða gagnaverndarramma ESB-BNA og Sviss-BNA skulu ákvæði gagnaverndarrammins gilda. Frekari upplýsingar um fyrirkomulag gagnaverndarrammans ásamt vottun okkar er að finna á gagnaverndarrammann er að finna á vefsvæði bandaríska viðskiptaráðuneytisins. Dótturfyrirtæki Microsoft Corporation í Bandaríkjunum, sem skilgreind eru í innsendri vottun okkar, fylgja einnig ákvæðum gagnaverndarrammans – nánari upplýsingar er að finna í lista yfir Aðilar eða dótturfélög Microsoft í Bandaríkjunum sem fylgja ákvæðum gagnaverndarrammans.

Ef þú ert með spurningu eða kvörtun varðandi þátttöku Microsoft í gagnaverndarrömmunum hvetjum við þig til að hafa samband við okkur í gegnum vefeyðublað. Vegna hugsanlegra kvartana út af gagnaverndarrömmunum sem Microsoft getur ekki leyst úr með beinum hætti höfum við ákveðið að vera í samstarfi við viðeigandi gagnaverndaryfirvöld Evrópusambandsins, eða hóp sérfræðinga sem gagnaverndaryfirvöld í Evrópu hafa komið á fót, til að vinna úr ágreiningi hjá einstaklingum innan Evrópusambandsins, bresku persónuverndarstofnuninni (fyrir einstaklinga í Bretlandi) og svissnesku gagna- og persónuverndarstofnunina (FDPIC) til að vinna úr ágreiningi svissneskra einstaklinga. Hafðu samband við okkur ef þú vilt að við vísum þér á tengiliði gagnaverndaryfirvalda. Eins og nánar er útskýrt í ákvæðum gagnaverndarrammans er bindandi gerðardómur í boði til að taka á eftirstandandi kvörtunum sem ekki er leyst úr með öðrum hætti. Microsoft lýtur rannsóknar- og framkvæmdarheimildum Alríkisviðskiptastofnunar Bandaríkjanna (FTC).

Einstaklingar sem njóta persónuverndar samkvæmt lögum Japans um vernd persónuupplýsinga ættu að vísa í greinina á Vefsvæði framkvæmdastjórnar japönsku persónuupplýsingaverndarinnar (aðeins birt á japönsku) til að fá frekari upplýsingar um umsögn framkvæmdastjórnarinnar um persónuverndarkerfi í ákveðnum löndum. Fyrir einstaklinga í Japan skal smella á hér til að fá frekari upplýsingar um vinnslu upplýsinga samkvæmt fjarskiptalögum í atvinnurekstri (aðeins á japönsku).

Varðveisla okkar á persónugögnumVarðveisla okkar á persónugögnummainOurretentionofpersonaldatamodule
Samantekt

Microsoft varðveitir persónugögn eins lengi og nauðsynlegt er til að bjóða upp á vörur og framkvæma færslur sem þú hefur beðið um, eða í öðrum lögmætum tilgangi, t.d. til að uppfylla lagalegar skyldur, leysa úr deilum og framfylgja samningum okkar. Þar sem kröfur geta verið mismunandi eftir gagnagerðum, samhengi samskipta okkar við þig eða notkun þinni á vörum, getur raunverulegur varðveislutími verið mjög mismunandi.

Önnur skilyrði sem eru notuð til að ákvarða varðveislutíma er eftirfarandi:

  • Veita, stofna eða viðhalda viðskiptavinir gögnum með þeirri væntingu að við munum geyma þau þar til að þeir fjarlægja þau sjálfir? Dæmi eru skjöl sem þú vistar á OneDrive eða tölvupóstur sem þú geymir í innhólfi Outlook.com. Í slíkum tilfellum myndum við stefna að því að geyma gögnin þar til að þú eyðir þeim sjálf(ur), til dæmis með því að færa tölvupóst úr innhólfi Outlook.com í möppuna „Eydd atriði“ og tæma síðan möppuna (þegar mappan „Eydd atriði“ er tæmd eru atriði sem var eytt enn í kerfi okkar í allt að 30 daga áður en þeim er eytt fyrir fullt og allt). (Athugaðu að það geta verið aðrar ástæður fyrir því að það þurfi að eyða gögnunum fyrr, t.d. ef þú ferð yfir mörk um gagnamagn sem hægt er að geyma á reikningnum þínum.)
  • Er sjálfvirk stýring til staðar, eins og í persónuverndaryfirliti Microsoft, sem gerir viðskiptavinum kleift að fá aðgang að og eyða persónugögnum hvenær sem er? Ef hún er ekki til staðar er yfirleitt notast við styttri varðveislutíma.
  • Eru persónugögnin viðkvæm gögn? Ef það er tilfellið er yfirleitt tekin ákvörðun um styttri varðveislutíma.
  • Hefur Microsoft tekið upp og tilkynnt ákveðinn varðveislutíma fyrir vissar gagnagerðir? Fyrir leitarfyrirspurnir á Bing, sem dæmi, eyðum við auðkenningu vistaðra leitarfyrirspurna með því að fjarlægja IP-töluna í heild sinni eftir sex mánuði og fjarlægja kökukenni og önnur auðkenni þvert á lotur sem notuð eru til að bera kennsl á sérstakan reikning eða tæki að 18 mánuðum liðnum.
  • Hefur notandi veitt leyfi fyrir lengri varðveislutíma? Ef það er tilfellið munum við geyma gögn lengur í samræmi við leyfi þitt.
  • Ber Microsoft lagaleg, samningsleg eða önnur skylda til að geyma gögnin eða eyða þeim? Dæmi um slíkt eru lög um skyldubundna geymslu gagna í viðeigandi lögsagnarumdæmi, skipanir frá ríkisstjórn um að geyma gögn fyrir rannsóknir eða gögn sem eru varðveitt vegna málssóknar. Á móti kemur að ef lög krefjast þess að við fjarlægjum ólögmætt efni munum við gera það.
Gagnavernd í ríkjum BandaríkjannaGagnavernd í ríkjum Bandaríkjannamaincaliforniaconsumerprivacyactmodule
Samantekt

Ef þú ert íbúi í Bandaríkjunum vinnum við úr persónuupplýsingum þínum í samræmi við gildandi persónuverndarlög í ríkjum Bandaríkjanna, þ.m.t. persónuverndarlög fyrir neytendur í Kaliforníu (CCPA). Þessi hluti persónuverndaryfirlýsingar okkar inniheldur upplýsingar sem krafist er í samræmi við CCPA og önnur gagnaverndarlög í ríkjum Bandaríkjanna og koma til viðbótar við persónuverndaryfirlýsingu okkar.

Hafðu í huga að nýlegar breytingar á CCPA og öðrum persónuverndarlögum gagna hjá ríki taka gildi árið 2023; hins vegar hafa reglur sem innleiða mörg þessara laga ekki enn verið kláraðar. Við vinnum stöðugt að því að bæta samræmi við þessi lög og munum uppfæra ferla okkar og upplýsingagjöf þegar þessar reglur verða settar á.

Skoðaðu einnig Yfirlýsing um gagnaverndarlög í ríkjum Bandaríkjanna okkar og Washington-ríkis Persónuverndarstefna fyrir neytendur á heilbrigðisþjónustu fyrir frekari upplýsingar um gögnin sem við söfnum, vinnum úr, deilum og birtum og réttindi þín samkvæmt viðeigandi gagnaverndarlögum í ríkjum Bandaríkjanna.

Sala. Við seljum ekki persónuupplýsingarnar þínar. Þess vegna bjóðum við ekki upp á að afþakka sölu persónuupplýsinga.

Deila. Við gætum „deilt“ persónugögnum þínum, eins og það er skilgreint í Kaliforníu og öðrum gildandi lögum bandaríska ríkisins til notkunar í sérsniðnum auglýsingum. Eins og kemur fram í kaflanum Auglýsingar sýnum við ekki sérsniðnar auglýsingar börnum undir 18 ára aldri samkvæmt skráðum afmælisdegi á Microsoft-reikningnum þeirra.

Í áherslumerkta listanum hér að neðan gerum við grein fyrir þeim flokkum gagna sem við deilum fyrir sérsniðnar auglýsingar, viðtakendum persónuupplýsinganna og tilgangi okkar með úrvinnslu. Lýsing á upplýsingunum sem felast í hverjum flokki má finna í kaflanum Persónuupplýsingar sem við söfnum.

Flokkar persónuupplýsinga

  • Nafn og samskiptaupplýsingar
    • Viðtakendur: Þriðju aðilar sem starfrækja auglýsingaþjónustu á netinu fyrir Microsoft
    • Tilgangur úrvinnslu: Að sýna sérsniðnar auglýsingar sem byggja á áhugamálum þínum
  • Lýðfræðileg gögn
    • Viðtakendur: Þriðju aðilar sem starfrækja auglýsingaþjónustu á netinu fyrir Microsoft
    • Tilgangur úrvinnslu: Að sýna sérsniðnar auglýsingar sem byggja á áhugamálum þínum
  • Gögn um áskriftir og leyfi
    • Viðtakendur: Þriðju aðilar sem starfrækja auglýsingaþjónustu á netinu fyrir Microsoft
    • Tilgangur úrvinnslu: Að sýna sérsniðnar auglýsingar sem byggja á áhugamálum þínum
  • Notkun
    • Viðtakendur: Þriðju aðilar sem starfrækja auglýsingaþjónustu á netinu fyrir Microsoft
    • Tilgangur úrvinnslu: Að sýna sérsniðnar auglýsingar sem byggja á áhugamálum þínum

Nánari upplýsingar í Auglýsingar hlutanum um auglýsingavenjur okkar og Yfirlýsing um gagnaverndarlög í ríkjum Bandaríkjanna okkar fyrir nánari upplýsingar um „deilingu“ til notkunar í sérsniðnum auglýsingum samkvæmt viðeigandi lögum bandaríska ríkisins.

Réttindi. Þú hefur rétt á að óska eftir því að við (i) gefum upp hvaða persónuupplýsingum við söfnum, notum, birtum, deilum og seljum, (ii) eyðum persónuupplýsingum þínum, (iii) leiðréttum persónuupplýsingar þínar, (iv) takmörkum notkun og birtingu viðkvæmra gagna þinna og (v) „deilum“ ekki persónuupplýsingum þínum með þriðju aðilum í því skyni að sýna sérsniðnar auglýsingar á vefsvæðum þriðju aðila. Þú getur lagt fram þessar beiðnir sjálf(ur) eða gegnum fulltrúa. Ef fulltrúi kemur fram fyrir þína hönd veitum við honum nákvæmar leiðbeiningar um hvernig þú getir nýtt þér persónuverndarréttindi þín. Skoðaðu Yfirlýsing um gagnaverndarlög í ríkjum Bandaríkjanna til að fá frekari upplýsingar um hvernig á að nýta sér þessi réttindi. Einnig er hægt að skoða upplýsingar Persónuverndarstefna fyrir neytendur á heilbrigðisþjónustu Washington-ríkis til að fá upplýsingar um réttindi sem tiltæk eru samkvæmt Washington-lögum.

Ef þú ert með Microsoft-reikning geturðu nýtt réttindi þín í gegnum Persónuverndaryfirlit Microsoft, en það krefst þess að þú skráir þig inn á Microsoft-reikninginn þinn. Ef upp koma fleiri beiðnir eða spurningar eftir að þú hefur farið gegnum stjórnborðið getur þú haft samband við Microsoft á netfangið sem fram kemur í kaflanum Hvernig á að hafa samband við okkur, notað vefeyðublað eða hringt í tollfrjálst bandarískt númer okkar 1 (844) 931 2038. Ef þú ert ekki með reikning getur þú nýtt réttindi þín með því að hafa samband við okkur eins og lýst er hér að ofan. Við kunnum að biðja þig um frekari upplýsingar, t.d. um búsetuland, netfang og símanúmer til að staðfesta beiðnina áður en brugðist er við henni.

Þú getur látið í ljós val þitt um að afþakka deilingu persónuupplýsinga þinna með þriðju aðilum fyrir sérsniðnar auglýsingar á vefsvæðum þriðja aðila með því að fara á afþökkunarsíðu deilt. Þú getur einnig stjórnað sérsniðnum auglýsingum sem þú sérð í eiginleikum Microsoft með því að fara á afþökkunarsíðu.

Við notum ekki né birtum viðkvæm gögn þín í öðrum tilgangi en þeim sem taldir eru upp hér að neðan án samþykkis þíns eða eins og leyft er samkvæmt gildandi gagnaverndarlögum. Þess vegna bjóðum við ekki upp á möguleika á að takmarka notkun viðkvæmra gagna.

Ef þú nýtir persónuverndarréttindi þín hefur þú rétt á að mál þín séu afgreidd án þess að þér sé mismunað með einhverjum hætti. Við munum ekki mismuna þér þegar þú nýtir persónuverndarréttindi þín.

Vinnsla persónuupplýsinga. Í áherslumerkta listanum hér fyrir neðan teljum við upp þá flokka persónuupplýsinga sem við söfnum, hvaðan þessar persónuupplýsingar koma, tilgang okkar með úrvinnslu þeirra og flokka viðtakenda þriðju aðila sem við látum í té persónuupplýsingar. Lýsing á upplýsingunum sem felast í hverjum flokki má finna í kaflanum Persónuupplýsingar sem við söfnum. Frekari upplýsingar um varðveisluskilyrði persónuupplýsinga er að finna í kaflanum Varðveisla okkar á persónugögnum.

Flokkar persónuupplýsinga

  • Nafn og samskiptaupplýsingar
    • Uppruni persónuupplýsinga: Samskipti við notendur og samstarfsaðila sem við bjóðum sammerkta þjónustu
    • Tilgangur úrvinnslu (söfnun og birting til þriðju aðila): Bjóða upp á vörur okkar; svara spurningum viðskiptavina; hjálp, öryggi og úrræðaleit; og markaðssetning
    • Viðtakendur: Þjónustuveitur og notendamiðaðar einingar
  • Skilríki
    • Uppruni persónuupplýsinga: Samskipti við notendur og fyrirtæki sem standa fyrir notendur
    • Tilgangur úrvinnslu (söfnun og birting til þriðju aðila): Bjóða upp á vörur okkar; sannvottun og reikningsaðgangur; og hjálp, öryggi og úrræðaleit
    • Viðtakendur: Þjónustuveitur og notendamiðaðar einingar
  • Lýðfræðileg gögn
    • Uppruni persónuupplýsinga: Samskipti við notendur og kaup upplýsingamiðlara
    • Tilgangur úrvinnslu (söfnun og birting til þriðju aðila): Bjóða upp á og sérsníða vörur okkar; vöruþróun; hjálp, öryggi og úrræðaleit; og markaðssetning
    • Viðtakendur: Þjónustuveitur og notendamiðaðar einingar
  • Greiðsluupplýsingar
    • Uppruni persónuupplýsinga: Samskipti við notendur og fjármálastofnanir
    • Tilgangur úrvinnslu (söfnun og birting til þriðju aðila): Millifærsluviðskipti; vinna úr færslum; uppfylla pantanir; hjálp, öryggi og úrræðaleit; og greina og koma í veg fyrir svik
    • Viðtakendur: Þjónustuveitur og notendamiðaðar einingar
  • Gögn um áskriftir og leyfi
    • Uppruni persónuupplýsinga: Samskipti við notendur og fyrirtæki sem standa fyrir notendur
    • Tilgangur úrvinnslu (söfnun og birting til þriðju aðila): Bjóða upp á, sérsníða og virkja vörur okkar; notendaþjónusta; hjálp, öryggi og úrræðaleit; og markaðssetning
    • Viðtakendur: Þjónustuveitur og notendamiðaðar einingar
  • Notkun
    • Uppruni persónuupplýsinga: Samskipti við notendur, þ.m.t. gögn sem Microsoft býr til í gegnum þessi samskipti
    • Tilgangur úrvinnslu (söfnun og birting til þriðju aðila): Bjóða upp á og sérsníða vörur okkar; vöruendurbót; vöruþróun; markaðssetning; hjálp, öryggi og úrræðaleit
    • Viðtakendur: Þjónustuveitur og notendamiðaðar einingar
  • Efni
    • Uppruni persónuupplýsinga: Samskipti við notendur og fyrirtæki sem standa fyrir notendur
    • Tilgangur úrvinnslu (söfnun og birting til þriðju aðila): Bjóða upp á vörur okkar; vernd; og hjálp, öryggi og úrræðaleit
    • Viðtakendur: Þjónustuveitur og notendamiðaðar einingar
  • Myndskeið eða upptökur
    • Uppruni persónuupplýsinga: Samskipti við notendur og upprunar sem eru aðgengilegir öllum
    • Tilgangur úrvinnslu (söfnun og birting til þriðju aðila): Bjóða upp á vörur okkar; vöruendurbót; vöruþróun; markaðssetning; hjálp, öryggi og úrræðaleit; og vernd
    • Viðtakendur: Þjónustuveitur og notendamiðaðar einingar
  • Athugasemdir og einkunnir
    • Uppruni persónuupplýsinga: Samskipti við notendur
    • Tilgangur úrvinnslu (söfnun og birting til þriðju aðila): Bjóða upp á vörur okkar; vöruendurbót; vöruþróun; notendaþjónusta; og hjálp, öryggi og úrræðaleit
    • Viðtakendur: Þjónustuveitur og notendamiðaðar einingar

Áherslumerkti listinn hér að ofan tilgreinir helstu uppruna og tilgang úrvinnslu fyrir sérhvern flokk persónuupplýsinga, en við söfnum einnig persónuupplýsingum sem koma frá veitum sem skráðar eru í kaflanum Persónuupplýsingar sem við söfnum, svo sem þróunaraðilum sem búa til upplifanir gegnum eða fyrir vörur frá Microsoft. Á sama hátt vinnum við úr öllum flokkum persónuupplýsinga í þeim tilgangi sem lýst er í kaflanum Hvernig við notum persónuupplýsingar, til dæmis til að uppfylla lagalegar skyldur okkar, til að styrkja starfsmannahóp okkar og til að framkvæma rannsóknir.

Háð persónuverndarstillingar okkar og eftir því hvaða vörur þú notar og vali þínu kunnum við að safna, vinna úr eða gefa upp tilteknar persónuupplýsingar sem flokkast undir „viðkvæm gögn“ samkvæmt gildandi gagnaverndarlögum bandaríska ríkisins. Viðkvæm gögn eru hlutmengi persónuupplýsinga. Í listanum hér fyrir neðan teljum við upp þá flokka viðkvæmra gagna sem við söfnum, hvaðan þessi viðkvæmu gögn koma, tilgang okkar með úrvinnslu þeirra og flokka viðtakenda þriðju aðila sem viðkvæmum gögnum er deilt með. Frekari upplýsingar um viðkvæm gögn sem við kunnum að safna er að finna í Persónuupplýsingar sem við söfnum.

Flokkar viðkvæmra gagna

  • Innskráning reiknings, fjárhagsreikningur, debet- eða kreditkortanúmer og aðgangsleiðir reikningsins (öryggis- eða aðgangskóði, aðgangsorð, skilríki o.s.frv.)
    • Uppruni viðkvæmra gagna: Samskipti við notendur og fyrirtæki sem standa fyrir notendur
    • Tilgangur úrvinnslu (söfnun og birting til þriðju aðila): Bjóða upp á vöruna og uppfylla umbeðnar fjárhagsfærslur
    • Viðtakendur: Þjónustuveitur og greiðsluþjónustuveitur
  • Nákvæmar upplýsingar um landfræðilega staðsetningu
    • Uppruni viðkvæmra gagna: Samskipti notenda við vörurnar
    • Tilgangur úrvinnslu (söfnun og birting til þriðju aðila): Bjóða upp á umbeðna vöru; vöruendurbót; sumar eigindir kunna að vera birtar þriðju aðilum til að bjóða upp á þjónustuna
    • Viðtakendur: Notendur og þjónustuveitur (frekari upplýsingar er að finna í yfirlýsingu okkar um persónuvernd í kaflanum Windows-staðsetningarþjónusta og upptaka)
  • Kynþáttur eða þjóðernislegur uppruni, trúarbrögð eða heimspekileg viðhorf eða aðild að verkalýðsfélagi
    • Uppruni viðkvæmra gagna: Samskipti við notendur
    • Tilgangur úrvinnslu (söfnun og birting til þriðju aðila): Stunda rannsóknir til að skilja betur hvernig vörur okkar eru notaðar og hvernig þeim er tekið og í þeim tilgangi að bæta vöruupplifunina.
    • Viðtakendur: Þjónustuveitur
  • Líkamleg heilsa eða geðheilbrigði, kynlíf eða kynhneigð
    • Uppruni viðkvæmra gagna: Samskipti við notendur
    • Tilgangur úrvinnslu (söfnun og birting til þriðju aðila): Stunda rannsóknir til að skilja betur hvernig vörur okkar eru notaðar og hvernig þeim er tekið og í þeim tilgangi að bæta vöruupplifunina og aðgengi.
    • Viðtakendur: Þjónustuveitur
  • Efni pósts, tölvupósts eða textaskilaboða (þar sem Microsoft er ekki ætlaður viðtakandi samskiptanna)
    • Uppruni viðkvæmra gagna: Samskipti notenda við vörurnar
    • Tilgangur úrvinnslu (söfnun og birting til þriðju aðila): Bjóða upp á vörur okkar; bæta vöruupplifunina; vernd; og hjálp, öryggi og úrræðaleit
    • Viðtakendur: Þjónustuveitur
  • Persónuupplýsingum safnað frá þekktu barni undir 13 ára aldri
    • Uppruni viðkvæmra gagna: Samskipti við notendur og fyrirtæki sem standa fyrir notendur
    • Tilgangur úrvinnslu (söfnun og birting til þriðju aðila): Bjóða upp á vörur okkar; vöruendurbót; vöruþróun; ráðleggingar; hjálp, öryggi og úrræðaleit; og vernd
    • Viðtakendur: Þjónustuveitur og notandamiðaðar einingar (í samræmi við Microsoft Family Safety stillingar)

Áherslumerkti listinn hér að ofan inniheldur helstu uppruna og tilgang úrvinnslu fyrir persónuupplýsingar sem safnað er frá börnum undir 13 ára, en við söfnum einnig persónuupplýsingum sem koma frá upprunum sem gefnir eru upp í kaflanum Gagnasöfnun frá börnum.

Við notum ekki eða birtum viðkvæmu gögnin þín í öðrum tilgangi en eftirfarandi:

  • Uppfylla þjónustuna eða bjóða upp á vörurnar sem þú gerir eðlilegar væntingar um
  • Hjálpa til við að tryggja öryggi og heilleika þjónustu okkar, kerfa og gagna til að berjast gegn skaðlegum, villandi, svikulum eða ólöglegum aðgerðum og til að vernda öryggi einstaklinga, að því marki sem úrvinnslan telst nauðsynleg og í eðlilegu samræmi við aðstæður
  • Til tímabundinnar notkunar til skamms tíma (þ.m.t. ekki sérsníddar auglýsingar), svo lengi sem persónuupplýsingar eru ekki birtar þriðja aðila, eru ekki notaðar til að persónugreina og eru ekki notaðar til að breyta upplifun einstaklings utan núverandi samskipta við Microsoft
  • Uppfylla þjónustu fyrir hönd Microsoft, svo sem að halda utan um reikninga, bjóða upp á notendaþjónustu eða uppfylla pantanir/færslur, staðfesta upplýsingar um viðskiptavini, vinna úr greiðslum, útvega fjármagn, bjóða upp á greiningu, geymslupláss og svipaða þjónustu
  • Grípa til aðgerða til að staðfesta eða viðhalda gæðum eða öryggi á, eða til að bæta eða uppfæra þjónustu eða tæki í eigu eða undir stjórn Microsoft
  • Safna eða vinna úr viðkvæmum gögnum þar sem söfnun eða vinnsla er ekki til að draga ályktanir um persónueinkenni einstaklingsins
  • Allar aðrar aðgerðir í samræmi við allar síðari reglugerðir sem gefnar eru út í samræmi við gagnaverndarlög í ríkjum Bandaríkjanna

Afgreind gögn. Við sumar aðstæður kann Microsoft að vinna úr afgreindum gögnum. Gögn eru í þessari stöðu þegar ekki er hægt að tengja gögn við einstakling þar sem slík gögn kunna að eiga við án þess að taka viðbótarskref. Í þeim tilfellum og nema leyft sé samkvæmt gildandi lögum munum við viðhalda slíkum upplýsingum í afgreindri stöðu og munum ekki reyna að auðkenna aftur einstaklinginn sem afgreindu gögnin eiga við um.

Birting persónuupplýsinga í viðskiptalegum tilgangi eða í auglýsingaskyni. Eins og kemur fram í kaflanum Ástæður fyrir deilingu persónuupplýsinga deilum við persónuupplýsingum með þriðju aðilum í ýmsum viðskiptalegum tilgangi og í auglýsingaskyni. Þegar við deilum persónuupplýsingum í viðskiptalegum tilgangi eða í auglýsingaskyni er fyrst og fremst um að ræða úrvinnslu sem talin er upp í töflunni hér fyrir ofan. Hins vegar deilum við öllum flokkum persónuupplýsinga í þeim viðskiptalega tilgangi og auglýsingaskyni sem lýst er í kaflanum Ástæður fyrir deilingu persónuupplýsinga.

Aðilar sem stjórna söfnun persónuupplýsinga. Í ákveðnum aðstæðum kunnum við að leyfa þriðja aðila að stjórna söfnun persónuupplýsinga þinna. Til dæmis kunna forrit eða viðbætur þriðja aðila sem keyra í Windows eða Edge-vafra að safna persónuupplýsingum samkvæmt þeirra eigin venjum.

Microsoft leyfir auglýsingafyrirtækjum að safna upplýsingum um samskipti þín við vefsvæði okkar til að birta sérsniðnar auglýsingar fyrir hönd Microsoft. Þessi fyrirtæki eru m.a.: Meta, LinkedIn, Google og Adobe.

GervigreindGervigreindmainartificialintelligencemodule
Samantekt

Microsoft nýtir sér krafta gervigreindar í mörgum vörum okkar og þjónustu, þ.m.t. með því að fella inn gervigreindareiginleika, eins og möguleika Microsoft Copilot. Þróun og notkun Microsoft á gervigreind fellur undir Meginreglur gervigreindar og Siðareglur ábyrgrar gervigreindar Microsoft, og söfnun og notkun Microsoft á persónugögnum við þróun og notkun á gervigreindareiginleikum er í samræmi við skuldbindingarnar sem fram koma í þessari persónuverndaryfirlýsingu. Upplýsingar um tilteknar vörur veita frekari upplýsingar. Þú getur fengið nánari upplýsingar um hvernig Microsoft notar gervigreind hér.

AuglýsingarAuglýsingarmainadvertisingmodule
Samantekt

Auglýsingar leyfa okkur að útvega, styðja og bæta sumar af vörunum okkar. Microsoft notar ekki það sem þú segir í tölvupósti, spjalli við annað fólk, myndsímtölum eða talhólfsskilaboðum né skjöl, ljósmyndir eða aðrar persónulegar skrár til að beina auglýsingum að þér. Við notum önnur gögn, eins og útskýrt er fyrir neðan, til að auglýsa í eiginleikum okkar og eiginleikum þriðja aðila. Til dæmis:

  • Microsoft kann að nota gögn sem við söfnum til að velja og birta einhverjar þeirra auglýsinga sem þú sérð í vefeiginleikum Microsoft á borð við Microsoft.com, Microsoft Start og Bing.
  • Þegar auglýsingaauðkennið er virkt í Windows, sem hluti af persónuverndarstillingum þínum, geta þriðju aðilar fengið aðgang að og notað auglýsingaauðkennið (á mjög svipaðan hátt og vefsvæði geta fengið aðgang að og notað einkvæmt kennimerki sem vistað er í köku) til að velja og birta auglýsingar í slíkum forritum.
  • Við kunnum að deila gögnum sem við söfnum með innri og ytri samstarfsaðilum okkar á borð við Xandr, Yahoo eða Facebook (sjá að neðan) til að auglýsingarnar sem þú sérð í vörum okkar og vörum þeirra eigi meira erindi við þig og skipti þig meira máli.
  • Auglýsendur geta kosið að setja vefvita á vefsvæðin sín, eða notað svipaða tækni, til að leyfa Microsoft að safna upplýsingum á vefsvæðum þeirra, eins og um aðgerðir, kaup og heimsóknir. Við notum þessi gögn fyrir hönd samstarfsaðila okkar í auglýsingum til að birta auglýsingar.

Auglýsingarnar sem þú sérð kunna að vera valdar út frá gögnum sem við höfum unnið úr um þig á borð við áhugamál þín og eftirlæti, staðsetningu þína, færslur þínar, það hvernig þú notar vörur okkar, leitarfyrirspurnir þínar eða það hvaða efni þú skoðar. Ef þú skoðar til dæmis efni í Microsoft Start um bíla kunnum við að sýna þér bílaauglýsingar; ef þú leitar að „pítsastöðum í Reykjavík“ á Bing kanntu að sjá auglýsingar í leitarniðurstöðum þínar um veitingastaði í Reykjavík.

Auglýsingarnar sem þú sérð kunna einnig að vera valdar út frá öðrum upplýsingum sem við höfum aflað um þig smátt og smátt með lýðfræðilegum gögnum, staðsetningargögnum, leitarfyrirspurnum, áhugamálum og eftirlæti, notkunargögnum úr vörum okkar og vefsvæðum, og upplýsingum sem við söfnum um þig af vefsvæðum og forritum auglýsenda okkar og samstarfsaðila. Í þessari yfirlýsingu tölum við um þetta sem „sérsniðnar auglýsingar“. Ef þú skoðar til dæmis leikjaspilun á xbox.com kanntu að sjá tilboð um leiki í Microsoft Start. Til þess að bjóða upp á sérsniðnar auglýsingar sameinum við kökur í tækinu þínu með því að nota gögn sem við söfnum (eins og IP-tölu) þegar vafrinn þinn á í samskiptum við vefsvæði okkar. Ef þú vilt hætta að fá sendar sérsniðnar auglýsingar verða gögn sem tengjast þessum kökum ekki notuð.

Við kunnum að nota upplýsingar um þig til að birta þér sérsniðnar auglýsingar þegar þú notar Microsoft-þjónustu. Ef þú ert skráð(ur) inn með Microsoft-reikningnum þínum og hefur samþykkt að leyfa Microsoft Edge að nota aðgerðir þínar á netinu til að sérsníða auglýsingar sérðu tilboð fyrir vörur og þjónustu í samræmi við aðgerðir þínar á netinu þegar þú notar Microsoft Edge. Til að grunnstilla persónuverndarstillingarnar þínar fyrir Edge skaltu opna „Microsoft Edge > Stillingar > Persónuvernd og þjónusta“. Til að grunnstilla persónuverndar- og auglýsingastillingar þínar fyrir Microsoft-reikninginn þinn með tilliti til virkni þinnar á netinu í ýmsum vöfrum, þar á meðal Microsoft Edge, eða þegar þú heimsækir vefsvæði eða forrit frá þriðju aðilum, skaltu fara í yfirlitið þitt á privacy.microsoft.com.

Nánari upplýsingar um auglýsingatengda notkun okkar á gögnum eru meðal annars:

  • Bestu starfsvenjur og skuldbinding í markaðsmálum. Microsoft er aðili að Network Advertising Initiative (NAI) og fylgir siðareglum þeirra. Við fylgjum einnig eftirfarandi sjálfseftirlitsáætlunum:
  • Birting heilsutengdra auglýsinga. Í Bandaríkjunum bjóðum við upp á sérsniðnar auglýsingar sem byggjast á takmörkuðum fjölda staðlaðra, ekki viðkvæmra heilsutengdra áhugaflokka, sem fela m.a. í sér ofnæmi, gigt, kólesteról, kvef og flensu, sykursýki, heilsu meltingarvegar, höfuðverk/mígreni, heilbrigt mataræði, hjartaheilsu, heilsu karlmanna, tannheilsu, beinþynningu, húðheilsu, svefn, sjón og augnvernd. Við sérsníðum einnig auglýsingar á grundvelli sérsniðinna, ekki viðkvæmra heilsutengdra áhugaflokka samkvæmt óskum auglýsenda.
  • Börn og auglýsingar. Við sendum ekki sérsniðnar auglýsingar til barna sem eru undir 18 ára aldri samkvæmt skráðum afmælisdegi á Microsoft-reikningnum þeirra.
  • Varðveisla gagna. Við varðveitum ekki gögn fyrir sérsniðnar auglýsingar lengur en í 13 mánuði nema með leyfi frá þér.
  • Viðkvæm gögn. Microsoft Advertising hvorki safnar, vinnur úr né birtir persónuupplýsingar sem flokkast undir „viðkvæm gögn“ samkvæmt gildandi gagnaverndarlögum í ríkjum Bandaríkjanna í þeim tilgangi að bjóða upp á sérsniðnar auglýsingar.
  • Samnýting gagna. Í sumum tilfellum deilum við skýrslum með auglýsendum um gögnin sem við höfum safnað á þeirra svæðum eða auglýsingum.

Gögn sem safnað er af öðrum auglýsingafyrirtækjum. Auglýsendur setja stundum sína eigin vefvita (eða frá öðrum samstarfsaðilum fyrir auglýsingar) inn í auglýsingar sem við birtum fyrir þá, sem auðveldar þeim að setja inn og lesa úr eigin köku. Þar að auki er Microsoft í samstarfi við Xandr, fyrirtæki Microsoft og auglýsingafyrirtæki þriðju aðila sem sjá um suma auglýsingaþjónustu okkar og við leyfum einnig öðrum auglýsingafyrirtækjum þriðju aðila að birta auglýsingar á svæðum okkar. Þessir þriðju aðilar kunna að setja vafrakökur upp í tölvunni þinni og safna gögnum um athafnir þínar á netinu af vefsvæðum eða nettengdum þjónustum. Þessi fyrirtæki eru nú, en takmarkast ekki við: Facebook, Media.net, Outbrain, Taboola og Yahoo. Veldu einhvern af tenglunum hér á undan til að fá frekari upplýsingar um starfsemi hvers fyrirtækis, þ.m.t. þá valkosti sem það býður upp á. Mörg þessara fyrirtækja eru einnig aðilar í NAI eða DAA, en bæði samtökin bjóða upp á einfalda leið til að afþakka markauglýsingar frá samstarfsfyrirtækjum.

Til að afþakka sérsniðnar auglýsingar frá Microsoft skaltu fara á „afþakka“-síðuna okkar. Þegar þú afþakkar er kjörstilling þín vistuð í köku sem gildir aðeins fyrir vafrann sem þú ert að nota. Úrsagnarkakan er með fyrningardagsetningu upp á fimm ár. Ef þú eyðir kökum úr tækinu þínu þarftu að afþakka aftur.

TalgreiningartækniTalgreiningartæknimainspeechrecognitionmodule
Samantekt

Talgreiningartækni er byggð inn í margar vörur og þjónustur Microsoft. Microsoft veitir bæði eiginleika talgreiningu sem byggir á tækjum og skýjum (á netinu). Talgreiningartækni Microsoft breytir raddgögnum í texta. Með þínu leyfi geta starfsmenn Microsoft og aðrir sem vinna fyrir hönd Microsoft farið yfir búta af raddgögnum eða raddklippum þínum til að byggja upp og bæta talgreiningartækni okkar. Þessar umbætur leyfa okkur að bæta getu raddvirkjunar sem kemur notendum allra okkar vara og þjónustu til góða. Áður en starfsmaður eða söluaðili fer yfir raddgögn verndum við persónugögn notenda með því að taka skref til að afgreina gögnin, krefjast trúnaðarsamninga við viðeigandi söluaðila og starfsmenn þeirra og krefjast þess að starfsmenn og söluaðilar uppfylli háa staðla um persónvernd. Lærðu meira um Microsoft og raddgögnin þín.

Forútgáfur eða ókeypis útgáfurForútgáfur eða ókeypis útgáfurmainpreviewreleasesmodule
Samantekt

Microsoft býður upp á forútgáfur, Insider-útgáfur, beta-útgáfur eða aðrar ókeypis vörur og eiginleika („forútgáfur“) til að gera þér kleift að meta þær á meðan þú veitir Microsoft gögn um notkun þína á vörunni, þ.m.t. athugasemdir og tækja- og notkunargögn. Prufuútgáfur geta sjálfkrafa safnað viðbótargögnum, bjóða upp á færri stillingar og nota aðrar persónuverndar- og öryggisráðstafanir en þær sem eru yfirleitt til staðar í vörunum okkar. Ef þú tekur þátt í prófunum á prufuútgáfum kunnum við að hafa samband við þig í sambandi við athugasemdirnar frá þér eða áhuga þinn á að nota vöruna eftir að hún kemur á markað.

Breytingar á þessari yfirlýsingu um persónuverndBreytingar á þessari yfirlýsingu um persónuverndmainchangestothisprivacystatementmodule
Samantekt

Við uppfærum þessa yfirlýsingu um persónuvernd þegar nauðsynlegt reynist að veita aukið gagnsæi eða sem viðbrögð við:

  • Athugasemdum frá viðskiptavinum, eftirlitsaðilum, iðnaðinum eða öðrum hagsmunaaðilum.
  • Breytingum á vörum okkar.
  • Breytingum á gagnavinnsluaðgerðum okkar eða stefnum.

Ef við gerum breytingar á þessari yfirlýsingu munum við uppfæra dagsetninguna „síðast uppfært“ sem er að finna efst í yfirlýsingunni og lýsa breytingunum á síðunni Breytingaferill. Ef efnislegar breytingar verða á yfirlýsingunni, t.d. breytingar á ástæðum fyrir úrvinnslu persónugagna sem samræmast ekki upprunalegri ástæðu gagnasöfnunarinnar, munum við tilkynna þér um það annaðhvort með því að birta áberandi tilkynningu um slíkar breytingar áður en þær taka gildi eða með því að senda þér beina tilkynningu. Við hvetjum þig til að skoða þessa friðhelgisyfirlýsingu reglulega til að sjá hvernig Microsoft verndar upplýsingarnar þínar.

Hvernig á að hafa samband við okkurHvernig má hafa samband við okkurmainhowtocontactusmodule
Samantekt

Ef þú hefur áhyggjur af persónuvernd eða vilt leggja fram kvörtun eða spurningu um persónuvernd til yfirmanns eftirlits með persónuvernd hjá Microsoft eða yfirmanns gagnaverndar á þínu svæði skaltu hafa samband með því að nota vefeyðublað. Við munum svara spurningum eða ábendingum eins og lög mæla fyrir um og innan 30 daga að hámarki. Þú getur einnig komið málum á framfæri eða lagt fram kvörtun til gagnaverndaryfirvalda eða annars fulltrúa með lögsögu.

Þegar Microsoft er ábyrgðaraðili eru Microsoft Corporation og, fyrir þá sem eru á Evrópska efnahagssvæðinu, Bretlandi og í Sviss, Microsoft Ireland Operations Limited, ábyrgðaraðilar persónugagna sem við söfnum í gegnum þær vörur okkar sem falla undir þessa yfirlýsingu, nema annað sé tekið fram. Heimilisföng okkar eru:

  • Microsoft Privacy, Microsoft Corporation, One Microsoft Way, Redmond, Washington 98052, Bandaríkjunum. Sími: +1 (425) 882 8080.
  • Microsoft Ireland Operations Ltd, Attn: Data Protection Officer, One Microsoft Place, South County Business Park, Leopardstown, Dublin 18, Írlandi. Símanúmer: +353 1 706 3117.

Þú finnur upplýsingar um dótturfélag Microsoft í þínu landi eða á þínu svæði í listanum á Staðsetning skrifstofa Microsoft víðsvegar um heiminn.

Fulltrúi Microsoft Ireland Operations Limited samkvæmt 14. gr. alríkislaga Sviss um gagnavernd er Microsoft Schweiz GmbH, The Circle 02, 8058 Zürich-Flughafen, Sviss.

Ef þú vilt nýta réttindi þín samkvæmt gagnaverndarlögum í ríkjum Bandaríkjanna geturðu haft samband við Microsoft í ofangreindu aðsetri í Bandaríkjunum, notað vefeyðublað okkar eða hringt í tollfrjálst bandarískt númer okkar +1 (844) 931 2038.

Ef þú ert íbúi Kanada og héruðum þess getur þú haft samband við gagnaverndarfulltrúa Microsoft fyrir Kanada í höfuðstöðvum Microsoft í Kanada, 4400-81 Bay St, Toronto, ON, M5J 0E7, í +1 (416) 349 2506 eða notað vefeyðublað okkar.

Samkvæmt lögum í Frakklandi geturðu einnig sent okkur sérstakar leiðbeiningar varðandi notkun persónugagna þinna eftir andlát þitt með því að notast við vefeyðublað.

Ef spurningar vakna um tæknileg mál eða þjónustu skaltu fara á Notendaþjónusta Microsoft til að fá nánari upplýsingar um hvað notendaþjónusta Microsoft býður upp á. Ef þú þarft að spyrja um aðgangsorð inn á persónulegan Microsoft-reikning skaltu fara á Notendaþjónusta Microsoft-reiknings.

Við bjóðum upp á ýmsar leiðir svo þú getir stjórnað persónugögnum þínum sem Microsoft hefur yfir að ráða og nýtt rétt þinn á gagnavernd. Þetta geturðu gert með því að hafa samband við Microsoft í vefeyðublað okkar eða með upplýsingunum hér að ofan, eða með því að nota ýmis verkfæri sem við bjóðum upp á. Frekari upplýsingar er að finna í hlutanum Aðgangur og stjórnun persónugagna.

Vörur fyrir fyrirtæki og þróunaraðilaVörur fyrir fyrirtæki og þróunaraðilamainenterprisedeveloperproductsmodule
Samantekt
Enterprise Online-þjónustaEnterprise Online-þjónustamainenterpriseservicesmodule
Samantekt
Enterprise og Developer hugbúnaður og Enterprise AppliancesEnterprise og Developer hugbúnaður og Appliancesmainenterprisedevsoftwareappsmodule
Samantekt
Afkasta- og samskiptavörurAfkasta- og samskiptavörurmainprodcommproductsmodule
Samantekt
Microsoft 365, Office og önnur skipulagsforritMicrosoft 365, Office og önnur skipulagsforritmainofficeservicesmodule
Samantekt
Microsoft-fjölskyldaMicrosoft-fjölskyldamainmsfamilymodule
Samantekt
Microsoft TeamsMicrosoft Teamsmainteamsmodule
Samantekt
OneDriveOneDrivemainonedrivemodule
Samantekt
OutlookOutlookmainoutlookmodule
Samantekt
SkypeSkypemainskypemodule
Samantekt
SurfaceSurfacemainsurfacemodule
Samantekt
Surface DuoSurface Duomainsurfaceduomodule
Samantekt
LinkedInLinkedInmainlinkedinmodule
Samantekt
Leit, Microsoft Edge og gervigreindLeit, Microsoft Edge og gervigreindmainsearchaimodule
Samantekt
BingBingmainbingmodule
Samantekt
CortanaCortanamaincortanamodule
Samantekt
Microsoft EdgeMicrosoft Edgemainmsedgemodule
Samantekt
Microsoft TranslatorMicrosoft TranslatormainMicrosoftTranslatormodule
Samantekt
SwiftKeySwiftKeymainswiftkeymodule
Samantekt
WindowsWindowsmainwindowsmodule
Samantekt

Windows er sérsniðið tölvuumhverfi sem gerir þér kleift að nálgast þjónustu, kjörstillingar og efni í öllum tölvubúnaði, hvort sem um er að ræða síma, spjaldtölvur eða Surface Hub-töfluskjá. Í stað þess að vera staðbundinn hugbúnaður í tækinu þínu eru lykilíhlutir í Windows í skýinu og bæði skýtengdir og staðbundnir þættir í Windows eru reglulega uppfærðir, sem sér þér fyrir nýjustu endurbótum og eiginleikum. Til að veita þér þessa tölvuupplifun söfnum við gögnum um þig, tækið þitt og hvernig þú notar Windows. Og þar sem Windows er sérsniðið að þér gefum við þér valkosti um þau persónugögn sem við söfnum og hvernig við notum þau. Athugaðu að ef Windows-tækinu þínu er stýrt af stofnuninni þinni (eins og vinnuveitanda þínum eða skóla) gæti hún notað miðstýrð stjórntæki frá Microsoft eða öðrum til að fá aðgang að og vinna úr gögnunum þínum og til að stýra stillingum tækisins (þ.m.t. persónuverndarstillingum), tækjareglum, hugbúnaðaruppfærslum, gagnasöfnun okkar eða stofnunarinnar, eða öðrum hlutum tækisins. Stofnunin þín getur að auki notað stjórntæki frá Microsoft eða öðrum til að fá aðgang að og vinna úr gögnunum þínum á þessu tæki, þ.m.t. samskipta- og greiningargögnum þínum og efni samskipta þinna og skráa.

Windows-stillingarnar, áður kallað tölvustillingar, er nauðsynlegur hluti af Microsoft Windows. Hann býður upp á þægilegt viðmót til að breyta kjörstillingum notenda, grunnstilla stýrikerfið og stjórna tengdum tækjum svo þú getir stjórnað notandareikningum, breytt netstillingum og sérsniðið ýmsa þætti í Windows. Windows býður upp á leið fyrir forrit til að fá aðgang að ýmsum möguleikum tækisins, eins og myndavél, hljóðnema, staðsetningu, dagbók, tengiliðum, símtalaskrá, skilaboðum og fleiru, en stjórnað aðgangi að persónuupplýsingum þínum. Hver möguleiki er með sína eigin síðu fyrir persónuverndarstillingar í Windows-stillingum svo þú getir stjórnað því hvaða forrit geta notað hvern möguleika. Hér eru nokkrir lykileiginleikar stillinga:

  1. Sérstilling: Þú getur sérsniðið ýmsa þætti í Windows, þar á meðal útlit og yfirbragð, tungumálastillingar og valkosti persónuverndar. Windows-stillingar nota hljóðnemann þegar hljóðstyrk er stjórnað, myndavél þegar innbyggð myndavél og staðsetning eru notuð til að breyta birtunni að næturlagi til að hjálpa þér að sérstilla Windows.
  2. Stjórnun jaðarbúnaðar: Settu upp og stjórnaðu jaðarbúnaði á borð við prentara, skjái og utanáliggjandi drifum.
  3. Grunnstilling nets: Stilltu netstillingar, þ.m.t. Wi-Fi-, Ethernet-, farsíma- og VPN-tengingar og notaðu efnislegt MAC-vistfang, IMEI- og farsímanúmer ef tækið styður farsímakerfi.
  4. Reikningsstjórnun: Bættu við eða fjarlægðu notandareikninga, breyttu reikningsstillingum og stjórnaðu valkostum innskráningar.
  5. Valkostir á kerfisstigi: Grunnstilltu skjástillingar, tilkynningar, orkukosti, stjórnaðu lista yfir uppsett forrit og fleira.
  6. Persónuvernd og öryggisstjórnun: grunnstilltu kjörstillingar persónuverndar, eins og staðsetningu, söfnun greiningargagna o.s.frv. Fínstilltu það hvaða einstök forrit og þjónusta geta fengið aðgang að tækjamöguleikum með því að kveikja eða slökkva á honum.

Frekari upplýsingar um gagnasöfnun í Windows er að finna á Samantekt gagnasöfnunar fyrir Windows. Þessi yfirlýsing fjallar um Windows 10 og Windows 11 og tilvísanir í Windows í þessum hluta tengjast þessum útgáfum. Eldri útgáfur af Windows (þ.m.t. Windows Vista, Windows 7, Windows 8 og Windows 8.1) falla undir sína eigin yfirlýsingu um persónuvernd.

VirkjunVirkjunmainactivationmodule
Samantekt

Þegar þú gerir Windows virkt er sérstakur virkjunarlykill tengdur við tækið sem hugbúnaðurinn er settur upp á. Virkjunarlykillinn og gögn um hugbúnaðinn og tækið er sent til Microsoft til að aðstoða við staðfestingu hugbúnaðarleyfisins. Þessi gögn gæti þurft að senda aftur ef það þarf að endurvirkja eða staðfesta leyfið. Á símum sem nota Windows er auðkenni tækis og netkerfa ásamt staðsetningu tækis á þeim tíma sem fyrst er kveikt á því einnig send til Microsoft fyrir ábyrgðarskráningu, birgðaendurnýjun og ráðstafanir gegn svikum.

AðgerðaferillAðgerðaferillmainactivityhistorymodule
Samantekt

Aðgerðaferill hjálpar þér að fylgjast með því hvað þú gerir með tækinu, á borð við það hvaða forrit og þjónustu þú notar, hvaða skrár þú opnar og hvaða vefsvæði þú skoðar. Aðgerðaferillinn þinn er búinn til þegar þú notar mismunandi forrit og eiginleika á borð við microsoft Edge Legacy - eldri útgáfu Microsoft Edge, sum Microsoft Store-forrit og Microsoft 365-forrit og hann er vistaður staðbundið í tækinu þínu.

Þú getur kveikt eða slökkt á stillingum sem vista aðgerðaferil í tækinu þínu. Þú getur einnig hreinsað aðgerðaferil tækisins hvenær sem er með því að fara í Persónuvernd > Aðgerðaferill í stillingaforriti Windows. Frekari upplýsingar um aðgerðaferil í Windows.

AuglýsingaauðkenniAuglýsingaauðkennimainadvertisingidmodule
Samantekt

Windows býr til einkvæmt auglýsingaauðkenni fyrir hvern einstakling sem notar tæki sem þróunaraðilar forrita og auglýsinganet geta notað í sínum eigin tilgangi, til dæmis til að birta viðeigandi auglýsingar í forritum. Þegar auglýsingaauðkennið er virkt geta bæði forrit frá Microsoft og forrit frá þriðja aðila fengið aðgang að og notað auglýsingaauðkennið á svipaðan hátt og vefsíður fá aðgang að og nota einkvæmt kennimerki sem geymt er í köku. Þannig geta þróunaraðilar forrita og auglýsinganet notað auglýsingaauðkennið þitt til að sýna þér markvissari auglýsingar og annað sem er sniðið að þínum þörfum, bæði í forritum og á netinu. Microsoft safnar auglýsingaauðkennum til ofantalinna nota eingöngu þegar þú hefur valið að leyfa auglýsingaauðkenni sem hluta af persónuverndarstillingum þínum.

Stilling auglýsingaauðkennis gildir um Windows-forrit sem nota auglýsingaauðkenni Windows. Þú getur slökkt á aðgangi að þessu auðkenni hvenær sem er með því að slökkva á auglýsingaauðkenni í stillingaforriti Windows. Ef þú velur að kveikja á því aftur verður auglýsingaauðkennið endurstillt og nýtt auðkenni myndað. Þegar forrit þriðja aðila opnar auglýsingaauðkennið fellur notkun þess á auðkenninu undir yfirlýsingu forritsins um persónuvernd. Frekari upplýsingar um auglýsingaauðkenni í Windows.

Stilling auglýsingaauðkennis gildir ekki um aðrar útfærslur á áhugabundnum auglýsingum sem Microsoft eða þriðju aðilar birta, til dæmis kökur sem eru notaðar til að birta áhugabundnar skjáauglýsingar á vefsvæðum. Vörur þriðja aðila sem eru opnaðar eða settar upp í Windows gætu einnig birt annars konar áhugabundnar auglýsingar samkvæmt þeirra eigin persónuverndarstefnum. Microsoft birtir annars konar áhugabundnar auglýsingar í tilteknum vörum Microsoft, bæði með beinum hætti og í samstarfi við auglýsingaveitur þriðja aðila. Frekari upplýsingar um notkun Microsoft á gögnum í auglýsingaskyni eru í hlutanum Hvernig við notum persónugögn í þessari yfirlýsingu.

GreiningGreiningmaindiagnosticsmodule
Samantekt

Microsoft notar greiningargögn úr Windows til að leysa vandamál og halda Windows öruggu, uppfærðu og til að það starfi á réttan hátt. Gögnin aðstoða okkur einnig við að bæta Windows og tengdar Microsoft-vörur og -þjónustur og veita viðskiptavinum sem hafa kveikt á stillingunni „Sérsniðin notkun“ viðeigandi ábendingar og ráðleggingar svo við getum sérsniðið vörur Microsoft og vörur þriðja aðila og þjónustur Windows að þörfum viðskiptavinarins. Þessi gögn eru send til Microsoft og vistuð með einu eða fleiri einkvæmum kennimerkjum sem auðvelda okkur að bera kennsl á einstakan notanda í einstöku tæki og skilja betur vandamál í þjónustu tækisins og notkunarmynstur þess.

Tvö stig greiningar-og aðgerðargagna eru til staðar: Nauðsynleg greiningargögn og valfrjáls greiningargögn. Í sumum fylgiskjölum og öðru efni eru „nauðsynleg greiningargögn“ kölluð „einföld greiningargögn“, og „valfrjáls greiningargögn“ kölluð „öll greiningargögn“.

Ef fyrirtæki (t.d. vinnuveitandi þinn eða skóli) notar Microsoft Entra ID til að stjórna reikningnum sem það veitir þér og skráir tækið þitt í grunnstillingu fyrir vinnsluaðila greiningargagna í Windows, mun gilda samningur milli Microsoft og fyrirtækisins um vinnslu Microsoft á greiningargögnum í tengslum við Windows. Ef stofnun/fyrirtæki notar stjórntæki Microsoft eða fær Microsoft til að stýra tækjunum þínum mun Microsoft og stofnunin/fyrirtækið nota og vinna úr greiningargögnum og villuupplýsingum frá tækinu þínu til að leyfa stjórnun, eftirlit og úrræðaleit á tækjum þínum í umsjá stofnunarinnar/fyrirtækisins, og í öðrum tilgangi stofnunarinnar/fyrirtækisins.

Nauðsynleg greiningargögn fela meðal annars í sér upplýsingar um tækið þitt, stillingar og getu þess og hvort það virkar rétt. Við söfnum eftirfarandi greiningargögnum sem teljast nauðsynleg:

  • Tæki, tengigeta og grunnstillingagögn:
    • Gögn um tækið, svo sem gerð örgjörva, upprunalegan framleiðanda, gerð og afkastagetu rafhlöðu, númer og gerð myndavéla, fastbúnað og minniseiginleika.
    • Neteiginleikar og tengigögn, eins og IP-tölu tækisins, farsímakerfi (þar með talið IMEI-númer og farsímafyrirtæki) og hvort tækið sé tengt við gjaldfrjálst eða gjaldskylt net.
    • Gögn um stýrikerfið og stillingar þess, svo sem útgáfa stýrikerfis og byggingarnúmer, svæðis- og tungumálastillingar, greiningargagnastillingar og hvort tækið er hluti af Windows Insider-kerfinu.
    • Gögn um tengdan jaðarbúnað, svo sem gerð, framleiðanda, rekla og samhæfi.
    • Gögn um forrit sem sett hafa verið upp á tækinu, svo sem heiti þeirra, útgáfu og útgefanda.
  • Hvort tæki er tilbúið fyrir uppfærslu og hvort til staðar eru þættir sem geta hindrað tækið í að taka á móti uppfærslum, svo sem lítil hleðsla á rafhlöðu, takmarkað pláss á diski eða tengigeta um gjaldskylt net.
  • Hvort uppfærslur takast eða mistakast.
  • Gögn um áreiðanleika sjálfs kerfisins sem safnar greiningargögnunum.
  • Einfaldar villuskýrslur, sem veita heilsufarsgögn um ástand stýrikerfisins og þeirra forrita sem keyra á tækinu þínu. Til dæmis láta einfaldar villuskýrslur okkur vita ef forrit, eins og t.d. Microsoft-málun eða leikur frá þriðja aðila, frýs eða hrynur.

Valfrjáls greiningargögn innihalda ítarlegri upplýsingar um tækið þitt og stillingar þess, getu og ástand tækisins. Valfrjáls greiningargögn gætu einnig innihaldið gögn um vefsvæðin sem þú skoðar, virkni tækis (einnig stundum talað um notkun) og ítarlegar villuskýrslur sem gera Microsoft kleift að lagfæra og bæta vörur og þjónustu fyrir alla notendur. Þegar þú velur að senda valfrjáls greiningargögn eru nauðsynleg greiningargögn alltaf innifalin og við söfnum eftirfarandi viðbótarupplýsingum:

  • Viðbótargögn um tækið, tenginguna og grunnstillingu, sem eru nákvæmari en þau sem safnað er undir nauðsynlegum greiningargögnum.
  • Stöðu- og innskráningarupplýsingar um ástand stýrikerfisins og annarra kerfishluta sem eru nákvæmari en þau gögn um uppfærslur og greiningarkerfi sem safnað var saman undir nauðsynlegum greiningargögnum.
  • Virkni forrits, svo sem hvaða forrit eru ræst á tækinu, hversu lengi þau keyra og hve fljótt þau bregðast við innslætti.
  • Vafravirkni, þar með talið vefferill og leitarorð, í Microsoft-vöfrum (Microsoft Edge eða Internet Explorer).
  • Bættar villuskýrslur, þ.m.t. minnisstaða tækisins þegar kerfi eða forrit frýs (sem geta óvart falið í sér notandaefni, s.s. hluta skjals sem þú varst að nota þegar villan kom upp). Hrungögn eru aldrei notuð fyrir sérsniðna notkun eins og lýst er hér að neðan.

Hugsanlega er ekki öllum gögnum sem lýst er hér á undan safnað í tækinu þínu jafnvel þó þú veljir að senda valfrjáls greiningargögn. Microsoft lágmarkar gagnamagn valfrjálsra greiningargagna sem safnað er úr öllum tækjum með því að safna sumum gögnum aðeins úr litlum hluta tækja (úrtaki). Með því að keyra verkfærið „Skoðari greiningargagna“ geturðu fengið upp tákn sem sýnir hvort tækið þitt er í úrtakinu og einnig hvaða gögnum er safnað úr tækinu. Leiðbeiningar um hvernig á að sækja verkfærið „Skoðari greiningargagna“ er að finna í stillingaforriti Windows undir „Greiningar og ábendingar“.

Mögulega er mismunandi gögnum safnað í Windows-greiningum. Þetta veitir Microsoft sveigjanleika til að safna gögnum í þeim tilgangi sem lýst er hér á undan. Microsoft gæti þurft að safna gagnaatriðum sem ekki hefur verið safnað áður, til dæmis svo Microsoft finni lausn á vandamálum tengdum afköstum sem hafa áhrif á tölvunotkun notenda eða geti uppfært Windows-tæki sem er nýkomið á markað. Nýjustu lista yfir þær tegundir gagna sem safnað er undir nauðsynlegum greiningargögnum og valfrjálsum greiningargögnum má finna í Nauðsynleg greiningartilvik og reitir (á grunnstigi) í Windows eða Valfrjáls greiningargögn Windows (fullt stig). Við veitum samstarfsaðilum okkar (t.d. framleiðanda tækisins) upplýsingar um takmarkaða hluta villutilkynninga til að auðvelda þeim að bera kennsl á vandamál í vörum og þjónustu sem virka með Windows og öðrum vörum og þjónustu frá Microsoft. Þeir hafa aðeins leyfi til að nota þessar upplýsingar til að gera við eða bæta þessar vörur og þjónustu. Við kunnum einnig að deila sumum uppsöfnuðum, ópersónugreinanlegum greiningargögnum, t.d. almennu notkunarmynstri í Windows-forritum og -eiginleikum, með völdum þriðju aðilum. Frekari upplýsingar um greiningargögn í Windows.

Greining handskriftar og innsláttar. Þú getur aðstoðað Microsoft við að bæta handskriftar- og innsláttargreiningu með því að senda greiningargögn fyrir handskrift og innslátt. Ef þetta er valið safnar Microsoft sýnishornum úr efni sem þú slærð inn eða skrifar til að bæta eiginleika á borð við handskriftargreiningu, sjálfvirka útfyllingu, flýtiritun og stafsetningarleiðréttingu fyrir þau tungumál sem viðskiptavinir Microsoft nota. Þegar Microsoft safnar greiningargögnum fyrir handskrift og innslátt er þeim skipt upp í lítil sýnishorn og meðhöndluð á þann hátt að öll auðkenni, upplýsingar um röðun og önnur gögn (svo sem netföng og töluleg gildi) sem hægt væri að nota til að endurbyggja upprunalegt efni eða tengja innslátt við þig eru fjarlægð. Þar er einnig að finna tengd gögn um frammistöðu, t.d. handvirkar breytingar á texta auk orða sem bætt hefur verið við orðabókina. Frekari upplýsingar um hvernig skal bæta handskrift og innslátt í Windows.

Ef þú velur að kveikja á sérsniðinni notkun notum við Windows-greiningargögnin þín (hvort sem þú hefur valið „Nauðsynleg“ eða „Valfrjáls“) til að bjóða þér upp á sérsniðnar ábendingar, auglýsingar og ráðleggingar sem bætir upplifun þína af Microsoft. Ef þú valdir greiningargagnastillinguna „Nauðsynleg“ er sérsniðið byggt á upplýsingum um tækið þitt, stillingar þess og getu og því hvort tækið virkar rétt. Ef þú valdir „Valfrjáls“ er sérsniðið einnig byggt á upplýsingum um hvernig þú notar forrit og eiginleika og viðbótarupplýsingum um ástand á tækinu þínu. Hins vegar notum við ekki upplýsingar um vefsvæðin sem þú skoðar, efni úr hrunskrám eða tal-, innsláttar- eða handskriftargögnum fyrir sérsnið þegar við fáum slík gögn send frá viðskiptavinum sem völdu „Valfrjáls“.

Sérsniðin notkun felur meðal annars í sér ráðleggingar um hvernig á að sérstilla og fínstilla Windows, sem og auglýsingar og ráðleggingar um vörur og þjónustu Microsoft og þriðju aðila, eiginleika, forrit og vélbúnað fyrir notkun þína á Windows. Til dæmis kunnum við að tilkynna þér um eiginleika sem þú veist ekki af eða eru nýir til að gera þér kleift að nýta tækið þitt til hins ýtrasta. Þú gætir fengið senda lausn á vandamáli sem upp kann að koma í Windows-tæki sem þú átt. Þér gæti verið boðið upp á að sérsníða lásskjáinn með myndum eða þér eru mögulega birtar fleiri myndir áþekkar þeim sem þér líkar eða færri áþekkar þeim sem þér líkar ekki. Ef þú straumspilar kvikmyndir í vafranum þínum færðu mögulega ábendingu um forrit í Microsoft Store sem býður upp á betri straumspilun. Og ef harði diskurinn þinn er að fyllast kann Windows að stinga upp á að þú prófir OneDrive eða kaupir vélbúnað til að auka geymsluplássið. Frekari upplýsingar um sérsniðna notkun í Windows.

ÁbendingamiðstöðÁbendingamiðstöðmainfeedbackhubmodule
Samantekt

Ábendingamiðstöðin býður upp á leið til að safna saman ábendingum um Microsoft-vörur og uppsett forrit frá okkur og þriðja aðila. Þegar þú notar ábendingamiðstöðina mun hún les reglulega yfir lista yfir uppsett forrit til að ákveða forrit sem má senda ábendingu um. Ábendingamiðstöðin velur forritin sem eru sett upp í tækinu þínu með almennum forritunarviðmótum. Fyrir HoloLens notar abendingamiðstöðin auk þess myndavélina og hljóðnemann þegar þú velur að deila umhverfi og hljóðinntaki. Hún notar einnig mynda- og skjalasafn til að fá aðgang að skjámyndum og skjáupptökum sem þú hengir við til að senda sem hluta af ábendingum.

Þú getur skráð þig inn í ábendingamiðstöðina með persónulega Microsoft-reikningnum þínum eða reikningi sem stofnunin þín (t.d. vinnuveitandi eða skóli) sér um sem þú notar til að skrá þig inn í Microsoft-vörur. Innskráning með vinnu- eða skólareikningi gerir þér kleift að senda athugasemdir til Microsoft í tengslum við fyrirtæki/stofnun þína. Allar ábendingar sem þú veitir hvort sem er með vinnu- eða skólareikningi þínum eða persónulegum Microsoft-reikningi getur verið hægt að skoða opinberlega eftir stillingunum sem stjórnendur fyrirtækisins/stofnunarinnar hafa skilgreint. Að auki, ef vinnu- eða skólareikningur er notaður til að senda ábendingar, geta stjórnendur fyrirtækisins skoðað ábendingar þínar í gegnum ábendingamiðstöðina eða stjórnendamiðstöðina.

Þegar þú sendir ábendingu til Microsoft um vandamál eða bætir við meiri upplýsingum um vandamál, verða greiningargögn send til Microsoft til að bæta vörur og þjónustu Microsoft. Það fer eftir stillingum þínum á greiningargögnum í hlutanum Greiningar og ábendingar í stillingum Windows hvort ábendingamiðstöðin komi til með að senda greiningargögn sjálfkrafa eða hvort þú hafir þess kost að senda þau til Microsoft þegar þú gefur ábendingu. Eftir því hvaða flokkur er valinn þegar ábendingar eru sendar inn gætu frekari persónuupplýsingum verið safnað sem hjálpa til við frekari úrræðaleit; til dæmis, staðsetningartengdar upplýsingar þegar sendar eru ábendingar um staðsetningarþjónustur eða upplýsingar sem tengjast starandi augnaráði þegar sendar eru ábendingar um blandaðan veruleika. Microsoft kann að deila ábendingu þinni ásamt gögnunum sem safnað hefur verið með samstarfsaðilum Microsoft (t.d. framleiðanda tækisins eða þróunaraðila fastbúnaðar) til að auðvelda þeim að bera kennsl á vandamál í vörum og þjónustu sem virka með Windows og öðrum vörum og þjónustu frá Microsoft. Frekari upplýsingar um greiningargögn í Windows.

AðstoðAðstoðmaingethelpmodule
Samantekt

Aðstoðin gerir notendum Windows kleift að fá tæknilega aðstoð fyrir Windows og önnur Microsoft-forrit.  Hún býður upp á sjálfsþjónustu (t.d. tengla á hjálpargreinar eða leiðsagnir um hvernig notendur Windows geta sjálfir leyst vandamál), greiningu og tengir viðskiptavininn við þjónustufulltrúa Microsoft eftir því sem við á. Þú getur skráð þig inn í aðstoðina með Microsoft-reikningnum þínum til að stofna þjónustumál hjá notendaþjónustunni.  Notendum fyrirtækjareiknings gæti einnig verið heimilt að stofna þjónustumál hjá notendaþjónustunni eftir því hvernig þjónustusamningur fyrirtækisins er og hvort stjórnandi leigjandans hafi virkjað slíkt.

Aðstoðin gæti stungið upp á því að þú keyrir greiningu. Ef þú samþykkir eru greiningargögn meðhöndluð í samræmi við hlutann Greiningar.

Ef kerfisstillingar leyfa er hægt að nota hljóðnema kerfisins til að grípa þjónustutengda spurningu í stað þess að þurfa að slá inn. Þú getur stjórnað þessu í persónuverndarstillingum hljóðnemans í forriti Windows-stillinga. Aðstoðin fær einnig aðgang að forritalistanum þínum til að opna ábendingamiðstöðina í réttu forriti ef þú velur að hefja ábendingaferlið í aðstoðinni. Ábendingamiðstöðin færir inn og stjórnar öllum ábendingum, eins og lýst er í hluta ábendingamiðstöðvar í þessari yfirlýsingu um persónuvernd. Aðstoðin notar ekki staðsetningargögnin þín sem hluta af þjónustu sinni.

Skjátextar í beinniSkjátextar í beinnimainlivecaptionsmodule
Samantekt

Skjátextar í beinni umrita hljóð til að auðvelda skilning á töluðu efni. Skjátextar í beinni geta búið til skjátexta úr hvaða hljóði sem er sem inniheldur tal, hvort sem hljóðið er á netinu, hljóð sem þú hefur hlaðið niður í tækið þitt eða hljóð móttekið úr hljóðnemanum. Umritun hljóðs úr hljóðnema er sjálfgefið óvirkt.

Raddgögn sem eru skjátextuð eru aðeins unnin í tækinu þínu og þeim er ekki deilt í skýið eða með Microsoft. Frekari upplýsingar um skjátexta í beinni..

Staðsetningarþjónusta og upptakaStaðsetningarþjónusta og upptakamainlocationservicesmotionsensingmodule
Samantekt

Staðsetningarþjónusta Windows. Microsoft rekur staðsetningarþjónustu sem hjálpar til við að ákvarða nákvæma landfræðilega staðsetningu tiltekins Windows-tækis. Það fer eftir getu tækisins með hversu mikilli nákvæmni hægt er að ákvarða staðsetningu þess og í sumum tilvikum er hugsanlega hægt að ákvarða hana nákvæmlega. Þegar þú hefur virkjað staðsetningu á Windows-tæki, eða ef þú veitir Microsoft-forritum heimild að aðgangsupplýsingum á tækjum sem ekki eru Windows-tæki, er gögnum um farsímasenda og Wi-Fi aðgangsstaði og staðsetningar þeirra safnað af Microsoft og bætt við staðsetningargagnabanka eftir að öll persónugreinanleg gögn eða gögn sem bera kennsl á tækið þaðan sem þessu var safnað hafa verið fjarlægð. Þessar ópersónugreinanlegu staðsetningarupplýsingar eru notaðar til að bæta staðsetningarþjónustu Microsoft og í sumum tilvikum er þeim deilt með þjónustuveitum sem við erum í samstarfi við, í augnablikinu HERE (sjá https://www.microsoftstore.com/) og Skyhook (sjá https://www.skyhook.com) til að bæta staðsetningarþjónustu veitandans.

Windows-þjónusta og -eiginleikar, forrit sem keyra í Windows og vefsvæði sem opnuð eru í Windows-vöfrum hafa aðgang að staðsetningu tækisins í gegnum Windows ef stillingar þínar leyfa slíkt. Sumir eiginleikar og forrit krefjast staðsetningarheimildar þegar þú setur Windows upp í fyrsta sinn, sum forrit spyrja í fyrsta skiptið sem þau eru notuð og önnur spyrja í hvert skipti sem þú opnar staðsetningu tækisins. Upplýsingar um tiltekin Windows-forrit sem nota staðsetningu tækisins er að finna í hlutanum Windows-forrit í þessari yfirlýsingu um persónuvernd.

Þegar forrit eða eiginleiki opnar staðsetningu tækisins og þú hefur skráð þig inn með Microsoft-reikningnum þínum mun Windows-tækið einnig hlaða staðsetningu sinni upp í skýið þar sem önnur forrit og þjónusta sem nota Microsoft-reikninginn þinn geta notað hana í öllum tækjunum þínum og þar sem þú hefur veitt leyfi fyrir slíku. Við varðveitum aðeins síðustu þekktu staðsetninguna (ný staðsetning kemur í stað fyrri staðsetningar). Gögn um nýlegan staðsetningarferil Windows-tækisins eru einnig geymd í tækinu, jafnvel þótt Microsoft-reikningur sé ekki notaður, og ákveðin forrit og eiginleikar í Windows hafa aðgang að þessum staðsetningarferli. Þú getur hreinsað staðsetningarferil tækisins hvenær sem er í stillingaforriti Windows.

Í stillingaforriti Windows er einnig hægt að skoða hvaða forrit hafa aðgang að nákvæmri staðsetningu tækisins eða staðsetningarferli þess, gera aðgang að staðsetningu tækisins virkan eða óvirkan fyrir tiltekin forrit eða gera staðsetningu tækisins óvirka. Þú getur einnig valið sjálfgefna staðsetningu sem verður notuð þegar staðsetningarþjónustan getur ekki greint nákvæmari staðsetningu fyrir tækið.

Það eru nokkrar undantekningar á því hvernig hægt er að ákvarða staðsetningu tækis sem staðsetningarstillingarnar stjórna ekki með beinum hætti.

Skjáborðsforrit eru ákveðnar gerðir forrita sem biðja ekki um sérstakt leyfi til að komast að staðsetningarupplýsingum tækis og koma ekki til með að birtast í listanum sem leyfir þér að velja forritin sem mega nota staðsetningu þína. Hægt er að sækja þau í Microsoft Store, af netinu eða setja upp með ákveðnu margmiðlunarefni (til dæmis geisladiski, DVD-diski eða USB-geymslutæki). Þau eru opnuð með .EXE-, .MSI- eða .DLL-skrá og keyra venjulega í tækinu þínu, ólíkt forritum af vefnum (sem keyra í skýinu). Frekari upplýsingar um skjáborðsforrit þriðja aðila og hvernig þau gætu áfram ákvarðað staðsetningu tækisins þegar staðsetningarstilling tækisins er óvirk .

Sumar vefupplifanir eða forrit þriðju aðila sem koma fyrir í Windows gætu notað aðra tækni (til dæmis Bluetooth, Wi-Fi, farsímamótald o.s.frv.) eða staðsetningarþjónustur í skýinu til að ákvarða staðsetningu tækis með mismikilli nákvæmni jafnvel þegar þú hefur slökkt á staðsetningarstillingu tækisins.

Til að greiða fyrir aðstoð í neyðartilvikum mun Windows að auki reyna að ákvarða og deila nákvæmri staðsetningu þinni burtséð frá staðsetningarstillingum þínum í hvert skipti sem þú hringir neyðarsímtal. Ef SIM-kort er í tækinu eða ef farsímaþjónusta er notuð mun farsímafyrirtækið hafa aðgang að staðsetningu tækisins. Frekari upplýsingar um staðsetningu í Windows.

Áætluð staðsetning. Ef þú kveikir á staðsetningarþjónustu gætu forrit sem geta ekki notað nákvæma staðsetningu þína samt fengið aðgang að áætlaðri staðsetningu þinni, t.d. borg, póstnúmeri eða svæði.

Finna tækið mitt. Eiginleikinn „Finna tækið mitt“ gerir kerfisstjóra Windows-tækis kleift að leita að staðsetningu tækisins á account.microsoft.com/devices. Til að virkja „Finna tækið mitt“ þarf kerfisstjóri að vera skráður inn með Microsoft-reikningi og vera með kveikt á staðsetningarstillingunni. Þessi eiginleiki virkar þó að aðrir notendur hafi neitað öllum forritum um aðgang að staðsetningu. Þegar kerfisstjórinn reynir að staðsetja tækið sjá notendur tilkynningu á tilkynningasvæðinu. Frekari upplýsingar um „Finna tækið mitt“ í Windows.

Upptaka. Sum Windows-tæki eru með upptökueiginleika sem gerir þér kleift að taka upp hljóðbúta og myndskeið af aðgerðum þínum í tækinu, þ.m.t. samskiptum við aðra. Ef þú kýst að taka upp samtal verður upptakan vistuð staðbundið í tækinu þínu. Í einhverjum tilfellum hefur þú val um að senda upptöku í vöru eða þjónustu Microsoft sem sendir upptökuna út opinberlega. Mikilvægt: Þú ættir að gera þér grein fyrir þeirri lagalegu ábyrgð sem þú berð áður en þú tekur upp samskipti og/eða sendir út samskipti. Þetta felur m.a. í sér hvort þú þarft að fá fyrirfram samþykki allra sem eiga þátt í samskiptunum. Microsoft ber ekki ábyrgð á því hvernig þú notar upptökurnar þínar eða upptökueiginleikana.

ÞulurÞulurmainnarratormodule
Samantekt

Þulur er innbyggt skjálestrarverkfæri sem auðveldar þér að nota Windows án þess að hafa skjá. Þulur býður upp á snjalllýsingu mynda og síðutitla sem og samantekt vefsíðna þegar kemur að myndum án lýsingar eða óljósum tenglum.

Þegar valin er myndalýsing með því að ýta á „Þulur + Ctrl + D“ verður myndin send til Microsoft til greiningar og myndalýsing búin til. Myndir eru aðeins notaðar til að búa til lýsingu en eru ekki geymdar hjá Microsoft.

Þegar valin er lýsing síðutitla með því að ýta á „Þulur + Ctrl + D“ er vefslóð síðunnar send til Microsoft til að búa til lýsingu síðutitils og til að bæta Microsoft-þjónustu, eins og Bing-þjónustu eins og lýst er í Bing efnisflokknum hér að ofan.

Þegar valið er að sækja lista yfir vinsæla tengla vefsíðu með því að ýta á „Þulur + ýta tvisvar á S“ er vefslóð síðunnar send til Microsoft til að búa til samantekt vinsælla tengla og til að bæta Microsoft-þjónustu, eins og Bing.

Hægt er að gera þessa eiginleika óvirka hvenær sem er með því að fara í Þulur > Fá myndlýsingar, síðutitla og vinsæla tengla í stillingum í Windows.

Þú getur einnig sent ábendingar um Þulinn til að aðstoða Microsoft við að greina og leysa vandamál og til að bæta vörur og þjónustu Microsoft, eins og Windows. Hægt er að senda munnlegar ábendingar í Þulnum hvenær sem er með því að ýta á lykil þular + Alt + F. Þessi skipun ræsir forritið „Ábendingamiðstöð“ þar sem þú getur sent inn munnlega ábendingu. Þegar þú virkjar stillinguna „Hjálpaðu okkur að gera þulinn betri“ í stillingaforriti Windows og sendir inn munnlega ábendingu í gegnum ábendingamiðstöð verða nýleg notkunar- og tækisgögn, þar á meðal gögn rakningarkladda atvika (ETL), send með munnlegu ábendingunni til að bæta vörur og þjónustu Microsoft, eins og Windows.

Símatengill - Tengja við WindowsSímatengill - Tengja við Windowsmainyourphonemodule
Samantekt

Eiginleiki Símatengils gerir þér kleift að tengja Android-símann við Microsoft-reikninginn þinn og iPhone-símann í gegnum Bluetooth til að tengjast Windows-tölvunni þinni. Android-tækið mun tengjast með Microsoft-reikningnum og iPhone-tækið mun tengjast í gegnum Bluetooth, sem virkjar fjölbreytta upplifun á milli tækja í öllum Windows-tækjum þínum þar sem þú ert skráð(ur) inn eða tengd(ur) í gegnum Bluetooth. Þú getur notað símatengilsforritið til að skoða nýlegar myndir úr Android-símanum í Windows-tækinu þínu; hringt og svarað símtölum í rauntíma úr Android-símanum þínum í Windows-tækinu; skoðað og sent textaskilaboð úr Windows-tækinu; skoðað, hafnað eða framkvæmt aðrar aðgerðir við tilkynningar úr Android-símanum í Windows-tækinu; og deilt skjá símans í Windows-tækið með því að nota speglunareiginleika símatengilsforritsins; og fengið aðgang að Android-forritum sem sett eru upp á Android-símanum þínum í Windows-tækinu. Þú getur notað Símatengil til að hringja og svara símtölum úr iPhone-símanum, skoða og senda textaskilaboð og skoða, hunsa eða framkvæma aðrar aðgerðir í iPhone-tilkynningunni í Windows-tækinu.

Til að nota Símatengil verður Tenging við Windows að vera uppsett í Android-tækinu þínu. Einnig er hægt að sækja Símatengil í iPhone.

Til að nota Símatengil þarftu að skrá þig inn á Microsoft-reikninginn í eiginleika Símatengils í Windows-tækinu og Tengingu við Windows í Android-símanum eða vera með kveikt á Bluetooth í iPhone-símanum. Android-síminn þinn og Windows-tækið verða að vera nettengd. Sumir eiginleikar krefjast þess að þú gerir Bluetooth virkt og parar símann við tölvuna. Til að nota „Símtöl“ eiginleikann verður Android-síminn þinn að vera með kveikt á Bluetooth.

Þegar að þú setur upp Windows-tækið geturðu valið að tengja símann þinn við Microsoft-reikninginn þinn. Þetta er gert með því að skrá þig inn í „Tengja við Windows“ í Android-símanum þínum, veita heimildir og ljúka við innleiðingarferlið. Að þessu loknu mun Tenging við samstilla gögnin þín við allar Windows-tölvurnar þínar þar sem þú hefur skráð þig inn á Microsoft-reikninginn þinn. Sjá hér að neðan til að fá frekari upplýsingar um hvernig gögnin þín eru notuð.

Til þess að geta veitt þér eiginleika símatengils safnar Microsoft gögnum um afköst, notkun og tækið, svo sem um vélbúnaðareiginleika farsímans og Windows-tækisins, fjölda og tímalengd lotna í símatenglinum og tímalengd uppsetningar.

Þú getur aftengt Android-símann frá Windows-tækinu hvenær sem er með því að fara í stillingar Símatengils og velja að fjarlægja Android-símann. Þú getur gert það sama í stillingum í Tengingu við Windows í Android-símanum. Ítarlegar upplýsingar er að finna á þjónustusíðan okkar.

Þú getur aftengt iPhone-símann frá Windows-tækinu hvenær sem er með því að fara í stillingar Símatengils og velja að fjarlægja iPhone-símann. Þú getur gert það sama í iPhone-símanum með því að fara í Stillingar > Bluetooth > Heiti tölvunnar valið > smella á (i) táknið > og velja Gleyma þessu tæki. Allir notendur geta fjarlægt Bluetooth-pörunina með því að gera upplifunina óvirka.

Textaskilaboð – Android-tæki. Símatengill gerir þér kleift að skoða textaskilaboð sem berast í Android-símann í Windows-tækinu og senda textaskilaboð úr Windows-tækinu. Aðeins textaskilaboð sem hafa verið móttekin og send á síðustu 30 dögum eru sýnileg í Windows-tækinu. Þessi textaskilaboð eru vistuð tímabundið í Windows-tækinu. Við vistum aldrei textaskilaboð á þjónunum okkar, né breytum við eða eyðum textaskilaboðum í Android-símanum. Þú getur séð skilaboð sem eru send með SMS (Short Message Service) og MMS (Multimedia Messaging Service) í Android-tækjum og skilaboð send með RCS (Rich Communication Services) í ákveðnum Samsung-tækjum á netkerfum ákveðinna farsímafyrirtækja. Þessi virkni veltur á því að símatengillinn geti nálgast innihald textaskilaboða og samskiptaupplýsingar um einstaklinga eða fyrirtæki sem senda textaskilaboð eða fá textaskilaboð frá þér.

Textaskilaboð – iPhone. Símatengill gerir þér kleift að skoða textaskilaboð sem berast í iPhone-símann í Windows-tæki og senda textaskilaboð úr Windows-tækinu. Aðeins textaskilaboð sem berast og eru send innan Bluetooth-lotunnar eða iMessage eru sýnileg í Windows-tækjum þínum. Þessi textaskilaboð eru vistuð tímabundið í Windows-tækinu. Við vistum aldrei textaskilaboð á þjónunum okkar og breytum ekki eða eyðum textaskilaboðum í iPhone-símanum. Þú getur séð skilaboð send með SMS (Short Message Service). Þessi virkni veltur á því að símatengillinn geti nálgast innihald textaskilaboða og samskiptaupplýsingar um einstaklinga eða fyrirtæki sem senda textaskilaboð eða fá textaskilaboð frá þér.

Símtöl – Android-tæki. Símatengill gerir þér kleift að hringja og svara símtölum úr Android-símanum í Windows-tækinu. Í símatenglinum getur þú líka skoðað nýleg símtöl í Windows-tækinu. Til þess að nota þennan eiginleika þarf að gera tilteknar heimildir virkar í bæði Windows-tækinu og Android-símanum, svo sem aðgang að símtalaskrá og heimild til að hringja úr tölvunni. Hægt er að afturkalla þessar heimildir hvenær sem er á stillingasíðu símatengils í Windows-tækinu og í stillingum Android-símans. Aðeins móttekin og hringd símtöl frá síðustu 30 dögum eru sýnileg í símtalaskránni í Windows-tækinu. Upplýsingar um símtöl eru vistuð tímabundið í Windows-tækinu. Við breytum ekki eða eyðum símtalaskránni í Android-símanum.

Símtöl – iPhone. Símatengill gerir þér kleift að hringja og svara símtölum úr iPhone-símanum í Windows-tækinu. Í símatenglinum getur þú líka skoðað nýleg símtöl í Windows-tækinu. Til að virkja þennan eiginleika verður þú að virkja eiginleikann „Samstilla tengiliði“ undir Bluetooth-stillingum í iPhone-símanum. Upplýsingar um símtöl eru vistuð tímabundið í Windows-tækinu. Við breytum ekki eða eyðum símtalaskránni í iPhone-símanum.

Myndir – Android-tæki. „Símatengill“ gerir þér kleift að afrita, deila, breyta, vista eða eyða myndum úr Android-símanum í Windows-tækinu. Aðeins takmarkaður fjöldi nýjustu myndanna í möppunum „Myndir úr myndavél“ og „Skjámyndir“ í Android-símanum er sýnilegur í Windows-tækinu hverju sinni. Þessar myndir eru vistaðar tímabundið í Windows-tækinu og eftir því sem þú tekur fleiri myndir með Android-símanum fjarlægjum við bráðabirgðaafrit af eldri myndum í Windows-tækinu. Við vistum aldrei myndirnar þínar á þjónunum okkar, né breytum við eða eyðum myndum í Android-símanum.

Tilkynningar – Android-tæki. Símatengill gerir þér kleift að skoða tilkynningar úr Android-símanum í Windows-tækinu. Með símatenglinum getur þú lesið og hafnað tilkynningum úr Android-símanum í Windows-tækinu eða framkvæmt aðrar aðgerðir sem tengjast tilkynningunum. Til að virkja þennan eiginleika símatengils þarftu að gera tilteknar heimildir virkar, svo sem til að samstilla tilkynningar, í bæði Windows-tækinu og Android-símanum. Hægt er að afturkalla þessar heimildir hvenær sem er á stillingasíðu símatengils í Windows-tækinu og í stillingum Android-símans. Ítarlegar upplýsingar er að finna á þjónustusíðan okkar.

Tilkynningar – iPhone. Símatengill gerir þér kleift að skoða tilkynningar úr iPhone-símanum í Windows-tækinu. Með Símatenglinum getur þú lesið og hunsað tilkynningar úr iPhone-símanum í Windows-tækinu eða framkvæmt aðrar aðgerðir sem tengjast tilkynningunum. Til að virkja þennan eiginleika Símatengils þarftu að gera tilteknar heimildir virkar, eins og samstillingu tilkynninga, í bæði Windows-tækinu og iPhone-símanum. Hægt er að afturkalla þessar heimildir hvenær sem er á stillingasíðu Símatengils í Windows-tækinu og í Bluetooth-stillingum iPhone-símans.

Skjáspeglun síma – Android-tæki. Á studdum tækjum, „Símatengill“ gerir þér kleift að skoða skjá Android-símans í Windows-tækinu. Skjár Android-símans birtist sem dílastraumur í Windows-tækinu og hljóð sem þú kveikir á á skjá Android-símans þegar hann er tengdur við Windows-tækið í gegnum símatengilinn spilast í Android-símanum.

Speglun forrita – Android-tæki. Á studdum tækjum gerir „Símatengill“ þér kleift að nota Android-forritin þín sem eru uppsett í Android-símanum í Windows-tækinu þínu. Þú getur til dæmis ræst tónlistarforrit í Windows-lotunni og hlustað á hljóðefni úr þeim forritum í hátölurum tölvunnar. Microsoft safnar saman lista yfir uppsett Android-forrit og nýlega virkni til að veita þjónustuna og sýna þér síðast notuðu forritin. Microsoft geymir ekki hvaða forrit þú hefur sett upp eða hvers kyns upplýsingar sem forritið birtir af upplifun þinni af því.

Efnisflutningur – Android-tæki. Í studdum tækjum gerir „Símatengill“ þér kleift að afrita og líma efni á borð við skrár, skjöl, myndir o.s.frv. á milli Android-símans og Windows-tækisins. Þú getur flutt efni úr Android-símanum yfir í Windows-tækið og úr Windows-tækinu yfir í Android-símann þinn með því að draga og sleppa efni á milli tækja.

Fljótlegur heitur reitur – Android-tæki. Í studdum tækjum gerir „Tengja við Windows“ notendum kleift að deila upplýsingum um fartækisaðgangsstaði með paraðri tölvu með öruggum Bluetooth-samskiptum. Þá er hægt að tengja tölvuna við internetið í gegnum hliðarglugga Windows-nets. Athugaðu að gjöld fyrir farsímagögn kunna að eiga við, eftir því hver gagnaáskrift fartækis þíns er.

Samstilling tengiliða – Android-tæki. „Tengja við Windows“ gerir þér kleift að samstilla Android-tengiliðina þína við Microsoft-skýið til að fá aðgang að þeim í öðrum vörum og þjónustu Microsoft. Þú getur virkjað þennan eiginleika með því að fara í stillingarnar í „Tengja við Windows“ og kveikja á „Samstilling tengiliða“ eiginleikanum. Tengiliðaupplýsingar þínar eru geymdar á netinu og tengdar við Microsoft-reikninginn þinn. Þú getur valið að slökkva á samstillingu og eyða þessum tengiliðum hvenær sem er. Frekari upplýsingar.

Samstilling tengiliða – iPhone. Símatengill gerir þér kleift að samstilla tengiliðina þína úr iPhone-símanum til að fá aðgang að þeim fyrir skilaboð og símtöl. Þú getur virkjað þennan eiginleika með því að fara í Bluetooth-stillingar í iPhone-símanum og kveikja á samstillingu tengiliða undir heiti tölvunnar eftir að hafa tengt iPhone-símann við Símatengil. Þú getur valið að slökkva á samstillingu hvenær sem er með því að slökkva á víxlhnappi fyrir samstillingu tengiliða.

Upplestur á texta. Eiginleikar símatengils eru m.a. aðgengiseiginleikar á borð við upplestur á texta. Hægt er að virkja upplestur til að fá efni textaskilaboða eða tilkynningar á hljóðformi. Ef þú kveikir á þessum eiginleika eru textaskilaboð og tilkynningar lesnar upphátt þegar þær berast.

Office Enterprise – Android-tæki. Tenging við Windows gerir þér kleift að setja inn myndir í vef- og skjáborðsútgáfur af völdum forritum Microsoft 365 á borð við PowerPoint, Excel og Word beint úr farsímanum. Þetta krefst þess að kerfisstjórinn þinn hafi kveikt á valfrjálsri tengdri upplifun fyrir Microsoft Office-forrit og að þú þarft að tengja fartækið við vinnu- eða skólareikninginn þinn og veita forritinu „Myndir“ heimild að reikningnum þínum. Eftir innleiðingu mun lotan þín endast í 15 mínútur til að gera þér kleift að flytja myndirnar þínar úr fartækinu. Þú þarft að skanna QR-kóðann til að nota þennan eiginleika aftur. Tengja við Windows safnar ekki upplýsingum um vinnu- eða skólareikninginn þinn eða upplýsingum um fyrirtækið. Til að veita þessa þjónustu notar Microsoft skýjaþjónustu til að miðla skránum þínum í þeim tilgangi að setja myndirnar inn í vef- og skjáborðsútgáfu af völdum forritum Microsoft 365 á borð við PowerPoint-, Excel- og Word-skrár.

Öryggi og öryggisaðgerðirÖryggi og öryggisaðgerðirmainsecurityandsafetyfeaturesmodule
Samantekt

Tækisdulritun. Tækisdulritun ver gögnin sem vistuð eru í tækinu með því að dulrita þau með BitLocker-dulritun á hörðum diski. Þegar kveikt er á tækisdulritun dulritar Windows sjálfkrafa harða diskinn sem Windows er uppsett á og býr til endurheimtarlykil. Tekið er sjálfkrafa öryggisafrit af BitLocker-endurheimtarlyklinum fyrir tækið þitt á Microsoft OneDrive-reikningnum þínum. Microsoft mun ekki nota endurheimtarlyklana þína í neinum tilgangi.

Verkfæri til að fjarlægja spilliforrit. Verkfærið til að fjarlægja spilliforrit fer yfir tækið þitt a.m.k. einu sinni í mánuði sem hluti af Windows Update. Verkfærið til að fjarlægja spilliforrit athugar hvort tiltekin algeng spilliforrit er að finna í tækjum og hjálpar þér að fjarlægja þau sem finnast. Þegar MSRT er í keyrslu fjarlægir það spillibúnað sem er skráður á vefsvæði Microsoft Support ef spillibúnaðurinn finnst í tækinu þínu. Á meðan athugun stendur verður skýrsla send til Microsoft með tilteknum gögnum um þann spillibúnað sem fannst, villur og öðrum gögnum um tækið þitt. Ef þú vilt ekki að verkfærið sendi þessi gögn til Microsoft geturðu gert tilkynningaþáttinn í verkfærinu óvirkan.

Microsoft-fjölskylda. Foreldrar geta notað Microsoft Family Safety til að átta sig á hvernig barnið þeirra notar tækið sitt og takmarka notkunina. Farðu vandlega yfir upplýsingarnar á Microsoft Family Safety ef þú velur að stofna eða ganga í fjölskylduhóp. Ef þú býrð á svæði sem krefst leyfis til að búa til reikning fyrir aðgang að Microsoft-þjónustu gætir þú fengið beiðni um að biðja um eða veita samþykki foreldris. Ef notandi er undir lögaldri á þínu svæði verður viðkomandi beðinn um samþykki foreldris eða forráðamanns á skráningarferlinu, með því að slá inn netfang fullorðins einstaklings. Þegar kveikt er á aðgerðaskráningu fjölskyldunnar fyrir barn safnar Microsoft upplýsingum um notkun barnsins á tækinu og sendir foreldrum skýrslur um aðgerðir barnsins. Aðgerðaskýrslum er eytt reglulega af þjónum Microsoft.

Microsoft Defender Smartscreen og Snjöll forritastjórn. Microsoft leitast við að vernda tækið þitt og aðgangsorð fyrir óöruggum forritum, skrám og vefefni.

Microsoft Defender SmartScreen verndar þig þegar þú notar þjónustu okkar með því að bera kennsl á ógnir gegn þér, tækinu þínu og aðgangsorðum. Þessar ógnir gætu innihaldið hugsanlega óörugg forrit eða vefefni sem Microsoft Defender SmartScreen uppgötvar þegar það athugar vefsvæði sem þú heimsækir, skrár sem þú sækir og forrit sem þú setur upp og keyrir. Þegar Microsoft Defender SmartScreen athugar vef- og forritsefni eru gögn um efnið og tækið þitt send til Microsoft, þ.m.t. allt veffang efnisins. Þegar þörf er á frekari greiningu til að bera kennsl á öryggisógnir gætu upplýsingar um grunsamlegt vefsvæði eða forrit – svo sem birt efni, spiluð hljóð og minni forrits – verið sendar til Microsoft. Þessi gögn verða aðeins notuð í öryggisskyni við að greina, verjast og bregðast við öryggistilvikum, auðkennisþjófnaði, svikum eða annarri skaðlegri, villandi eða ólöglegri starfsemi. Ef Microsoft Defender SmartScreen telur að efnið sé hugsanlega óöruggt birtist viðvörun í stað efnisins. Hægt er að kveikja og slökkva á Microsoft Defender SmartScreen í stillingum Windows-öryggis.

Þegar snjöll forritastjórn er studd hjálpar hún við að athuga hugbúnað sem er uppsettur og keyrir í tækinu þínu til að ákvarða hvort hann sé skaðlegur, hugsanlega óæskilegur eða ógnar þér og tækinu þínu á annan hátt. Í studdu tæki ræsist snjöll forritastjórn í matsstillingu og gögnin sem við söfnum fyrir Microsoft Defender SmartScreen, eins og skráarheiti, tætigildi fyrir innihald skráar, staðsetningu niðurhals og stafrænum vottorðum skráar, eru notuð til að ákvarða hvort snjöll forritastjórn henti tækinu þínu til að auka öryggið enn frekar. Snjöll forritastjórn er ekki virkjuð og mun ekki útiloka neitt meðan á matsstillingu stendur yfir. Sum tæki eru hugsanlega ekki hentug ef snjöll forritastjórn fer að þvælast fyrir og trufla fyrirhuguð og lögmæt verk notanda – til dæmis þróunaraðila sem nota mikið af óundirrituðum skrám. Ef snjöll forritastjórn hentar þér vel þá verður sjálfkrafa kveikt á henni og hún mun veita tækinu þínu frekari vernd umfram Microsoft Defender SmartScreen. Að öðrum kosti verður snjöll forritastjórn ekki í boði og varanlega slökkt á henni. Ef tækið þitt er óstutt eða hentar ekki fyrir snjalla forritastjórn mun Microsoft Defender SmartScreen halda áfram að verja tækið þitt. Þegar snjöll forritastjórn er virkjuð og auðkennir forrit sem skaðlegt, hugsanlega óumbeðið eða óþekkt og óundirritað mun hún loka á og tilkynna þér áður en forritið er opnað, keyrt eða sett upp. Frekari upplýsingar um snjalla forritastjórn .

Þegar annaðhvort Microsoft Defender SmartScreen eða snjöll forritastjórn athugar skrá eru gögn um skrána send til Microsoft, þ.m.t. skráarheitið, tætigildi fyrir innihald skráarinnar, staðsetningu niðurhals og stafræn vottorð skráarinnar.

Hægt er að kveikja og slökkva á snjallri forritastjórn í forriti Windows-öryggis.

Vírusvörn Microsoft Defender. Vírusvörn Microsoft Defender leitar að spilliforritum og öðrum óumbeðnum hugbúnaði, hugsanlega óumbeðnum forritum og öðru skaðlegu efni í tækinu. Kveikt er sjálfkrafa á vírusvörn Microsoft Defender til að verja tækið þitt ef ekkert annað spillivarnarforrit ver tækið. Ef kveikt er á vírusvörn Microsoft Defender fylgist hún með öryggisstöðu tækisins. Þegar kveikt er á vírusvörn Windows Defender, eða hún er í keyrslu vegna þess að kveikt er á takmarkaðri reglulegri leit, sendir hún skýrslur sjálfkrafa til Microsoft sem innihalda gögn um möguleg spilliforrit og annan óumbeðinn hugbúnað, hugsanlega óumbeðin forrit og hún kann einnig að senda skrár sem gætu innihaldið skaðlegt efni eins og spilliforrit eða aðrar óþekktar skrár til frekari skoðunar. Ef líklegt er að skýrsla innihaldi persónugögn er hún ekki send sjálfkrafa heldur færðu kvaðningu áður en hún er send. Hægt er að stilla vírusvörn Windows Defender á að senda ekki skýrslur og grunuð spilliforrit til Microsoft.

Tal, Raddvirkjun, Skrift og InnslátturTal, Raddvirkjun, Skrift og Innslátturmainspeechinkingtypingmodule
Samantekt

Tal. Microsoft býður bæði upp á talgreiningareiginleika í tæki og talgreiningarþjónustu í skýi (á netinu).

Ef kveikt er á nettengdu talgreiningunni geta forrit notað talgreiningu Microsoft í skýi. Í Windows 10 gerir talgreining á netinu þér auk þess kleift að nota taltúlkun innan Windows.

Þegar kveikt er á rödd við uppsetningu á HoloLens-tæki eða Windows Mixed Reality getur þú notað röddina fyrir skipanir, upplestur og samskipti við forrit. Þá kviknar á bæði talgreiningu í tæki og nettengdri talgreiningu. Þegar kveikt er á báðum stillingum hlustar tækið stöðugt á raddstýrðan innslátt þinn á meðan kveikt er á höfuðtólinu og raddgögn eru send til talgreiningartækni Microsoft í skýinu.

Þegar þú notar talgreiningatækni í skýi frá Microsoft, hvort sem er virk í nettengdu talgreiningunni eða þegar þú notar HoloLens eða raddinnslátt, safnar og notar Microsoft raddupptökunum þínum til að veita talgreiningarþjónustuna með því að búa til textaumritun af töluðu orðunum í raddgögnunum. Microsoft mun ekki geyma, taka sýnishorn eða hlusta á raddupptökurnar þínar án þíns leyfis. Kynntu þér frekari upplýsingar um hvernig Microsoft notar raddgögnin þín, sjá Talgreiningartækni.

Þú getur notað talgreiningu í tæki án þess að senda raddgögnin þín til Microsoft. Talgreiningartækni Microsoft í skýinu er hins vegar nákvæmari en talgreiningin í tækinu. Þegar slökkt er á stillingu talgreiningar á netinu mun talþjónusta sem reiðir sig ekki á skýið og notar eingöngu greiningu í tæki – eins og skjátexta í beinni, þul eða raddaðgang – virka áfram og Microsoft mun ekki safna neinum raddgögnum.

Þú getur slökkt á nettengdri talgreiningu hvenær sem er. Þetta stöðvar öll forrit sem treysta á að talgreining á netinu sendi raddgögnin þín til Microsoft. Ef þú notar HoloLens eða höfuðtól fyrir blandaðan veruleika er einnig hægt að slökkva á talgreiningu í tæki hvenær sem er. Það kemur í veg fyrir að tækið hlusti eftir raddstýrðum innslætti. Nánari upplýsingar um talgreiningu í Windows .

Raddvirkjun. Windows gerir studdum forritum kleift að bregðast við raddlykilorðum fyrir viðkomandi forrit – til dæmis getur Cortana hlustað eftir og brugðist við þegar þú segir „Cortana“.

Ef þú hefur heimilað forriti að hlusta eftir raddlykilorðum hlustar Windows á hljóðnemann til að nema þessi lykilorð. Þegar raddlykilorð er greint hefur forritið aðgang að raddupptökunni og getur greint hana og brugðist við henni, t.d. með töluðu svari. Forritið kann að senda raddupptökuna til eigin skýþjónustu til að vinna úr skipununum. Öll forrit eiga að biðja um leyfi áður en þau opna raddupptökurnar þínar.

Auk þess er hægt að kveikja á raddvirkjun þegar tækið er læst. Þá heldur viðkomandi forrit áfram að hlusta á hljóðnemann eftir raddlykilorðum þegar tækið er læst og getur virkjast þegar einhver talar nálægt tækinu. Þegar tækið er læst hefur forritið aðgang að sömu eiginleikum og upplýsingum og þegar tækið er opið.

Þú getur slökkt á raddvirkjun hvenær sem er. Frekari upplýsingar um raddvirkjun í Windows .

Þótt þú hafir slökkt á raddvirkjun geta sum skjáborðsforrit og þjónusta þriðju aðila engu að síður hlustað á hljóðnemann og safnað raddstýrðum innslætti. Frekari upplýsingar um skjáborðsforrit þriðju aðila og hvernig þau geta áfram haft aðgang að hljóðnemanum jafnvel þótt slökkt sé á þessum stillingum .

Raddinnsláttur. Í Windows 11 hefur taltúlkun verið uppfærð og endurnefnd sem raddinnsláttur. Raddinnsláttur kann að nota bæði talgreiningartækni í tæki og á netinu til að knýja þjónustu sína fyrir umritun tals yfir í texta. Þú getur einnig valið að leggja fram raddbúta til að hjálpa við að bæta raddinnslátt. Ef þú velur að leggja ekki fram raddbúta getur þú samt notað raddinnslátt. Þú getur breytt vali þínu hvenær sem er í stillingum raddinnsláttar. Microsoft mun ekki geyma, taka sýnishorn eða hlusta á raddupptökurnar þínar án þíns leyfis. Lærðu meira um Microsoft og raddgögnin þín .

Raddaðgangur. Windows gerir öllum, þ.m.t. hreyfihömluðum einstaklingum, kleift að stjórna tölvunni sinni og skrifa texta með röddinni. Til dæmis styður raddaðgangur aðstæður eins og að opna og skipta á milli forrita, vafra á vefnum og lesa og semja póst. Raddaðgangur nýtir sér nútímalega talgreiningu í tækinu til að bera kennsl á tal á nákvæman hátt og er stutt án nettengingar. Frekari upplýsingar um raddaðgang .

Skrift og sérsnið innsláttar. Innslegnum og handskrifuðum orðum þínum er safnað til að bjóða þér upp á sérsniðinn orðalista, betri stafakennsl til að aðstoða þig við að slá inn og skrifa á tækið þitt og textatillögur sem birtast þegar þú slærð inn og skrifar.

Hægt er að slökkva á sérsniði fyrir handskrift og innslátt hvenær sem er. Þetta eyðir orðalista viðskiptavinar sem er vistaður í tækinu þínu. Ef þú kveikir aftur á orðalistanum þarftu að endurgera sérsniðinn orðalista. Frekari upplýsingar um sérsnið á handskrift og innslætti í Windows.

Stillingar fyrir samstillingu og öryggisafritunStillingar fyrir samstillingu og öryggisafritunmainsyncsettingsmodule
Samantekt

Þegar þú skráir þig inn í Windows með Microsoft-reikningnum þínum eða vinnu- eða skólareikningnum getur Windows geymt stillingarnar þínar, skrár og grunnstillingargögn tækisins á þjónum Microsoft. Windows notar aðeins vistaðar stillingar, skrár og grunnstillingargögn tækisins til að auðvelda þér að flytja upplifun þína á annað tæki.

Þú getur slökkt á þessum eiginleika og komið í veg fyrir að Windows geymi stillingar, skrár og grunnstillingargögn í Windows-stillingum. Þú getur eytt gögnum sem tekið hefur verið öryggisafrit af og eru geymd á Microsoft-reikningnum með því að fara í tækjasíða Microsoft-reikningsins.

Frekari upplýsingar um stillingar öryggisafritunar og samstillingar Windows.

UppfærsluþjónustaUppfærsluþjónustamainupdateservicesmodule
Samantekt

Uppfærsluþjónusta Windows inniheldur Windows Update og Microsoft Update. Windows Update er þjónusta sem veitir þér uppfærslur á hugbúnaði fyrir Windows og öðrum hugbúnaði til stuðnings, eins og reklum og fastbúnaði frá framleiðendum tækisins. Microsoft Update er þjónusta sem býður upp á hugbúnaðaruppfærslur fyrir annan hugbúnað frá Microsoft á borð við Microsoft 365.

Windows Update sækir hugbúnaðaruppfærslur í Windows sjálfvirkt í tækið þitt. Þú getur samskipað Windows Update til að setja þessar uppfærslur sjálfkrafa upp um leið og hægt er (ráðlagt) eða láta Windows tilkynna þér þegar tækið þarf að endurræsa sig til að ljúka við uppsetningu á uppfærslum. Forrit sem eru aðgengileg í gegnum Microsoft Store eru sjálfkrafa uppfærð í gegnum Microsoft Store eins og lýst er í hlutanum Microsoft Store í þessari yfirlýsingu um persónuvernd.

Vafrar – eldri útgáfa af Microsoft Edge og Internet ExplorerVafrar – eldri útgáfa af Microsoft Edge og Internet Explorermainwebbrowsersmodule
Samantekt

Þessi hluti á við um eldri útgáfur af Microsoft Edge (útgáfur 44 og eldri). Sjá hlutann Microsoft Edge í yfirlýsingunni um persónuvernd til að fá upplýsingar um nýrri útgáfur af Microsoft Edge.

Microsoft Edge er sjálfgefinn vafri fyrir Windows. Internet Explorer, eldri vafri Microsoft, er einnig tiltækur í Windows. Þegar þú notar vafra til að komast á internetið eru gögn um tækið þitt („stöðluð gögn tækis“) send til vefsvæðanna sem þú heimsækir og netþjónustunnar sem þú notar. Stöðluð gögn tækis eru IP-tala tækisins þíns, gerð vafra og tungumál, tími aðgangs og vefföng tilvísunarvefsvæða. Þessi gögn kunna að vera skráð á vefþjóna þessara vefsvæða. Hvaða gögn eru skrá og hvernig þau gögn eru notuð fer eftir friðhelgisstarfsvenjum vefsvæðanna sem heimsótt eru og þeirrar vefþjónustu sem þú notar. Að auki sendir Microsoft Edge tilteknum vefsvæðum einkvæmt vafrakenni til að gera okkur kleift að þróa heildargögn sem notuð eru til að bæta eiginleika og þjónustu vafrans.

Þar að auki eru gögn um hvernig þú notar vafrann, t.d. vefferill, upplýsingar um vefeyðublöð, tímabundnar internetskrár og kökur vistuð í tækinu. Þú getur eytt þessum gögnum af tækinu þínu með því að nota Eyða flettisögu.

Microsoft Edge gera þér kleift að fanga og vista efni á tækið þitt, eins og:

  • Vefglósur. Gerir þér kleift að setja inn handskrifaðar skýringar og textaskýringar á vefsíður og klippa þær út, vista þær eða deila þeim.
  • Virkur lestur. Gerir þér kleift að búa til og vinna með leslista sem innihalda vefsvæði eða skjöl.
  • Miðstöð. Gerir þér kleift að vinna með leslista, eftirlætisatriði, niðurhal og feril á einum og sama stað.
  • Festa vefsvæði við verkstiku. Gerir þér kleift að festa eftirlætis vefsvæðin þín við Windows verkstikuna. Vefsvæði geta séð hvaða vefsíður þeirra þú hefur fest við verkstiku, sem gerir þeim kleift að láta þig vita með tilkynningatákni ef eitthvað nýtt er komið sem þú getur þá athugað á vefsvæðum þeirra.

Sumar vafraupplýsingar Microsoft sem voru vistaðar á tækið þitt verða samstilltar við önnur tæki þegar þú skráir þig inn með Microsoft-reikningnum. Í Internet Explorer fela þessar upplýsingar t.d. í sér vefferilinn þinn og eftirlæti og í Microsoft Edge fela þær í sér eftirlæti, leslista, færslur fyrir sjálfvirka útfyllingu (t.d. nafn þitt, heimilisfang og símanúmer) og gætu falið í sér gögn fyrir viðbætur sem þú hefur sett upp. Sem dæmi má nefna að ef leslistinn í Microsoft Edge er samstilltur á milli tækja verða afrit af efninu sem valið er að vista á leslista send í hvert og eitt samstillt tæki til að hægt sé að skoða það síðar. Hægt er að slökkva á samstillingu í Internet Explorer með því að opna Upphafsvalmynd > Stillingar > Reikningar > Samstilla stillingar. (Frekari upplýsingar er að finna í hlutanum Stillingar samstillingar í þessari yfirlýsingu um persónuvernd.) Einnig er hægt að afvirkja samstillingu á vafraupplýsingum Microsoft Edge með því að slökkva á samstillingarvalkostinum í Stillingum í Microsoft Edge.

Microsoft Edge og Internet Explorer nota leitarfyrirspurnir þínar og flettisögu til að veita þér fljótlegri flettingar og meira viðeigandi leitarniðurstöður. Þessar aðgerðir eru meðal annars:

  • Leitartillögur í Internet Explorer senda upplýsingar sem þú slærð inn í veffangastikuna í vafranum sjálfkrafa til sjálfgefinnar leitarþjónustu (til dæmis Bing) til að stinga upp á leitartillögum um leið og þú slærð inn hvern staf.
  • Leitar- og vefsvæðatillögurí Microsoft Edge senda upplýsingar sem þú slærð inn í veffangastikuna í vafranum sjálfkrafa til Bing (jafnvel þótt þú hafir valið aðra leitarþjónustu sem sjálfgefna) til að stinga upp á leitartillögum um leið og þú slærð inn hvern staf.

Hægt er að slökkva á þessum eiginleikum hvenær sem er. Til að veita leitarniðurstöður senda Microsoft Edge og Internet Explorer leitarniðurstöður þínar, staðlaðar tækjaupplýsingar og staðsetningu (ef þú ert með staðsetningu virkjaða) til sjálfgefinnar leitarveitu þinnar. Ef Bing er sjálfgefin leitarþjónusta þín notum við þessi gögn eins og lýst er í hlutanumBing í þessari yfirlýsingu um persónuvernd.

Cortana getur hjálpað þér að leita á netinu með Microsoft Edge með eiginleikum eins og „Spyrja Cortana“. Þú getur slökkt á hjálp frá Cortana í Microsoft Edge hvenær sem er í stillingum Microsoft Edge. Frekari upplýsingar um hvernig Cortana fer með gögnin þín og hvernig þú getur stjórnað því er að finna í hlutanum Cortana í þessari yfirlýsingu um persónuvernd.

Windows-forritWindows-forritmainwindowsappsmodule
Samantekt

Nokkur Microsoft-forrit fylgja með í Windows en önnur eru fáanleg í Microsoft Store. Sum þessara forrita eru eftirfarandi:

Forritið Kort. Forritið Kort veitir þjónustu sem notar staðsetningu og notar þjónustu Bing til að vinna úr leit þinni í forritinu Kort. Þegar forritið Kort hefur aðgang að staðsetningu þinni og þú hefur virkjað staðsetningarþjónustu í Windows skráir Bing-þjónustan texta sem þú slærð inn á eftir tákninu „@“ í studdum textareitum í Windows-forritum til að bjóða upp á tillögur út frá staðsetningu. Frekari upplýsingar um þessa Bing-upplifun er að finna í hlutanum Bing í þessari yfirlýsingu um persónuvernd. Þegar forritið Kort hefur aðgang að staðsetningu þinni, jafnvel þótt forritið sé ekki í notkun, kann Microsoft að safna staðsetningargögnum úr tækinu þínu þar sem auðkenningu hefur verið eytt til að bæta þjónustu Microsoft. Þú getur slökkt á aðgangi forritsins Kort að staðsetningu þinni með því að slökkva á staðsetningarþjónustunni eða slökkva á aðgangi forritsins Kort að staðsetningarþjónustunni.

Þú getur rakið uppáhaldsstaðina þína og nýlegar kortaleitir í forritinu Kort. Uppáhaldsstaðirnir þínir og leitarsaga verða hafðir með í leitartillögum. Ef þú kortaforritinu aðgang að myndavélinni þinni getur þú gripið staðsetningarnar þar sem myndirnar þínar voru teknar – mynd af bílnum þínum myndi til dæmis einnig segja til um hvar bíllinn þinn er lagður. Þú getur einnig deilt staðsetningu þinni með tengiliðum þínum. Ef þú ert skráð(ur) inn á Microsoft-reikninginn þinn eru eftirlætisstaðirnir þínir, leitarferillinn og tilteknar forritsstillingar samstilltar við önnur tæki og þjónustu. Frekari upplýsingar er að finna í hlutanum Stillingar fyrir samstillingu og öryggisafritun í þessari yfirlýsingu um persónuvernd.

Myndavélarforrit. Ef þú leyfir Myndavélarforritinu að nota staðsetningu þína verða staðsetningargögn felld inn í myndir og myndskeið sem þú tekur með tækinu. Önnur lýsandi gögn, eins og tegund myndavélar og dagsetningin þegar myndin eða myndskeiðið var tekið, eru einnig felld inn í myndir og myndskeið. Ef þú velur að deila mynd eða myndskeiði verða öll innfelld gögn aðgengileg fólki og þjónustu sem þú deilir með. Þegar kveikt er á þessu getur þú alltaf slökkt á aðgangi Myndavélarforritsins að staðsetningu þinni með því að slökkva á öllum aðgangi að staðsetningarþjónustunni í stillingavalmynd tækisins eða slökkva á aðgangi Myndavélarforritsins að staðsetningarþjónustunni.

Þegar Myndavélarforritið er opið sýnir það rétthyrninga sem valin myndavél fann fyrir svæði á myndinni sem hugsanlega eru notuð til endurbóta á mynd. Myndavélarforritið varðveitir ekki nein gögn um endurbætur á myndum. Þú getur alltaf breytt aðgangsstillingum myndavélarinnar í valmynd Windows-stillinga. Myndavélarforritið notar ýmsa möguleika tækisins, svo sem staðsetningu, myndavél, hljóðnema, mynd og myndasafn. Farðu í Microsoft Store til að kynna þér þetta betur.

Myndaforrit. Tvær útgáfur af forritinu Myndir eru í boði. Í uppfærða forritinu Myndir eru eiginleikar á borð við iCloud-samþættingu og yfirlit yfir staðbundnar möppur og skýjamöppur. Í eldri útgáfu myndaforritsins eru eiginleikar á borð við myndbandsritil, flipann „Fólk“ og albúm. Þú ert að nota uppfærða myndaforritið ef „Um“ hlutinn í stillingum forritsins gefur til kynna að forritið sé „uppfærða“ forritið Myndir. Í sumum tilfellum gæti notandi verið með bæði uppfærða forritið Myndir og eldri útgáfu af forritinu hlaðið niður í tækinu.

Uppfærða myndaforritið hjálpar þér að skipuleggja, skoða og deila myndum og myndböndum þínum. Til dæmis býður forritið Myndir upp á mismunandi leiðir til að flokka myndir og myndbönd eftir nafni, tökudagsetningu eða breytingardagsetningu, og einnig í möppum þar sem þessar skrár eru geymdar, t.d. vistaðar staðbundið í tækinu þínu eða samstilltar við tækið þitt úr OneDrive, iCloud og öðrum skýjaþjónustum. Forritið gerir þér einnig kleift að færa, afrita eða hlaða skrám upp á mismunandi staði í tölvunni þinni eða á OneDrive. Flipinn „Allar myndir“ birtir staðbundnar eða samstilltar myndir og myndbönd eftir því hvenær þær eru teknar. Á flipanum „Eftirlæti“ geturðu skoðað myndir og myndbönd sem þér líkaði við eða settir í eftirlæti. Flipinn „Mappa“ gerir þér kleift að skoða myndir eða myndbönd eftir geymslustað. Einnig eru flipar þar sem þú getur séð myndir og myndbönd úr tiltækri skýjaþjónustu (t.d. OneDrive og annarri þjónustu þriðja aðila) sem þú hefur samstillt við tækið þitt.

Eldri útgáfa af forritinu Myndir hjálpar þér að skipuleggja, skoða og deila myndum og myndböndum þínum. Ef þú notar hins vegar eldri útgáfu af forritinu Myndir gætirðu séð aðra eiginleika sem eru ekki í boði í nýrri útgáfu forritsins, þ.m.t. söfn, albúm, myndritil og stillingin „Fólk“. Á flipanum „Safn“ birtast myndir og myndbönd eftir dagsetningu. Flipinn „Albúm“ hjálpar þér að flokka myndir og myndbönd eftir staðsetningu og sameiginlegum merkjum. Myndritillinn gerir þér kleift að breyta, búa til og deila myndböndum.

Hægt er að virkja stillinguna „Fólk“ á stillingasíðu eldri útgáfu af Myndum og í flipanum „Fólk“ í forritinu. Þegar hún er gerð virk mun eldri útgáfa myndaforritsins nota andlitsflokkunartækni til að flokka myndir og myndbönd niður í hópa. Flokkunareiginleikinn getur greint andlit í mynd eða myndbandi og ákvarðað hvort þau séu sjónrænt svipuð andlitum í öðrum myndum og myndböndum í myndasafninu þínu. Þú getur tengt andlitsflokkun við tengilið úr forritinu Tengiliðir.

Þegar hún er virkjuð í eldri útgáfu af forritinu Myndir verða flokkanirnar vistaðar í tækinu eins lengi og þú kýst að halda flokkunum eða myndum eða myndböndum. Ef kveikt er á stillingunni „Fólk“ verður þú beðin(n) um að leyfa eldra myndaforritinu að halda áfram að leyfa andlitsflokkanir ef forritið er ekki notað í þrjú ár. Það er alltaf hægt að fara á stillingasíðuna í eldri útgáfu myndaforritsins til að kveikja eða slökkva á stillingunni „Fólk“. Ef slökkt er á eiginleikanum verða gögn um andlitsflokkun úr eldri útgáfu myndaforritsins fjarlægð, en myndirnar eða myndböndin þín verða ekki fjarlægð. Kynntu þér betur eldri útgáfu af forritinu Myndir og andlitsflokkun.

Ef þú velur að deila mynd eða myndbandi með því að nota myndaforritið eða eldri útgáfu myndaforritsins verða öll innfelld gögn (eins og staðsetning, gerð myndavélar og dagsetning) aðgengileg fólki og þjónustu sem þú deilir myndinni eða myndbandinu með.

Forritið Tengiliðir. Forritið Tengiliðir gerir þér kleift að sjá og eiga samskipti við alla tengiliðina þína á einum stað. Þegar þú bætir reikningi við forritið Tengiliðir er tengiliðunum af reikningnum sjálfkrafa bætt við forritið Tengiliðir. Þú getur bætt öðrum reikningum við í forritið Tengiliðir, þar með talið á samskiptamiðlum (eins og Facebook og Twitter) og tölvupóstreikningum. Þegar reikningi er bætt við látum við þig vita hvaða gögn forritið Tengiliðir getur flutt inn eða samstillt við viðkomandi þjónustu og leyfum þér að velja hverju þú vilt bæta við. Önnur forrit sem þú setur upp kunna einnig að samstilla gögn við forritið Tengiliðir, þ.m.t. að bæta frekari upplýsingum við fyrirliggjandi tengiliði. Þegar þú skoðar tengilið í Tengiliðir sækir forritið og birtir upplýsingar um nýleg samskipti þín við tengiliðinn (til dæmis tölvupóst og dagbókarfærslur, meðal annars úr forritum sem Tengiliðir samstillir gögn frá). Þú getur alltaf fjarlægt reikning úr forritinu Tengiliðir.

Forritin Póstur og dagbók. Forritið „Póstur og dagbók“ gerir þér kleift að tengja öll skeyti, dagbækur og skrár saman á einum stað, þ.m.t. úr tölvupósti þriðju aðila og skráargeymsluveitum. Forritið veitir þjónustu sem notar staðsetningu, eins og veðurupplýsingar í dagbókinni, en þú getur slökkt á notkun forritsins á staðsetningu þinni. Þegar þú bætir við reikningi í forritinu „Póstur og dagbók“ er tölvupóstur, dagbókaratriði, skrár, tengiliðir og aðrar stillingar af reikningnum samstillt sjálfkrafa við tækið og netþjóna Microsoft. Þú getur fjarlægt reikning eða gert breytingar á gögnunum sem eru samstillt af reikningnum hvenær sem er. Til að grunnstilla reikning verður þú að gefa forritinu skilríkin fyrir reikninginn (t.d. notandanafn og aðgangsorð) sem verða send í gegnum netið til netþjóns veitu þriðja aðila. Forritið reynir fyrst að nota örugga (SSL) tengingu til að grunnstilla reikninginn en sendir þessar upplýsingar ódulritaðar ef tölvupóstsveitan þín styður ekki SSL. Ef þú bætir við reikningi frá fyrirtæki/stofnun (eins og netfangi fyrirtækis) getur eigandi fyrirtækjalénsins innleitt tilteknar stefnur og stýringar (t.d. beðið um fjölþætta sannvottun eða bætt við möguleikanum að þurrka út gögn af tækinu þínu í gegnum fjartengingu) sem geta haft áhrif á notkun þína á forritinu. Þetta forrit notar möguleika tækisins, eins og staðsetningu og myndavél. Farðu í Microsoft Store til að kynna þér þetta betur.

Forritið Windows-skilaboð frá símafyrirtæki (áður Microsoft-skilaboð). Forritið Windows-skilaboð frá símafyrirtæki tekur á móti og sýnir SMS-textaskilaboð sem tengjast reikningi frá farsímafyrirtækinu þínu um gagnaáskrift þína (t.d. innheimtu gagnamörk) í tölvunni eða tækinu þínu. Þessi skilaboð eru geymd staðbundið í tækinu þínu. Í tækinu þínu getur þú einnig fengið aðgang að, skoðað og eytt þessum skilaboðum. Þetta forrit notar möguleika tækisins, eins og tengiliði. Farðu í Microsoft Store í Windows til að fá frekari upplýsingar.

Klukkuforritið er miðstöðin þín fyrir tímastjórnun og fókus í Windows. Þegar notendur skrá sig inn með Microsoft-reikningum sínum geta þeir virkjað Microsoft To Do sem er skýjatengd upplifun. Þegar notandinn kveikir á fókuslotu eru lotugögn vistuð staðbundið og notandi getur hreinsað þau með því að fara á síðu klukkustillingar. Fókuslotur styðja auk þess að tengja Spotify-reikninga til að hlusta á umhverfishljóð til að hjálap notendum að einbeita sér. Farðu í Microsoft Store til að kynna þér þetta betur.

Microsoft-færslubók er Windows-forrit sem er sérstaklega hannað fyrir tæki sem nota snertiskjái og penna, eins og spjaldtölvur og 2 fyrir 1 tæki. Það býður notendum upp á upplifun fyrir persónulega minnispunkta á frjálsu sniði. Forritið nýta sér gervigreind og vélnám til að þekkja handskrift þína betur sem vinnur úr gögn staðbundið í tækinu þínu. Þegar notendur eru tengdir við Microsoft 365 (áskrift nauðsynleg) eru þeir með greiðan aðgang að M365-dagbókinni og tengiliðunum sínum í forritinu. Allt efni sem notendur búa til er vistað sjálfkrafa á sjálfgefinni vistunarstaðsetningu í skjalasafninu til síðari nota. Færslubók gefur þér aðgang að myndasafni og myndavél og hljóðnema tækisins svo þú getir bætt þeim við vinnubók. Kynntu þér færslubókarforritið hér eða farðu á Microsoft Store til að fá frekari upplýsingar.

Forritið Farsímaáskriftir auðveldar þér að komast á netið og á fleiri stöðum í Windows 10- og Windows 11-tölvunni og LTE-tækjum. Þegar þú skráir þig fyrir gagnaáskrift í tækinu er komið á tengingu við farsímafyrirtækið sem gerir þér kleift að ljúka kaupum í gegnum netgátt farsímafyrirtækisins. Þú þarft stutt SIM-kort til að geta notað þetta forrit. Farsímaáskriftarforitið mun nota IMEI-, IMSI-, EID-, ICCID- og landsnúmer (gróf staðsetning ákvörðuð út frá auðkenni farsímakerfis eða öfugri IP-tölu Wi-Fi-nets) til að ákvarða hvaða farsímafyrirtæki eru í boði á þínu svæði. Farsímafyrirtækið getur sent tilkynningar til notenda í gegnum forritið Farsímaáskriftir. Þetta forrit notar möguleika tækisins, eins og myndavél og hljóðnema. Farðu í Microsoft Store til að kynna þér þetta betur.

Microsoft-tölvustjóri er í boði á völdum svæðum og er skjáborðsverkfæri sem miðar að því að auka afköst tölvunnar. Samkvæmt beiðni þinni mun Tölvustjóri skanna tækið þitt og gerir þér kleift að eyða óþarfa eða tímabundnum skjölum, fínstilla skyndiminni, stöðva eða endurheimta eftir óleyfilegar breytingar, eða nota aðra eiginleika eins og ástandsathugun, örvun í einum smelli, hreinsun á geymslu, skráa- og sprettigluggastjórnun og vörn á sjálfgefnum stillingum.

Tölvustjóri lokar á sprettiglugga í samræmi við reglur um auglýsingavörn og sprettigluggana sem þú velur í sérsniðinni útilokun. Ef þú samþykkir að taka þátt í „Sprettigluggaáætlun Microsoft-tölvustjóra“, þegar þú útilokar sprettiglugga í gegnum sérsniðna útilokun, geturðu hjálpað okkur að fínstilla eiginleika sprettigluggastjórnunar í Microsoft-tölvustjóra með því að taka skjámyndir af sprettiglugganum og senda til Microsoft. Microsoft safnar ekki öðrum upplýsingum en skjámyndum og titli og klasa Windows. Skjámyndir sem eru sendar eru aðeins varðveittar í stuttan tíma og þeim er eytt reglulega. Þú getur stjórnað kjörstillingum sprettigluggaáætlunarinnar í gegnum stillingar Tölvustjóra hvenær sem er. Eiginleiki ábendinga í Tölvustjóra gæti einnig unnið úr persónuupplýsingum ef þú lætur þær fylgja með ábendingunni sem þú lætur Microsoft fá. Ábendingum frá notendum er eytt reglulega eftir úrvinnslu. Farðu í Microsoft Store til að kynna þér þetta betur.

Klippiverkfærið er handhægt tól í Windows sem notar hljóðnema og myndasafnið þitt til að taka upp og geyma skjámyndir og skjáupptökur. Klippiverkfærið inniheldur eiginleika textaaðgerðar, sem notar stuðning innbyggðra stafakennsla. Hægt er að velja og afrita texta beint úr myndum með stafakennslum. Að auki er hægt að nota eiginleika textaaðgerða til að taka út viðkvæmar upplýsingar úr uppteknum texta. Með samþættingu klippiborðs eru atriði sem afrituð eru frá klippiverkfærinu einnig afrituð á klippiborðið. Ef þú virkjar klippiborðsferil á milli tækja er hægt að nota afritaða efnið greiðlega á milli mismunandi tækja. Notendur geta stjórnað klippiborðinu og kjörstillingum klippingar í gegnum Windows-stillingarnar. Farðu í Microsoft Store til að kynna þér þetta betur.

Hljóðupptökuforritið er fjölhæft verkfæri sem hannað er til að taka upp hljóð í gegnum hljóðnemann þinn við ýmsar aðstæður. Við upptöku er hægt að merkja mikilvæg augnablik til að auðveldlega finna mikilvæga hluta síðar. Þú getur einnig klippt, stillt hljóðstyrksstig eða notað aðrar breytingar eftir þörfum og spilað upptökurnar þínar. Upptökurnar þínar eru vistaðar sjálfkrafa og geymdar í skjalamöppunni til að auðvelda aðgang og þú getur deilt hljóðupptökunum með vinum og vandamönnum. Farðu í Microsoft Store til að kynna þér þetta betur.

Microsoft Clipchamp er myndbandsritill sem er hannaður til að auðvelda gerð myndbanda. Hann gerir notendum kleift að sameina myndbands-, mynd- og hljóðskrár ásamt því að bæta við texta og áhrifum og vista síðan fullgert myndband í tækinu eða vista myndböndin á persónulegu svæði á OneDrive í gegnum Microsoft-reikninginn. Notendur geta einnig bætt við myndböndum og tónlist úr safni eða hljóðáhrifum, límmiðum, myndrænum þáttum, bakgrunnum og fleiru. Notendur geta valið að leyfa Clipchamp að fá aðgang að myndavélinni og hljóðnemanum til að taka upp myndbönd beint úr tækinu sínu. Clipchamp mun finna nákvæma staðsetningu þína til að bjóða upp á betri upplifun, eins og hvaða tungumál á birta þér. Notendur geta opnað Clipchamp með persónulegum Microsoft-reikningi eða fjölskyldureikningi í gegnum Clipchamp-forritið fyrir Windows 10 eða Windows 11 og í Microsoft Edge- eða Chrome-vafranum á https://app.clipchamp.com.

Miðlaspilari er sjálfgefinn innbyggður spilari margmiðlunarefnis (hljóð- og myndefnis). Þegar þú opnar margmiðlunarskrá mun miðlaspilarinn lesa efni hennar. Þegar þú opnar miðlaspilarann les hann efni í möppum tónlistar- og myndefnis til að fylla út sínar eigin síður af tónlistar- og myndefni í miðlaspilaranum til að hjálpa þér að skipuleggja, skoða og spila margmiðlunarefni.

Til að bæta upplifun þína þegar þú spilar tónlist mun miðlaspilarinn sjálfkrafa reyna að sýna mynd listamanns og albúms fyrir efnið sem þú spilar og efnið í tónlistarsafninu þínu. Til að veita þessar upplýsingar sendir miðlaspilarinn upplýsingabeiðni til Microsoft um stöðluð tækjagögn, eins og IP-tölu og hugbúnaðarútgáfu tækisins, svæðis- og tungumálastillingar þínar og auðkenni efnisins. Þú getur gert þennan eiginleika óvirkan á stillingasíðu forritsins ef þú vilt.

Kvikmyndir og sjónvarp. Microsoft-kvikmyndir og sjónvarp gerir þér kleift að leigja eða kaupa kvikmyndir og sjónvarpsþætti og spila efnið í tækinu þínu.

Til að auðvelda þér að uppgötva efni sem þú gætir haft áhuga á mun „Kvikmyndir og sjónvarp“ safna gögnum um kvikmyndir og sjónvarpsþætti sem þú horfir á, þ.m.t. áhorfstíma og einkunnagjöf þína.

„Kvikmyndir og sjónvarp“ getur einnig birt og spilað staðbundnar myndbandsskrár sem geymdar eru í tölvunni. „Kvikmyndir og sjónvarp“ þarf aðgang að myndsafni tækisins.

Eldri Windows-miðlaspilari. Eldri Windows-miðlaspilari gerir þér kleift að spila geisladiska og annað stafrænt efni (svo sem mynd- og hljóðskrár), afrita geisladiska og stjórna miðlasafninu þínu. Til að bæta upplifun þína þegar þú spilar efni í safninu þínu birtir eldri Windows-miðlaspilari upplýsingar sem tengjast margmiðlunarefninu, svo sem nafn albúms, titil lags, mynd af albúmi, listamann og lagahöfund. Eldri Windows-miðlaspilari sendir beiðni til Microsoft sem inniheldur staðlaðar upplýsingar um tölvuna, auðkenni efnisins og upplýsingar um efni sem miðlasafn eldri Windows-miðlaspilara inniheldur nú þegar (þar á meðal upplýsingar sem þú kannt að hafa breytt eða fært inn) til að Microsoft geti greint lagið sem um ræðir og birt frekari upplýsingar ef þær eru í boði.

Eldri Windows-miðlaspilari býður einnig upp á straumspilun efnis í gegnum netið. Til að bjóða upp á þjónustuna þarf eldri Windows-miðlaspilari að eiga samskipti við straumspilunarþjóninn. Slíkir þjónar eru yfirleitt reknir af efnisveitum sem ekki tengjast Microsoft. Við straumspilun efnis sendir eldri Windows-miðlaspilari annál til straumspilunarþjónsins eða annarra vefþjóna ef straumspilunarþjónninn biður um það. Annállinn inniheldur upplýsingar á borð við tengingartíma, IP-tölu, útgáfu stýrikerfis, útgáfu eldri Windows-miðlaspilara, auðkennisnúmer spilarans (auðkenni spilara), dagsetningu og samskiptareglu. Eldri Windows-miðlaspilari sendir sjálfgefið mismunandi auðkenni spilara fyrir hverja lotu til að vernda friðhelgi þína.

Windows HelloWindows Hellomainwindowshellomodule
Samantekt

Windows Hello veitir tafarlausan aðgang að tækjum þínum með lífkenni. Ef þú kveikir á Windows Hello notar það andlitið á þér, fingrafar eða lithimnu til að bera kennsl á þig út frá hópi einstakra atriða eða eiginleika sem eru dregnir út úr myndinni og vistaðir í tækinu sem sniðmát – en sjálf myndin af andlitinu á þér, fingrafarinu eða lithimnunni verður ekki vistuð. Gögn til sannprófunar með lífkennum sem notuð eru þegar þú skráir þig inn fara ekki út fyrir tækið. Lífkennissannprófunargögnin þín verða áfram á tækinu þínu þar til þú fjarlægir þau. Hins vegar verður þú beðin(n) um að staðfesta að þú viljir halda áfram að geyma lífkennissannprófunargögnin þín, eftir ákveðinn tíma í Windows Hello án virkni. Þú getur eytt lífkennigögnum þínum í stillingum. Frekari upplýsingar um Windows Hello.

Windows SearchWindows Searchmainwindowssearchmodule
Samantekt

Windows Search gerir þér kleift að leita í dótinu þínu og af netinu af sama stað. Ef þú kýst að nota Windows Search til að leita í „dótinu þínu“ skilar leitin niðurstöðum fyrir atriði á þínu eigin svæði á OneDrive, OneDrive for Business ef kveikt er á því, öðrum skýjageymslum (að því marki sem slíkir þriðju aðilar styðja) og tækinu þínu. Ef þú kýst að nota Windows Search til að leita á vefnum, eða til að fá leitartillögur með Windows Search, koma leitarniðurstöðurnar þínar frá Bing og við notum leitarfyrirspurnina þína eins og lýst er í hlutanum Bing í þessari yfirlýsingu um persónuvernd. Frekari upplýsingar um leit í Windows .

Skemmtun og tengd þjónustaSkemmtun og tengd þjónustamainentertainmentmodule
Samantekt

Skemmtun og tengd þjónusta veitir þér aðgang að miklu magni efnis, forritum og leikjum.

Xbox-forritiðXbox-forritiðmainxboxmodule
Samantekt
Microsoft StoreMicrosoft Storemainwindowsstoremodule
Samantekt
Microsoft StartMicrosoft Startmainmainmodule
Samantekt
SilverlightSilverlightmainsilverlightmodule
Samantekt
Windows Mixed RealityWindows Mixed Realitymainwindowsmixedrealitymodule
Samantekt
maineuropeanprivacymodule,mainsecurityofpersonaldatamodule,mainwherewestoreandprocessdatamodule,mainourretentionofpersonaldatamodule,maincaliforniaconsumerprivacyactmodule,mainartificialintelligencemodule,mainadvertisingmodule,mainspeechrecognitionmodule,mainpreviewreleasesmodule,mainchangestothisprivacystatementmodule,mainhowtocontactusmodule mainenterpriseservicesmodule,mainenterprisedevsoftwareappsmodule mainofficeservicesmodule,mainmsfamilymodule,mainteamsmodule,mainonedrivemodule,mainoutlookmodule,mainskypemodule,mainsurfacemodule,mainsurfaceduomodule,mainlinkedinmodule mainbingmodule,maincortanamodule,mainmsedgemodule,mainMicrosoftTranslatormodule,mainswiftkeymodule mainactivationmodule,mainactivityhistorymodule,mainadvertisingidmodule,maindiagnosticsmodule,mainfeedbackhubmodule,maingethelpmodule,mainlivecaptionsmodule,mainlocationservicesmotionsensingmodule,mainnarratormodule,mainsecurityandsafetyfeaturesmodule, mainspeechinkingtypingmodule, mainsyncsettingsmodule,mainupdateservicesmodule,mainwebbrowsersmodule,mainwi-fisensemodule,mainwindowsappsmodule,mainwindowshellomodule,mainyourphonemodule,mainwindowssearchmodule mainxboxmodule,mainwindowsstoremodule,mainmainmodule,mainsilverlightmodule,mainwindowsmixedrealitymodule
mainenterprisedeveloperproductsmodule
Kökur

Flest svæði Microsoft nota „kökur“, litlar textaskrár settar á tækið þitt, sem vefþjónar nota á léninu, sem kom kökunni fyrir og getur náð í seinna. Við notum kökur til að vista val og stillingar þínar, auðvelda innskráningu, útbúa sérsniðnar auglýsingar og greina aðgerðir á vefsvæðum. Frekari upplýsingar er að finna í hlutanum Kökur og álíka tækni í þessari yfirlýsingu um persónuvernd.

Gagnaverndarrammar milli ESB og BNA, viðauki Bretlands, og Sviss og BNA

Microsoft uppfyllir gagnaverndarramma milli ESB og BNA, viðauka Bretlands við ESB-BNA, og Sviss og BNA. Frekari upplýsingar er að finna í hlutanum Hvar við geymum og vinnum úr persónugögnum og gagnaverndarrammann er að finna á vefsvæði bandaríska viðskiptaráðuneytisins.

Hafa samband

Ef þú hefur áhyggjur af persónuvernd eða vilt leggja fram kvörtun eða spurningu um persónuvernd til yfirmanns eftirlits með persónuvernd eða yfirmanns gagnaverndar ESB hjá Microsoft skaltu hafa samband með því að nota vefeyðublað. Frekari upplýsingar um hvernig má hafa samband við Microsoft, þar á meðal Microsoft Ireland Operations Limited, er að finna í hlutanum Hvernig má hafa samband við okkur í þessari yfirlýsingu um persónuvernd.